Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 2
Staðlaður heimur handa Svenson athugavert við það; íbúð- ir, sem félagslegt framtak byggir, eiga vitaskuld að vera ódýrar, hagkvæmar og án prjáis. Um þá hlið mannlífs í Sviþjóð er gott eitt að segja. Hins vegar setur að manni hroll, þegar sá grunur fer að verða áleitinn, að fólk meðtaki * líka staðlaðar skoðanir. Aí sam tölum við alis konar fólk, hing að og þangað, magnaðist sá grunur mjög og er nokkuð ljóst að skoðanamatreiðsla rikisins, sjónvarpið, á mestan þátt í þvi. En að því kem ég siðar. Sú skoðun virðist útbreidd, að velferðarbagginn sé of þungur; að þrátt fyrir allt hafi maður of litla peninga til frjálsrar ráðstöfunar. Þess vegna hugsar fólk sig um tvis- var áður en það kaupir; það verður að fara varlega með fé, og leggur á sig nokkurt ómak að bera saman verð. Ef til vill er vöruverð ekki eins hátt og við mætti búast; fatnaður er á mjög svipuðu verði og i ís- lenzkum verzlunum. Matur er, eitthvað dýrari, húsaleiga miklu hærri og sama er að segja um verðlag á íbúð- um. Það er frá 50% og allt upp í 100% hærra en verið hefur hér að undanförnu. Hins vegar eru bílar ódýrari. Það er sizt af öllu einfalt mál að bera saman raunveru- leg lífskjör; svo margs þarf að taka tillit til. Og það er vita þýðingarlaust að einblína £' tímakaup eða umsamin mánað- arlaun; ekki sízt í landi þar sem skattpínsla gengur úr hófi fram. Kostir velferðarinnar_______ Sviar búa við staðgreiðslu- kerfi á sköttum og menn hugga sig við, að þeir eigi það sem þeir fá. En þegar skattheimt- an hefur tekið sinn hlut, virð- ist meðalmaðurinn naumast vel haldinn. Það lætur nærri að miðlungstekjur séu uppá 2.500 sænskar krónur á mánuði. Má gera ráð fyrir að þriðjungurinr þar af, eða um það bil 750 kr. fari í skatta. Eftir eru þá 1750 (31.500 ísl. kr.). 1 úthverfum Stokkhólms gæti verið að helm ingurinn af þeirri upphæð færi í húsaleigu og enda þótt ríkið taki þátt í þeim kostnaði með húsnæðisstyrk, er þó aðeins eft ir fyrir brýnustu nauðþurftum. Húsnæðisstyrkurinn fer eftir tekjum og aðstöðu, en að auki greiðir ríkið 100 kr. á mánuði með hverju barni. Segja kunn- ugir, að sú upphæð nægi til að klæða barnið. Staðgreiðsla á sköttum hefur ugglaust einhverja kosti og nú er talað um, að við þurfum að taka upp þesskonar kerfi. Skattgreiðandinn finnur þó að sumu leyti óþyrmilegar fyrir sköttunum sinum. Þar sem stanzlaus verðbólga ríkir eins og hér, greiða menn skattana sina árið eftir með talsvert verðminni krónum en álagning- arseðillinn gerði ráð fyrir. Skatiebördan TECKNINQ »v EDW. LINDAHL Láttu asnann þefa af byrðinni, þá sættir hann sig við hana. Skopmynd af Stráng, f jármála- ráðherra Svía í sambandi við n.vju skattaákvæðin. t!T sænskri hjólbarðaverk- smiðju. Mjög er nú á dagskrá, að verksmiðjurnar séu ömur- legar til að eyða ævinni í og unnið er að því áð áfneiria ákvæðisvinnu. 1 tröppunum hjá Sergelstorgi: Ungur maður tekur upp sprautu og fær sér eitt „skot" í handlegginn. Kan snus göra mig impotent? Vectcmns brrnfrága: PROBLEM- Jag arfruktans- várl ensam. Gifte mej nár jag var 30 árjustför altjag var sá ensam. Vi var bara Jafnframt því, sem kynferðis- mál eru á dagskrá skólanna, eru miklar umræður um þau mál og blöðin birta feikn af fróðleik og svara hvers konar fyrirspurnum frá lesendum, svo sem: Getur maður misst kyngetuna af neftóbaksbrúk- un? 1 Svíþjóð hefur skattpinslan