Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1973, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1973, Blaðsíða 12
Árið 1920. Louis er faeddur aldamótaárið og stendur bví á. tvítugu þegar þessi mynd er tekin. Hér er hann með móður sinni. Arið 1932. Louis Armstrong í fyrstu hljóm- leikaför sinni til Evrópu. Hann var þá þeg- ar orðinn frægur. Louis var snemma þybbinn. Hér er hann tiltölulega ungur að ár.um og samt var hann orðinn 100 kg. Framan af hélzt honum illa á eiginkonum. Hann var fjörutíu og tveggja ára, þegar hann kvæntist Lucille. Hún var f jórða kon- an hans og hjónaband þeirra entist allt til dauðadags Armstrongs. Hann var hljómlistarmaður af guðs náð, einn af brautryðjendum jassins og trompetleikari í fremstu röð. Hann er líka minnisstæður fyrir sönginn, en ekki þótti öllum róddin fögur. Hún var samt barma- full af músík og tilfinningu. Þessi ein- stæði listamaður og persónuleiki, Louis Armstrong, er fyrir nokkru genginn til feðra sinna. Hans var saknað óvenjulega mikið - og víða. Sumir töldu hann bezta ambassador Bandaríkjanna, hinn sanna talsmann friðar og bræðraþels milli allra manna. Hann var gífurlega eftirsóttur og kom á einni af ferðum sínum fram í Há- skólabíói í Reykjavík eins og allir muna vel, sem þar voru. Alltaf virtist hann iðandi af kæti eins og myndirnar bera með sér og hvíti vasaklúturinn, sem hon- um var svo ómissandi, var fyrir löngu orðinn hluti af persónuleika hans. Tveir snjallir listamenn leggja saman: Duke Ellington við píanóið en Louis syngur af lífi og sál. Skemmtikraf turinn Louis Arm- strong. Hér er hann löngu orðinn reyndur í faginu og sést hér með öðrum, sem ekki var neinn viðvaningur heldur: Dean Martin. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.