Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Blaðsíða 5
\ ísraelsmenn og ísrael Það var hitabylgja í Israel, þrátt fyrir að það var byrjun apr- ílmánaðar. Vinkona mín, sem tók á móti mér á flugvellinum í Lod, við Tel Aviv, var í ermalausum kjól. Á handleggnum sást greini- lega brennimerkt númer, 39497, aðmig minnir. Það varfanganúm- er hennar i útrýmingarbúðum nasista. Ég hafði séð númerið oft siðan ég fann hana á lífi, enda þótt hún hafi verið talin látin i Auschwitz samkvæmt upplýsing- um Rauða krossins. Eins og oft áður kom mér í hug sá harmleik- ur, sem lá á bak við númerið. Ég mundi eftir eiginmanni hennar, lækni, sem var skotinn til bana, aðeins vegna þess að hann var Gyðingur. Ég mundi eftir hve glöð hún var, þegar sonur þeirra fæddist. Þau mæðgin höfðu verið send til Auschwitz, þegar Lúðvig litli var aðeins fjögurra ára, en Auschwitz var staður dauðans, þar sem fólk var aflífað með eiturgasi. Ungum konum var gefinn kostur á að fara í þrælavinnu til Þýzkalands — en án barna. Frænka vinkonu minn- ar ákvað að enda ævina f gasklefa með dóttur sinni, og tók lítinn frænda með sér og einnig dóttur annarrar vinkonu, telpu á fimmta árinu, svo að börnin þyrftu ekki að vera hrædd á ókunnum stað. Vinkona mín vann því í nauð- ungarvinnu í Þýzkalandi, og var fundin nær dauða í Bergen-Bels en, hungurbúðum, í stríðslok. Þegar hún kom heim, uppgötvaði hún, að aðeins hún sjálf og mág- kona hennar voru enn á lífi og að eiginmaður hennar hafði verið skotinn á flótta. Margir menn í Israel voru merktir eins og skepnur í öðrum löndum, þó margar konur reyndu að losna við númeriðmeð uppskurði. En ör voru engu að síður eftir á líkama og á sál. Hugs- unarháttur ísraelsmanna er mót- aður af þessum númerum. Eins og vinkona mfn skýrði frá: „Fjöl- skylda mín bjó ættlið fram af ættlið í sveit í heimalandi okkar. Við vorum hvorki rík né fátæk, vorum aðeins venjulegir borgar- ar, unnum venjulega vinnu. Að- eins eitt var öðruvísi — við vorum Gyðingar. En þetta var nóg — sem barn fannst mér ég alltaf útskúfuð. Af því að við vorum Gyðingar dó fjölskyldan öll. En hér í Israel er ég óhrædd þrátt fyrir möguleika á stríði. Við erum öll reiðubúin að deyja, en deyja sem frjálsir menn.“ Hin unga kynslóð, þeir sem fæddir eru I ísrael, eru á sama máli. Jölhjá arabiskri fjölskyldu Ég hef unnið með Aröbum, sem urðu góðir vinir mfnir; því lék mér hugur á að kynnast hag Ar- aba, sem völdu að vera um kyrrt í ísrael eftir 1948. Landbúnaður þeirra var frumstæðari en land- búnaður í Kibbutsum, sá ég á ferðum mínum um landið. Að hve miklu leyti þetta var skorti á fjár- magni að kenna, veit ég ekki, en ég tel hann hafa valdið nokkru um. Vinir mínir lögðu til að eyða aðfangakvöldi jóla hjá arabiskum samstarfsmanni þeirra. Loftiðvar hlýtt og kyrrt þegar við ókum til Ísafíu, hátt uppi á Karmelfjalli. Útsýni yfir Jerúsalem. Arabiska fjölskyldan, sem tók á móti okkur var rómversk- kaþólsk og hélt því jólanóttina hátfðlega. Konan og dæturnartöl- uðu frönsku vel, enda höfðu þær verið f skóla hjá frönskum nunn- um þar á staðnum. Ilúsbóndinn og synirnir unnu i Haifa og töluðu einnig ensku. Við borðuðum jóla- mat, öll úr sameiginlegum, stór- um skálum og röbbuðum saman um daginn og veginn. Húsbónd- inn var ánægður að hafa verið kyrr I ísrael, tekjur hans voru miklu hærri en hann hafði áður haft von um. Fjölskyldan var rétt komin til baka frá heimsókn til frændfólks þeirra, sem var flótta- menn i Jórdaníu. Hve oft þeim leyfðist að fara i heimsókn þang- að eða til annarra Arabalanda veit ég ekki. Þeir skýrðu frá því að verðlag væri lægra í Jórdaníu, en launin einnig mun lægri. Með arabiskri gestrisni buðu þeir mér að vera um kyrrt hjá sér alla jóladagana og fara á miðnæt- urmessu með þeim. Því miður varð ég að afþakka boðið enda ráð fyrir gert, að ég yrði í Nýju Delhi á annan í jólum. Tíminn var naumur en við fórum samt til að skoða hús frænda fjölskyldunnar, svo að ég gæti séð nýja fimm- herbergja húsið, sem hann var búinn að reisa. Nazareth og Betlehem Biblfan er góður leiðarvísir á ferð um Palestínu og um Sinaí- skaga. Handbækur um sögu Rómaveldis eru einnig gott vega- nesti sem og saga krossferðanna. Flest er ennþá þar eins og frá hefur verið sagt og annað