Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 13
WilIiam Babayan skóla í Istanbul, en þar lærði ég tyrknesku á mjög skömmum tíma. Mér líkaði ágætlega í Ist- anbul, enda þótt ég yrði þar fyrir mestu vonbrigðum ævi minnar. En þannig var að for- stöðumaður skólans var góðvin ..... l-n«J.'«nln 1....... ........ ..:.\..,. M.í ?*.&! \ÁllltxiCL ptroa, ociii siuai varð Jóhannes páfi 23. Og þeg- ar það kvisaðist, að hann væri líklegur tii páfakjörs, þá hét hann á okkur strákana í hrifn ingu sinni að hann skyldi gefa okkur öllum úr, ef vinur hans næði kjöri. Þetta áheit gat hann að sjálfsögðu ekki staðið við, það þarf nú meira heldur en viljann til þess að kaupa 150 úr. Eftir tveggja ára dvöl í Ist- anbul sótti faðir minn mig, en hann hafði þá komið mér fyrir í klausturskóla í Frakklandi. Ég var svo heppinn, að aðal- kennariren minn i Istanbul var franskur og hafði hann kennt mér litilsháttar frönsku svo hún var mér ekki alveg fram- andi. Oft er sami skólinn fyrir vissa aldursflokka. Svo að ég hefi verið viða og kynnzt mis- jöfnu." „Hvernig er niáminu háttað i svona skólum?" „Fyrirkomulagið er svipað í þeim, það má heita að hver stund dagsins sé skipu- lögð. Dagurinn hefst með sálma söng og trúarfræðslu. Síðan eru kennslustundir, leik- fimi, matmálstímar, lestrartími og frjáls timi, sem oftast er stuttur. Svo endar dagur- inn með kvöldsöng. Það væri ógerningur að reka fjölmenna drengja- og unglingaskóla öðru vísi heldur en að skipuleggja alla hluti vel fyrirfram. 1 Frakklandi fór ég svo að læra grisku og latínu auk frönsku. Af sjálfsdáðum lærði ég lítilsháttar þýzku, en faðir minn var, þegar hér var kom- ið setztur að í Berlín og þang- að fór ég annað slagið til þess að heimsækja hann. Ég hóf nám í guðfræði, en fann fljótt, að ég gæti ekki hugsað til þess að verða prest ur. Ég fór til yfmmanns skól- ans og sagði honum það. Þessi elskulegi maður tók því með skUnfngi, sagði, að þótt ég lyki guðfræðinámi þá þyrfti ég ekki endilega að ganga i þjón- ustu kirkjunnar, eins sagði hann, að ég gæti hvilt mig á náminu og lokið þvi seinna. Ég sneri þvi við blaðinu og hóf þýzkunám og var við það um tima en ég náði ekki eins góðum árangri og ég hafði von- að, enda þurfti ég nú að sjá fyrir mér jafnframt nám- inu. En klausturskólarnir í Frakklandi eru reknir fyrir frjáls framlög fólks, svoleiðis að dvölin þar hafði ekki kost- að mig neitt. Og ennþá sneri ég við blaðinu. Ég fór með myndavélina mína til Lapp- lands og ráðgerði að taka þar myndir og sýna þær í París, en þær heppnuðust ekki nógu vel svo að ég fór til Tromsö í Noregi þar sem ég réð mig á hvalveiðiskip. Fyrir kaupið mitt keypti ég mér vandaða myndavél og hóf nám í ljós- myndagerð í Hamborg. £>ar hefi ég verið í tvö ár. Og nú er ég kominn hingað og búinn að hengja nokkrar myndir upp í Mokkakaffi. Island kemur mér fyrir sjón- ir sem friðsælt og yndislegt land. Þess vegna finnst mér að Islendingar ættu að vera Guði þakklátir fyrir það, sem þeir hafa, en gleyma samt ekki hvað annað fólk í öðrum heimshlut- um þarf að þola. Við erum öll borgarar á þess^ri plánetu se?n kallast jörð, og á meðal sam- borgaranna eru hrjáðir og snauðir menn, sem þarfnast hjálpar. Hér í Reykjavík hefi ég not- ið hjálpar Æskulýðsráðs, en þar hefi ég fengið að vinna