Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1973, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1973, Blaðsíða 15
Þurfum á sta.5, þar sem stormur hutn og steypiregn gerir hörund vott. Þeir geta þá skolfið og skammast sin, sem skjálfa vilja. Þeim er þaö gott. H.H. SVO hefur verið sagt, að þá skorti íslenzkuna sízt fjölskrúðugar orðmyndir, þegar til þess kemur að lýsa veðri, allra helzt vondu veðri. Það sýnir aðeins, hversu mjög Islendingar hafa alla tíö verið háðir veðri. Landið, sem stundum hefur verið talið á mörkum hins byggilega heims, hefur áreiðanlega verið utan þeirra á þeim skeiðum sögunnar, þegar árferði var verst. En viðmiðunin hefur breytzt. Við miðum ekki lengur við landbúnað, þar sem sett er á guð og gaddinn, eða sjósókn á opn- um bátum. Sjósókn og iðnaður gœtu mæta vel þrifist, þótt eitthvað kólnaði áfram. Verstöðvar og verksmiðjur gætu háldið áfram að blómstra þótt klaki fœri ekki úr jörðu sumarlangt. En þá væri orðið nálega vonlaust að reka nokk- uð það, sem byggist á útirœktun og fyrir mannlifið í landinu yrði mikið frekari kóln- un veðráttunnar ömurleg. Eins og sakir standa eru ýmsir spádómar á ferðinni um þróun veðurfars í nœstu fram- tíð, en því miður hníga þeir flestir í þá átt, að við séum að fœrast inn í kuldann. 1 vor gátu dagblöðin þess, að maímánuður hefði ueilið hinn kaldasti í 20 ár. Og júnímánuður varð hinn nœst kaldasti á öldinni. í fyrra- sumar var meðalhitinn alltaf talsvert langt undir meðallagi, enda sólarlítið lengst af. Hins vegar er síður en svo, að undanfarnir vetur hafi verið tiltakanlega kaldir. Munurinn á sumrum og vetrum virðist hafa minnkað; það er þróun, sem ekki á aðeins við á voru landi, heldur allsstaðar á norðurslóðum, eftir því sem segir í ágætri grein um breyt&rigar á veð- urfari heimsins í amerísku tímariti, The Sci- ences. Greinarhöfundur telur einmitt, að þessi jöfnuður á sumrum og vetrum sé eitt. merki þess, að frekarti kólnun sé framundan. Hann ielur, að þetta fyrirbrigði hafi átt sér stað á undan meiriháttar kuldaskeiðum, sem heim- ildir greina frá. Frásögn Landnámu af landinu viði vöxnu' milli fjalls og fjöru, gæti verið nær sanni en okkur grunar, þegar haft er í huga, að tæp- um tvö þúsund árum fyrir íslands byggð hófst mikið hlýindaskeið á norðurhveli. A víkingatíma er getið um vínekrur í Englandi óg örnefni eins og Akrar og Kornsá gefa hug- mynd um betri tíð en verið hefur uppá síð- kasfiið. Sé litið á norðurhuel jarðar sem heild, fór 'að kólna verulega eftir miðja 15. öld og höfundur greinarinnar, sem áður er á minnst, nefnir næstu fjórar aldir Litlu ísöld. Búsifjar af völdum þeirrar kólnunar urðu meiri hér á tslandi en efni stóðu til, vegna þess að harð- indin urðu samferða erlendri ártauð, drepsótt- um og eldgosum. Á norðurslóðum fór víðast að hlýna eitt- hvað uppúr miðri síðustu öld, en hér á landi gœtti þess ekki fyrr en uppúr aldamótunum; síðustu tveir tugir aldarinnar voru einmitt mjög harðvítugir og ýttu undir mannflutn- inga úr landi. En hlýindin, sem hófust -með öldinni, urðu ekki langvinn; norðurslóðir fóru að kólna uppúr 1940 og sú þróun hefur haldið óslitið áfram. Kunnur tékkneskur veðurfarsfrœðingur, Jiri Kukla, hefur sett fram þá skoðun, að við gœt- um verið á þróskuldi mikillar ísaldar. Hann og fleir.i vísindamenn hafa bent á, að hin fyrri skeið tiltölulega mildrar veðráttu milli ísalda hafi aðeins staðið í 10 þúsund ár. Nú eru þeg- ar liðin um það bil 10 þusund ár frá síðustu meiriháttar ísöld; þessvegna érum við ef til vill komin að hinum kritíska punkti. Að vísu hefur nýr hugsanlegur áhrifavaldur komið til sögunnar, sem eirihverju gœti breytt: iðnaðar- reykur, útblástursgas og önnur óhreinindi af manna völdum, sem fara út í andrúmsloftið í ótrúlegu magni á hverri einustu mínútu. Kólnunin er talin geta haft hrikáleg áhrif á matvælaframleiðslu heimsins og bent er á, að nú þegar sé kornuppskera Rússa tékin að bregðast í óhugnanlega ríkum mœli. í vor og sumar hafa borgarísjakar undan suðurodda Grœnlands mjög hamlað siglingum, enda taldir helmingi fleiri á sama svœði nú en undanfarin ár. Gagnvart landbúnaði og gras- rœkt er hitastig hér á landi nœrri lágmarki. Kólnun þyrfti naumast að vera til muna til þess að hafa ófyrirsjáanlegar afleiöingar. Varla er þó ástœða til að kuíða því, seirt ekki er víst að komi. Spádómar geta brugðist eins og annað, jafnvel þótt vísindalegir telj- ist. Sumir taka jafnvel meira mark á spákon- um og einhver merk völva á að hafa spáð mttdu síðsumri og góðu hausti. 1 bili er að minnsta kosti hœgt að hugga sig við það. Gísli Sigurösson. V. f _^ KvthJ-tWtÍ KW4 MCRI M m HtffH-rC ö D e T T A ¦¥ u fl M% A S ^ A L A R **" A f) A L L 6U-fcí'.) L KVEM ¦ fMHl N i' N A roVw Bok L A KvfrJ-NAFN o L 4 A öfi U N N u R ;;;.'. AJ £ F 1 N U iL^feSS^: M A s / A/ N JlHPj Mwrr 1 K A F 3ÉI $ E L 2E/NJ 1 T S 1 FÓT- P N ov T A A K 1 11 H A K P91í *t N h R R A fURC dtuC U N D R R K í^SÍa©' s N u R. u K IMUM A K A A' ík.tr S hr TVrAl R 1 s. A R V'f ií "b S A «< VÍM FU6L' S A K N A R L IKT- T A^ Lfllt, íifc. J A p A N STaV <f}> £ R L A rwFU-',-A F V A leirs s O' <•","•; A R ^, A ^' L, A Ú P u "R J£ R 0 T T U R (rHd' A J) A- R R A f> 1 R i p ö T s <Ji- A R A Lausn á síðustu krossgátu Krossgáta IjGS DOKHr Morgunblaðsins ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.