Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1972, Blaðsíða 14
Við norðvesturhorn 'f jarnarinnar. Bís borg'arleikliús þarna? Davíð Oddsson, leikhúsritari BORGARLEIKHÚS Hvenær - hvar? Saga húsbyggingarmáls Leik félags Reykjavíkur er orðin löng og blóði drifin eins og sagt er um stríðin. Fljótlega eftir að Ijóst varð að stofnun Þjóðleikhúss myndi ekki leiða til dauða Leikfélags Reykja- — víkur, en það höfðu margir ótt azt, kom fram fastmótuð hug- mynd um að reyna að fá við- unandi húsaskjól yfir starf- semi félagsins. Á aðalfundi 3. júlí 1953 bar Brynjólfur Jóhannesson, þáver- andi formaður L.R. fram eftir- farandi tiííögu fyrir hönd stjórnar félagsins: ,,Af hagnaði leikársins 1952—53 leggist kr. 25.000, — inn á reikning er heiti: Húsbyggingarsjóður Leik félags Reykjavikur." Þessi til- laga var samþykkt samhljóða og var sem hverhvöt fyrir Leikfélagsmenn. Kom i þá mik iU hugur og vann hver að mál- inu sem hann gat. Sumir héldu að nýtt leikhús væri ef til vill * ekki langt undan. En jafnvel þeim svartsýnustu í hópnum feom aldrei í hug hversu lengi þeir mættu biða án þess að nokkuð raunheeft gerðist, og satt bezt að segja hefur enn ekki rofað svo fyrir heið- glugga að hilli undir lausn. Borgaryfirvöldum var þegar gert orð um að L.R. þarfnaðist lóðar undir leikhús, sem það vildi byggja. Borgin brást höfð inglega við og á 60 ára afmæli félagsins 1957 færði hún Leik- félaginu lóð á Skólavörðu- holti að gjöif. Ekki löngu síðar íhófu-st byggiingaframkvæmdir á lóðinni og þar stendur nú imyndarlegt leikh. . . . nei þar - stendur templarahöliin. Þá kom til tals að byggja leikhúsið á Klambratúni — nú yerandi Miklatúni — og þar stendur nú Myndlistarskáli borgarinnar. En þó lóðamálin væru óviss var söfnun í Húsbyggingarsjóð inn haldið sleitulaust áfram. Leikfélagsmenn höfðu í frammi margs konar kúnstir til að afla fjár. Þeir efndu til happdrætt- is, gerðu sérstaka gefendabók, þá stofnuðu þeir til sýninga hist og her út um bæ og land. Allt var þetta gert í sjálfboða- vinnu leikfélaganna. Þá urðu ýmsir velunnarar félagsins til að færa þvii gjafir — bæði stór ar og smáar, allt eftir getu hivers og eins. Þannig söfnuð- ust álitlegar upphæðir sem síð an hafa átt í hörðum átökum við verðbólgu og gengisföll og oftast orðið undir. 1959 glæðast vonir um að senn fari eitthvað raunhæft að gerast. Borgin gefur Leikfé- lagi Reykjavíkur kost á lóð við götu i hverfi, sem þá var nýskipulagt og skyldi kallast Háaleitishverfi. Var þessu til- boði vel tekið af Leikfélagi Reykjavíkur og samþykkt á aðalfundi þess með öilorn greiddum atkvæðum. Háaleitis hverfið mun nú nær albyggt en þar hefur þó ek'ki risið leik hús svo að vitað sé með neinni vissu. Nú ýmsar lóðir eru kannað- ar úr þessu og víða borið nið- ur. Til að mynda kom svo nefnd isbjarnarlóð við Tjörn- ina til greina um tíma og fleiri lóðir, sem of langt yrði að telja upp. 1964 koma borgaryfirvöld fyrst fram með þá hugmynd sína að farið verði með Leikfé- lagið inn í svokallaðan ,,Nýja Miðbæ“. Leikfélagsmenn tóku þessari hugmynd vel í fyrst- unni, enda sýndist þeim að þar væri loks tryggt að fram- kvæmdir gætu hafizt. En eft- ir að þeir höfðu athugað þær áætlanir og hugmyndir, sem lágu fyrir um þennan Nýja Miðbæ misstu þeir aftur gleði sína, því að þær virtust æði ómótaðar og í iausu lofti. Enda hefur síðar komið á daginn að flestum þeim aðilum, sem planta skyldi í þenna „drauma reit“ hafa verið ófúsir að fara þangað. Er því ekki laust við að maður haldi að Nýi Miðbær inn verði orðinn háaldraður, þegar (og ef) hann verður að veruleika. Leikfélag Reykjavikur hefur átt samastað við Tjörnina all- an sinn aldur og hugum margra er þetta tvennt órjúf- anlega tengt. Þvú hefur Leikfé- lagið ætíð knúið á um að það fengi að verða í nálægð Tjarnarinnar áfram. Um tima lá fyrir ráðagerð um að reisa ráðhús oní Tjörnina og reynd- ar gerði borgarstjórn um það samþykkt. Inn i það ráðhús hafði verið teiknaður stór ráð- stefnusalur, og þótti mörgum vafasamt að borgin gæti full- nýtt hann. Kom þá til álita að hola leikhúsinu inn i ráðhúsið og slá þannig tvær flugur í einu höggi. Sem betur fer var þessari hugmynd burtkastað, eins og reyndar ráðhúshug- myndinni allri að því er virð- ist. Þó að þessi hugmynd væri bölvuð þá fékkst þó með henni óbein viðurkenning á að Leik- félag Reykjavikur hefði sögu- legan rétt til lóða við Tjörn- ina umfram aðra. Glæddust nú vonir L.R um að fá mætti að reisa Borgar- leifchús á norðvestur horni Tjarnarinnar — á svonefndri Bárulóð. Virðist flestum, að þar yrðu leikhúsinu gerð göð skil og reyndar lóðinni líka, því að þetta horn hefur ætíð verið eins og fleygur inn í um- gierð Tjarnarinnar.Líkast er því að þessi stóru steinhús, sem þar eru, séu nú að sliga fal- legu timburhúsaröðina, sem liggur í suður frá þeiim. Stíl- fært leikhús á Bárulóðinni myndi liins vegar fullkomna þá myind samræmis og smekks sem Tjarnarumhverfið er. Mjög fljótlega hlýtur að verða að skrifa lokakaflann í hinni löngu sögu Húsbygging anmáls L.R. Oftast hefur þessi saga likzt einna helzt farsa, og þó að farsar séu sjaldnast merkilegir, þá hafa þeir þann stóra kost að enda jafnan vel. Við skultim vona að þessi farsi bregði ekki út af venjunni og endi sem tragidía. Brynjólfur Jóhannesson æfir hlutverk Galdra-Héðins. Á grasaíjalli. Gísli Halldórsson sem Grasa-Gudda og Margrét Ólafsdóttir sem Gvendur smali. Æfing á Skugga-Sveini. Jón Sigurb.iörnsson þylur texta og hefur atgeirinn lijá sér. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. janúar 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.