Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 1
I«til Lesbók birtir hér fyrstu grein af fjórum um Svíþjóð, sænskt þjóðfélag, viðhorf og líf hins almenna horgara í velferðarríkinu. Gísli Sigurðsson hefur verið í Svíþjóð á vegum hlaðsins og rætt við fólk, vítt og breitt, einkum í þremur borgum, Stokkhólmi, Uppsölum og Málmey. I þessu og næsta blaði birtast greinar um líf manna í hinni stöðluðu veröld velferðarríkisins, síðan samtöl við Roland Huntford, fréttaritara Observers í Stokkhólmi, Gunnar Frederiksson, ritstjóra Aftonbladet, málgagns Sósíal- demókrataflokksins og Olof Lagerkrantz, ritstjóra Dagens Nyheter. í f jórða hlutanum verður rætt við nokkra íslendinga, búsetta í Svíþjóð. Teikningin til haegri: I miðhluta Stokkhólms hef ¦ ur stór hluti verið rifinn niður og endurnýjaður með fremur ópersónuleg'- um og kaldranalegum byggingum úr stein- steypu, áli og gleri. Næst á myndinni er Sergels- torg, en í greininni er meðal annars sagt nokk- uð frá lifinu þar. Staðlaður heimur handa Svenson SVIÞJOÐ f DAG 1. HLUTI Stokkhólmur verður að telj- ast hreirileg borg, þegar frá er skilinn einstaka hundasMt- ur, sem öðru hvoru birtist á gangstéttum. En það er víst allt eins og vera ber, þar sem hundahald er leyft. Ávext- ir neyzluþjóðfélagsins birtast glæsilega í stórverzlunum, þar sem alltaf er krökkt af fólki. Mér skildist það tíðkaðist að fara milli búða og bera sam: an verð; hér tala menn framáir öllu öðru um að spara. Hvergi eins og hér í þessu ríka Svia- ríki-hef.-ég heyrt talað önnur eins ósköp um knappa af- komu, um ofboðslega húsa- leigu, sífellt hækkandi vöru- verð og að ekki sé nú minnzt á ósköpin: skattana. Undir þeirri byrði virðast allir stynja og um leið er þessi almennasta umkvörtun Svía verðið, sem þeir borga fyrir víðfræga vel- ferð sína. Flestir viðurkenna að velferðin sé góð, svo langt sem hún nái og að það sé gott til þess að vita, að. fólk liði ekki skort. Miðstýring, stöðlun og ríkisforsjá__________. Sósialdemókratar hafa nú farið með völdin í 40 ár og er ótrúlegt að slík vanafesta eigi sér stað í lýðfrjálsu landi. Vel- ferðarríkið og félagsleg stefna hefur verið þeirra aðals merki, fullkomnar tryggingar og atvinna handa öllum. En um þessar mundir er lægð í efna- hagslífinu og stjórnarvöld- in geta hvergi nærri tryggt næga atvinnu. Jafnframt magn ast óánægja gagnvart miklum fjölda erlendra verlcamanna í landinu. Menn spyrja spurn- inga, sem varla hafa verið á dagskrá fyrr, svo sem: Hvað er velferð? Er það velferð að hafa tryggingu fyrir að geta staðið alla ævina við færiband ið í einhverri verksmiðju? Er það velferð að leggja stund á bókmenntir eða sögu eða tungumál við háskóla og fá svo ekkert að gera sem viðkemur þessum greinum? Hvarvetna blasir við mið- stýringin, skipulagningin og stöðlunin. Kunnugir segja, að í fyrsta lagi séu Svíar snjall- ir skipi'let;°f5arar og í öðru la°ri hafi beir Framúrskarandi hæfi^eika til að beygja sig und ir skipulaT og rikisforsjá. Hinn venjulR'^i Svii lifir ákaflega Stöðluðu lífi. Ha~in hefur staðl aðar in^r^ttine'ar í sinni stöðl- uðu íbúð og ekkert er f>. -**.'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.