Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 7
Verðmerkingrum er oft mjög ábótavant. þessara atriða. Ætla má, að starf þessarar undirnefnd- ar hinnar ráðgefandi neytenda nefndar beri jákvæðan árang- ur á öllum Norðurlöndunum. — Væri ekki æskilegt, að við tækjum þátt í starfi fleiri undirnefnda? — Jú, en það sem hefur hamlað okkur, er að rikið hef- ur lítið látið þessi mál til sín taka. Vonandi stendur það til bóta, því að neytendamál eru mjög í deiglunni hjá yfirvöld- unum. Fyrsta skrefið verður að bera fram frumvarp til laga um neytendavemd. Nú eru það mörg lög, sem koma inn á þessi mál, eins og t.d. ]ög um órétt- mæta verzlunarhætti, Kaupa- iögin, lög um verðlagsmál, lok- Rætt við Björgvin Guðmundsson skrifstofu- stjóra. Björgvin Guðmundsson, skrif stwfustjóri i viðskiptaráðuneyt- inu, á sæti í norrænni neyt- endamálanefnd, sem stofnsett var árið 1958. Til hans snúum við okkur varðandi uppiýsing- ar um þær ráðstafanir, sem rík isvaldið hefur gert i neytenda málum og eins norrænt sam- starf á þessu sviði. — Hvernig starfar þessi nor- ræna neytendamálanefnd, Björgvin? — Norðurlandaráð sam- þykkti árið 1957, að setja á tsrtofn slíka nefnd, seim skipuð væri þremur mönnum frá hverju Norðurlandanna af rík isstjórn hvers lands fyrir sig. Ári eftir að nefndin tekur til istarfa, eða 1959, er einn íslenzk ur fulltrúi skipaður í nefndina, Sveirm Ásgeirsson, hagfræðing xtr. Árið 1967 er svo bætt við tveimur fulltrúum og nú eiga sæti í nefndinni auk mín, Ótt- ar Yngvason, formaður Neyt- endasamtakanna, og Gísli Gunnarsson, kennari. Þetta eama ár var í fyrsta skipti haldinn fundur nefndarinnar hérlendis. Fundir eru haldnir tvósvar á ári og 7.—9. júní næstkomandi verður næsti fundur nefndarinnar hér á ís- iandi. — Hver eru helztu viðfange efni nefndarinnar? — Hún er ráftgefandi nefnd, sem og aðrar þær nefndir, er Norðurlandaráð setur á stofn, og vinnur að samstarfi á sviði rannsókna og fræðslu til handa neytendum. Á vegum þessarar nefndar starfa marg- ar undirnefndir. Við höfum að- eins átt fulltrúa í einní þessara undhnefnda, sem fjallar uim neytendafræðslu í sikólum. Full trúi okkar var Þórir Ein- arsson, lektor, en nú á sæti í henni Gísli Gunnarsson, kenn- ari. Nefnd þessari er ætlað að kanna hva&a námsefni skól- anna kemur að einhverju leyti inn á neytendafræðislu og á- lykta siðan hvaða námsefni þarf að bæta við og í hvaða formi. Þórir kannaði þetta hér í samráði við menntamálaráðu- neytið og síðan er ætJazt til, að það hlutist til um framkvæmd Hjólinn rifnaði á fjórum stöðum. Sjá samtal við Ásdísi Kára- dóttur. unartíma sölubúða og fleira. Hrafn Bragason lögfræðingur, hefur að beiðni viðskiptaráðu- neytisins, gert uppkast að frumvarpi að lögum um neyt- endavernd. Hann skilaði þessu uppkasti siðasta haust. Núver- andi viðskiptaráöherra hefur kynnt sér uppkastið. Það var siðan sent Neytendasamtökun- um til umsagnar og er beðið eftir áliti þeirra, en fyrsti fund ur um þessi mál hetfur verið haldinn með fulltrúum samtak- anna. — Hvað er helzt nýmæla í