Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Blaðsíða 11
Módelteikning í forskóla II. Hér situr einn nemandinn fyrir. í Akademíinu, sem svo er nefnt, eru nemendur á 5. ári. Þeir vinna þar algerlega frjálst, — eða láta fara vel um sig við listrænar umþenkingar. taka þátt í samkeppninni og þess- vegna var allt liðið kallað saman í eina allsherjar messu um plakat- málið. Messan byrjaði með þvi að Jón Reykdal, einit af kennurum skólans, sýndi litmyndir af ýmis- konar plakötum á tjaldi. Venju- legum messum fylgir predikun og Jón notaði þetta tækifæri til að lýsa áliti sínu á kapitalisma og frjálsri samkeppni svo ekki færi það á milli mála. Fyrir utan nokk- ur plaköt, sem höfðu þann viður- styggilega tilgang að „skapa nýjar þarfir“ var meiripartur sýningar- innar pólitísk plakatakúnst frá Kúbu, þar sem Che Guevara var megin viðfangsefnið. Var bylting- arhetjan á sumum þessum plaköt- um eins og Kristmynd eftir mið- aldamálara. Með öðrum orðum: trúarlegt ívaf. En að auki voru nokkur plaköt, sem lýstu sam- stöðu með hinum og þessum þjóð- um úti uni heim og andstöðu við ótætis heimsvaldasinnana. Á eftir fór fram allsherjar upp- henging á framkomnum tillögum um kaffiplakatið. Beðið var um álit nemenda jafnt sem kennara. Þarna kenndi margra grasa: Vík- ingur, sem gengið hefur fáein skref frá bardaganum til að fá sér kaffisopa, Mona Lisa með kaffi- bolla, hin heilaga kvöldmáltíð í kaffi, nakið módel með kaffisop- ann sinn. Lýst var eftir áliti. Sum- ir létu mjög ákveðið i ljós þá skoðun, að nakin kona væri úrelt fyrirbrigði sem aðdráttarafl eða aðalatriði í auglýsingu. Ekki væri hægt að mismuna kynjunum þannig og misnota konuna. Sam- þykkt. Með í umræðunni voru tveir sérfræðingar og atvinnumenn i auglýsingum: Torfi Jónsson, aug- lýsingateiknari og kennari við auglýsingadeild skólans. Og með honum nýbakaður skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans, Gisli B. Björnsson, auglýsinga- teiknari. Gfsli hefur eins og kunn- ugt er rekið umfangsmikla aug- lýsingateiknistofu sem starfar raunar enn, þótt hann hafi nú tekið við þessu starfi. Hann nam auglýsingafræði í Þýzkalandi og átti sinn þáll i aðgera auglýsing- ar að viðurkenndri sérgrein, þar sem atvinnumenn fjalla um hlut- ina. Áður var skilningur á þvi naumast fyrir hendi og mýmörg dæmi þess, að forstjórar fyrir- tækja re>Ttdu sjálfir að annast þessa hlið á rekstrinum. Árangur- ? sfff fgg @ ■ í 0$ ® | L'jPfeSí’l í forskóla II. Ingibjörg Sigurðardóttir til vinstri og Sigríður Bragadóttir. inn varð ' venjulega eins og við mátti búast. í samtölum við nemendur kom fram, að þeir töldu að frisklegur gustur hefði farið um skólann með ráðningu Gfsla i þetta emb- ætti. Samband hans við nemend- ur virðist einstaklega frjálslegt og óþvingað eins og vera ber i lista- skóla. Það kom fram í umræðum á kennarastofunni, að þetta rómaða frelsi í listaskólum hefur stund- um leiðzt i all undarlega farvegi i nágrannalöndunum. Listaskólar þar hafa orðið miðpunktar í póli- tiskri róttækni fremur en list- rænni. I Danmörku, Þýzkalandi, Frakklandi og kannski umfram allt í Svíþjóð, hafa nemendur í Framhald á bls. 21. Kennarar í kaffi. Frá vinstri: Tove Kjarval, Guðrún Jónasdóttir, Gísli B. Björns- son, skólastjóri, Bragi Ásgeirsson, Einar Hákonar- son og Kjartan Guðjónsson. ' ■' 1 ' \ X 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.