Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Blaðsíða 8
/ LJOÐ EFTIR VASKO POPA Matthías Johannessen þýddi SAGAN UM SOGUNA Hún endaði áðuren hún byrjaði og hófst eftir að henni lauk hetjur komu til sögunnar eftir dauða þeirra og fóru áður en þær fæddust hetjur töluðu um jörð, himin, sögðu ótrúlegustu hluti Frá vinstri: Ogden Nash, W.H. Auden, Robert Bly og Vasko Popa. Smákynning á höfundinum Vasko Popa (f. 1922) er i framvarðasveit júgóslavneskra skálda, þótt ITtið hafi farið fyrir kynningu á Ijóðum hans hér sem annars staðar. A s.l. ári kynnti júgóslavneska menningarritið, Republika, Ijóð eftir nokkur íslenzk Ijóðskáld. i þýðingu P. M. Rumac, sem einnig ritaði um skáldin og verk þeirra. Republika er eitt þekktasta menningarrit í Júgóslaviu. er mér sagt, og var skýrt frá þessu framtaki i islenzkum blöðum. Áður höfðu einnig verið kynnt islenzk Ijóð i Júgóslaviu, en ekki man ég lengur í hvaða riti það var. Undirritaður var i hópi þeirra höfunda, sem Ijóð áttu i þessum júgóslavnesku menningarritum. og þegar hann rakst á úrval eftir Popa ekki alls fyrir löngu, þótti honum viðeigandi kurteisi að reyna að kynna hann hérlendis samanb. vöruskiptajöfnuð sem nú er farinn að tíðkast eins og kunnugt er — en auðvitað er þetta allt af vanefnum gert. En menn taka vonandi viljann fyrir verkið, a.m.k. þeir, sem eru ekki fluglæsir á serbnesku eða króatisku og aðrar þær mállýzkur, sem virðast Titó þyngri i skauti en allir gagnbyltingarmenn auðvaldsins samanlagðir. Þvi má bæta við, að Ijóð þýða menn ekki, allra sizt af vanefnum, vegna skyldurækni einnar, heldur af gleði yfir þvi að hafa eignazt meðreiðarsvein og sálufélaga einhvers staðar úti i löndum. Þýð. s eitt sögðu þær aldrei — það sem þær vissu ekki, að þær eru einungis hetjur í sögu sögu sem lýkur áður en hún hefst og byrjar eftir að henni er lokið. DJÚPTí OKKUR Götur augna þinna eru endalausar svölurnar fljúga ekki suður úr augum þínum laufin falla ekki af öspunum í brjósti þínu sól sezt ekki á himni orða þinna. DREKI í VÖMBINNI Eldspúandi dreki í vömbinni í drekanum rauður hellir í hellinum hvítt lamb í lambinu gamall himinn við fóðruðum drekann á jörð okkur langaði til að temja hann og stela gamla himninum við vorum skilin eftir án jarðar vissum ekki hvert skyldi halda næst við stigum á bak drekahalanum drekinn leit æðislega á okkur við óttuðumst okkar eigið andlit í augum drekans við stukkum inn í gin drekans hnipruðum okkur saman bak við tennur hans og biðum þess að eldurinn bjargaði okkur. FISKUR f SÁLINNI Gullfiskur í sálinni ■ fjskinum lítið strá á stráinu skærlitur dúkur á dúknum þrjár ósnortnar stjörnur DÚFA í HÓFÐINU Gagnsæ dúfa í höfðinu í dúfunni leirskrín í skríninu dautt haf í hafinu blessað tungl við renndum fyrir gullfiskinn við vorum nánast glorhungruð fiskurinn gerði lítið til að sleppa við slógdrógum fiskinn út úr honum datt lítið strá skærlitaði dúkurinn rifnaði og ósnortnu stjörnurnar þrjár misstu hreinleika sinn kettirnir hefðu jafnvel ekki haft lyst á gullfiskinum við urðum fyrir hræðilegum vonbrigðum við skárum dúfuna sundur brutum leirskrínið helltum niður dauða hafinu við óðum út í sjóinn náðum til botns. djúpt undir botninum sáum við gagnsæja dúfuna og í henni ungan mána við komum upp á yfirborðið sáum dúfuna aftur hátt yfir hafinu og í henni fullt tungl við byrjuðum að drekka dauða hafið. Staldrað við og fylgzt með dagsins önn í Myndlista- og handiðaskólanum Eftir Gísla Sigurðsson^ Nemendurnir í forskóla I voru að teikna ýmsa hluti, vélar og verkfæri. Þeir eru á fyrsta ári; sumir hafa teiknaS eitthvaS áSur, aðrir eru aS taka fyrstu skrefin á myndlistarbrautinni. Enn er þetta forvitnilegt og eggjandi; framtíSin full af fyrirheitum. Kennarinn, Kjartan GuSjónsson, listmálari, gengur milli borSanna og leiSbeinir. Sumir eru að teikna skrúflykla, einn teiknar hakkavél og annar gamla saumavél. Þau hafa kynnzt frumformunum og byrja á að hugsa hlutinn sem kubb eSa sfvalning. Eftir ná- kvæmar mælingar er hlutur- inn teiknaSur f smáatriðum og af mikilli kostgæfni. Árangurinn sýnist ótrúlega góSur svo snemma á námsferlinum. En hvernig er svo áframhaldiS og- hvert er hlutverk Myndlista- og handfðaskólans. Ég hef orðið var við, að margir hafa óljósar og talsvert villandi hugmyndir um þaS starf, sem fram fer á vegum skólans. Ökunnugir ímynda sér sumir hverjir, aS Myndlistar- skólinn sé einskonar sportstofn- un, þar sem bóhemar innritast og hanga úm nokkurra ára skeið til þess aS sleppa viS aS vinna. i reyndinni er það nú ekki al- veg svona slæmt. Þvert á móti er Myndlista- og handíðaskólinn stofnun, sem ætlar sér niikinn hlut. Hlutverkið er sem sé ekki einvörðungu að bæta úr hinni til- finnanlegu vöntun þjóðarinnar á listmálurum. Að vfsu er srjáls myndlist á stefnuskránni, en ásamt mörgu fleiru. Þar á meðal má nefna, að skólinn útskrifar teiknikennara og vefnaðarkenn- ara og raunar er býsna stór hópur sem fer þá leiðina. En standi hug- urinn hvorki til kennslu né frjálsrar myndlistar, þá eru til valgreinar eins og keramik til dæmis. Og i textíldeildinni er bæði hægt að leggja stund á tau- þrykk, almennan vefnað og list- vefnað. Til þess að gefa í örfáum orð- um hugmynd um stærð og um- fang skólans, má geta þess að nemendur i dagdeildum eru I Textíldeild. Guðrún Jónasdóttir er kennari hér og leiðbeinir bæði verðandi vefnaðarkennurum og þeim sem leggja stund á myndvefnað sem listform. Á myndinni að neðan eru nemend- ur að vefa. nú er myrkur í sál okkar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.