þessu frumvarpsuppkasti? — Gert er ráð fyrir, að kom ið verði upp tveimur stofnun- um, neytendastofnun rikis- ins og markaðsráði. Inn í þetta frumvarp eru tekin ýmis atr- iði úr lögunum um óréttmæta verzlunarhætti, en bætt er inn í lagaákvæðum gegn einokun og samkeppnishömlum. Ljóst er, að brýn þörf er á þeim á- kvæðum. Markaðsráði er ætlað að vera dómstóll og úrskurðar aðili um málefni neytenda. Markaðsráð mun líka skera úr um það, hvenær samkeppnis- hömlur eru skaðlegar neytend- um og um það, hvort einokun skerði rétt þeirra. Neytendum er sjálfsagt kunnugt um það, að ætli einhver verzlun að seija vöru dýrar en aðrar, hef ur það komið fyrir, að kaup- Tvær nýjar stofnanir Neytendastofnun ríkisins og Markaðsráð samkvæmt nýju frumvarps- uppkasti menn taka sig saman um að selja ekki þessa vöru. Þarna verður að koma við lögum, þvi að það er au&vitað skýlaus rétt ur neytenda, að sú verzl- un, sem treystir sér til þess, geti selt vöru ódýrar en aðrar, án þess að varan hverfi jafn- framt úr öðrum verzlun- um. Neytendastofnun er ætlað að sameina þá neytendastarf- semi, sem nú fer fram í land- inu, annast fræðslu, útgáfu- starfsemi, rannsóknir og eftir- litsstarf. — Ef ríkið tekur mál þessi í sínar hendur, er þá ekki hætt við skerðingu hlutleysis? — Á öllum Norðurlöndum hef ur ríkisvaldið á sínum snærum neytendaráð, sem orðið hafa til við sameiningu ýmissa aðila og það hefur gefizt vel. 1 raun er þetta þannig, að sömu aðilar og áður sjá um hina almennu starf semi og eru ráðgefandi aðilar, en ríkið leggur til fjármagnið. Segja má, að við séum hér á eftir þeirri þróun, sem orðið hefur í öðrum löndum. í Noregi hefur meira að segja verið stofnað fjölskyldu- og neyt- endaráðuneyti, sem sér um öll mál er lúta að neytendavernd. — Hefur ekki komið til tals, að stofna hér neytendaráðu neyti? — Ekki er gott að vita, hvernig málin þróast. Fyrrver- andi viðskiptaráðherra, Gylii Þ. Gíslason, minntist á það á. fundi árið 1967, að stofna þyrfti sérstaka stjórnardeild, sem sæi um neytendamál. Enn hefur ekkert orðið úr slíkuan framkvæmdum. Óákveðið er, hvenær frumvarpið um nýja neytendalöggjöf verður lagt fyrir alþingi, en mér þykir óhk legt, að það verði lagt fram óbreytt. Hingað til hefur rikið lítiö látið þessi mál til sin taka. Það er spurning, hvort borgar sig að gera þetta í einu stóru stökki eða í áföngum. Persónu- lega held ég, að heppilegra sé að gera þetta í áföngum, þann- ig að allir aðilar hafi tíma til að aðlaga sig nýjum kringum- stæðum. Þá þarf líka að leggja fram mikið fjármagn, sem ekki verður gert á skömmum tima. Síðar meir gæti þetta allt eisns þróazt upp í sérstakt ráðu- neyti. — Að lokum Björgvin, um hvað verður rætt á næsta fundi norrænu neytendamála- nefndarinnar hér i Reykjavik 7.-9. júní? — Á hverjum fundi er tekið fyrir eitthvert sérstakt umræðu efni og við höfum ákveðið að ræða um vei*91agsmálin. Þau hafa sérstöðu hér á landi og munu sérfróðir aðilar, isle'nzk- ir, halda um þau fyrirlestra. 21. mai 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.