Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 2
MNGIÖ OG KOSNINGARNAR 1908 OG 1909 Rétt eftir þinglokin var all- iriíkii alvara og kapp vaknað á því meðai þjóoernis- og Iand- vaxnarmamia að sigra nú í hönd farandi kosningum 1908 og fóru þær fram 10. sept. það ár. Engirm vann ósleitileg- ar fyrir kosningu sjálfstæðis- manna en Björn Jónsson rit- stjóri með blaðið Isafold sem tæki til að upplýsa þjóðina, og að tala í hana kjark til að láta ekki bugast af þrálæti Dana gegm óskum frjálslyndra Is- landinga, og þrálæti dansk ¦ stnnaðra íslendinga. Og svo inikið vann Björn Jónsson þá, að baran beið þess aldrei bæt- tir, enda missti hann smám sam aaa heilsuna upp úr þvi, sem kom aldrei aiftur. Alþingiskosningamar fóru þannig, að Þjóðræðis- og Land- varnaflokkurinn, sem gengu sameinaðir til kosninga urðu í hreinum meirihluta. Ég var eins og vant var endurkosinn, en samþingsmaður minn varð nú ágætismaðurinn séra Jens Pálsson. Eftir stéttum skiptist nú þingið þannig, aS lærðir menn urðu 25, þar af 4 guðfræðing- tar, 10 bændur, 4 kaupmenn og 1 bankastjóri. Þar sem þessir flokkar urðu í meirihluta kom vandinn nú til að hvíla á þess- um flokkum að benda á nýjan ráðherra og það var alls ekki greitt aðgöngu eins og á stóð. Samkvæmt þvi sem á undan ^. var gengið í sambandsmálinu, hefði mátt telja sjálfsagt að velja Skúla Thoroddsen, en vegna þess, að harm hafði um inörg ár staðið í harðvítugri baráttu, bæði í stjórnmálum og persónuilegri baráttu við Lands höfðingjann, og haft auk þess wmfangsmikil störf á hendi, þá var hann orðinn útslitinn mnaður, og heilsubilaður. Hann mun þvi hafa veigrað sér við, að taka ráðherraembættið á sánar herðar, þó að skyldu- Hð hans hafi talið hann færan til þess. Hinn satmeinaði flokkur sjálfstæðis- og landvarnar- manna hélt einkafundi um ráðherravalið, og varð ofan á ¦ að skora á séra Sigurð Stefánsson í Vigur að taka að sér ráðherraembættið, og var það gert. En haran var alveg ófáanlegur til þess. Þótt líkt væri ástatt með Björn Jóns- son og Skúla, að báðir voru útslitnir menn, þá varð það of- an á, að benda á Björn Jóns- son, sem ráðherra, þegar Haf- stein bæði um lausn, sem hann gerði ekki fyrr en i fulla hnef- ana, því Hafstein bjóst við, að Þjóðernisflokkurinn mundi klofna út af ráðherravalinu, en svo reyndist þó ekki í það sinn. Hafstein fór því ekki frá fyrr en meirihluti þings hafði gefið honum vantraustsyfirlýs- m ingu, 23. febrúar 1909, og nýr ráðherra var skipaður. En þeg ar damska stjórnin sá að Mf- ankeri hennar, Hannes Haf- stein, var fajllinn, kallaði hún 28. febrúar alla forseta þings- ins, þar á meðaíl Bjöm Jóns- son, sem var forseti Sameinaðs þings, á sinn fund til Hafnar. Og það gerði hún auðvitað til að trufla þingstörfin sem mest, og til þess að reyna að Björn Kristjánsson á yngri áriim Úr endurminningum Björns Kristjánssonar Áttundi hluti Niðurlag kúga meirihluta þingsins, og væntanlegan ráðherra, tH að samþykkja sambandslagafrum- varpið, eins og Sambandslaiga- nefndin hafði gengið frá því, sem hefði þýtt skýlausa innlim un í danska ríkið. En" ekki varð henni kápan úr þvi klæð- inu. Svo treg var danska stjórn- in tW þess að taka við hinum nýja ráðherra, að hann fékk ekki skipunarbréf sitt fyrr en 30. marz. Þrátt fyrir þessi þrælatök og vanvirðu, sem danska stjórnin sýndi Alþingi, þá héldu þingfundir áfram. Á fundi 19. febrúar kom frum- varp sambandslaganefndarinn- ar til fyrstu umræðu, eða á 4. degi effir þmgsetnlngu, og var sett i 9 manna nefnd, sem klofnaði. Komu báðir nefndar- hlutar fram með breytingartil- lögur, þjóðræðismenn