Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1971, Síða 15
Óstöövandi við drykkju I'ramli. aí bls. 9 vatnið og snævi krýnd fjöll í fjarska eins og til að minna á að lifið vseri annað en eilíft sólskin á Islandi. f>egar við vin ur minn úr sjóliðinu fórum að búast til brottferðar, voru þeir Jón og Eggert eins og negldir við jörðina, supu á og sváfu til skiptis, staðráðnir í að vera um kyrrt allan daginn — og hver veit, ef til vffl nóttina líka þarna einhvers staðar í óbyggðum íslands. Þeir höfðu engu að kviða, útbúnir með stóran vínkút í tágakörfu ef vera kynni að kókið og vodk- að gengi til þurrðar. í sömu veðurbliðunni á sunnudagsmorgun lagði ég upp í síðustu ferð mína út í sveit- irnar áður en ég héldi áfram fljúgandi til Kaupmannahafn- ar. Ætlunin var að veiða lax, en það hafði mér mistekizt með öllu undanfarin sumur. fyrst í Thurso-ánni í Norður-Skot- landi, þar sem drottningarmóð- irin sjálf stundar veiðar, og síðar í hinni marglofuðu Flamá í Noregi. Á hvorugum staðnum hafði ég orðið var. Mér var sagt að heppnin myndi áreiðan lega verða með mér á Islandi, sem er eitt af fáum löndum í heiminum þar sem laxveiði hef ur aukizt — með auknu kiaki í hinum mörgu ám og með þvi að banna veiðar undan strönd- inni. ,,Þú tekur einn lax og svo hættum við,“ sagði maðurinn við stýrið um leið og við ók- um út úr borginni, sömu leiðina og daginn áður. Ein- hvers staðar i nánd við hval- stöðina námum við staðar hjá veitingasölu til að hitta annál- aðan veiðimann og ljósmynd- ara, Rafn Hafnfjörð að nafni. Hann hafði síðustu dagana ver ið leiðsögumaður forseta Finn- lands, Urho Kekkonen, sem komið hafði til Islands gagngert til að veiða og hvila sig. „Þarna sérðu hversu lýðræðis- ieg við erum á lslandi,“ sagði kunningi minn gamanlaust. „Rafn hafði mælt sér mót við okkur og átti því einskis ann- ars úrkosti en að láta Kekkon- en sigla sinn sjó.“ Um laxveiðar gilda svo strangar reglur á íslandi, að maður verður að taka á leigu vissan kafla úr á, yfirleitt marga mánuði fyrirfram, greiða allt að 7.000 krónur fyrir veiðileyfi í einn dag (þar í er innifalin gisting, fæði, aðstoð- armaður, jeppi o.s.frv.) og halda lögboðin tímatakmörk, sem eru frá klukkan sjö á morgnana til hádegis og frá tvö e.h. til níu á kvöldin. Við námum slaðar hjá á, er Laxá nefnist, en þar á Hafnfjörð of urlítinn veiðikofa, og þar sem varla var liðið fram yfir há- degi, áttum við ekki um annað að velja en koma okkur fyrir á árbakkanum, snæða nestisbit ann okkar, bægja frá okkur ágengum skordýrum og bíða eftir því að klukkan yrði tvö. Það voru engir afarkostir. Hressandi andvari lék um dal- inn og loftið angaði af blóð- bergi. Þetta átti þó ekki áð vorða neitt letilíf, sýndist mér á Rafni Hafnfjörð, þegar hann tók að sér að troða mér í vöðl- ur, draga mig út i straumharöa ána og hjálpa mér að fóta mig þar, taka báðum höndum um veiðistöngina hjá mér og setja mig inn í byrjunarstigin. Það skipti engum togum, ég — við — kræktum þarna í vænan lax en þegar Hafnfjörð hafði tog að mig á land og fært sig frá til að kalla til mín fyrirmæli, stökk fiskurinn upp úr vatn- inu og sleit sig lausan. Annarri atrennu, þar sem lærimeistari minn og tveir vinir hans stóðu á árbakkanum æpandi hvatn- ingarorð, (Gefðu línuna út! Haltu stönginni upp!) lauk ein hvem veginn með þvi að fimm punda lax hlunkaðist á land við fætur mér. Svo sem til að sanna að þetta væri ekki sett á svið, reyndum við neðar í ánni og ég dró annan fimm- pundara. Þetta varð ekki beint sá stór kostlegi hildarleikur, sem ég hafði átt von á — engar blóð- ugar hendur, engin tognuð bök — og þó fylgdi spenna og hrifn ing hvorri viðureigninni um sig. Og þegar Hafnfjörð tók við, sýndi hann leikni og lipurð, sem var handan við allar ver- aldlegar bollaleggingar um veiði eða ekki veiði. Hann stikl aði fram og aftur um bakkann, með beygjum og sveigjum, fett- um og brettum, handlék veiði- stöngina eins og skylminga- meistarinn sverðið og þegar laxinn gafst að lokum upp, rak hann upp fagnaðaröskur, á ís- lenzku, eins og hann væri að ly draga í land fyrsta laxinn á ævi sinni. Til Reykjavíkur lá leiðin síðla þennan dag um nýtt lands lag, yfir lyngheiðar, sem voru í þann veginn að blómgast, klettaurðir þar sem Suður-Da- kotabúi hefði kunnað vel við sig og víðáttumikil engjalönd, þar sem aðeins voru að störfum alklæddir kaupamenn, því mið- ur. Þar sem afleggjarar tengd ust aðalveginum og umferðin jókst, risu rykskýin hátt I loft og liðu niður i dalina eins og haustþoka. Vinur minn við stýr ið hélt sig í öruggri fjarlægð frá næsta bíl á undan til þess að rykið byrgði okkur ekki sýn yfir hið síbreytilega lands- lag. Úr fjarlægð hlýtur bílalest in að hafa minnt á það er skrið drekar Pattons brunuðu yfir eyðimerkur Norður-Afríku. Gegnum fjallaskarð komum við í grænan dal umgirtan hraunklettum en þann stað nefna Islendingar Þingvelli, þar sem elzta löggjafarsam- kunda sem enn er við lýði, Al- þing kom saman á hverju siunri í átta aldir eða þar til það var flutt til Reykjavíkur um 1800. 