Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1972, Blaðsíða 14
Staðlaður heimur handa Svenson Framhald af bls. 10. Taki maður leigubíla fjarar fljótt í buddunni; þó virtust mér leigubilstjórar bera sig einna verst allra þeirra, er ég talaði við. Þeir kváðust aðeins hafa 2000 sænskar kr. á mán- uði fyrir sinn snúð. Yfirleitt eiga þeir ekki bílana sjálfir. Það er ekki eins og hér, að leigubílstjóri geti nælt sér í aukaskilding, ef hann nennir að aka á nóttunni. í hinu staðl- aða þjóðfélagi er þetta undir kontroli eins og annað. Leigu- bílstjóri má aka í átta tíma; siðan má hann ekki aka að nýju fyrr en eftir ákveðinn hvíldartima. Af þessum laun- um er ekki hægt að lifa mann- sæmandi lífi, sögðu þeir. Sé farið ofarlega í tröppur þjóðfélagsstigans má taka til dæmis einn af framkvæmda- stjórum sænska samvinnusam- bandsins, KF. Hann heitir Helge Lundberg, direktör yfir alþjóða deildinni, International Depart- ment, 37 ára gamall, framúr- skarandi elskulegur maður og sannfærður sósíaldemokrati. Við erum allir „sossar" (Dag- legt mál í Svíþjóð, notað yfir Sósíaldemókrataflokkinn) hjá Cooperativa Förbundet, sagði Lundberg. Hann fær í mánað- arlaun sem svarar 130 þús. isl. kr. en þar af tekur skattheimt- Helge Lundberg veitir forstöðu Alþjóðadeild sænska Sanivinnu- sambandsins. an strax liðlega helming eða 54% — 1 endurgreiðslur fær hann svo 10% og hefur endan- lega til ráðstöfunar um 70 þús. ísl. krónur. Þau hjónin eiga 3 börn og búa á 8. hæð í algjör- lega venjulegri blokkaríbúð, að því undanskildu að þau hafa eina aukastofu á hæðinni fyrir ofan. Innangengt er á milli með hringstiga, en íbúðin er búin fallegum, sænskum hús- gögnuiri. Þau eiga að auki nýj- an Volvobíl og sumarbústað austur í skerjagarðínum, þar sem þau dvelja löngum á sumr- in. En þau berast ekki á. Varla fer milli mála, að mað- ur í samsvarandi stöðu hjá samskonar fyrirtæki íslenzku, mundi búa við mun augljósari velmegun og í dýrari húsakynnum, hvort sem það stafar af rýmri fjárhag ellegar hinni kunnu áráttu landans að sjást ekki fyrir og lifa um efni fram. Mér skildist á þeim hjónum, að ef til vill færu þau í heimsókn til kunin- ingja, eða eitthvað annað svo sem einu sinni í viku, en yfir- leitt væru þau heirna. Helge Lundberg er í senn greindur maður og einstaktega viðfelld- in á að hitta. Hann er meðal þeirra sem telja uppbyggingu þjóðfélagskerfisins góða og réttláta; hann tekur ekki und- ir þá gagnrýni, sem oft heyr- ist. — Niðurlag greinarinnar birtist í næsta blaði. Mannfjöldi á Islandi fyrir 1100 Framhald af bls. 4. sínu til Vopnafjarðar um 975. Brodd-Helgi er þá lifandi, en samkvæmt Flateyjarannál er hann veginn 975. Þorleifur hef ur þá verið á léttasta skeiði. Hann er á Alþingi árið 1000. Hann hefur því tekið kristna trú löngu áður en trúarskipt- in urðu. Félagi Þorleifs kristna og meðeigandi skipsins hét Hrafn. Hann tók sér veturvist í Krossavík í Vopnafirði. Af Vopnfirðingasögu má ráða, að þeir mágar, Brodd-Helgi og Geitir, hafi ráðið hann af dög- um og ætlað sér að skipta eign um hans með sér. Þorleifur náði samt eignum Hrafns og flutti til Noregs árið eftir og skilaði til erfingja Hrafns. Brodd-Helga mislíkaði þetta mjög 0g hugðist að klekkja á Þorleifi út af þessu. Þorleifur hafði ekki goldið hoftoll sem aðrir menn og ætl- aði Brodd-Helgi að ná sér niðri á honum vegna þessa. Hann fékk Digur-Ketil til þess að fara steínuför til Þorleifs. Digur-Ketill vill helzt ekki ýf- ast við Þorleif, „því að Þor- leifur er maður vinsæll, en eigi mun ég neita þér í fyrsta sinni," sagði Ketill, eftir að Brodd-Helgi hafði fengið hann til vináttu við sig. Ketill fer síðan stefnuför til Þorleifs í Krossavik (þ.e. Vöðlavík). Þorleifur taldi Ketil á að vera hjá sér um nóttina, þrátt fyrir erindi hans, vegna veðurútlits, en Ketill vildi ekki þiggja og hélt af stað heimleiðis. Hreppti hann illviðri og varð að snúa aftur til Þorleifs og beiðast