Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 17
Mennirnir em ekki einir nm nð halda jólin 110.115168:. Huldu fólkið hefur gania sið. I>á er oft mikið um dýrðlr hjá því, veizl- ur os: dans. Fer það þá stund- um að heiman og lieldur gleði- leilta sína á víðavangi. Hafa menn þráfaldlega orðið jiessa varir og- liafa séð dansandi hópa álfafólks á svellum og hjarni. Er huldufólkið þá prúð- búið og stígur dansinn af miklu fjöri, en mánageislar glóa á skarti þeirra og skrúð- klæðum, svo að menn, sem á hafa horft, hafa stundum líkt dansinum við dans norðurljós- anna. Mennirnir hafa reynt að Mkja eftir þessum dansi og kalla „Álfadans". Stundum kom það fyrir hér á landi fyrrum, að liuldufólkið fór inn í bæi mennskra manna á jólanótt og hélt þar veizlu og gleðskap. En af breyttum aldarhætti Itemur þetta trauð- lega fyrir nú orðið. Fram að 1744 var það skylda presta liér á Iandi að liafa aftansöng í kirkjum sinum á aðfangadags- kvöld. Var þá meiri viðhafnar- bragur en venjulega og sóttu þá allir kirkju, ef þeir áttu þess nokkiirn kost. Tæmdust þá bæirnir af fólki, nema livað ein manneskja var skilin eftir heima til þess að gæta bæjarins. Þetta var ástæðan til þess, að luildufólkið fór heim á bæina — líklega þar sem bezt og rýmst voru húsakynni — og liélt þar jólin. Sá, sem var settur til þess að gæta bæjar- ins, varð þá annað livort að fela sig, eða þá að láta svo sem hann sæi ekki huldufólkið. Yrði honum það á, að þiggja liátíðamat huldufólksins eða g-anga í dansinn með því, þá var hann annað livort dauður eða æðisgenginn að morgni, eða jafnvel horfinn með öllu. Eru imi þetta margar sögur, er gerzt liafa víðs vegar um Iand og eru flestar svipaðar. Hér er ein frá Vestfjörðum: — Einu sinni voru tvær syst ur frumvaxta hjá foreldruin sinum, er liöfðu aðra þeirra að alnbogabarni. Um jólin bar svo við, að allt fólkið af bænum ætlaði til aftansöngs, og þar á meðal langaði hóndadótiur, sem út undan var höfð, mjög til að fara. En sökum þess, að einliver varð að vera eftir lieima, þá var hún látin sitja kyrr, þótt lienni væri það nauðugt. Og er allt fólkið var að helman farið, tók lnin að lireinsa bæinn bæði uppi og nlfiri, og setti ljós livarvetna. En er liún liafði lokið þeim starfn, liauð lnin lieim hiildu- fólki og gekk í kringum aiian bæinn með iiimim tíðkanlega formála: Koml þeir, sem koma vilja, verl þelr, sem vera vilja, farl þelr, sem fara vllja. Síðan gekk lnin inn á loft og fór að lesa í guðsorðabók, og leit aldrei upp úr henni, fyrr en dagiu* rann. En jafnskjótt og liún var sezt, kom inn í luisið f jöldi álfa fólks, og var það allt búið gulli Huldukona í málverki Kjarvals. Árni Óla HULDUFÓLK HÁTÍÐAR og skrautklæðum. Raðaði það um gólfið alls konar gersemum og bauð bóndadóttur, en hún lét sem hún heyrði ekki. I>á tók það að stíga dans og bauð henni að koma í dansinn, en liún sinnti því ei. Og þessu at- ferli liélt huldufólkið allt til dags. En er dagur rann, leit iHindadóttir út í gluggann og mælti: „Guði sé Iof, nú er kom inn dagur!“ Og er huldufólk- ið lieyrði jietta, þaut það burt og skildi eftir allar gersemarn ar. — I»annig fór oft, að liuldufólk ið hljóp á brott í ofboði, ef því var sagt að dagur væri kominn, og skildi allt eftir, I>orð og glitol’na dúka, silfur- borðbúnað og dýrindis yfir- liafnir. Þannig liafa margir góð ir gripir frá huldufólki borizt til manna, og enn munu ganga sögur um gripi sem sagt er að komnir séu frá huldufólki. Mun þar einna frægastur ka- leikurinn í Breiðabólstaðar- kirkju í Fljótslilíð. Þessa ka- leiks er getið í sögunni af Álfa- Árna, sem gerðist á árununi 1741—43 og skráð var eftir lians eigin sögusögn 1752. Árni liafði orðið fyrir álögum liiildu meyjar og tekið þunga og ókennilega veiki. Að lokum ráð lagði hulduprestur honum að vera til altaris hjá séra Hall- dóri Pálssyni á Breiðabólstað (hann var þar prestur 1728— 1749) og fá að bergja af álfa- kaleikniim. Þessu lilýddi Árni og varð hann þá albata. Aftur kemur álfakaleikurinn við sögu á ofanverðri 19. öld. Bræður tveir, Jón og Bjarni ættaðir úr Öræfum, reistu bú nýgiftir á Geirlandi á Síðu. Konur jieirra vóru systnr. Hét Hagnhildur kona Jóns, en Sig- ríður kona Bjarna. Báðar voru þær efnilegar, hraustar og lieil- brigðar, greindar vel, og þóttu liinir beztu kvenkostir. Þeir bræður ákváðu að hafa í seli um sumarið og reistu sel í svo nefndu Garnagili í Geirlands- lieiði. Þótti það þð ekki væn- legt, því að huldufólk átti þetta gil. Ungu konurnar voru í selinu um sumarið, en leið þar ekki vel, þvi að þær þótt- ust verða fyrir ýmsum dular- fullum glettingum þar. Og þótt þær væru kjarkmiklar að eðlis fari, þá urðu {>ær sniám saman liræddar, og þá er heim var flutt úr selinu, voru þær orðn- ar svo úrvinda af kvíða og ótta, að þær náðu sér aldrel eftir það, og hvorug þorði að vera á Geirlandi áfram. Upp frá þessu var Bagnhildur liug- sjúk langa ævi og óttaðist það stöðugt að verða blind. A liverju kvöldi var lnin sann- færð um, að hún niundi vakna sjónlaus að morgni. Hélt hún þó góðri sjón og vissi sjálf að ekki var með felldu um ]>essa liræðslu. En liiin fékk ekki við gert, og kenndi hún þetta huldufólinu í Garnagili. Þessi kváði liennar læknaðist ekki fyrr en hún var orðin gömul og fékk að bergja af álfaka- leik Breiðabólstaðarkirkju. En þá varð hún líka albata Jiegar í stað. Frá þeim Jóni og Bagn- hildi eru miklar a>ttir komnar. Einn sonur þeirra var Eiríkur í Hlíð, faðir séra Sveins í Ásum, föður Gísla sýslumanns og sendiherra. Alþýða trúði því, að huldu- fólk ætti miklu fegurri og dýr- 9. janúar 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.