Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Side 6
Við Skeiðflatarkirkju beygj- um við út af þjóðveginum og höldum eftir afleggjaranum fram í Dyrhólahverfi. Hér er landið bœði aðlaðandi, ein- kennilegt og fagurt. — Og hvað skyldi raunar ekki vera fagurt á þessum sólbjarta degi, sem við fengum svo óvenjulega marga á síðastliðnu sumri. Bæ- irnir standa á ávölum, mjúk- lendum sandsteinshæðum og hóium, án þess að vera áveð- urs eða kulsælir. Kringum þá breiðast eggslétt túnin, sem skera sig svo skemmtilega úr við svartan sandinn fyrir fram an. Handan hans hafið blátt með hvítan fald við ströndina. En upp úr sandflákunum hefja sig biakkar bergþiljur Dyr- hólaeyjar. Hér er nærvera hennar ekki ógnvekjandi held- ur verndandi, sterk og traust. Hið efra að sjá eru grösugar brekkur Mýrdalsfjalanna með hreina tign jökulsins að baki sér. Upphaflega munu hér aðeins hafa verið tvær jarðir —Dyr- hóla-Austurhús og Dyrhóla- Vesturhús. Út úr Vesturhúsun um byggðust síðan Vatns- skarðshólar, Litluhólar (þar er nú ekki búið lengur), og Garðakot. Úr Austurhúsum byggðust Haugur (Dyrhólahjá leiga), Skarðshjáleiga, Norður garður og Loftsalahjáleiga. Hún er nú ein í byggð og ber nafnið Loftsalir. Þetta voru ekki stórar jarð- ir, enda að talsverðu leyti treyst á sjósóknina til stuðn- ings afkomunni. 1 jarðarmat- inu 18C1 eru í Dyrhólahverfi talin 9 býii samtals rúmlega 50 hundruð að dýrleika. Árið 1816 voru á jörðum þessum 9 bú- endur og 46 manns heimilisfast ir. Til samanburðar má geta þess, að nú er aðeins búið á 4 bæjum og heimilisfólkið var alls 17 manns í manntalinu 1968. Allir áttu bæirnir í Dyrhóla- hverfi ítök í Dyrhólaey. Fór það eftir jarðarstærð en að því gat orðið drjúg búbót jafnvel fyrir þá smæstu, því eyjan var gjöful ef vel var eftir leitað. Þar var sumarbeit fyrir naut, þar var lítilsháttar æðarvarp, þar var lundatekja og þar verpti krían ósköpum öllum af sínum smáu, ljúffengu eggjum. Mikið hafa þessi hlunnindi dregizt saman og gengið úr sér í seinni tið. Þó er eyjan grös- ug, sumt af henni meira að segja tún, og nokkur er þar iundaveiði. En þetta eru ekki stórir póstar í búskap þeirra í Dyrhólahverfinu. Hann er í dag líkur og hjá öðrum Sunn- lendingum: Kýrin og kindin standa þar við nægtajötu ratkt- unarinnar og skila sívaxandi afurðamagni. Hið fagra bæjarnafn — Loftsalir er sjálfsagt dregið af heliinum fræga í berginu fremst á Geitarf jalli. Hann þurfum við að sjá og skoða. Við göngum upp kafloðna brekkuna. Hér fær grasið að vaxa í friði. Hingað kemst traktorinn ekki. Nú ber enginn ljá i gras, meira að segja sláttuvéiarljáirnir fara að týna tölunni. Sláttuþyrlan er að útrýma þeim. En við erum hér ekki I neinum heyskapar- hugieiðingum. Þessi forni þing- staður Mýrdælinga á sér merkilega sögu frá liðnum öld- um. En í dag ber Loftsalahellir engin merki þess að hér hafi þróazt félagslíf, að hér hafi menn haldið þing, dómar dæmdir eða sakamenn af tekn- ir. Sauðataðið, skánin, sýnir að hér hefur sauðskepnan vanið komur sínar og staðið af sér mörg hretin. Hér eiga fuglar loftsins líka sína fulltrúa. Laupur hrafnsins er hér uppi á syllu, og fýlsungi situr keik- ur og feitur í hreiðri sinu. Skyldu foreldrar hans vera hættir að færa honum mat? Skyldi hann komast heill á húfi til sjávar eða verða ein- hverri hættunni að bráð? Loftsalahellir er ekki stór vistarvera, u.