gistingar. Þorleifur tók vel við honum og var Ketill þar veð- urtepptur tvær nætur. Féll honum svo vel dvölin hjá Þor- leifi, að hann afturkallaði stefnuna og skildu þeir vinir. En Þorleifur vildi ekki gjalda tollinn vegna þess, að honum þótti það „all-illa kom- ið er þar leggst til", eins og hann orðaði það við Ketil. Af sögu þessari um synjun Þorleifs á greiðslu hoftollsins er augljóst, að hann hefur tek- ið kristna trú fyrir 975, eða áð- ur en Brodd-Helgi lézt." Nú fara engar sögur af kristniboði hér á landi fyrir 975, og er reyndar fremur ólík legt, að það hafi átt sér stað. Er þá ekki um annað að ræða, en að kristnin í Krossavlk hafi haldizt þar við frá þeim tíma, er hið norræna landnám hófst, og vinsældir hans benda til þess, að öll alþýða hafi verið kristin og hafi fylgt honum að málum. Tilraun má gera til þess að áætla fjölda kirkna á þessum tíma eftir tölu Kirkiubólanna, en kirkjur hafa án efa verið á fleiri stöðum en Kirkjubólun- um. Virðist vera hæfilegt að gera ráð fyrir um 50 kirkj- um, og að sú tala hafi litið breytzt alla 10. öldina. Kristn- um mönnum hefur f jölgað veru lega á landnámsöld (880—930) líklega úr 2000 í 5000, en síð- an hefur sú tala litið breytzt vegna hinnar heiðnu stjórnar- skipunar, þar til kristniboð hófst í lok aldarinnar, og eru það aðeins 11% af áætluðum heildarmannfjölda þá. Stærð safnaðanna hefur að likindum verið 50—100 manns. Þó að þessar tölur um f jölda kristinna manna standi á veik- um undirstöðum, þá bendir framkvæmd kristnitökunnar um árið 1000 til þess, að þær geti verið nálægt því rétta. Hin'ákveðna og örugga forysta hinna kristnu foringja bendir til þess, að þeir hafi átt visam stuðning nokkurs hluta þjóðar- innar, og auk þess hafa marg- ir heiðnir menn verið fúsir að taka kristna trú við fyrsta tækifæri. Þegar kristnir menn og heiðnir sögðust hvorir úr lögum við aðra á alþingi kristnitökusumarið og þeir skiptust í flokka, svo að lá við bardaga, hefur komið í ljós, að hinir kristnu hafa verið svo fjölmennir, að hinir heiðnu foringjar hafa ekki talið ann- að fært en iáta undan síga. Að öðrum kosti áttu þeir á hættu að missa völd sin á alþingi og mannaforráð. Til þess að meta fjölda og áhrif kristinna manna fyrir ár- ið 1000 má einnig leita til forn- leifafræðinnar. Það liggur í þvi að kristnir menn og heiðnir höfðu mismunandi grafsiði. Heiðnlr menn voru grafhlr 1 nokkurri fjarlægð frá bænum, og var haugfé oftast látið fylgja, en að öðru leyti voru grafsiðir breytilegir. Kristnir menn voru grafnir i vigða reiti umhverfis kirkjur og bænhús eftir föstum reglum en án haug fjár. Þar sem heiðnir menn og kristnir bjuggu í nábýli, hafa svo trúlega einhver millistig verið, t.d. lítið eða ekkert haug fé látið í heiðnar grafir. 1 bókinni Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi eftir dr. Kristján Eldjárn er skrá yfir alla fundarstaði heiðinna kumla á Islandi, sem kunnugt var um 1956. Eru fundarstað- irnir samtals 123. Þrjú svæði landsins hafa flesta fundar- staði: Suðurlandsundirlendið með kjarna í Rangárvallasýslu, Miðnorðurland með þunga- miðju í Eyjafjarðarsýslu og Norðausturland — Fljótsdals- hérað og umhverfi þess. 1 þess um héruðum hafa fundarskil- yrði verið betri en annars stað ar á landinu, og á það vafa- laust mikinn þátt í miklum fjölda fundarstaða. Á Vestur- landi eru fáir fundarstaðir, og um það farast dr. Kristjáni Eld járn þannig orð: ,,I öllum Vestfirðingafjórð- ungi hinum forna, frá Botnsá að Hrútafjarðará, eru aðeins þeJsktir 12 fundarstaðir kumla. Þegar þessir fundir eru athug- aðir, kemur í Ijós, að þeir mega heita hver öðrum ómerkilegri. 