Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 9
 I Kultiirhuset. Sumir tefla skák.aðrir lesa eða hiusta á plötur. ar með þetta hrikatega góss og lögreglan er vanmáttug gagn- vart því flutninga- og dreif- ingarneti, sem útsmognir fant- ar hafa komið upp. Einn þess- ara eiturlyfjakómtga hefur ver- ið nafngreindur og sænskt vikublað átti samtal við hann á hóteli í London. Þar gerði hann sænsku lögreglunni það einstaka kostaboð, að hann fengi á einu bretti 4 milljón- ir sænskra króna (72 milljónir íslenzkra króna) og i staðinn bauðst hann til að steinhætta öllum eiturlyfjaflutningum tii Svíþjóðar. Ein afleiðing fíkniefnasöl- unnar eru innbrot og rán sem fjölgar óhugnanlega. Eink- um og sér í lagi kemur fyrir að ráðizt sé á gamalt fólk. 1 marzmánuði sögðu blöðin frá meiriháttar ofbeldisverkum annan hvem dag; m.a. þvi að ungur og hraustur leigu- bílstióri reyndi að hjálpa 'konu, sem hafði orðið fyr- ir árás á einni fjölförnustu götu Stokkhólms. Árásarmaður inn stakk leigubílstjórann með hní'fi í hjartastað og komst í burtu, en bilstjórinn lézt þegar í stað. Ofbeldisverkin eru skýrð með þvi, að ánetjaðir vesaling- ar fíkniefnana séu næstum aldrei í vinnu. Þeir þurfa mikla peninga til að kaupa sér þessa fróun og þvi verða þjófn aðir og rán helzta úrræðið. Það er einnig á almennu vitorði, að einhversstaðar í nánd við Sergelstorg og nýja þinghúsið séu miðstöðvar, sem taka við stolnum varnin-gi af þjófum og selji aftur. Þetfca er skugga- hlið velferðarþjóðféiagsins og þvi miður virðist ekkert stórt þjóðfélag ráða við þennan vanda, nema þá helzt harðsvír- uð lögregluríki, þar sem ger- ræð’sstjórn ríkir. Ókeypis kúltúr í Kulturhuset 1 kjallara nýja þinghússins er eitt merkilegt fyrirbrigði Ávextir neyzluþjóðfélagsins birtast glæsilega í einu hinna stórn vöruhúsa í StokUhólnii. alþjóðlega úniformi: peysum og mollskinnsbuxum. Þar var sægur af negrum, sem striða við það sérstaka vandamál, að bítlahár þeirra sækir nokkurn veginn beint upp eins og trjá- gróður i stað þess að falla nið- ur á axlirnar. Innanum og sam- anvið voru svo smávaxnir og snyrtilegir Japanir og siangur af öðru Austur-Asíufólki, lík- lega frá Vietnam eftir útliti að dæma. Andrúmsloftið í Kulturhuset er merkilega afslappað og nota legt; það ber eindregið merki þess, að þar sé enginn að flýta sér. Þetta er kjörinn sama- staður þeirra, sem lítið hafa fyrir stafni eða þurfa að drepa tímann stundarkorn. Og svo eru vitaskuld þeir, sem koma í þeim fróma tilgangi að drekka i sig ókeypis kúltúr. Kulturhuset er líka óskastað ur þeirra, sem verða leiðir á göturöltinu og eru of blankir til að geta leyft sér setur á vertshúsum. Og það er fróðlegt að virða fyrir sér hina mislitu hjörð: Negri svartur sem bik situr með pappírskilju, en eldri kona við hlið hans er með heyrnartól og Mozart í eyrun- um; hún rær sér eftir hljóðfall- inu unz húin sofn'ar. Prestur, sem líklega er utan af lands- byggðinni situr með Expressen og les um nýja skattafrumvarp- ið. Hér ríkir fullkomið afskipta leysi og kannske er það merkilegast að fólk á öllum aldri er hér saman; ekkert kyn- slóðabil verður greint i þess- ari baðstofu menningarinnar. Nútíma listasafnið og svínin Á nútíma listasafninu i Stokkhólmi var allstór ljós- myndasýning í sérstökum sal. Myndir af venjulegum Svíum við störf, fólki á götunni, líka börnum og gömlu fólki. í raun- inni ósköp hversdagslegar biaðamyndir, en stór yfirskrift vakti athygli mina. Þar stóð; PIGS —• (svín), og undirtitill: Við lifum í svínaþ.jóðfélagi. Sem sagt; allir þessir venju- legu Sviar, ungir sem gamlir Öllum öldriiðiun Svíuni hefur verið tryggð fjárliagsleg afkoma, en stærsta vandaniál ganila fólksins er óleyst: Einmanaleikinn og sú tilfinning, að lífið hafi ekki tilgang lengur. sem raunar er skilgetið afkvæmi krataflokksins og vel ferðarinnar. Það er Kulturhus- et svonefnda, þar sem öllum standa til boða ókeypis menn- ingarávextir. Þar er hægt að lesa blöðin, setjast niður með bók úr bókasafni, tefla skák, njóta myndlistar, hlusta á hljómplötur. horfa á sjónvarp- ið — allt án endurgjalds. Þetta er merkileg tilraun; hvort al- menningur í Stokkhólmi venur komur sinar þangað er ef til vill annað mál. Einhvern veg- inn virtist mér, að svo mundi ekki vera. En þeim mun meira var þar af útlendingum í þessu Sigfús Erlingsson veitir for- stöðu skrifstofn Flugfélags fs- lands i Stokkliólmi. voru svín að mati ljósmyndar- ans. Líklega ber að skilja það svo, að Svíar séu kapítalísk svin, þrátt fyrir allan þeirra sósialisma, en líkt og hjá mörg- um róttækum boðberum, verð- ur mannhatrið yfirsterkast og kæfir sjálft trúboðið. 1 raun- inni felst virðingarverð við sýni í því að teyfa uppheng- ingu á slíkri sýningu á opin- beru safni. Ef sýnandinn fær útrás fyrir óánægju sina, er til ganginum náð og þessi örygg- isventill er tiltölulega ódýr miðað við að hinn hatursfulli kúnstner tæki upp á að sprengja dýnamit eða molotov- kokteila í staðinn. En kannske er þetta þó bara ný tegund af snobbi. Nútíma listasafnið ber vott um hressilega kaupgetu; þar eru Picasso og Dali, Kandin- sky og Klee og yfirleitt öll meiriháttar heimsfræg nöfn úr myndlist aldarinmar, allt til frumkvöðla popplistarinnar á síðasta áratug. Ef dæma má eft ir því sem þarna var að sjá, skipta Norðurlönd engu máli í myndlist og sá sem fer í safn- ið til að sjá sænska nútímalist Venjuleg- stofa, búin venjnlegnni húsgfögniini, sem oftast eru létt, einföld, smekkleg- og fremur ódýr. 21. mai 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.