þó miklu víðtækari, og voru til- lögur þjóðernissinna ailar sam þykktar. Eftir þrjár umræður var málinu visað til Efri deild- ar. 1 Efri deild var málið sam- þykkt við 3. umræðu og af- hent ráðherra sem lög. Björn Jónsson, ég og 3 aðr- ir bárum fram frumvarp til laga um aðflutningsbann á áfengi. Kom það til umræðu i Neðri deild 27. febrúar, var það sett i 7 manna nefnd. Nefndin klofnaði, urðum við. Björn Jónsson og tveir aðrir í meirihluta og urðu mjög mikl- ar umræður um málið, og marg ar breytingartillögur gerðar við það. Að lokum var máiið þó samþykkt í Neðri deild með 15 atkv. gegn 7. 1 Efri deild var málið einnig sett i nefnd, og þar valin 5 manna nefnd, sem kom einnig fram með margar breytingartiliögur. Við 3. umræðu var málið svo breytt samþykkt með 8 at- kvæðum gegn 5 og sent aftur til Neðri deildar. Við eina um- ræðu í Neðri deild var frum- varpið svo endanlega sam- þykkt með 18 atkvæðum gegn 6 og af greitt sem lög. Eftir kosningar 1908 sá ég fram á að bainnlögin myndu verða samþykkt á næsta þingi. Af þvi hlaut að leiða, að lands- sjóður yrði fyrir allmiklu tapi í tekjum sínum. Mér fannst að það hvildi á þeim, sem fluttu bánnmálið nokkurs konar skylda, að bæta landssjóði upp þetta tap, og að leita uppi tekjustofn, sem hehtugur gæti verið fyrir svona fátækt þjóð- félag. Ég aleit að léttast mundi verða að lieggja sMkan toll á sem flestar vörur og að miða tollinn við þunga vörunn ar með umbúðum (þungatoll), til þess að komast hjá mjög dýru tolleftirliti. Eftir kosn- ingamar 3908 fékk ég þvi að láni í Stiómarráðinu ðll farm- skiö! yfir allar aðfluttar vör- ur, sem til landsins höfðu flutrt árið áður, og skip- aði þeim vandlega i flokka, eft ir þvi, sem ég haifði hugsað mér að leggja tollinn á. Hugs- aði ég mér tollinm sem næst 1% af hverri vörugrein i öllum flokkunium.. Siðan var frum- varpið borið fram I nafni meiri hluta tollmálanefndar, og var frumvarpið nefnt: Farmgjald af aðfluttum vörum. Við þriðju umræðu var frumvarpið sam- þykkt i Neðri deild með 12 at- kvæðum gegn 4. 1 Efri deild var máli þessu visað til stjórn- arinnar með rökstuddri dag- skrá. Þannig fór um málið í það sirm, en það vaknaði upp aftur stðar á sama grundvelli. Þá bar ég fram á þessu þiíngi frumvarp tii Námslaga, var það sett í 5 manna nefnd i Neðri deild, sem gerði á því nokkrar breyting- ar, vair frumvarpið svo sam- þykkt við þriðju umræðu i þeirri deild með 19 atkv. og sent Efri deild. Sú deiid setti málið í nefnd sem gerði einnig á þvi nokkrar breytmgar og samþykkti það við 3. umræðu með 11 saimhljóða atkvæðum. Loksins var málið aftur sent Neðri deild, og var það þar samþykkt með 21 atkvæði, sem lög frá Alþingi. Þá var Landsbankalögunum breytt, ákveðið að hafa frá næsta nýjári 2 bankastjóra í staðinn fyrir einn, og þáver- andi bankastjora Tryggva Gunnarssyni ákveðm 4. þús» kr. eftirlaiun, er hann léti af embætti o.s.frv. Á þessu þingi voru lögin- um stofnun vátryggingarfélags fyrir fiskiskip samþykkt, sem stjórnin bar fram (Samábyrgð- in). Eins og skýrt er frá i kafl- airam „Þingið 1907" var Kenn- araskólinn húsaður frá Flens- . borgarskólanum, án þess áðfl honum væri séð fyrir nægileg-^; um styrk til að geta starfað áfram sem alþýðuskóli. Svo I stóð þá á, að skóli þessi hafði nýlega ráðizt i að byggja nýtt viðbótarskólahús, og tekið allt andvirði þess að láni, sem var um 10 þús. krónur. Og þetta varð hann að gera, vegna þess, að kennaraskólinn hafði frá byrjun hans staðið í sambandi við Flensborgarskólann. Til þessa vildi stjómin (H.H.) ekki taka neitt tillit. En á þinginu 1909 