1 Berufirði (Kt 41) virðast hafa verið mörg kuml, en þau voru illa farin, og rannsókn þeirra bar litinn árangur. Kumlin á Tyrðilmýri (Kt 46) voru vel rannsökuð og óhreyfð, en í þeim var ekk- ert haugfé, og er þvi hugsan- legt, að þau séu í raun og veru fremur úr fyrstu kristni en heiðni. Um öll hin kumlin er vitneskja ófullkomin, og lítið væri nú vitað um heiðinn graf sið á Islandi, ef aðrir f jórðung ar landsins hefðu ekki verið gjöfulli. Undarlegt verður það að kallast, að varla skuli þekkj ast eitt heiðið kuml, sem gagn er að, í hinum miklu megin- byggðum Borgarfjarðar-, Mýra og Dalasýslu. Ekki kemur til mála, að þessi héruð hafi ekki verið þéttbyggð á 10. öld. Spurningin er því, hvort hér sé um einbera tilviljun að ræða eða hvort skilja megi kumla- leysið sem bendingu um, að íburðarminni grafsiðir hafi tiðkazt í þessum landshlutum en hinum, sem flesta hafa kumlfundina. Ef borið er sam an við t.d. Eyjafjörð, þar sem heiðinglegir grafsiðir setja svip á sveitir, sækir sá grunur allfast að, en á þessu stigi funda og rannsókna er varleg- ast að láta hér staðar numið um þetta efnd." (Kuml og haug fé, bls. 199). Nú koma í ljós merkilegar staðreyndir. I Vestfirðinga- fjórðungi eru 12 fundarstaðir heiðinna kumla, en i öðrum landshlutum samtals 111. I Vest firðingafjórð'ungi eru 20 Kirkjuból, en í öðrum lands- , hlutum samtals 6, og í hinum þrem fyrrnefndu kumlahéruð- um landsins er ekkert Kirkju- ból. Þetta er miklu meiri mun- ur milli landshluta en svo, að tilviliun hafi ráðið. Það er eins og Kirkjubólin fylli upp eyð- urnar, þar sem kumlin vantar. Þetta styður allt fyrrnefnda tilgátu, að Paparnir og aðrir frumbyggjar landsins hafi hörf að undan vikingunum til vest- urhluta landsins, og þar hafi þeir reynt að varðveita trú sína, kristnina, svo lengi sem þeir gátu. Á Vestfjörðum hafa þeir fundið marga afskekkta firði og dali, og þar hafa þeir fengið að vera í friði, á með- an betri héruð landsins voru að byggjast. Þetta skýrir líka, hvers vegna kristnir landnáms- foringjar námu helzt land á Vesturlandi. Þeir leituðu þang að, sem kristnir menn voru fyr ir. KARLAR og KONUR Framhald af bls. 12. samkeppnina, sem hélt aftur af þoim. Hræðsla við frama stóð sýni lega í sambandi við afstöðu þjððfélagsins almennt tekið en kunningjanna sérstaklega. Þessi afstaða kom glöggt í ljós við tilraunir, sem Harner gerði. Karlmennirnir lýstu framar konu þannig, að hún væri ljót, óvinsæl, ókvenlcg og .!;';; KSH' ^ að en ágeng reiknivél. BREYTT AFSTABA Enginn vafi er á því, að mik- il breyting hefur orðið á kyn- ferðis-siðferði á siðustu árum, og að þessar breytingar hafa haft steirkari áhrif á konur — einkum ungar — en á karl- menn. Fnda þótt hegðunar- fræðingar telji, að sögurnar um „kynferðisbyltingu" séu mjög orðiun auknar, þá viðurkenna þeir, að nokkrar djúpstæðar breytingar hafa átt sér stað. Mnirgir af yngri kynsJóðinni eru að því ólíkir foreldrum sín luri, að þeir telja samfarir fyrir hjónaiband sjátfsagðar en alls okki ósiðlegar. Fin afleiðing af þessu er sú, að dýrkun hreinu meyjarinnar er næstum úr sög- unni. Gallupkönnun 1970 leiddi í ljós, að þremur af hverjum f jórum stúdentum var nákvæmlega sama um, hvort sú eða sá sem þeir giftust var „hrein" eða ekki. Finn fé- lagsfræðingur frá Berkeley hef ur komizt að þvi, að þessi af- stöðubreyting sé sérstaklega cinkennandi fyrir stúlkur frá „guðræknisheimilum". Nú á dögum hefur ungt fdlk samfarir miklu fyrr en nokk- urn tíma áður í sögu Bandarikj- anna. Komið hefur i ljós, að veruleg aukning hefur orðið & sjálfsfróun og samförum hjá sl úlKiim á IiáskóIaaJdri. Kiimig, að um 40% kvenna eru ekki lengur hreinair meyjair tvítugar og 70% þeirra hafa haft sam- farir áður en þær giftast. Nokkur vafi leikur á því, hve mjög þetta stafi af áhrif- um frá pillunni. Sumir halda því l'ram, að lii'in hali veitt auk ið frelsi, en aíírir ráða það af síauknum lflnisaleiksfæðingum, að þau áhrif séu óveruleg. A8 því er Reiss heldur fram fær pillan sumar stúlkur til að sjá sjáifar sig i stöðugri varnar- stððu og þar eð þær vilja ekki gera sér það að góðu, vilja þær ekki nota pilliuia. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. maí 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.