stundum neytt menn til að taka örlagarik skref. Frægt dæmi eru bræður tveir, hinir mestu dugnaðarforkar, sem keyptu niðurníddan- búgarð á Skáni. Með mikilli elju unnu þeir að því árum saman að breyta kot- inu í stóran fyrirmyndar bú- garð. Þá vildu þeir gjarnan fara að búa hvor fyrir sig og til þess þurftu þeir að selja bú- garðinn. En þeim var ljóst, að slík sala væri nokkurnveginn það sama og að afhenda ríkinu afrakstur áralangs erfiðis. Þeir seldu samt; fengu peningana út í hönd og í fyrstu var þeim smyglað yfir til Danmerkur. En bræðurnir tóku saman sitt haf- urtask; flýðu land og léttu ekki fyrr en í Vancouver í Kanada. Þar hafa þeir nú keypt sinn hvorn búgarðinn. Nýgift hjón eða trúlof- að fólk með börn á framfæri, getur fengið vaxtalaust lán til húsgagnakaupa; lánið er til átta ára. Hvers kyns. sambúð er lögleg, svo framarlega sem viðkomandi aðilar hafa kosið hana sjálíir. Öryrkjar, sem orðnir eru sextán ára eða meira, eiga rétt á sömu greiðslu og eftiriaunafólk fær. Andlega og likamlega bæklað fólk fær um- sjón og skólagöngu án endur- gjaids. En slíkt fólk, sem nær því stigi að geta séð um sig sjálft, getur fengið háan styrk til heimilisstofnunar. Velferðar netið er þétt riðið og kemur fjölda fólks vel, en er auðvit- að misnotað að einhverju marki. Þó er aukið eftirlit ti.l að koma í veg fyrir slíkt. Menn geta til dæmis ekki leng- ur verið á endalausum nám- styrkium án hess að koma í skóia eða'taka prót. Þrátt fyrir velferðarkerf- ið eru vanda^-iál gamla fólks- ins mikið til hau sömu og ann- ars staðar. Ríkið hefur tryggt fjárhassafkor^u þeirra sem orðnir eru 67 ára. En íbúð hinnar veniuleeu kjarnafjöl- skyldu í Sviþ.ióð er svo lítil, að þar er ekki húsrými fyrir afa oe: ömmu. Það er mikið rit- að og rætt um ensamhet, eih- manaleik þessa fólks, annað hvort á elliheimilum eða annarsstaðar. Fjárhagsaðstoð velferðarríkisins hefur ekki bætt úr þvi sem kannske skort ir mest: samband við fólk og tilfinningu fyrir því að lífið hafi einhvern tilgang. Hin auðuga heild Á þeirri 500 km leið sem er frá Skáni og norður til Stokk- hólms er ekki margt að sjá nema skóginn. Jafnvel á þessu frjósama svæði eru geypilega stórir óbyggðir flákar. Samt er það svo að mikill meiripartur þjóðarinnar býr í landinu sunnanverðu og næstum ótrú- lega stór hluti á svo sem 100 km radíus út frá Stokkhólmi, Gautaborg og Málmey. Um jafn vægi í byggð landsins er ekki hægt að tala; þó hefur þróun- Sænskur verkalýður ber eftir götum Stokkhólms spjöld með „Jámlikhed" — jafnrétti — slagorði sósíaldemókrata, sem sumum finnst tákna um of, að menn eigi ekkí bara að vera jafn réttháir, heldur einnig all- ir eins. LIVE SH0WS V 1 MED NYA FRA'SCHA ARTISTER • SH0WTIMM5 • 18 • 21 • 24* IESBIAN SHOW 17 • tt'. PEITING MED PUBLIKEN 1i, U, 19, 20, 22 SEXLOTTERI: 17 • 20 • 21 Ooitutom «om vanflgl Suip-Tcaio varlc ttmme «Ch coloiif<iexfllmt. POSERiNG 1 mvilga rum, OBS! HELA PROGRAMMET ENDAST 20:-111 Sammu prltcr hefa dagon och kvUllen! em till oil aíin Uogii 1!