Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Síða 10
BÓKMENNTIR OG LISTIR Um þessar mundir er hátíðlegt haldið 2500 ára afmæli Persarifeis og feelsar- inn hefur boðið helztu valdamönnum heimsins í mikla dúfnaveizlu af því tilefni. í Persíu er mikil fátækt og vanþróun, en menning Persa stendur á gömlum merg. Á merkisafmæli Persaríkis birtir Lesbókin gamla þjóðsögu úr þessu fjarlæga og framandi landi. ÞRJÓZKI HRAFNINN Einu sinni var bóndi, sem var vel virtur í sinni sveit. Hann var auðugur að löndum og laus um aurum. Bóndinn átti sér einn son, að nafni Mehrak. Hann var alúðlegur og hrein- skiptinn, hrekklaus og óáleit- inn. Árið liðu. Þegar Mehrak var vaxin grön, valdi faðir hans honuim konu. Hún var hin vitrasta kona og vel að sér tim margt. Bóndinn var gæfumað- ur mikill. Á hverju kvöldi sett- ist fjölskyldan umhverfis borð hans í skini lampans. Hann varð oddviti svertar sinnar og lutu allir boðum hans og bönn- una án þess að mögla. Dagar komu, dagai' liðu. Mán uðir komu, ár liðu. f>ar kom, að bóndi var farinn að þyngjast íyrir elli sakir. Kom hann þá að máli við börn sín og sagði: „Starfi tnínu er lokið í þessuim heimi. Sá timi mun í nánd, er augu mín ljúkast aftur.“ Síðan beindi hann orðum sinum að Mehrak og sagði: „Gættu þess að mér látmim, að ekki slokkni á laanpa mínum, svo hús mitt hverfi úr birtunni. Vertu hóf- samur, en ekki eyðslusamur. K«mi þeir dagar, að hamingj- an sé þér ekki hliðholl, tak þá rekuna í hönd þér og ræktaðu jörðina svo að hún beri riku- legan ávöxt.“ Að nokkrum dögum liðnum dó bóndinn og hann lét hinum lifandi eftir heiminn. Mehrak tók við búi eftir föður sinn. Hann reyndist iitill búmaður. Þar kom, að honum voru sögð þau tiðindi, að nú væri ekki eftir nema ein kýr. Höfðu þau þá ekki annað sér til viðurvær- is en mjólkina úr þessari einu kú. Æ, æ og ó, ó, — nú var vandi á höndíum, fólk vant að borða kjúklinga og lambakjöt varð að láta sér nægja þurrt brauð og grænmeti! Eitt sinn er Mehrak var á gangi um götur þorpsins varð á vegi hans bindin af óþresktu korni. Minntist harai þá þess, er faðir hans hafði ráðlagt hon- ttm, að hvenær sem þröngt yrði i búi skyldi hann taka rekuna i hönd sér. Mehrak ákvað þvi að selja kúna og kaupa sáðkom fyrir andvirðið. Þetta gerði ^ hanm, tók reikuna í hönd sér og vann baiki brotnu fram að upp- skerutíma. Morgun einn snemma sá Me- hrak hvar svartur hrafn sett- ist á akur hans og rótaði þar í af áfergju. Mehrak þreif stein og kastaði að krumma. Hrafn- inn flaug uppá stóran svartan stein við akurjaðarinn. Þar sat hann þangað til Mehrak var aftur tekinn til starfa. Flaug hrafninn þá í annað sínn niður á akurinn. Mehrak kastaði aft- ur steini. Hrafninn settist enn- þá einu sinni á svarta steininn. Flaug síðan í þriðja sinn niður á akurinn. Þannig þreytti hrafn ínn Mehrak með þrjózku sinni fram á kvöld. Næsta morgun lék hrafninn Mehrak jafngrátt. Loks spurði Mehrak hrafninn: „Hvað veld- ur þessari heímskulegu þrjózku þinni og hvers vegna viltu spilla akri mínum?“ Hrafninn svaraði: „Ég vil gera þig að at- hlægi. Ég vil binda þig bæði á höndum og fótum.