myndirnar mínar, en þar er prýðileg aðstaða til slíks og ég er alveg undrandi yfir því, að fólk skuli ekki nota hana meira heldur en að það gerir." „Ertu trúaður?" „Já, ég er það, innsti kjarni allra trúarbragða sem ég þekki er mannkærleikur og umburð- arlyndi. Guðsþjónustur álit ég að sam- eini fólk, ekki sízt söngurinn. Líkneski i kaþólskum kirkjum eru tákn og þeir sem sýna þeim lotningu, lúta ekki likneskj- unni sjálfri, heldur þvi, sem hún táknar. Hitt er annað mál að mörg hroðaverk hafa verið unnin i nafni kirkjunnar. Sjálfum finnst mér það hljóma eins og öfugmæli þegar fréttir eru sagðar af þessum eða hinum, sem hafi beðið guð að styðja sig í orrustum og beðið þess að sprengjurnar, sem þeir létu falla, yllu sem mestum hörm- ungum." „Ertu læs á Biblíuna á máli Jesú, hebresku?" „Nei, ég er ekki læs á he- bresku, en Jesú talaði ekki held- ur hebresku heldur mál, sem heitir aramean, en það líkist mjög hebresku." „Kanntu ennþá öll þau tungumál sem þú hefur talað um dagana?" „Nei, tyrknesku hefi ég t.d. gleymt nema þeim kvseðum, sem ég kann lög við. Kurdönsku get ég ekki lengur talað. Og armönsku tæplega, en ég skil hana þó sæmilega." William Babayan talar ágæta ensku svo ég spyr: „Hvar lærðirðu ensku?" „I skóla." Framhald á bls. 15. Á síðari árum hefur þeirri skoðun mjög vaxið fylgi, að fóstureyðingar beri að gera frjálsari og auðveldari en tíðkazt hefur og víða hafa lög þar að lútandi verið rýmk- uð nokkuð. Fyrir skömmu heyrði ég sjónarmiðum þessum haldið á loft af miklum ákafa í hópi ungra manna og kvenna. Þar virtist sú skoðun ríkjandi, að ekki einasta þyrfti að taka miklu meira tillit til félagslegra aðstæðna barnshafandi kvenna en gert hefðl veriS hér á lanái til þessa, heldur og að hverri konu ætti að vera í sjálfsvald sett hvort hún fæddi barn, er hún bœri undir belti, eða léti eyða fóstrinu. Ekki voru viðstaddir þó á eitt sáttir um hina siðrœnu hlið þessa máls, að því er tók til mats á lífi barns í móðurkviði og hverjum augum skyldi líta á verknað- inn í sjálfu sér, en jafnvel þeir, sem voru í grundvallaratriðum andvigir eyðingu fósturs, voru þeirrar skoðunar, að konan œtti að hafa ákvörðunarréttinn. Þarna var deilt hart á dómsvald lækna í þessum efnum og í því sambandi vísað til máls, sem nú mun vera fyrir dómstól- um, þar sem læknir var sagður hafa neitað að framkvæma fóstureyðingu hjá konu, sem hafði fengið til hennar heimild yfir- valda. Vissulega má til sanns vegar fœra, að lœknar hafi of mikil völd í þessum efn- um og konur sjálfar of lítil. Ef til vill eru lœknar of tregir til að taka tillit til sjónar- miða konunnar, fjárhags hennar og fram- tíðarfyrirætlana og binda sig um of við sínar hefðbundnu hugmyndir. En þá er þess að gœta, að læknum er talsverður vandi á höndum. Viðurlög við misnotkun heimildaákvæða gildandi laga eru þung, en ýmis hugtök í þeim teygjanleg og af- stœð og mat þar á e.t.v. umdeilanlegt. Vœri hugsanlega til bóta, að ábyrgð á fóstureyðingu, sem óskað vœri eftir á félagslegum forsendum, — og ákvörðun þar um, vœri dreift á fleiri aðila en þá tvo lœkna, sem lögin segja fyrir um að ráða skuli í slíkum tilvikum. Þar gœti til dœmis komið inn einhver aðili, t.d. sálfræðingur eða félagsfræðingur, sem hefði aðra viðmiðun en lœknir og gæti gefið sér