Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 4
Dubuffet við vinnu. Hann mótai fyrst. í plast og málar síðan. Hvert verk er ljósmyndað, númerað og fært á spjaldskrá. MYNDLIST Að ofan: Mynd af eiginkonunni frá 1935. Síðar málaði hann konuna (myndin að ofan) og sagði: „Fólk er ævin- lega laglegra en bað lieldur." DUBUFFET Einn sérstæðasti myndlistarmað ur heimsins Eftir Sanche de Gramont Listamaðurinn var ekki í vinnustofu sinni, en þar voru urn 12 mussuklæddir starfs- menn hálfbognir yfir verkefn- urn sínum. Kinn var að mála svartar rendur á brúnir högg- mynda, sem voru eins og amöb ur í laginu. Annar var að skrúfa saman röndóttar eining- ar höggverkanna. Sá þriðji var með málningu og kítti að dytta að myndum sem laskazt höfðu í flutningi. 1 þessari tveggja liæða verksmiðju-vinnustofu í húsagarði einum i fimmtánda hveyfi Parísar angaði allt af plastmálningu, sem venjulega er notuð til merkinga á flug- völlum vegna þess að hún má- ist ekki af þótt gengið sé á henni. Á veggjunum héngu verkfæri, liönnuð af listamann- inum, sem litu út eins og hand- sagir með rafhituðum vír í stað sagarblaðs. 1 bakherbergi var stórum blokkum af hvítu ein- angrunarplasti lilaðið til lofts, en í hliðarherbergi var liögg- myndaeiningum hrúgað saman eins og varahlutum á bifvéla- verkstæði. I liorni stcndur lík- an af herbergi með veggjum úr rauð-hvít-bláum og svartrend- um myndeiningum. „Jean Dubuffet er horfinn frá málaralistinni," sagði einn einkaritara hans, sem sýndi mér vinnustofuna. „Hann lief- ur ógeð á beinum línum. Hann lítur með tortryggni allt sem hengt er upp á vegg í fer- hyrndum ramma.“ Dubuffet fæst sem stendur við að móta L’Hourloupe-stykki eins og hann kallar það, allt frá te- bolla upp í líkan af 22 ja metra háum turni, sem reisa á á bæjartorgi. Hann sker létt frauðplastið með rafsögum sín um og hnífum, málar það, lok- ar það siðan I mótl og hellir i bráðinni plastkvoðu. Þegar kvoðan er hörðnuð er mótið brotið og innan í er frauðplast og kvoðusteypa, sem upphaf- lega málningin loðir við. „Þetta er ein af þremur vinnustofum Dubuffets í París,“ segir ritar- inn. „Hann hefur einnig vinnu stofu í Vence í Suður-Frakk- landi og fleiri í Le Touquet.“ Til að geta hýst nýjustu risa- myndir sínar num Dubuffet bráðlega flytja í stærstu vinnu stofu sína til þessa — þá sem kona hans kallar bílaverksmiðj urnar — skámmt frá París. Samanlagt ræður Dubuffet yf- ir jafnmiklu gólfrými og Bloomingdales. Hann er bezti skipuleggjari allra stjórnleys- ingja sem ég hef kynnzt. Ég fylgdi ritaranum aftur til skrifstofunnar. Á málmspjaldi á dyrunum stendur: Skrifstofa Jean Dubuffet. Til hvers þarf málari skrifstofu, eins og hann væri ráðherra eða stjórnarfor- maður? Hún er hlifiskjöldur Dubuffets gegn umheiminum. Einkaritararnir, sem þjóna listamanninum jafn dyggilcga og nunnur drottni sínum, kunna að segja kurteislegar „nei“ en liann. Þær sjá um hin viðkvæmu bréfaskipti við sýn ingarsalina, um tilfæringar liins marggreina fyrirtækis. Þær vinza sundur fyrirspurnir um Iistamanninn og verk hans og beiðnir um að fá að hehn- sækja Art Brut einkasafn hans, þar sem geymt er stærsta safn heims af málverkum og höggmyndum geðsjúkra og ann arra „Iistamannshráefna“. Skrifstofan ber einnig vitni alúð listamannsins við ná-. kvæma skrásetningu verka sinna. Meðfram veggjunum standa skjalaskápar fullir af myndum af hinum 5893 verk- um hans — hann hefur lokið um það bil einu annan livern dag frá þvi liann hóf listamanns feril sinn árið 1944 — 1717 mál verkum, 1078 vatnslitamyndum, 2319 teikningum, 579 litógrafí- um 75 styttum og 125 verkum, sem flokkuð eru undir „ýmis- legt“. I einni skrá er að finna 800 nöfn kaupenda hans í staf- rófsröð, ásamt nafni verksins, dagsetningu og verði. Árið 1968 var metsalan á einu málverki fjörutíu og þrjú þúsund doll- arar fyrir olíulitamynd frá 1947, er seldist á uppboði hjá Sotheby. Sumir málarar kalla sjálfa sig stóra i sniðum — Du- buffet er gylltur í sniðum. Það er hlægilegt en þægileg þversögn, að postuli hins óskipidagða málverks skuli hvað skipulegast hafa unnið að skráningu eigin verka. Eru sjálfsvild og kerfi ósamþýðan- leg? Max Loreau, einkaheim- spekingur og skýrandi Dubuff- ets segir: „Dubuffet sýnir fram á að leita verður sjálfsvildar kerfisbundið. Það er vandasam ara að ná sjálfsviid en að koina á röð og reglu.