Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Blaðsíða 23
1
Rögnvaldur
Ólafsson
og verk hans
Framhald af bls. 4
forsjá. Slíkt hið sama skólahús.
Af opinberum byggingum hér i
bæ, er hann sá um, er pósthúsið
mest. En aðalminnisvarði hans er
Vífilsstaðahælið, mesta bygging
landsins sem nú varð hæli honum
sjálfum til aldurlags.
Rögnvaldur hefir bætt hér bæði
byggingar í framkvæmd að verk-
iegri fegurð og eins smekk manna
í húsagerð. — Víða gátu fram-
kvæmdirnar ekki orðið þær, sem
hann viidi. Naumt skornar fjár-
veitingar skömmtuðu oft ganginn.
Mikinn og góðan þátt átti hann i
þvi, að timburhjallabyggingarnar
legðust hér sem mest niður, og
tækist upp steinhúsagerð. Það var
honum áhugamál.
Ekki siður var honum annt um
það að ekki væri Spillt gömlum og
góðum byggingum með einu og
öðru káki, eða þær rifnar niður að
óþörfu. Fannst honum fátt um
þegar geirvörturnar voru settar á
Latinuskólahúsið. Mikil eftirsjón
var honum þvi, að Laugarnes-
stofan — þetta rammbyggða hús,
sem menn með mestu erfiðis-
munum ætluðu varla að geta unn-
ið á — var rifin til grunna, og að
elzta og merkasta timburkirkja
landsins (Ingjaldshólskirkja) var
tætt niður jafn hugsunar- og eftir-
litslaust og gert var. Einnig setti
hann sig gagngert móti niðurbroti
Garðakirkju, og svipað þvi var um
enn fleira.
Eftir að íþrótt Rögnvalds og
áreiðanlegleiki tók að verða
kunnugt og viðurkennt, lagðist
loks af sá gamli óvandi að sækja
eina og aðra útlendinga til
umsjónar og yfirsýnar fyrir ærið
fé, ef reisa skyldi opinberar bygg-
ingar. Það er nú póstur sá.
Rögnvaldur var afbragðs vel
gefinn maður. Gáfurnar gloppu-
lausar og jafnvfgar á flest.
Áreiðanleiki hans til orðs og æðis
og vandlæti hans við sjálfan sig
var einstakt. Hálfverk og hálfkák
gat hann ekki gert. Ágætustu
hæfileikum var samfara sú við-
kynning, að öllum, sem urðu hon-
um kunnugir, varð vel við hann.
íslenzkt millispil
Framhald af bls 18
hesjunum hefði fúkkað og eyði-
lagst, með þeirri skýringu, að hið
fingerða íslenska gras væri öhæft
fyrir þessa norsku þurrkunarað-
ferð).
Meiri heppni höfðum við Guð-
mundur með okkur í fiskaróðrum
okkar út á sjóinn. Á línu okkar
með um 70 önglum drógum við
svo margar lúður, þorska og stein-
bfta, að viðáttum fullt f fangi með
að bera aflann heim á bakinu. Hti
við hafsbrún mátti sjá flota af
fiskiskipum. „Það eru Norðmenn-
irnir, sem sigla burt með sildina
okkar," sagði Guðmundur. „Einu
sinni vildi norski kóngurinn sigla
burt með allt Island," hélt hann
áfram brosandi. „En þá komu
hinir fjórir landvættir og hræddu
burt kónginn og allan herinn
hans: ólmur tarfur, jötunn með
járnstaf, ægilegur dreki og gamm-
ur. Þú getur séð mynd landvætt-
anna á Alþingishúsinu í Reykja-
vik.“
„ISn ísland játaðist þó undir
vald Noregs að siðustu?“
„Já, Hákon Hákonarson fékk ís-
lendinga til að gera við sig samn-
ing, sem nefndur hefur verið
„Gamli sáttmáli", og annan eign-
arrétt hafa Danir ekki til að bera
fyrir sig, þegar við höldum fram
rétti okkar til sjálfstæðis þjóð-
arinnar."
„En er það hugsanlegt, að ís-
land með sínar 100 þúsund sálir
geti orðið sjálfstætt ríki f raun og
veru?“
„Við sjáum nú til,“ svarar Guð-
mundur. „íslendingurinn er
þrautseigur, þegar hann hefur
ákveðið eitthvað. Við vonumst
líka til að fá stuðning Norð-
manna. En þá verðið þið líka að
hætta að kalla fornsögurnar
okkar, ,,gammel“-norsk
„bókverk!“ Og nú er gamli mað-
urinn ekki beinlfnis bliður
lengur.
Þannig sátum við og létum móð-
an mása um alla hluti á himni og
jörð meðan við rerum kænunni
okkar eftir lygnum fleti hafsins.
Smátt og smátt opnuðust augu
mín fyrir því, að hér væru i raun
og veru fjölbreyttir möguleikar
til að sjá sér farborða. Þó að
landið sé hrjóstrugt, þá er það
bjargvænlegt fyrir sauðkindina
og hestinn. Æðarfuglinn og krían
verpa eggjum svo mörgum, sem
rnaður er fær um að tfna. En
sjálfur auðurinn felst í hafinu —
sem núna hefur gert Ísland að
sjálfstæðu ríki með yfir 200 þús-
und íbúa.
Síðan er þetta sumar liðið.
Merkilegt og lærdómsríkt sumar.
Ég hef lært meira á þessum fáu
vikum á Hraunum, bæði um is-
land fortíðarinnar og nútímans
heldur en mögulegt væri að læra
af bókum. Ég hef einnig fengið að
vita margt um lífskjör og hugs-
unarhátt gömlu mannanna frá
Noregi, — frelsisþrána, sem
knúði þá út á heimshafið á opnum
smáskipum sínum.
„Það voru sjálfsagt mörg skip,
sem aldrei náðu til hafnar,“ segir
prófessor Paashe, sem við hittum
aftur á Síríusi. Nú er menningar-
dallurinn okkar fullfermdur af
síld og siglir stöðugur, eins og
prestur inn kirkjugólf, gegnum
stormbylgjurnar, sem elta okkur
frá riorðvestri.
Far vel, Ísland! Það áttu eftir
að líða 48 ár þar til ég sæi þig
næst. Þá hafðir þú meira en tvö-
faldað fólksfjölda þinn og hafðir
tekið þér sæti meðal hinna fimm
frjálsu ríkja Norðurlanda. Ennþá
að vísu smáþjóð. En engin þjóð f
Evrópu hefur sýnt það jafn óve-
fengjanlega, að smáþjóðirnar
hafa einnig tilverurétt og hlut-
verki að gegna í hinu mikla sam-
spili, sem heitir evrópskt menn-
ingarlíf.
X c sL 6 K
1 or gxtnbl n D sin o
Hvorki þér né Ajax
þurfið sjálfvirka þvottavél
til ao fá gegnhreinan, hvrtan þvott
því Ajax er sjálft sjálfvirkt
Ajax er blandað efnakijúfum og því óháð orku þvottavéla
Ajax er gætt sjálfvirkri
Þvottaorku og hreinsimætti,
sem óhreinindin fá ekki staðizt.
Ajax er kjörefnið í stórÞvottinn - gerir
hverja flik leiftrandi hvíta. Ajax er
lika tilvalið í fínni Þvotta, t.d. orlon og
nælon, sem gulna Þá ekki. Ajax
er rétta efnið, ef leggja
Þarf I bleyti, og við forÞvott. Notið
Þá Ajax og horfið á
óhreinindin hverfa.
Með Ajax - efnakljúfum
verður pvotturinn
gegnhreinn og
bíæfallegur.