þ.b. 6 m á vídd við hellismunnann og 8 m á dýpt. Meðan hér var þinghaid var mannhæðarhátt þil fyrir hell- ismunnanum, sem óneitan- lega hefur gert þennan stað dáiítið vistlegri. Og hér voru borð og bekkir eftir því sem Sveinn Páisson segir í ferða- bók sinni frá 1793. Annars var hér fátt um þægindi en hér hefur hvorki verið skortur á heilnæmu lofti né fögru út- sýni. En hér er undarlegt til iofts að líta. Hvelfingin er með ótai raufum og glufum. Eftir þeim er hægt að fikra sig of- ar og ofar og loks út úr hell- inum efst á berginu. Fáum föðmum austan við Loftsalahelli er Þinghóll og vestan við hann Gálgaklettur. Nöfnin segja til um þær at- hafnir sem þarna fóru fram. Og einhvern tíma hefur Jón Krukkur, góðkunnur lát'.ð hér til sín taka, því að hér í nánd eru bæði Krukkshamar og Krukkshellir. En þótt þinghaldi linnti hér á sinum tíma hefur þessi stað ur verið til ýmsra hluta nyt- samlegur, því hér var gott að geyma þá hluti sem ekki máttu feyskna eða verða vætu og raka að bráð, svo sem reipi, yfir- breiðslur o.fl. Hér var betra að þurrka þvott heldur en í nokkrum hjalii. Og hér getur fénaður staðið af sér öll óveð- ur. Dyrhólar eiga mikla sögu í kristni- og kirkjulífi Mýrdæl- inga. Á ýmsu hefur gengið í þeirri sögu í aldanna rás. Á Dyrhólum var Mýrdælingum fyrst boðuð kristin trú af Þangbrandi er hann kom aust- an, og varð nokkuð ágengt. Snemma á öldum kristninnar reis þar kirkja og var annexía (útkix-kja) í brauði þvi, sem kallaðist Sólheimaþing. Þá var prestssetur á Felli. Þegar sr. Jón Steingrímsson kom frá vígslu sinni í Skál- holti austur að Dyrhólum og bað kii-kjuvaktarann um lyk- ilinn taldi hann á því öll tor- merki, sem von var eins og síð- ar kom i ljós. — Þvi þegar lyk- illinn loks fékkst, vildi hurðin ekld upp ganga að heldur „því kii-kjan var full með snjó inn að prédikunarstól. Var hui'ðin þá sett upp af járnum með járni, og fékk sá, er þar upp á vakta skyldi, sléttar þakkir fyrir vanhirðing sina. Þetta var mín fyrsta koma til þeirra og viðtektir," segir sr. Jón í Ævisögu. 1 ágúst 1848 vísiteraði Helgi biskup Thordersen bæði Skaftafellsprófastsdæmin. Þá var prestlaust í Sólheima- þingum, því að sr. Jón Torfa- son hafði drukknað í Mai’kar- fljóti um vorið og Fell drúpti í sorg sinni. I vísitazíugerðinni segir biskup, að kirkjan eigi land að Rauðhálsi og Steig, fjöru sunnan undir Dyrhólaey, sem kölluð er Kirkjufjara og er með þeim hætti að stundum sér ei nema til urðar en stundum skýtur upp eyri fyrir framan. 1 fríðu á hún 4 málnytukúgildi en presturinn upp ber árlega eftir kirkjunnar eign 14 fjórðunga smjörs. Sjálf er kirkjan fyrir fáum árum stei’klega og snotui’lega upp byggð með veggjum á 3 vegu úr vandlega tilhöggnu mógrjóti með tvöföldu timbur- þaki, skarsúð innra og renni- súð ytra, standþili ófóðruðu fyrir gafli en slagþili fyrir framan með innra þili upp að bita, gamalli hurð fyrir með til hlýðilegum umbúningi, járnum, gamalli skrá og járnlykli. Hús- ið er í 6 stafgólfum, að lengd 12V2 alin, á vídd 7% alin. Stafir kirkjunnar standa á aui-stokkum, sem settir eru á 2 álna hátt þrcp af steini en á miðjum aurstokkunum er bald- járn, sem gengur í gegnum all- an vegginn og er beygt til beggja enda bæði að innan og utan. Allt er húsið að innan lagt með fjalagólfi. Kórinn er i þrem stafgólfum og predikun- arstóllinn, útskorinn og málað- ur stendur þar við kórgaflinn, altari, sem er málað og all sæmilegt með dragloki fyrir, þar fyrir framan er gráða með knefalli. Milligerð er milli Dyrhólabæírnir. (Ljósm. G. Br.) Séð til Reynisfjalls og Reynisdranga af Dyrhólaey. (Ljósm. Páll Jónsson). Gísli Brynjólfsson GENGIÐ * A DYRHÓLA- EY 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. október 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.