Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 3
Gíorg-os Sei'eris Jóhann Iljálmarsson MARMARA- HÖFUÐIÐ OG HLUTSKIPTI ÓDYSSEIFS AÐ SEFERIS LÁTNUM Bókmenntafræðingurinn C. M. Bowra liélt |)\i fram fyrir mörgum árum, að Gíorgos Seferis væri „áreiðaniega eitt mesta skáld samtímans“. Nii eru Jieir báðir látnir, Bowra og Seferis. Gíorgos Seferis fékk Nóbelsverðlaunin 1963. I>á þekktu fáir Norðurlanda- menn skáldskap Iians, en franskar og enskar þýðingar liöfðu birst á verkum hans á finmita áratugnum. Norræn undantekning voru þýðingar Hjalmars Gullbergs á fáeinum l.jóðum Seferis, sem voru prentaðar í tímariti 1950 og síð- an i þýðingasafninu S.jálens dimkla natt (1956). En eftir að Seferis hlaut Nóbelsverö- laun konm út nokkrar bækur á Norðurlöndum með þýddum ljóðum eftir hann, jafnvel ís- lenskt forlag sá ástæðu til þess að kynna verk hans. Almenna bókafélagið gaf iit Goðsögu ár- ið 1967 í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar. Eftir þeim þýðingum að dæma, sem birst hafa á ljóðum grískra nútímaskálda, er um auðugan garð að gresja í grískri ljóðlist. Ég nefni sér- staklega Konstantín Kavafis, Gíorgos Seferis, Ódýsseus Elýtis, Nikos Gatsos og Jannis Bitsos. Að vonum vildi sænska akademian heiðra grískan menningararf þegar liún veitti Seferis Nóbelsverðlaunin, en tilgangurinn var ekki síst sá að viðurkenna grósku grískra n útímabókmennta. Tengsl Seferis við fortíðina eru sterk. í Goðsögu yrkir hann um marmaraböfuð, sem hann vaknar með í höndunum og veit ekki livar hann á að láta. Skáld voldugrar bók- menntalegrar arfleifðar verða að gera upp við sig hve mik- ið þau eiga að siekja til hefð- arinnar. Seferis valdi þá leið, sem eðlilegust er: hann varp- aði ekki frá sér hinum gamla gríska anda, en sótti á ný mið til listrænnar tjáningar. Skáld skapur Seferis er langt frá því að vera eingöngu lof um liðna tíð. Hann er jafnnútímalegur og skáldskapur jafnaldra hans í öðrum löndum. Með því að afneita mælsku og hvers kyns skrauti fann liann þann ein- faldleik, sem er í ætt við klass- íska heiðríkju grlskrar listar. I bók sinni um Grikkland seg- ir Henry Miller, að sá maður, sem liafi fangað eilífðarand- ann, sem alls staðar sé að finna á Grikklandi, og látið hann renna saman við skáldskap sinn, sé Seferis. Það Grikkland, sem er óþrjótandi brunnur skáldskap ar, fann Seferis ef til vill best í fjarska. Hann lét lieillast af ljóði T. S. Eliots Marina vegna þess að það minnti hann á Grikkland. Örlögin réðu }>ví að hann varð eins konar nýr Ódysseifur. Hann fæddist árið 1900 í Smyrnu, öðru nafni Izmir í Eitlu Asíu. Fjölskyld- an fluttist til Aþenu 1914 vegna vaxandi harðstjórnar Tyrkja. Faðir Seferis var þekktur lögfræðingur. Sonur- inn fetaði í fótspor hans, nam lögfræði í París og þangað bár ust lionuni fréttirnar, árið 1922, um að Tyrkir hefðu brennt Smyrnu. Hið vonlausa stríð kostaði mörg mannslíf, en um hálf önnur milijón Grikltja komst undan til Grikklands. Eft ir að Seferis lauk lögfræði- prófi starfaði liann í utanrík- isþjónustu lands síns og var sendilierra þess í London á ár- uniim 1957—1962. Seferis sett- ist að í Aþenu 1962 og sinnti einungis skáldskap og bók- menntastörfum eftir það. Hann lést í sjúkrahúsi i Aþenu 20. september s. 1. Hörmimgar Grikkjanna í Eitlu-Asíu bergmála oft í ljóð- um Seferis, ekki síst í Goð- sögu (1935), sem er kunnasta verk hans. Goðsaga er Ijóða- flokkur í 24 köflum og minn- ir um margt á Ódysseifskviðu. En það er nýr Ódysseifur, sem Seferis lýsir, nútímamaður, sem hugleiðir örlög sín og reynir að átta sig á livert stefni. Vissulega er Goðsaga fyrst og fremst giáskt ljóð um vanda Grikkja. En það liöfð- ar til allra manna vegna skáld skapargildis síns og vegna þess að það verður táknrænt dæmi um átök og samliengi fortíðar og nútíðar. Goðsaga er ekki hefðbundið ljóð. Frjálsleg- ur ljóðstill þess er í anda síns tínia, enda var Seferis hand- genginn evrópskri og banda- rískri nútímaljóðlist, þýddi m. a. The Waste I.and eftir T. S. Eliot og verk eftir lízra Pound, Paul Eluard, Henri Michaux og Pierre-Jean Jouve. í Goðsögu eru áhrif frá Eliot greinileg og jafnvel enn meira áberandi í síðari verkum hans, en hent liefur verið á að upp- runalega sé skyldleiki nieð þeim Seferis og Eliot. Báðir yrkja þeir mikið um höf, strendur og sæferðir. Fortíðin er alltaf nálæg í verkum beggja. Áður en Goðsaga kom út liafði Seferis sent frá sér Vegaskil (1931) og Brunninn (1932), en veigamestu bækur hans eftir Goðsögu eru vafa- laust Leiðarbækurnar 1—111 (1940—1955). Verk Seferis í lieild eru talin mjög samfelld líkt og skáldið sé sífellt að yrkja sama ljóðið með ýmsum tilbrigðum. Eftir að Seferis kom heim til Aþenu samdi hann bók um Delfí, safn- aði saman ritgerðum sínum til útgáfu og vann að þýðingum. Úrval ritgerða iians nefnlst á ensku On tlie Greek Style (1967). Síðasta ljóðabók hans, Framh. á bls. 13 hriki fjallsins minnir á smæð þína og rúðustrikaðra kaffibrúsa gráttu ekki upphafsleysið býr í endaleysi óbyggða geysileg saga jarðar er tímalaus blind mús bak við arnarfell gráttu ekki guðlausar hraunbreiður sundlandi gjár einstaka eldfjall á túr handa ismanum stund þriðjunnar veitir miðvikunni keppni stund vatnsins fleygir stærðfræðinni fram undir svipum regns sem vindar slá í andlit og herðubreiðan sand gráttu ekki bráðum lýsa vasaljós sólar okkar tímafirrt skynsvæði með bómullarskýjum á undanrás fyrir norðurljósum í sæluhúsi þar sem svefninn vakir til morguns gráttu ekki um ómerkt landabréf huga þíns liggur eldvegur nætursvalans á sprengisandi ljóðsins hleð ég vörður 17. október 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.