Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 5
reyium bráðsmellnar. I>á áttum við menn eins og Morten Ottfi- sen, Magnús Jochumsson, Gúst af Jónasson, Harald Á. og Pál Skúlason. Það voru nú karlar, scm kunnu að koma auga á það spaugilega og gea-a sér mat úr þvi. Við Páll Skúlason miinnt- umst á það fyrir nokkrum ár- um, að nú orðið gæti enginn samið revíu á Isiandi og hvern ig stæði á því. „Húmorinn hef- ur drukknað í peningum — aliri þessari velmegun," sagði Páll. Likast til er það ekki fjarri sanni, að minnsta kosti eigum við enga revíuhöí- unda, sem frambærilegir mega teijast, að mínum dómi. Sem betur fer getur fólk skemmt sér enn og það fer enn meira í leikhús en nökkru sinni fyrr. Og smám saman hefiur leik húsþroski þróazt með okkur, sem ekki var fyrir hendi áður nema í smáum mæli. I gamla daga vildi fólk helzt sjá eitt- hyað léttmeti. Það sagði: „Ég vií nú fara i leikhús til að geta hlegið.“ Þessar raddir heyrast enn og út af fyrir sig er ekki nerna gott um það að segja. En mörg leikrit, sem við sýnum núna, alvarlegs eðlis, hefði ekki þýtt vitundar agnarögn að koma með fyrir nokkrum áratugum. Snemma byrjaði ég að nota sumarleyfi mín til að fara út um iand, lesa upp eða syngja gamanvísur. Oftast var það á vegum Sjálfstæðisflokksins. Ég man eftir einni ágætri ferð fyr- iir mörgum áratugum austur í Rangárvallasýslu. Þar flutti ræðu Jón gamli Ólafsson al- þingismaður, ég söng gamanvís ur við undirleik Gunnars Thoroddsens, sem þá var korn ungur maður og efnilegur. Þessar ferðir margar voru ákaflega skemmtilegar og á þann hátt kynntist ég mönnum og aðstaíðum sem ég hefði ella farið á mis við. Ekki vil ég heldur gleyma útileikhúsinu hans Sigurjóns heitins á Álafossi. Hann hafði útbúið þetta ágætlega, gert svið og svo sátu áhorfendur á stöllunum upp frá því. Þarna var leikið sumar eftir sumar, Sigurjón var merkismaður og á undan sinni samtíð, enda átti hann ekki alltaf sikilningi að mæta. Einhverju sinni bað Sigurjón mig sem oftar að koma og skemmta og taka einhvern með. Ég fékk Al-freð heitinn Andrésson með. Svo mætum vjð og Sigurjón var himinlifandi og sté fram til að kynna okkur: „Nú koma frarri okkar heimsfrægu leikarar, Brynjólfur Jóhannesson og . . .“ en svo rak hann í vörð- urnar og kallaði til mín stund- arhátt: „Æ, hvað heitir hann nú, náunginn?" og hélt svo áfram eins og ekkert hefði í skorizt: „hinn heimsfrægi Alfreð Andrésson.“ Hann var ekkert að kiípa utan af því, hann Sigurjón. Nú hefurðu sagt að það var ekki væniegt til gróða að stunda leikstörf. Samt hélztu áfram. Ó, já. En stundum var maður illa þreyttur á vorin. Og hét þvi að koma ekki nálægt leikhúsi framar. En þegar kom fram á sum'ar og haust lét ég alltaf lokkast aftur. Ég hef aidrei, getað verið án leiklhúss- ins. Og nú hin síðari ár hef- ur það áreiðanlega haldið mér ungum að fá enn að halda áfram að leika. Ætti ég að gefa ungum leikurum heilræði væri það helzt að missa aldrei kjark inn á hverju sem veltur. Það er ekki alitaf neinn leikur að leika. Það er vinna og aftur vinna, — en hugljúf og svo yndisleg, að sá sem eitt sinn hefiur kynnzt leikhúsinu og andrúminu þar