Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 4
dalur dragi nafn af nafni landnámsmannsins, sem hét Hörður, en þá ætti nafnið líka að vera Harðardalur. En hitt gæti verið, að ibúar da.Mns hafi verið nefndir I ýrðar og það sé rétta skvrinigin á nafn- inu. Hörðaland var líka hérað í Noregi, og íbúar þess nefnd- ust einmitt Hörðar. Ætt Harð- ar er ekki nefnd, en vel má vera að hann hafi verið ættað ur frá Hörðalandi. Nú liggur beint fyrir að álykta, að Hörðabólstaður merki bólstaður Hörða, þ.e. manna frá Ilörðalandi. Nú má vera, að þetta geti orðið til hjálpar við að skýra uppruna og merkingu orðsins Breiðaból staSur. Mér dettur í hug, að það merki bólstaður þeirra manna, sem nefndust Breiðar. Þessir menn hafi verið fyrir í landinu, þegar norrænu land- námsmennirnir koniu, og netfnt sig þessu nafni, og þeir bjuggu á stöðum, sem hinir norrænu menn kölluðu síðan Breiðaból- staði. En hverjir voru þá Breiðar pg hvaðar. komu þeir? Trúlega hafa þeir komið frá Bretlands- eyjum, og það má vel vera, að þeir hafi nefnt sig Breta. Þessi orð, Bretar og Breiða(r), eru svo l'ík, að mér finnst mjög lik- legt, að um sama orð sé að ræða. Svo er líka eitt enn. Einn BreiðabólstaðUrinn er í sveit, sem i Landnámu var nefnd Papýli, og allir eru sam- mála um, að þar hafi menn frá Bretlandseyjum setzt að á und an hinum norrænu landnáms- mönnum. Ekki vita menn með vissu, hvar Papýli var. Um það segir dr. Einar Ól. Sveinsson: „Nú er Breiðabólstaður á Síðu, skammt frá Kirkjubæ, og væri því hugsanlegt, að Papýli tákn aði landsvæðíð umhverfis Kirkjubæ, og það hefur Ka lund dottið í hiug. Annar Breiðabólstaður er í Suður- svei.t (Fellshverfi) og hafa menn stutt þá skoðun, að við þann bæ væri Ltt, með því að benda á, að Staðarfjall, sem er eign Breiðabólstaðar, hafi áð- ur verið nefnt Papýl<i(s)fjall." (Landnám í Skaftafellsþingi bls. 24.) Einar ál'itur síðari til- igátuna líklegri, og ef það er . rétt, þá eru tvö dæmi fyrir hendi um, að Jæjarnafnið BreiSabólstaður finnist nálægt Papabyggðum, og það gæti naumast verið tilviljun. Nafn- ið mun líka finnast í byggðum norrænna manna á Bretlands- eyjum. Ef tilgáta mín er rétt um byggð keltneskra manna í land inu, þá verður að gera ráð fyr ir, að þeír haldi áfram að vera kristnir. Hefur það þó vafa- laust verið örðugleikum bund- ið. Um þetta ræðir Jón Jó- honnesson í Islendingasögu I., bls. 150: „Ekkert tillit var tekið til kristni við stofnun allsherjar- rikis, og kristnir menn gátu ekki tekið neinn þátt í lands- stjórninni, nema þeir sýndu svo mikið frjálslyndi, að þeir ynnu eiða að stallahring, enda 99 Jón er kominn 46 riaim JLS.V^iJLI.1. „Ég er glöð og ég er góð," því Jón er kominn heim ..." Dag eftir dag létu „rauð- sokkurnar" þetta glymja í út varpinu yfir okkur húsmæðr unum í háðungarskyni. Og við þessar gamaldags eða öllu heldur „klassísku", sem héldum, að við værum með réttu eðli, borum varla leng- ur að viðurkenna, að okkur þyki vænt um mennina okk- ar. En nú get ég ekki leng- ur orða bundizt og ætla að voga mér að viðurkenna sannleikann. Margar erum við konurnar hér á landi, sem eigum menn, sem vegna starfa sinna eru fyrirvaralaust eða lítið send- ir ýmist út á land eða tii út- landa. Ætli þá fari ekki fyr- ir fleirum eins og mér að fá smá hjartakast, þegar manni er sagt alveg fyrirvaralaust, að nú eigi að senda hann þetta eða hitt á morgun eða hinn? Auðvitað reynum við að láta ekki á því bera. En trúað gæti ég því, að margar gras- ekkjurnar fyndu í því fróun að taka heldur betur til hend