Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1973, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1973, Blaðsíða 13
Gamall maður hlýtur blessun pál'ans í og Páll páfi "VI. Bóm. Louis Armstrong Hinir frægu AM Stars í París 1949: Fra vinstri: Cozy Cole, Jack Teagarden, Louis Armstrong, Arwell Shaw, Barn ey og Earl Hines. Að neðan: Mikið vandamál alla ævina: Varirnar, sem vildu springa og merjast undan trompetinu. Til vinstri: Komið að leiðarlokum. Louis og Lucille Armstrong í garð- inum heima hjá sér síðasta sumarið sem hann lifði. Eitt sinn var Lucille fjörugasta dansmeyjan á Cotten Club í New York, en nú hefur hún bætt við sig nokkrum pund- um. 20 ára aldursmunur var á þeim hjónum. Með Barhra Streisand Dolly. HeUo Að vilja, veljaogvera ÞEGAR ég rekst á gamlar námsbœkur frá menntaskóla- árunum í bókahillunn\i, sé ég, að ekki er óalgengt að á titil- blaðinu standi eitthvert mottó auk nafns eigandans eða rétt- ara sagt nafna, því að algengt var, að bœkur þessar gengju frá manni <til manns. Auðvitað notaði maður latínuna eins og hœgt var, t.d. var algengt mottó: „Per aspera ad astra" (Gegnum erfiðleikana til stjarnanna), en franskan var heldur ekki spöruð og vinsælt mjög var „Vouloir c'est pou- voir" (Vilja er að geta). Já, við vildum verða svo margt og mikið í þá daga, — en hefðum náttúrlega alveg eins getað notað íslenzka máls- háttinn: „Viljinn dregur hálft hlass" töl þess að stappa í okkur stálinu. Þegar út úr menntaskólan- um kom, fóru margir í há- skólann til að verða það, sem þeir vildu. En auðvitað urðu allir einnig að ganga í skóla lífsins — og þá kom ýmislegt annað til sögunnar. Nú var ekki nóg að vilja, nú þurftu margir að velja — og ekki var það sízt kvenfólkið. Ekki var á þeim tímum búið svo vel í haginn af þjóðfélagsins hálfu (og er vist ekki enn), að sú kona, sem t.d. vildi verða lœknir, gætí gengið þá braut beint, ef hún vildi líka gifta sig og eignast sín börn á góð- um aldri. Margar uröu því að velja um þetta tvennt, þó að einstaka dugnaðarforkur gerði hvort tveggja, þá oft með aðstoð ættingja. En eiga þær þá ekki ósköp bágt þessar konur, sem ekki gátu látið framadrauma sína rœtast? Það er undir þeim sjálfum komið, þœr völdu og fólk velur alltaf það, sem það viill heldur. Þeir, sem eru sí- stritandi og púlandi eru að því, vegna þess að þeir taka það fram yfir eitthvað annað, og þeir sem sífellt eru að fórna sér fyrir aðra, gera það vegna þess, að annars líður þeim sjálfum ekki vel. „Hver er sinnar gœfu smiður" held ég að sé einn sannasti og bezti málsháttur okkar. En þó að v\ið höfum viljað og valið, er ekki állt búið enn. Eitt er eftir og undan því kemst enginn. Það er að vera. Auðvitað eru margir óánœgð- ir með störf sín og stöðu í líf- inu, mörgum finnst hlutverk sitt ekki nógu stórt eða gott. En aðalatriðið er að gera hlutverkinu nógu góð skil, — að vera glaðlegur og jákvœð- ur er miklu meira atriði en flesta grunar. Ég vil draga það í efa, að meira sé að vera grútfúll læknir en glaðleg þvottakona. En auðvitað eru líka til glaðlegir lœknar og grútfúlar þvottakonur. Eflaust hafa allir tekið eft- ir þvi, hvað manni líður mis- jafnlega vel eftir að hafa tal- að við fólk. Sumir eru sífúlir og kvartandi yfir sínum að- stæðum eöa sískítandi út ann- að fólk og maður getur verið lengi að ná sér eftir að tala við þvílíkt fólk. Aðrir eru hressir, kátir, víllausir og já- kvæðir og lífið verður allt léttara eftir viðtal við slíkt fólk. Svo eru þeir, sem eru síelskulegir og kátir við ná- ungann, en sýna eigin fjöl- skyldu aldrei annað en tóm- læti bg fýlu, nota hversdags- viömótið he,ima, en sparivið- mótið út á við. Kannski er okkur húsmæðrunum hætt við. Kannski er okkur hús- mæðrunum hætt við hinu síð- astnefnda? Nei, enginn kemst undan hlutverkinu að vera og raun- verulega er það aðalhlutverk lífains, hvert sem starfsheitið er. Anna María Þórisdóttir. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.