1 enda dalsins liggur stærsta stöðuvatn Islands, Þing- vallavatn. Þarna eru mörg minnisatriði samankomin. I vatninu, sem sums staðar er milli 90 og 100 metrar á dýpt, er mikið um smáan silung, sem kallaður er murta, en hann má veiða með minni kostnaði og viðhöfn en hinn gullvæga lax. Við hefðum ef til vffl reynt við murtuna, en vorum þegar bún- ir að fá veiðitöskurnar fullar af laxi. UNDANFARNAR vikur hafa leikskóla- og dagheimilismál verið ofarlega á baugi og ekki má gleyma stundatöflunum, miklar og heitar umrœður hafa farið fram á ýms- um vettvöngum; engu er líkara en áldrei hafi fyrr verið samdar stundarskrár á íslandi. Allar slíkar umræður og skoðana- skipti eru í senn vekjandi og hvetjandi og þjóna áreiðanlega sínu hlutverki. Þau hreyfa málum, sem annars væru ef til vill látin liggja meira eða minna í lág- inni. 1 öllum umrœðunum um stundaskrárn- ar var lítið minnzt á eina hlið máisins, sem er þó að mínu mati, fyllilega þess verð að henni sé gaumur gefinn. Skegg- rætt hefur verið um þaö fram og aftur, hversu óœskilegt sé að börn séu að hlaupa úr og í skóla allan daginn, bent var á stóraukna slysahœttu, sem þessum ferðum fylgir og undir þetta er sjálfsagt að taka heils hiigar. Á hinn bóginn virðist svo sem foreldrar hafi gefið upp á bátinn að fjalla um það, sem gœti leyst þetta mál að ialsverðu leyti; þ. e. að börnin borði hádegismat í skólunum, ef skólatíminn er þannig að þau sœkja til dœmis einn auka- tíma fyrir hádegi og eiga sí'ðan frí einn tíma áöur en hinn eiginlegi skóladagur hefst. Ljóst er að málið er ekki eins einfalt og ýmsir foreldrar vilja vera láta. En það er heldur ekki jafn flókið og sumir skólamenn telja. Fyrst ber þess að geta, að það fer mjög í vöxt á heimilum, a.m.k. í Reykjavík, að fjölskyldur hafi ekki mik- ið við í hádegisverði, boöið er upp á skyr og brauð, mjólkurglas og ávexti á eftir á fjölda mörgum heimilum og er ekki annað að sjá en megnið af börnum þrífisi ágætlega á þessu fœði. Gœtu nú ekki skól- ar gert samninga við matvöruverzlanir, sem tækju að sér að útbúa matarbakka af þessu tagi, sem síðan væru seldir nem- endum á hóflegu verði. Þar af leiðandi félli um sjálfa sig sú mótbára, að skól- arnir hefðu ekki aðstöðu til að matreiða ofan í nemendur sína og því sé óhugsandi annað en senda börnin heim í hádegis- verö. Þegar þessi mál ber á góma við kennara eða skólamenn koma þeir því næst með þá röksemd, að ekki sé nóg að afhenda börnunum matarbakka, einhvers staðar verði að hola þeim niður, svo að þau geti neytt matarins. Vegna mikilla þrengsla og margsetningar í flestum skól- um sé óhugsandi að leggja margar kennslustofur undir í þessu skyni, þó ekki sé nema eina kennslustund. Ég leyfi mér að benda á, að í langflestum barna- skólum eru ágætir samkomusalir, rúm- góðir og notalegir; væri nokkuð því til fyrirstöðu, aö börnin fengju að hafast þar við, meðan þau borða. Ég kem í fljótu bragði ekki auga á að slíkt fyrirkomulag þyrfti að hafa stórkostleg útgjöld í för með sér, nema þá helzt í rœstingu og vonandi vœri málið ekki látið stranda á því. Nú eru starfandi foreldrafélög við þó nokkra barnaskóla í liöfuðborginni og mér skilst að ánœgja sé ríkjandi bœði hjá foreldrum og kennurum viðkomandi skóla með þau auknu tengsl og kynninngu, sem viö það skapast. Ástœða væri til að hvetja þessi foreldrafélög til að beita áhrifum sínum til að þessi mál næðu fram að ganga og yrðu að veruleika. Ég efast ekki um að ýmsir áhugasamir skólastjór- ar væru reiðubúnir til þess að gera að minnsta kosti heiðarlega tilraun. Jóhanna Kristjónsdóttir. : Björk Ben. Friðrik Guðni Þórleifsson. Hvíta rósin Exodus Ég gtaf þér mína Höfugt hvítu rós, drýpur af sverðum sem þú hampaðir faróanna i faðmi þínum, þungum sporum sem þú lyftir göngum vér yfir lík að vitum þímun frumburða vorra og teygðir ferskan mun afurð jarðar ilm blaðanna. geyma von okkar En þú gleymdir fólgna í sefi að setja hana í mold — af sverðum faróanna og lagðir hana frá þér, drjúpa líf vor á rykuga hillu, í gósenjörð unz hún visnaði yfir lík og dó. frumburða vorra mun gangan þung unz von okkar fólgin í sefi heyr oss líf af sverðum faróanna 17. október 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.