vill alltaf snúa þangað aftur. Ég verð að segja að ég hef ákaflega mikla trú á ungu leikarakynslóðinni okk ar, þetta er bæði áhugasamt og reglusamt fólk. Ég skal ekkert um það segja, hvort það þýldi það álag, sem við gömlu jálk- arnir tókum á okkur. Enda elrki sanngjarnt að taka mið af því sem fyrrum var. -i— Hefurðu leikið mikið í út- varpi? — Dálitið, en þó hef ég aldrei verið sérlega spenntur fyrir þvi. Ég hef alltaf þurft að hafa fólkið. Maður finmur á hverri sýningu undrafljótt hvernig áhorfendur eru. Stundum er undursamlegt að leika, naasta kvöld getur verið „erfitt hús“ eins og við sagjum, svo að maður verður að taka á öllu sem til er til að ná tii áhorfendanna. Þetta þekkja all ir leikarar. Poul Reumert spurði einu sinni hvern- ig áhorfendur væru eitthvert tiltekið kvöld. Honum var sagt að þeir værd erfiðir. „Jeg skal nok tæmme dem,“ sagði Reum- ert og það hefur honum áreið- anlega tekizt. Nei, ég á ekkert eftirlætis- hlutverk. Ég hef tekið eftir því, að fólk mah mig í ákveðn- um hlutverkum öðrum fremur. Þar með er ekki sagt að ég hafi haft meira yndi af þeim en öðrum, sem fallin eru í gleymsku og dá. En ég neita því ekki að Jónatan i Hart í bak verður mér löngum hug- stæður — og sumir Jónarnir mínir, Jón í Gullna hliðinu og Jón Hreggviðsson í ísliands- klukkunni. Eftir frumsýning- una á Islands'klukkunni sagði Laxness við mig: „Ö-hö, þú hef ur þá á lager, þessa kalla, Bfýnjólfur." Það getur vel verið að svo virðist sem mér sé þetta fyrir- hafnariaust. En það er öðru nær. Sjaldnast gerist það að persónan stökkvi alsköpuð fram á fyrstu œfingunum. Hún öðlast venjulega ekki líf og lit fyrr en innt hefur verið af hendi mikil vinna, umþenking- ar, heilabrot bæði á æfingum og heima. Maður reynir að átta sig á þessari persónu og svó eykur maður við myndina svona smátt og smátt. En þetta kemur ekki í einu vet fangi, það er nú eitthvað ann- að. Eins og ég sagði er ég sann- færður um að það hefur hald- ið mér ungum að fá að halda áfram að ieika svona lengi. I flestu hef ég verið gæfumaður. Ég hef búið við gott fjöl- skyldulíf. Ég vann með ágætu fiótki i íslandsbanka og siðar i Útvegsbanka áratugum sam- an. Og síðast en ekki sízt hef ég haft tækifæri til að vinna að því, sem mér hefur fundizt skemmtilegast um dag- ana — leiklistinni. Það eru ekki allir jafn mikiir lukkunn ar pamfílar og ég. . li.k. Regína Þórðardóttir LEIKÁRIÐ 193(i—37 lók Regína Þórðardóttir fyrstu hlutverk sín í lðnó, Systur Ölniu í „Reikn- ingsskil" eftir Carl Gandrup, Marie i „Liliom“ eft ir Fr. Molnar og Helenu í „Gervimenn" eftir Cap- ek. Upp frá því lék hún f.jölmörg hlutverk hjá L.R. og yrði of langt að telja þáu upp hér, en geta má eftirininnilegs leiks hennar sem jómfrú Ragnheiöar í sýningu L.R. á Skálholti Kambans leikárið 1945—46. Regína Þórðardóttir er fædd í Reykjavík þann 26. apríl 1906. Foreldrar hennar voru þau Þórð- ur Bjarnason, stórkaupmaður í Reykjavík, en fettaður frá Reykhóluin og Hansína Linnet. Regína var við nám í Kvennaskólanuni í Reykjavík, en hvarf þaðan vegna vanheilsu og varð að dvelja á Vífilsstööum um hríð. Ilún var við leiklistarnám við Ieiklistarskóla Konunglega Ieikhússins í Kaupmannahöfn árin 1933—35, lióf þar síðan nám að nýju árið 1939 og lauk brott- fararprófi 1940. Á árunum 1928—33 var hún bú- sett á Akureyri og starfaði þá með Leikfélagi Akureyrar. