Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Blaðsíða 10
Hringborðsumræður í
kaffinu. Þessir forskóla-
nemendur ætla flestir í
kennaranám. Færri leggja
stund á frjálsa myndlist en
áður.
>
í forskóla II. Það sem fest
hefur verið upp á vegginn,
gefur nokkra hugmynd um
viðfangsefni.
ík. Með öðrum orðum: heill heim-
ur af nauðsynlegri grundvallar-
þekkingu.
Stundarkorn fylgdist ég með
kennslustund hjá Braga Asgeirs-
syni í form- og litfræði. Hér var
unnið að verkefni, sem er næstum
því eins langt frá nákvæmri
hlutateikningu og hægt er að
komast. Viðfangsefnið var um-
búðalaus myndbygging. Til þess
að skýra nánar hvað við er átt, er
bezt að lesa klausuna, sem Bragi
útbýtti, svo ekki fari milli mála,
hver er megurinn málsins:
„Nemandi fær sér blað og
hæfilega fjölbreyít safn af lit-
um, túski, krft eða öðru. Hann
dreifir úr litnum fyrir framan
sig og án þess að ákveða hvað
hann ætlar að teikna eða mála
lætur hann höndina velja ein-
hvern lit og hefur verkið. Horf-
ir á hönd sína velja litinn og
horfir á höndina fara að hreyf-
í auglýsingadeild. Upp-
rennandi auglýsingateiknarar
spreyta sig í norrænni sam-
keppni um kaffiplakat. Á bak-
veggnum sjást nokkrar lausn-
ir.
ast og vinna, en hefur engar
áhyggjur af því, hvaða stefnu
hann skuli taka byrjar einungis
hugsunarlaustog lofar því að
koma sem vill koma. Þannig
gefur hann hinum ósjálfráða
dulvitaða myndræna huga
tækifæri, til að tjá sig án trufl-
unar frá hinni meðvituðu rök-
rænu hugsun. Fylgstu með
framvindu myndarinnar, taktu
eftir hvernig hún þróast, hvað
þér dettur í hug, þegar þú ert
að gera viss form eða nota vissa
liti. Vertu ekkert að reyna að
sjá neina sérstaka merkingu út
úr myndinni eða ákveða hvað
hún á að verða, taktu eingöngu
eftir öllu, sem þér dettur í hug
og ef ákveðin form koma fram,
þá tekurðu auðvitað eftir þeim
eins og öðru. Vertu ekkert að
flýta þér, slakaðu á og lofaðu
myndinni að þróast í rólegheit-
um, láttu tilfinninguna ráða
fremur en hugann, en láttu
hugann fylgjast vel með.
ÚRVINNSLA:
Þegar þér finnst myndin full-
gerð, skaltu fara að velta fyrir
þér merkingu hennar, horfðu á
hana og skoðuðu hana um
stund. Hvort heldur sem mynd-
in hefur huglæga sem hlutlæga
merkingu, þá hefur hún margt
að'segja ef tilraunin heppnast.
Skrifaðu það sem þér dettur í
hug á autt blað eða aftan á
myndina. Til þess að komast í
gang er oft gott að lýsa því
hvernig myndin varð til. Einn-
ig getur þú spurt þig: „Hvernig
myndi mér Ifða, ef ég væri
þessi mynd?“ og skrifa niður
það sem þér dettur í hug sem
svar.
Nota skal fm.vndunaraf lið við
úrvinnsluna, skrifaðu einungis
niður það sem þér dettur í hug.
Þegar þú ert búinn geturðu
gert aðra mynd, og þjálfað þig
enn frekar í þessum sérstöku
vinnubrögðum."
Þeir sem eitthvað hafa komið
nærri myndlist, vita að þetta get-
ur verið mjög heillandi verkefni.
Meistarar á sviði ljóðrænna
abstraktmynda hafa gjarnan
þessa aðferð; segja má, að eðlis-
hvötin stjórni fremur en köld rök-
hyggja. I þessu er fólgin góð og
gagnleg þjálfun og margur hefur
á þennan hátt uppgötvað alveg
nýja hlið á myndlistinni.
Samt var ekki hægt að sjá, að
nemendur í Forskóla II gengju að
þessu verkefni með áhuga, eink-
um virtust piltarnir daufir yfir
þessu hlutskipti. A hinn bóginn
var greinilegt, að stúlkurnar
lögðu sig betur fram.
— 0 —
Skólinn hafði fengið boð um að
taka þátt í norrænni samkeppni
um kaffiplakat — auglýsinga-
skilti fyrir Cirkel kafffi frá nor-
ræna samvinnusambandinu. Atta
listaskólar á Norðurlöndum taka
þátt. I auglýsingadeild eru sjö
nemendur; þeir voru allir að
kljást við kaffiplaköt. Sumir voru
með frumhugmyndir I skissum,
aðrir að útfæra einhverja hug-
mynd i fulla stærð. Bókagerð,
hverskonar auglýsingar og um-
búðir, þar á meðal fyrir útflutn-
ingsiðnaðinn, hafa notið góðs af
þeirri kunnáttu, sem til verður í
auglýsingadeild Myndlistarskól-
ans. Þeir sem velja þá leið að
loknum forskóla, útskrifast eftir
tvo vetur. Af námsgreinum má
nefna letrun og skrift, merki,
uppsetningu, bókakápur, teikn-
ingar og uppsetningu sýninga.
En auglýsingadeildin var ekki
ein um glímuna við kaffiplakatið.
Allir nemendur skólans máttu