meiri tíma en hœgt er að œtlast til af læknum til þess að rökrœða við hlut- aðeigandi aðila um óskir hans um fóstur- eyðingu. ÞaS gœti hugsanlega leitt til frjálsari framkvœmdar laganna. Hvað sem líður skoðunum vianna á verknaðin- um sem slikum, verður að sjálfsögðu að tryggja framkvœmd þeirra fóstureyðinga, sem yfirvöld hafa heimilað af löglega gildum ástœðum. í vetur var lögð fram og afgreidd á Al- þingi þingsályktunartillaga, þar sem ríkis- stjórninni var falið að láta endurskoða nú- gildandi lög um fóstureyðingar og leggja fram frumvarp þess efnis á næsta þingi. í greinargerð með tillögunni var sérstak- lega lögð áherzla á nauðsyn þess, að tryggja frekar en nú er gert réttindi kon- unnar til sjálfsákvörðunar og bent á, að í íslenzku löggjöfinni er sagt, að tillit megi taka til ytri aðstœðna, en þess getið til samanburðar, að í nýjum sœnskum Iðgum um mál þetta segi, að tillit skuli tekið til ytri aðstœðna. Ennfremur er gerður samanburður á tímamörkum fóstureyð- inga, sem eru 8 vikur skv. ísl. lögum, en 20 vikur í þeim sænsku. Sjálfsagt er að endurskoða umrædd lög, sem eru frá árunum 1935 og 1938, þó að þau virðist í raun og veru heimila fóstur- eyðingar í flestum tilvikum öðrum en þeim, að kortan sé sœmilega heiibrigð og fær um að ala önn fyrir barni sínu. Er ekki annað að sjá en lögin mætti fram- kvœma með frjálslegri hætti en nú tíðkast, ef vilji væri fyrir hendi af hálfu þeirra, sem framkvœmdavaldið hafa. Þess má geta, að skv. heilbrigðisskýrslu frá árinu 1968 voru framkvœmdar sam- kvœmt lögum 66 fóstureyðingar það ár og var í 15 þeirra tilfella tekið tillit til félags- legra aðstæðna kvennanna. Ekki er Ijóst, hvort þessar tölur bera vitni óþarflegri íhaldssemi, því að þess er ekki getið í skýrslunni hve margar konur fóru fram á fóstureyðingar á því ári, né á hvaða for- sendum. Væri fróðlegt að sjá einhverj- ar upplýsingar þar um, áður en gerð er gangskbr að því að auðvelda þessa aðgerð. Þótt margt mœli með því að svigrúm til fóstureyðinga verði aukið er spurning, hvort ástœða sé til þess einmitt nú, að gefa konum algerlega frjálsar hendur í þeim efnum. Með tilkomu getnaðarvarna- lyfja, almennt vaxandi frjálsræði í um- ræðum um kynferðismál og eðlilegri af- stöðu fólks til þeirra en áður, er það kon- um yfirleitt í sjálfsvald sett, hvort þœr verða barnshafandi eða ekki. Oft er í þessu sambandi bent á ungar stúlkur, sem hafi glœpzt út í kynmök, án þess að vita, hvað þær voru að gera — og talið fráleitt að láta slíkt fall binda þeim bagga, er eyðileggi framtíð þeirra og möguleika til náms og starfa. Þetta sjónarmið getur í vissum tilvikum átt sér gildar stoðir, en er ekki vafasamt að leysa almennt mál bráðlátra stúlkna með því að opna þeim upp á gátt leiðina til fóstureyðinga? Er eklci vænlegra að leggja áherzlu á frœðslu um kynferðismál og getnaðarvarnir í skólum, hjá lœknum og á heimilum og brýna eftir sem áður fyrir stúlkum að hugsa sig tvisvar um — og gera tiltækar varnarráðstafanir — áður en þœr hefja samlíf. Mundu frjálsar fóstur- eyðingar ekki fyrst og fremst verða til þess að auka kæruleysi þeirra, sem fyrir eru þannig þenkjandi að nenna helzt ekki að taka afleiðingum gerða sinna? Margrét R. Bjarnason. 21. mai 1972 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.