hefir verið grafið upp. Við getum hæg- lega fylgt ferðum Móses, Salóm- óns konungs, Jesú Krists, róm- verskra landshöfðingja og margra sem komu á eftir þeim. I Lukasar guðspjalli i 1. kap. stendur, að Gabriel hafi tilkynnt Mariu guðsmóður, að hún væri þunguð. María var þá stödd í borginni Nazareth í Galíleu. Stað- urinn er þvi heilagur kristnum mönnum, og fór ég þvi þangað.En ég varð fyrir vonbrigðum. Það sem Gyðingum og múhameðs- trúarmönnum finnst svo óskiljan- legt, er, að kristnir menn skiptast í svo ólíka og innbyrðis fjandsam- lega trúflokka. Að visu eru ekki allir Gyðingar né múslimar á sama máli um öll atriði f trú sinni en í grundvallaratriðum eru þeir sjálfum sér samkvæmir. Þessi ósamstaða kristinna manna blasti við augum mínum í Nazareth. Kirkja var við kirkju, en í sérhverri þeirra voru Guð og sonur hans tilbeðnir með mis- munandi hætti. Jafnvel tveir mis- munandi staðir voru merktir, sem sá staður, þar sem engill Drottins birtist Maríu mey. Þó að mér væri sagt, að kirkjan, sem byggð vartil heiðurs Páli páfa 6. væri mjög fögur, langaði mig samt ekki aft- ur t il Nazareth. En vegna manntalsins, sem þá átti að taka, fæddist Jesús í Betle- hem, í landi Júdeu. Bethlehem er arabísk borg að útliti, þó að flestir íbúanna séu kristnir. Ég fór þang- að fyrir fáum árum og fannst mér borgin mjög aðlaðandi, þrátt fyrir kirkjumergðina var hún lifandi borg. Fæðingarkirkjan, með þykkum múrum var einna lfkust byrgi. Á 4. öld var ákveðið, að staðurinn, sem hún stendur áv væri fæðingarstaður Krists. Fyrsta dómkirkjan þar var byggð af Konstantinusi keisara. Undir kirkjunni er hellir og er hann sagður vera sá staður, sem Krist- ur fæddist á. Þótt kirkjan sé fjöl- skreytt samkvæmt grískkaþólsk- um trúarbrögðum, er hellirinn sjálfur einfaldur og viðkunnan- legur. Jerúsalem — hin gullna Margsinnis hafði ég heyrt þessa nafnbót. En þegar við komum þangað, að 21. afmælisdegi Isra- elsrikis, sá ég, að það var rétt- nefni. Jerúsalem er í Júdeu, þurru fjallalandi og borgin sjálf er byggð úr sandsteini. I tilefni dagsins höfðu ljósastaurar verið settir upp og þegar ljósinu var beint að múrnum, sem umkringir gömlu borgina var sem steinninn væri úr skíra gulli. Það var ógleymanleg sjón. En þetta voru ótryggir tímar. Hermenn með vél- byssur sátu á múrnum. I raun og veru er um tvær borg- ir að ræða. Eldri hlutinn er eld- gamall. Hann stóð þar þegar Abraham kom til landsins og tók á móti brauði og vini frá konungn um þar, sem hét Melchi-zedek. Þegar ég kom þangað fyrst var múrinn umhverfis gömlu borgina alveg lokaður, aðeins ein leið og eitt port var opið — Mandelbaum portið. Bifreiðar Sameinuðu þjóð- anna fóru í gegn, sömuleiðis píla- grímar frá Jórdaniu, eins og ég hafði ætlað mér að gera, þó að ekki yrði úr. Eins og aðrir, sem voru þá staddir í nýju borgínni gat ég horft úr kirkjuturni niður á þá staði, sem Kristur hafði farið u m. Myndir mátti ég þó ekki taka. En nú, þegar ég kom aftur, var múrinn opinn öllum og engin merki þess, að hann hefði nokkru sinni verið lokaður. Eg fór í gegn- um Damaskus-hliðið inn í hina fornu borg. Jerúsalem er heilagur staður fyrir alla Gyðinga, kristna menn og múhameðstrúarmenn. Við fórum niður að grátmúrnum. Karlar og konur — aðskilin með kaðli — grétu og báðust fyrir við múrinn. Þetta var mjög hrærandi sjón. Ég hafði munað eftir að leggja slæðu yfir hárið á mér og gömul kona kom til mín, blessaði mig og sagði á jiddis: „Þannig ætti siðsöm Gyðingakona að klæða sig,“ um leið og hún horfði ásökunaraugum á vinkonu mina, sem varGyðingur. I miðborginni erú heilagir stað- ir múhameðstrúarmanna. Þar stendur fögur moska. I miðju þess er mikil steinhella og trúin segir, að múhameð hafi stigið þaðan til himins. Þess vegna er Jerúsalem þriðji heilagasti staður múslíma, næst eftir Mekka og Medína. Steinninn er þakinn dýrmætum teppum og moskan fagurlega skreytt. Til öryggis stóðu ísraelsk- ir hermenn fyrir utan, skoðuðu alla pakka og myndavélar vrel og vandlega til að koma í veg fyrir sprengjur. Eins og ég var vön, fór ég úr skónum, skildi þáeftirfjrir utan og lagði íslenzka ullarslæðu yfir hár mitt. Það getur og verið mjög kalt i Jerúsalem, jafnvel 10 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.