Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Blaðsíða 15
 KvæBi Bömin eru í skóla þau brjóta borð og stóla börnin eru í röð þau ýta hvert á annað Kennarinn reynir og reynir en allt kemur fyrir ekki þau velta á borð og bekki brjóta í sér tönn fara út og velta í fönn. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, 8 ára, Framnesvegi 29. Reykjavík. Jólasveinar eftir Kristínu Björgu, Glaðheimum 6, Reykjavfk Hún er 6 ára. Jólaóskin hennar Maríu. <Jti var snjór og frost. Það mynduðust fallegar frostrósir á gluggunum. Lítil grannvaxin stúlka sat við einn af stóru glugg- unum á munaðarleysingjahælinu og horfðu út í myrkrið. Hún hét María. Hún var að hugsa um jólin, þvf í dag var aðfangadagur. Marfa litla hafði hlakkað Iengi til jólanna. Hún átti von á þvf, að jólasveinninn kæmi bráðlega. Það var aldimmt í svefnsalnum og þar var enginn inni, þvf allir voru að ganga í kring um stóra jólatréð f hátfðasalnum. María litla hugsaði með sér: „Æ mikið vildi ég, að jólasveinninn færi að koma. Hann hlýtur að koma með gjöfina, sem ég óskaði mér svo heitt.“ Jólagjöfin, sem Marfa litla hafði óskað eftir, var að hún fengi að eiga heima á raunverulegu heimili með pabba og mömmu og systkinum. Hún átti nefnilega enga foreldra, þeir voru dánir. En hún'hafði oft hugsað um það, að hún hlyti að eiga einhverja aðra ættingja, svona frænkur og frænda eins og sum börnin á heimilinu áttu, en aldrei kom neinn að heimsækja hana. Skyndilega opnuðust dyrnar á svefnsalnum og forstöðukonan kom inn. Með henni var ókunnug kona í fallegri kápu. Þær gengu til Marfu litlu og forstöðukonan sagði: „Þetta er hún Marfa litla.“ „Já, já, sagði ókunna konan, hún er mjög lík henni Ingu systur minni. Mikið er ég fegin því að hafa nú Ioks fundið hana. Ég væri þakklát ef ég gæti fengið að taka hana með mér núna.“ Forstöðu- konan sagði, að það mætti hún svo sannarlcga. Hún útskýrði fyrir Maríu litlu að þetta væri frænka hennar og að hún ætti að fara heim með henni. „Er jólatré heima hjá þér?“ spurði María litla. „Já stórt jólatré með mörgum kúlum, kertum, fuglum og jólapokum," svaraði frænkan. Forstöðukonan för og sótti fötin hennar Marfu og kom að vörmu spori aftur. Frænkan sagði Marfu, að héðan f frá ætlaði hún að ganga henni í móður stað og nú myndi hún eignast systkini ogsvo líka pabba. Þegar þær frænkur gengu út úr hælinu liugsaði María litla hlý- lega til jólasveinsins og þakkaði honum innilega fyrir gjöfina góðu Agnes Eir Allansdóttir, Reynimel 80,10 ára. Jólasveinn eftir yngsta þátttakandann: Bryndfsi Einarsdóttur, Hjallavegi 1, Ytri Njarðvík. Hún er aSeins 4 ára. ATHUGIÐ að fleiri teikningar sögur og ljóð koma í næstu Lesbók rétt fyrir nýárið ‘Hér er Pottasleikir á ferð. Teikning eftir Magnús GottfreSsson, GarSahreppi. Litli Jólasveinninn Einu sinni voru fátæk hjón. Þau áttu litla telpu. Hún átti enga brúðu. Einn daginn sagði mamma hennar við pabba: „Þegar þú ferð í kaupstaðinn, fáðu þá efni í kjól helzt blátt eða rautt og svo tölur og hvítan hárborða." „Já, þaðskal ég gera," sagði pabbi. Morguninn eftir fór hann í kaupstaðinn með rút- unni. Litla telpan fór út um leið og pabbi hennar fór. Eftir langan tima kom hún aftur inn og kallaði: „Mamma mamma, hann pabbi er kominn heim." Konan kom út og tók við pakkanum, sem hún hafði be ði ð u m. Jólin eru komin. Teikning eftir Elísabet Rafnsdóttur 8 ára, Vogabraut 6, Akranesi. „Hvað er þetta", spurði stúlkan forvitin. „0, ekkert merkilegtj' var svarið. Á aðfangadagskvöld um fimmleytið kallaði mamma á hana og sagði henni að klæða sig í jólakjólinn. Þegar telpan sá hann, varð hún undrandi og glöð í senn. En svo hljóp hún upp um hálsinn á mömmu sinni og þakka ði henni vel f yrir. Um kvöldið var hún að skoða gjafirnar og þá sá hún einn lítinn pakka, sem hún átti eftir aðtaka upp. Hún tók pakkann og tók pappírinn utan af honum. Hvað haldið þiðað hafi verið í pakkanum? Lítill tusku- jólasveinn. Og núna átti telpan litla brúðu. Heiga Magnúsdóttir, MiSfelli Hraunamannahreppi. Saga Einu sinni var lítið fallegt kerti, það var alveg eins og ur kerti, nema að það lá inni í skáp, en það gerðu hin kertin ekki Konan sem átti kertið átti líka tvö börn, þau voru 10 og 12 ára, stelpa sem hét Marta og strákur sem hét Mansi. Mansi var 10 ára en Marta var 12 ára. Þau voru mjög góð, þess vegna leyfði Mamma þeirra þeim að kaupa sér kerti. Mansi fór út I búð, en Marta sagði að hún ætti kerti síðan í fyrra, og það var litla fallega kertið, sem hafði alltaf verið inni i skáp. Nú var þaðskreytt meðfallegum greinum, og fékk meira að segja að standa á jólaborðinu. GLEÐILEG JÓL, Kristín Rúna Lárusdóttir, GlaSheimum 14, R.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.