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa ár- ið 1950 réðst Re'íina þangað og lék þar árum saman við góðan orðstír og minnast margir hennar m.a. i ýmsum Millersleikritiim. Hún sagði starfi sínu hjá Þjóðléikhúsinu lausu 1960 og liefur síðan aðallega leikið með I.cikfélagi Reykjavíkur. Minnisstæða sigra hefur hún einn- ig unnið hin siðari ár og má af mörgum glæst- um leikafrekum hennar nú síðustu ár minna á frammistöðu hennar í leiliriti Dúrrenmatts „Sú gamla kemur í heimsókn“. Regína er gift Bjarna Bjarnasyni lækni og eiga þau eina dóttur. Regína sem jómfrú Ragi í Skálholti, 1945. Leikkona síðan 1936 Þorsteinn sem Crocker-Harris í Browning- þýðingiinni 1956. Fjórir áratugir hjá Leikfélagi Reykjavíkur Þorsteinn Ö. Stephensen ÁRIÐ 1930 lék Þorsteinn Ö. Stephensen sitt fyrsta hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur; Bertel í „Hallsteinn og Dóra“ eftir Einar H. Kvar- an. Á næstu árum voru meðal hlutverka lians titilhlutverkið i -leppa á Fjalli, Dagur Vestan í Straimirofum eftir Laxness, Páll postuli í Gullna hliði Davíðs Stefánssonar og eru þá aðeins fá nefnd. Hann fékkst og talsvert við leikritaþýð- ingar og hefur gert allar götur siðan. Þorsteinn Ö. Stephensen er fæddur þann 21. desember 1904 að Hurðarbaki í Kjós, en ólst lengst af upp í Reykjavík, eftir að foreldrar lians, Ögmundur Hansson Stephensen og kona hans, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, fluttust til höfuðborg- arinnar. Hann lank stúdentsprófi frá Mennfa- skólanum í Reykjavík árið 1925 og eand. phil. pröfi frá Háskóla Islands ári siðar. Um stund ætlaði hann að leggja fyrir sig iæknisfræði, en h\arf frá því og hóf þess í stað nám við Ron- unglega leiklistarskólann í Kaupmannaliöfn. Þorsteinn var nm hríð formaður Leikfélags Keykjavíkur og í stjórn Bandalags isl. lista- manna hefur hann einnig átt sæti og síðast en ekki sízt ber þess að géta að hann var fyrsti lormaður Félags íslenzkra leikara, sem var stofn- að árið 1941. Tvívegis hefur Þorsteinn Ö. Stephensen feng- iö Silfurlainpa leikdónienda, sem er veittur fyr- ir bezta leikafrek ársins. Árið 1957 fyrir séra Thomas Brovvning í „Browning þýðingunni" og árið 1966 fyrir pressarann í Dúfnaveizlu Laxness. Frá áriiiu 1946 liéfnr Þorsteinn gegnt stöðu li-iUlistarstjói-a Ríkisút varpsins og emla þótt Þorsteinn hafi unnið Leikfélagi Reykjavíkur vel og dyggilega, vteru leikferli hans gerð mögur skil, ef ekki væri vikið sérstaklega að útvarpsleik lians. Varla er ofmælt að hann sé bekktastur i'it- varpsleikari okkar og e.t.v. sá fremsti og hefur unnið þar sigra ekki minni leiksviðsafrekum. Kona Þorsteins er Dórothea Guðmundsdóttir Breiðfjörð. Börn þeirra eru fimm, Stefán og Ein- ar, þekktir tónlistarmenn. og dæturnar Ingilijörg, talkennari að niennt, Guðrún og Helga, sem báð- ar hafa fetað i fótspor fööur síns og lagt fyrir sig leiklist. 9. janúar 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.