“ Dubuffet varði mörgum ár- um í að koma tölu á verk sín. Hann sendi söfnum og eigend- um eyðublöð til útfyllingar hann sendi Loreau til Banda- rikjanna til að hafa upp á týndum málverkum. Loreau er afar skýr og skilmerkilegur belgiskur heimspekiprófessor um fertugt, sem hefur orðið fyrir miklum áhrifum af mái- verkum Duhuffets, en sú þró- un hefur verið listamanninum til óblandinnar ánægjn. „Það er ekki oft sem málari á hlut að verkum heimspckings,“ seg- ir hann. Loreau sér um yfirlits útgáfu um verk Dubuffets og hefur slcrifað formála að hverju Iiinna sautján binda, sem þegar eru út komin. „Mað ur getur keypt heildarútgáfu af verkum Zola eða Victors Hugo,“ segir liann, „liví skyldl ekki vera hægt að kaupa heildarútgáfu af Cézanne eða Dubuffet?" Ómildari gagnrýn endur Iíkja fyrirtækinu við soldán á gægjum við glugga, til að sjá tíu þúsund syni sína fylkja sér upp eftir stærð. Það sem eitt sinn var náttúrlegur yndisauki, segja þeir, angar nú af musterisolíum. Þrátt fyrir gallharða einbeitni hefur Loreau enn ekki tekizt að liafa upp á eitt hundrað verkum og eru þau táknuð með auðum femingum í yfirlitinu. 1 skrifstofunni er ennfremur safn þeirra bóka, sem ritaðar hafa verið um listamanninn — tíu-tólf ritverk þar af eitt á kínversku, og fimmtán þykkar úrklippubækur — auk þess sem liún minnir á ýmsar liliðar starfsgreinar Dubuffets. Marg- ar hillur eru lilaðnar skrifum hans, sem útgefandinn Galli- mard hefur nýverið safnað í tvö bindi, rúmar þúsimd síður samanlögð. Að frátöidum minn- isbókum Leonardos og bréfum Van Goghs til bróður síns, hef ur enginn iistamaður gert svo ýtarlega grein fyrir vinnu- brögðum sínum og fyrirætlun- um. En Ðubuffet er meira með- vitandi um stílbrögð sín en þessir listamenn báðir og skrif- aði eitt sinn að hann væri eins og „kínverskur fjöilistaxnaður, sem tíndi út úr höfði sér sindr andi sheður fjarstæðmmar“. Hann er einnig höfundur að fjórum dellubókum, sem hann prentaði sjálfur og dreifði með al vina sinna, þeim til skemmt- unar. Þær eru samdar á liljóð fræðilegri frönsku, útfærðri af Dubuffet sjálfum, órökrænu hrognamáli í likingu við önnur málfræðileg spéfyrirbæri eins og Zazie dans le Metro eftir Kaymond Queneau og In his own Write eftir Jolm Lennon. Bækumar eru prentaðar á maskínupappír með frumstæðu letri og handpressu, eins skot- liríðin enn í andmenningarlegri herferð listamannsins. í tilbót við þetta hefur hann látið gera sex hljóðritanir af eigin tón- list, heldur óaðgengilegu sam- spili framandi hljóðfæra og ókennilegra liljóða, og á hún að vera atlaga við hina hefð- bundnu tónlist. Hver sá sltoð- ari Dubuffets sem heldur sig eiga að líta á málverk kemst brátt að rann um að liann stendur andspænis hinni fjöl- skrúðugustu framleiðslu. Und- ir öðrum kringumstæðum hefði Dubuffet getað orðið ein þess- ara einsmanns-hljómsveita, sem áður léku á götum Parísar borgar, barið bumbu með ann- arri hendinni en spilað á mandólín með hinni, hringt klukkum með því að hrista ann an fótinn og blásið í munn- hörpu milli samanbitinna tann- anna. Dubuffet liefur orð fyrir að vera erfiður í umgengni. Kona hans Lili hefur sagt, að hann sé „mesta hornliögld, relair upp öskur áður en nokkur kem ur nálægt honum“. Hann er á varðbergi vegna þess að liann telur aldrei hafa verið vegið jajfnrækilega að nokkrum lista manni og sér. Fyrir skömmu fékk liann bréf frá gömlum skólabróður sínum, sem liarm- aði að „þú sem varst svo gáf- aöur og verður liinna göfug- ustu verkefna, krafsar nú upp 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. október 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.