“ Vesalings Mehrak vissi ekki hvað til bragðs skyldi ta'ka. Um kvöldið segir Mehrak konu sinni frá atburðum dags- ins. Þá segir konan: „Á morg- un, áður en hrafninn kemur, sikaltu bræða tjörumola og hella tjörunni yfir svarta stein- inn. Þegar hrafninn ásækir þíg og sezt á steininn, munu fætur hans festast við hann. Skaltu þá grípa hann og snúa hann úr háls!iðnum.“ Mehraik svaraði: „Þetta var heillaráð og mun ég reyna þetta.“ Árla næsta morgun tekur hann tjöru og bræðir. Síðan hellir hann hénni yfir svarta steininn. Svo birti af degi og sólin hækkaði á lofti. Að nokk- urri stund liðinni birtist hrafn- inn. Hann settist beint í bless- aðan hveitiakurinn. Mehrak lét hrafninn afskiptalausan þar til sólin hafði brætt og hitað tjör- una vel. Þá greip hann stein og henti í átt til hrafnsíns. Hrafninn flaug upp á svarta steininn og festist á báðum fót- um. Mehrak flýtti sér að grípa hrafninn og býr sig til að drepa hann. f>á segir hrafnirtn: „Hvers vegna viltu gera mér þetta?“ Mehrak svaraði: „Ég vil gera þig að athlægi og binda hendur' þinar. og jfætu,r,“ Segir þá hrafninn: „Sleppir þú mér, mun ég aldrei aftur óná&a þig eða akur þinn. Drepir þú mig verða börn mín móðurlaus. Þau munu bölva þér og gera þér l'ífið jafnleitt og þú gerir þeim.“ Mehrak vorkenndi hrafn inum og sleppti honum. Hrafn- inn settist hjá Mehrak og sagði: „Jæja, Mehrak, fyrst þú drapst mig ekki, vil ég og launa þér. Vil ég gefa þér fjöður úr hami mínum. Geymdu hana vel. Hve nær sem þröngt er í búi, skadtu sleppa fjöðrinni llausri og íylgja henni hvert sem hún svM ur, þar til þú finnur mig. Munt þú þá geta sagt mér hvers þú þarfnast. Mun ég þá leytsa úr vanda þinum.“ Mehrak varð glaður við. Hann tók við fjöðr- inni og fór með hana heim, fékk konu sinni og sagði: „Komdu með járnkistiiinn og geymdu fjöðrina á kistubotninum. Hver veit nema hún komi að gagni.“ Konan tók við fjöðrinni og gerði eins og hann hafði sagt. Liðu nú nokkur ár. Þá urðu svo miklir þurrkar að allt skrælnaði. Varð nú þrot í búi Mehraks. Dag nokkum sagði konan: „Mehrak, hvernig litist þér á að taka fjöðrina og fara á fund hrafnsins?" Hann svar- aði: „Viturlega mælir þú. Náðu i fjöðrina og færðu mér hana.“ Hún gerði svo. Mehrak fór út á hlað o'g fleygði fjöðrínni í loft upp. Vindurinn nam hana samstundis á brott og Mehraik fór á eftir henni. Hann hljóp yfir holt og hæð- ir unz hann kom upp tíl f jalla. Varð þá á vegi hans kastali úr járni. Sá hann þar sofa þurs einn, illilegan og ófrýnilegan. Þursinn vaknaði við mannabef- inn og sagði: „Þú. hvíttennti og svarteygi maður, hvað er þér á höndum?" Mehrak svaraði: „Ég er að elta fjöðrina." Þá mælti þursinn: „Haltu þá áfram för þinni." Fj'öðrin sveif inn í helli og Mehrak á eftir. Ailt í einu kom hann auga á hrafn- inn, sem sagðí: „Heill og sæll, Mehrak, hvað varð til þess að þú minntist mín?“ Mehrak sagði hrafninum allt af létta um hagi sína. Hrafninn setti strax fá- eina hveitipaka fyrír hann og sagði: ,Jfér er skammtur þinn þar til þurrkinum iýkur.