inni við gagngerar hreingern ingar, þegar þessir blessaðir „Jónar" eru kannski einir á ferð í bil uppi á reginöræf- um, fljúgandi í smáflugvéla- relliun til f jarlægustu lands- horna eða jafnvel hangandi í veikburða kláfferjum yfir beljandi jökulvötnum. Og ætli ekki vUji teygjast úr kvöld- eða næturlestrinum hjá mörg- um okkar, einum i allt <>l stórum og köldum rúmum, á meðan „Jónarnir" eru önnum kafnir við störf eða skemmt- anir í miskunnarlausum stór- borgum í útlandinu? Og hvers vegna í ósköpunum skyldum við skammast okkar gagnvart „rauðsokkum", þó að við fögnum þeim vel, þegar þeir koma heim og séum ein og sérhver „hýr og glöð og góð", þegar okkar „Jón" er kominn heim? Anna María Þórisdóttir. voru margir þeirra þrælar. Við urnefnd Ketils landnáms- manns í Kirkjubæ, hinn fíflski, sýnir þá fyrirlitningu, sem sum ir höfðu á kristninni. Hins vegar verður ekki séð, að kristnir menn haíi sætt bein- um ofsóknuim af hendi heið inna manna hér á liandi, þótt þeir nytu ekki sömu réttinda og kristin trú ei'gnaðist enga pisiarvotta á Islandi." Það munu hafa verið niðjar Bjarnar bunu, sem mest beittu sér fyrir 9tofnun allsherjarrik- is, og til'gangur þeirra hefiur verið að styrkja samheldni og völd ættarinnar i landinu, og ennfremur hafa þeir viljað draga úr áhrifum kristninnar með þvi að gera heiðnina að rikistrú. Landnáma segir svo um trú landnámsmanna: „Svá segja vitrir menn, at nökkurir landnámsmenn hafi skirðir verit, þeir er bygt hafa Island, flestir þeir er kvámu vestan um haf, er til þess nefndr Helgi magri ok Örlygr enn gamli. Heígi bjóia, Jönundr kristni, Uðr djúpauðga, Ketill enn fíflski, ok enn fl'eiri menn, er kvámu vestan um haf, ok héldu þeir sumir vel kristni til dauðadags, enn þat gekk óvíða í ættir, þvíat synir þeira sumra reistu hof og b!6tuðu, enn land var alheiðit nær hundraði vetra." Þarna eru nefndir sex kristn ir landnámsmenn, og af þeim hafa fjórir numið land á Vest- urlandi, og má því ætla, að þar hafi kristnin helzt staðið föst- um fótum. Hitt fær ekki stað- izt, að landið hafi verið alheið- ið nær hundraði vetra, því að Landnáma segir á öðrum stað um Ketil fíflska: „Ketill bjó í Kirkjubæ; þar höfðu áðr setit Papar, ok eigi máttu þar heiðn ir menn búa." 1 Kirkjubæ hafa því kristn- ir menn verið svo fjölmennir eða getað skapað slíka helgi á staðnum, að hinir heiðnu hafa ekki getað lagt hann undir sig. I Landnámu er mest rætt um þá menn, sem voru af höfð- ingjaættum, og orð hennar um, að landið hafi verið alheiðið nær hundraði vetra, er þvi rétt ara að skilja þannig, að flestir höfðingjar landsins hafi verið heiðnlr á þessu timabili, enda hlaut svo að vera, úr því að heiðnin var rikistrú. Um trú al þýðunnar hefur höfundur Landnámu ekki séð ástæðu til þess að ræða sérstaklega, jafn- vel þótt hann hafi vitað, að trú Kennar var að einhverju -ieyíi önnur. 1 Árbók Fornleifafélagsins 1939 er grein eftir Ólaf Lárus- son, sem hann nefndi Kirkju- ból, og var grein þessi einnig prentuð í Byggð og sögu 1944. I grein þessari ræðir Óiafur um bæjarnafnið Kirkjuból og telur upp allar þær jarðir, sem það nafn hafa borið fyrr á öld- um. Eru þær samtals 26 og skiptast þannig eftir sýslum: ein í Vestur-Skaftafellssýslu, ein í Gullbringusýslu, ein í Borgarfjarðarsýslu, tvær I Mýrasýslu, fimm i Barðastrand arsýslu, tíu í Isafjarðarsýslu, tvær í Strandasýslu og fjórar I Suður-Múlasýslu. Helztu niðurstöður Ólafs Lár ussonar um bæjarnafnið Kirkjuból eru þessar: Það hef- ur aðeins verið notað á íslandi Hins vegar er bæjarnafnið