hafði stjórnin lagt til.að skólanum væri veitt- ur aðeins 3.500 kr. styrkur. Ég lagði nú alla mína krafta fram til að kippa þessu í lag, og tókst eftir miklar umræður, að fá styrkinn hækkaðan um helming, eða upp í 7000 kr. Að lokum vil ég. minnast á eitt frumvarp, er meirihluti samgöngumálanefndar flutti á þessu þingi, og sem ég var framsögumaður fyrir. Mál þetta hafði nálega sett þingið á ann- an endann, svo viðkvæmt var það í augum Sameinaða gufu- skipafélagsins danska, og þá um leið viokvæmt mál hjá Heimastjómarmönnum, sem ávallt voru sverð og skjöldur þess á Alþlngi, og um leið sverð og skjöldur þess að við- halda leifunum af hinni al- ræmdu einokunarverzlun Dana.' Mál þetta var: „Frum- varp til laga um heimild fyr- Ir landsstiörnina til þess að kaiupa fyrir landssjóðs hönd Ihíutabréf í gufuskipafélaginu „Thore" og til að taka 500 þús- und króna lán til þess. Þórar- inn E. Tulinius stórkaupmað- ur I Hötti haíðl um mörg ár haldið uppi gufuskipaferðum milli íslands og annarra landa, fyrst fyrir eigin retkning og síðar sem framkvæmdastjóri fyrir Mtið hlutafélag sem nefnt var „Thore". Hafði Tulinius bætt samgöngurnar við ísland stórum og skapað að mun betri flutningskjör, en verið höfðu hjá Sameinaða félagimi, á meö- an það var einvalt. Bæði á þinginu 1905 og 1907, hafði „Thore" boðið i postsam- göngurnar við Island, en áraang urslaust. Hlutafé félagsins var alltof lítið, aðeins 250 þús. kr., en þó gaf félagið arð. Tulinius vildi nú stækka fé- lagið, og gera það íslenzkt og tryggja Alþingi og ráðherra meirihluta i stjórninmi. Til þess að lesendur mínir geti s«n bezt dæmt um þetta deiluimál, leytfi ég mér að taka hér upp orðrétt frumvarpsgreinarmál úa? A-deild þmgtíðindaima 1909, þingskjal 546, sem hijóO- ar svo: I. GB. Landsstjórninni veitist heim ild til að kaupa hlutabréf í gufuskipafélaginu „Thore" fyr ir 500 þúsund krónur með þeim skilyrðum sem hér faara á eftir: a. að hlutafé félagsins verði 800.000 krónur; b. að hlutir landssjóðs verði 4% forréttmdahlutir; e. að þessar breytingar Verða gerðar á núverandi skipastól félagsins: 1. í stað skipanna „Kong Helge" og „Pernie", komi nýtt skip eða nýlegt af líkri stærð og gerð eins og <kip félagsins „Sterling", og &eð eigi minni hraða. Þetta skal vera framkvæmt áður en landssjóður tekur hlut í félaginu, 2. að keypt verði nýtt eða ný-legt skip, af líkri stærð, eins og skip félagsins „Sterling", og með jafn miklum hraða að minnsta kosti, 3. að keypt verði 2 ný eða nýleg strandferðaskip með hér um bil 150 smálesta farmrými, farrrými fyrir 10—15 farþega á 1. farrými, 20—25 farþega á 2. farrými og með 9 mílna hraða að minnsta kosti, 4. að útbúin verði kælirúm í 2 skipum að minnsta kosti, af framangreindum skipastól, sem ganga landa á miili, d. að landssjóður eigi rétt á, að leysa til sín, fyrir ákvæðis verð hvenær sem er hina al- mennu hluti í félaginu, e. að alþingi skipi stjórn fé- lagsins að hálifu — 3 menn — og ráðherra Islands sé auk þess sj'álfkjörirm formaður stjórnarinnar, f. að skip Thorefélagsins, sem nú eru, með þeirri breyt- ingu, sem ræðir um undir staf- lið C 1, verði afhent hinu nýja félagi fyrir það verð, er þau verða metin á. Matið skal framkvæma af 3 mönnum, ddmkvöddum af landsyfirrétti Islands, g. að þær breytingar verði á lögum Thorefélagsins, sem full trúar alþingis og ráðherra ís- lands telja nauðsynlegar til að tryggja rért landssjóðs, sem forréttindahluthafa í félaigimú. Fram. & bls. 12 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 17. október 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.