“ Hann gaf honum einnig hænu og sagði: „Hæna þessi verpir einu gulleggi á dag. Það bregzt aldrei. Hana mátt þú einnig eiga og mun þig þá aldrei skorta f:é.“ Mehrak fór giaður og reifur heiim með það sem honum hafði áskotnazt og sagðí konu sinní upp alla söguna. Konan mælti: „Vel lízt mér á þetta, en fyrir alia muni segðu engum fná hænunni." Mehrak fór ekki að ráðum korra sirmar. Hann gekk um þorpið og sýndi öllum hænuna unz svo fór, að oddvitinn spurði lán Méhraks. Sendi hann þá Mehrak orðsendingu á þessa ieíð: „Ég hefi heyrt, að þú eigir fallega hænu. Sendu mér hana svo ég megi sjá hana og mun ég síðan skila henni aftur.“ Mehrak varð við ósk oddvita þótt honum væri það óljúft. Litflu síðar sendi oddvitinn Me- hrak aðra hænu í stað þeirrar sem verpti gulieggjum. Mehrak sá strax að þetta var ekki sama toænan. Fór hann á fund odd- vita til þess að krefjast hæn- unnar. Oddvitinn barði hann og varpaði honum á dyr. Leið svo eítt ár. Aftur þrengdist í búi Mehraks. Þá sagði kona hans: „Mehrak, farðu á fund hrafns- ins.“ Mehrak fór sem fyrr. Hitti hann hrafninn og sagði honum upp alla sögu. í þetta sinn setti hrafninn pott og sleif fyrir Me- hrak og mælti: „Hvenær sem hungur sverfur að, skaltu slá á pottinn með sleifinni og nefna um leið þann rétt sem þu gim- ist og mun þá potturinn fyll- ast.“ Mehrak varð glaður við og bar pottinn heim í hús. Kvölds og morgna fýHtist pott- urinn af þeim mat, sem þau báðu um. Dag nokkum kom Mehrak að máli við konu sína: „Við eig- um oddvitanum grátt að gjalda Nú vil ég að við höldum hon- um veizlu og berum á borð ’fjölda mismunandi eétta. Fær hann þá að sjá, að við séum samt ekki á flæðiskeri, þótt hann tæki frá okkur hænuna.“ Konan svaraði: „Hefurðu ekk- ert viturlegra að taka þér fyr- ir hendur? Það fer sem í fyrra sinnið. Hann hrifsar pottinn úr höndum þér.“ Mehrak svaraði: „Nei, hann læt ég ekki atf hendi." Síðan fór hann á íund odd- vitans. Oddvitinn þáði boð hans ásamt vinuim og venzla- mönnum. Um hádegisbil settist oddvitinn og lið hans að borð- um. Voru þar bornar fyrir hann margs konar krásir og fjöldi kjöt- og hrísgrjónarétta. Oddvitinn kallaði á þjón sirnn og mæflti: „Farðu og gáðu, hverju þetta sætir.“ Stuttu síð- ar kom þjóninn aftur og sagði: „Þau ausa þessu öllu úr einum potti. Nefna þau réttinn um leið og þau berja í pottinn með sleif. Þannig -gefur potturinn þeim hvem réttinn á fætur öðr um." Oddvitinn þagði um vit- neskju sína og lauk við máltíð- ina. Næsta dag sendi hann þau sldlaboð til Mehraks að hann skyldi lána honum pott sinn í tvo daga. Mehrak neitaði að verða við þeirri bón. Var þá potturinn tekinn af honum með valdi og tveim dögum síðar var honum sendur annar pottur lík- ur hinum fyrri. Þegar Mehrak varð þess vísari fór han-n og hugðist sækja pottinn sinn. En það fór á sömu leið og áður, að oddvitinn barði hann og varp- aði honum á dyr. Enn ‘leið eitt ár. Aftur þrengdist um hagi Mehraks. Fór nú allt á sama veg og hin fyrri skiptin, að Mehrak eltí fj'öðrina á fund hrafnsins. Hrafninum rann til rif ja hvem 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. október 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.