-0I Obil Sðnd. «pp. w—vi Wyelm c«ntiall IIB m Ir. Kjngag. o, Vaiaq. DUkr. Ingang I pOiUn. Síipictenicr tin allal , M Ktm MORRA KYRKOGAW 20 , ••••••••••••••••• XÁXASS DaKcru projrram . color IJudriliii, f I kwallons pf Biln d* lop»i Vflda bagilr (m*d publikcn) laibian Lov* iNANA •Oppet U. 10.00. Cenlrall! DlikrMl ............. ••••••••••••••••• Eftir fræga viðdvöl í Danmörku reið klámbylgjan yfir Svíþjóð og er nú mikil gróska í klám- ritum þar ásamt porno-sýning- um hvers konar og sex-sjopp- um. Heilar síður eru í dagblöð- uii um, þar sem klámstaðir borgarinnar auglýsa f jölbreyti- leg prógröm. in upp á síðkastið orðið sú, að fækkun hefur orðið i Stokk- hólmi og nágrenni. Fólk flytur þaðan í burtu. Óneitanlega ligg ur mikill styrkur i þvi uppá framtíðina, að landið er lítt byggt á stórum svæðum. Þótt hinn venjulegi Sven- son, sem maður hittir á förn- um vegi, barmi sér ákaflega, eru Sviar sem heild prýðilega rikir. Svíþjóð er svo stöndugt heimili, að einungis Bandaríkja menn teljast rikari. JÞjóð- arframleiðsla Svía árið 1968 var 1350 sterlingspund á íbúa, næst á eftir þjóðarfram- leiðsiu Bandarikjamanna, sem var upp á 1791 sterlingspund á mann. Kaupgeta og neyzla er meiri i þessum löndum en ann- ars staðar. Til dæmis eru 49,9 símar á hverja 100 íbúa i Sví- þjóð, en 54,1 i Bandaríkjun. m. 296 sjónvörp á hveria búsi id íbúa í Sviþjóð, en 409 í Banaa- ríkjunum og þannig mætti lengi telja. Það virðist mótsagnakennt, að stórkapítalistar þrifast vel i háþróuðum sósíalisma sænsku kratanna. Þó er á því skýring og kem ég að henni siðar. Sagt hefur verið að örfáar fjöi- skyldur „eigi Sviþjóð". Þar af eru fjórar gífurlega auðugar. Samtals eru 32 firmu svo stór, að þau hafa árlega veltu upp á 11 milljarða ísl. króna (ell- efu þúsund milljónir). Mörg þessara fyrirtækja framleiða heimskunna — og frekar dýra — gæðavöru. Sviar eru að minnsta kosti vissir um, að aðrir framleiði ekki neitt betra. Þeir eru mjög hollir sín- um iðnaði. Allar líkureru á því að hr. Svenson aki annað hvort á Volvo eða Saab; i bað- herberginu hans eru tæki frá Gustavsberg eða IFÖ, konan eldar matinn á Husquarna eldavél og daglegt líf Svensons rúllar á kúlulegum frá SKF. Þrátt fyrir þessar fallegu tölur virðist svo sem venjulegt launatólk hér á Islandi hafi úr meiru að moða; búi glæsilegar og leyfi sér að fara mun ógæti- legar með peninea. Þeffar íbúð- arhúsnæði er athugað, fer ekki á milli mála, að Svíar búa þrensra og hafa mun minhi íburð. 1 sambýlishúsum er all- ur frágangur staðlaður og sér- smíði á innréttingum ekki til. Jamlikhed og umhverfi manneskjunnar ' Frágangur á sameiodn'legum forstofum sambýlishúsa mundi þyk.ia óframbærilega fátækleg ur hér; veggir grófpússaðir éða oftar úr stöðluðum eining- um og riflað asbest í loftum. í sænskum sambýlishúsum er fyrst og fremst lögð áherzla á það hagkvæma. Hurðir eru mál aðar, sömuleiðis eldhúsinn- réttingar. Harðvið mun erfitt að finna. Engu að síður eru þetta vel skipulagðar íbúðir og vistlegar þegar á allt er litið. Það liggur í landi, einkum í Stokkhólmi, að krossbölva blokkabyggingum; slíkt „miljö" sé ekki fyrir manneskjur. Mik- il ramakvein hafa verið rekin upp í blöðum að undanförnu og meðal annars sagt að í blokkahverfunum verði til ný manntegund, grimm og áreitin, og að á leiksvæðum barrianna riki iög frumskógar- ins, þar sem sá sterki blívur. Blöðin sögðu: Niður með hverfi eins og Skargarden og Tensfca. Látum það aldrei henda framar, að siíkt umhverfi verði skap- að af mönnum og fyrir menn. Kn aðrir hristu höfuðin yfir þessum bækslagangi og kváðu naumast nýtt að krakkar flygj- ust á og að einn yrði sterkari en annar, þar sem gatan er leikvöllur. Framhald ;i bls. 8. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. mai 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.