Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Blaðsíða 11
PEKSNESK ÞJOÐSAGA Guðrún Jakobsdóttir þýddi úr persnesku SEÐ FRA KENNARA- PÚLTINU Skólarnir eru teknir til starfa að ný.ju ogr þarmeð allt sem þeiin fylg-ir. Eitt af því ern prófin. I>an hafa mjög verið gagnrýnd að nndanförnn og í snmnni skólnm hefnr nijög verið dregið nr prófnm og þan jafnvel afnnniin með öllu, t. d. próf milli bekkja. Flestir þekkja þá tilfinningu, að konia ilia lesinn í próf og standa á gati. Haraldur Einarsson, kennari við Gagnfræðaskólann I Kópavogi, hefur sent Lesbókinni meðfylgjandi tei kningu, sem raunar er myndasaga. Þar sést nein- andi í prófi, séð frá kennarapiiltinu. Fyrst er hann alveg blankur og ekkert gerist utan það eitt, að blýanturinn er kyrfilega nagaður. Loks kviknar Ijós; einhver Inigsun hefur fæðzt og svar er í skyndi sett á blaðið. Nemandanum líður augsýnilega betur; það verður þó ekki núU i þetta sinn. Guðmundur Guðmundsson Vestmannaeyja- ferð árið 1889 ig komið var fyrir Mehrak og sagði: „1 þetta sinn ætla ég að fá þér í hendur hlut, sem getur orðið þér að liði við að endur- heimta hænu þina og pott.“ Gaf hann honum grasker og mælti: „Hyggi einhver á illt gegn þér, skaltu slá í grasker- ið og mæla um leið fram þessi orð: Fram, kappar, tíu tugir, takið óvininn. Munu þá hundrað blámenn stökkva úr graskerinu. Er hver um sig hundrað manna maki. Þeir munu stökkva óvini þin- um á f'lótta. Að því búnu skaltu mæla: Kappar minir og kylfur, í graskerið inn. Mun þá allt hverfa aftur inn I graskerið." Mehrak tók við þessu af hrafninum. Hann fór samt ekki heim til sín, heldur hélt rak- leiðis á fund oddvitans. Oddvit inn spurði: „Færir þú mér ný tiðindi?" Mehrak svarar: „Lít- ið er um ný tíðindi. Ég er kom- inn til þess að sækja hænu mína og pott.“ Oddvitinn mælti: „Lemjið hann og kastið honum á dyr.“ Þegar Mehrak heyrði þetta, sló hann í gras- kerið og mælti: „Fram, kappar, tiu tugir, takið óvininn.“ Stukku þá blámenn úr gras- kerinu og létu höggin dynja á oddvita og mönnum hans. Þótti oddvitanum nú gengið nærri lífi sínu og hann hrópaði tii. Mehraks: „Ég sel þér í hendur hænuna og pottinn.“ Mehrak svarar: „I snatri þá.“ Þá mælti Mehrak: „Kappar minir og kylfur, í graskerið inn.“ Hvarf þá allt liðið inn í gras- kerið. Nú tók Mehrak hænu sína og pott. Múgur og margmenni hafði safnazt saman úti fyrir. Var Mehrak gerð- ur að oddvita. . Kona hans hafði setið heima. Sá hún nú, hvar Mehrak kom með hænu, pott og grasker. Á höfði bar hann höfuðbúnað oddvita og oddvitastaf í hendi. Gekk hann þannig inn i hús sitt og sagði konu sinni upp alla sögu. Kona hans varð glöð við þessi tíðindi og snerist kring- um hann af aðdáun. Mættu óskir allra rætast jafn farsællega og óskir Mehraks og konu hans! Þessi stiittii, frásögn er skráð eftir Guöinundi Giiðiiiunds- syni, (f. 1867) fyrrum bónda í Ániundakoti í Fljótshlíð og síð- ar Ljótarstöðmn í Austur- Landeyjuin. Ilann fluttist til Reykjavíkur 1930, þar sein hann b.jó og starfaði til dauða- dags. Hann lézt í ársbyrjun 1953. Séð til Eyja frá Landeyjasandi Eitt sinn, er ég var vinnu- maður í Teigi hjá Arn- þóri bónda Einarssyni, þurfti hann að iáta sækja 400 pund af vörum, sem hann átti í Vest- mannaeyjum, og þurfti hann að láta tvo menn fara eftir þeim, þvi á þeim tímum voru aðeins árabátar í förum tnilli lands og Eyja, og mátti hver háseti að- eins hafa 200 pund í farinu, og þótti nóg. Sendi hann þá mig og ívar Þórðarson, sem þá var vinnumaður í Teigi líka. Lögðum við af stað seinni hluta júlí, og fórum suður að Hallgeirsey í Landeyjum. Þeg- ar við komum þangað, stóð svo á, að enginn ætlaði til Eyja en allir ætluðu til Dranga á fiskveiðar. Jón Brandsson, sem þá var formaður i Hallgeirsey tekur það fyrir, að senda vinnumann sinn, Sigurð Þóroddsson til Dranga með okkur á fjórrón- um báti, en við vorum sjö, sem á bátnum vorum, en Jón fór sjálfur á stóru skipi, sem hann átti. Við rérum nú til Dranga, og var það seinni hluta dags, og gekk ferðin vel, þvi veður var hið bezta. Fiskur var tregur, en þegar leið á morguninn, kom Jón til okkar og sagði sjó vera farinn að brima og sagðist vilja halda til lands og að við skyldum koma á eftir sér þvi hann ætli að lenda á undan okkur og taka síðan á móti okkur. Þegar við komum uppundir sandinn, er hann að lenda og fær, að okkur sýnist, heldur slæma lendingu og veifar okk- ur frá. Við urðum síðan að róa á fjórar árar til Eyja. Þetta mun hafa verið skömmu eftir hádegi. Við komum til Eyja rétt fyrir háttumál og höfðum þá róið í 8 til 9 tima. Þegai- til Eyja kom urðum við að lenda á Eiðinu, og tók þar á móti okkur Gísli Stefánsson á Tanganum. í Eyjum vorum við tepptir einn dag, og gistum við Ivar hjá Unu Guðmundsdóttur í húsi sem hét London. Morgun- inn eftir var iádauður sjór og fórum við þá af stað til lands og lentum við í Krosssandi. Þó að við værum nú komn- ir til lands var þó hin raun- verulega Eyjaferð okkar ófar- in, því ekkert gátum við kom- ið með af vörunum á þessum litla báti. Framh. á bls. 13 Sigurjón Guðjónsson UM HAUST Dimmir senn í lautu, drúpa gulnuð strá. Ég lék við þau á ljúfu sumri, lengur ekki má. Úr fjarska heyrist niður, á hnjúka fellur snjór, og þögul synda á tjörninni svanabömin stór. Svipir haustsins flykkjast og flögra um sinnisborg. Þeir hvíslast á um horfna tíð, heimsins gleði og sorg. Vestanvindurinn hraður veifar rökum klút. — Á björkinni titrar limið, en lynginu blæðir út. 17. október 1971 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.