Kirkjubólstaður þekkt bæði á Hjaltlandi (Kirkabister) og í Orkneyjum (Kirkister). „Orðið kirkjuból hefir annað hvort alls ekki verið notað í bæjarnöfnum hér á landi i merkingunni kirkjujörð eða þá örsjaldan. I>etta gefur þá strax líkur fyrir þvi, að það hafi ver ið notað í hinni merkingunni, jörð, sem kirkja var á. Styrkj- ast þær líkur mjög af því, að meira eða minna góðar heim- ildir eru fyrir því, að kirkja hafi verið á 21 af þessum 26 jörðum. Niðurstaðan af þessum athug unum verður þvi sú, að orðið kirkjuból hefir verið notað í bæjarnöfnum eingöngu eða ná- lega eingöngu í merkingunini jörð, sem kirkja er á, og að þetta nafn hefir því aðeins eða nær eingöngu verið gefið býl- um, sem kirkja var á. Hvers konar kirkjur voru á Kirkjubólunum? Af þeim 26 bæjum, er báru það nafn, er aðeins einn með vissu forn sóknarkirkjustaður (Kb. í Lamgadal). — Kirkjurnar á jörðum þessum hafa því nálega allar aðeins verið heimiliskirkj ur, flestar að likindum hálf- kirkjur. — Allar þessar 26 jarð ir sýnast hafa verið lögbýli." Ólafur áleit, að Kirkjubóls- nöfnin væru frá fyrsta tima kristninnar hér á landi, sum frá fyrri hluta 11. aldar, en skýringartilraun hans á þess- um nafngiftasið er ekki full- nægjandi, þótt hún sé vafa laust rétt að sumu leyti. Hvers vegna finnast engin Kirkjuból í Noregi? Hvers vegna voru ekki venjulegar sóknarkirkjur á Kirkjubólunum? Þessum spurningum gat Ólafur ekki svarað. Ef hins vegar er gert ráð fyr ir, að kirkjur hafi verið fyrir hendi á þessum jörðum um miðja 10. öld, en um það leyti má ætla að festa hafi kom izt á bæjarnöfnin, þá liggur þetta ailt ljóst fyrir. Þ>á voru kirkjur sjaldgæfar, svo að þær hlutu að vekja athygli, og það er einmitt fólkið, sem átti heima í næsta nágrenni við Kirkjubólin, sem gaf þeim þessi nöfn. Eftir kristnitökuna um 1000 reistu svo goSar og aðrir höfðingjar kirkjur hjá bæjum sínum, og þær kirkjur urðu í mörgurn tilvikum sókn- arkirkjur. Þessir kirkjustaðir voru ekki nefndir Kirkjuból, þvi að þeir höfðu áður hlotið ágæt nöfn, og kirkjur urðu þá líka svo algengar, að þær hættu að vekja sérstaka at- hygli og engin ástæða til að nefna bæi eftir þeim leng- ur, ' en gömlu Kirkjubólin héldu þó flest nöfnum sinum. Þá liggur það Ijóst fyrir, hvers vegna Kirkjuból finnast ekki í Noregi. I>ar var aldrei tvíbýli kristinna og heiðinna mantna. En á Kirkiubólunum ís lenzku bjuggu ekki höfðingjar heldur aðeins venjulegt al- þýðufólk. Þess vegna urðu kirkjurnar þar ekki sóknar- kirkjur. Það voru aðeins kirkjurnar á höfðingjasetrun- um, sem hlutu slíka vegsemd. Af sömu ástæðu eru Kirkju- bólin ekki nefnd i Islendinga- sögunum. Þar er sagt frá höfð- ingjunum. Þ6 er liklegt, að einn maður sé nefndur í Vopnfirðinga sögu, sem átt hafi heima á Kirkjubóli. Það er Þorleifur hinn kristni í Krossavík, en Krossavik er allstór vík, sem gengur inn fyrir norðan Reyð- arfjörð, milli Gerpis að norðan, en Krossaness að sunnan. 1 víkinni, sem nú heitir Vöðla- vik, eru nokkrir bæir, og heit- ir einn þeirra Kirkjuból. Krossavík hefur þá verið nafn á byggðinni allri, og viður- nefni Þorleifs bendir til þess að hann hafi haft kirkju á bæ sinum og það hafi einmitt ver ið Kirkjuból, en ekki er þó unnt að fullyrða um það með vissu. 1 Gerpi 1948, 12. tbl., er grein um Þorleif kristna eftir Sigurð Vilhjálmsson. Þar segir svo m.a.: Þorleifs kristna er fyrst getið, þegar hann kom skipi Framhald á bls. 14. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. maí 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.