Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Blaðsíða 3
Kirkjan á Þingeyri við Dýrafjörð er ein þeirra
kirkna, sem Rögnvaldur Ólafsson teiknaði.
Altaristaflan er eftir einn af forvígismönnum
íslenzkrar myndlistar, Þórarin B. Þorláksson.
Þjóðkirkjan í Hafnarfirði, sem Rögnvaldur
Ólafsson teiknaði. Hann sá, að steinsteypan
yrði byggingarefni framtiðarinnar og notaði
hana hér.
Ein fegursta bygging á íslandi, jafnt að utan sem innan: Kirkjan á Húsavík, sem Rögnvaldur Ólafsson teiknaði.
Annað er litað gler í gluggum
yfir kórnum. Ludvig Storr kaup-
maður sýndi þann rausnarbrag að
gefa kirkjunni glerið. Hann kom
i kirkjuna og hreifst af henni, en
þótti birtan í kórnum ekki alls-
kostar góð. Svo hann ákvað að
bæta úr þvi — og gerði það.
Hin breytingin er altaristaflan
sjálf, mikið málverk eftir Svein
Þórarinsson, listmálara, sett upp i
kringum 1930. Sveinn er eins og
flestum mun kunnugt úr Keldu-
hverfi í Norður-Þingeyjarsýslu.
Kunnugir segja, að hann hafi not-
að landslag heimahaganna í bak-
sviðið, en þegar betur er að gáð,
má þó sjá austurlenzka borg.
Jesús Kristur á miðri myndinni
og lærLsveinarnir eru einnig í hin-
um hefðbundnu, auslurlenzku
klæðum, en andlitin þingeysk, —
eða svo var fullyrt. Þóttust menn
þekkja þar nafnkunna rhenn og
spruttu af þessu deilur í söfnuðin-
um. Sumir áttu svo bágt með að
sætta sig við þennan þátt í altaris-
töflu Sveins, að þeir komu ekki
inn fyrir dyr á kirkjunni meira;
að minnsta kosti ekki i lifanda
lifi.
Nú hefur tfminn sett niður allar
slíkar deilur og altaristaflan er
fyrir löngu orðin hluti af kirkj-
unni. Raun'ar var þetta fyrirbrigði
engan veginn nýstárlegt. Lista-
menn fyrri alda notuðu gjarnan
andlit og umhverfi, sem þeir
þekktu, í trúarlegar myndir, þar á
meðal altaristöflur. í hinum elztu
altaristöflum hérlendra málara
eru Kristur og lærisveinarnii’
gjarnan gerðir eins og íslenzkir
bændur.
Páll Kristjánsson, smiður,
kaupmaður og útgerðarmaður á
Húsavík, hafði veg og vanda af
kirkjusmíðinni, en bróðir Páls.
Aðalsteinn Krisljánsson, sem
einnig vár mikill athafnamaður á
Húsavík, átti mestan þátt i stað-
arvalinu. Aður hafði Húsavíkur
kirkja staðiö isjálfum kirkjugarð-
inum, en menn höfðu orðið sam-
mála um að flytja kirkjuna inn i
bæinn. Þar sem kirkjan stendur
nú, var áður býli, sem hét því
stoltlega nafni Róm. Kirkjan var
byggð á sjálfu bæjarstæðinu, svo
það má með sanni segja, að Húsa-
víkurkirkja var byggð á Róm.
Heimsókn i Húsavíkurkirkju
varð mér tilefni og hvatning til aö
huga ögn að starfi Rögnvalds
Olafssonar. Eftir hann liggja tvær
kirkjur, sem byggðar eru í sama
stíl og Húsavíkurkirkjan, en
minni. Önnur er á Breiðabólstað
f Fljótshlíð, hin í Hjarðarholti í
Dölum. Þær tilheyra allar timbur-
húsaskeiðinu. En Rögnvaldur sá,
að steinsteypan hafði augljósa
kosti og að hún mundi sigra.
llann gerðist talsmaður þess að
byggja úr steinsleypu og teiknaði
nokkur hús, sent siðan voru
steypt. Af opinberum byggingum
eftir Rögnvald niá nefna Pósthús-
——...