Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Blaðsíða 7
ekki með vissu hvar landið Öfír var, en nafnið er fallegt. Elót, nú kölluð Eilath, er hins vegar hafn- arborg við Rauða hafið, ísraels- megin. Öfír, eins og Sinaískagi allur, var undir herstjörn en ferðamönnum þó leyft að skoða sig um. Hitinn var svo gffurlegur, að við vorum þakklát að borða matinn í loftbelg, sem blásinn er upp og köldu lofti blásið inn. Staðurinn er i raun og veru kall- aður Sharm el-Sheikh og þaðan er hægt að loka innsiglingu til Eilath, eins og nú var gert aftur. Innsiglingin er mjó og fallbyssur, sem við sáum, gátu lokað sundinu hvenær sem er. Þaðan var haldið áfram í lang- ferðabíl til E1 Tor. Þetta var áð- ur fjörmikill staður. Pflagrímar sem komu frá Mekka, urðu að bfða þar í 40 daga í sóttkvf, til þess að vera vissir um að hafa ekki smitazt af kóleru eða öðrum banvænum sjúkdómum. Allir urðu að bíða þar, jafnt ríkir sem fátækir. En nú er staðurinn í eyði. Næturstaður okkar var í her- búðum. Þorpið hafði verið ætlað | ítölskum sérfræðingum í olíu- framleiðslu. Hinum megin við Súezskurð sást greinilega til olfu- turna í Egyptalandi; þar brann eldur. Gasinu, sem upp kemur með olíunni er ávallt eytt með eldi. Við bjuggum í húsum en flestir hermannanna voru i tjöld- um. Matsalur okkar var sameigin- legur. Ferðamenn og hermenn sátu um nóttina við varðelda og sungu. Næsta dag var ferðinni heitið til klausturs Heilagrar Katrínar. Á undan langferðabíln- um okkar ók skriðdreki til þess að tryggja að engarsprengjur fæl- ust á þjóðveginum. Loksins sneri skriðdrekinn við, þó ekki strax. Yfirmaðurinn, ungur liðsforingi, kom til langferðabflsins til þess að kveðja unga stúlku frá Banda- ríkjunum innilega og okkur fannst ekki ólíklegt að vinskapur- inn væri annað og meira en stund- arfyrirbæri. Landið í kringum okkur var autt, gult á lit, og vatnslaust með öllu. Við vorum undrandi, þegar bfllin nam staðar. Okkur var boð ið að fara út og skoða aðalbæki- stöð herstjórnar Egypta frá 1967. Ekkert merki um mannvirki, ekki neitt, nemasandur. En fararstjóri okkar lyfti upp smáhurð á jörð- inni. Þar fórum við niður. Þar voru neðanjarðargöng, salir, allt tilbúið fyrir sjúkrahús. Þetta byrgi var með öllu óþekkt löngu eftir að stríðinu lauk. En frá láglendinu héldum við áfram til fjalla. í langferðabíln- um með okkur voru nokkrir Arab- ar, sem ætluðu sömu leið og hjálp- uðu okkur þegar bíllinn spólaði í sandinum. Við hittum einnig nokkrar Bedúínafjölskyldur, sem voru á ferli með úlfalda sína. Börnin voru falleg og skemmti- lega klædd. Lftil telpa um 5 ára aldur, var með stóran rauðan hatt til þess að vernda sig fyrir sólinni. Bróðir hennar gætti þess vel að við kæmum ekki of nálægt henni, en tók þó við sælgæti handa báð- um. Okkur var sagt, að Bedúínar væru ánægðir undir stjörn ísra- els, enda fengju þeir nú læknis- hjálp og þess háttar, en við gátum ekki talað arabísku og því ekki staðfest þetta. Klaustur Heilagrar Katrínar stendur í fjöllum. Iiér er um tvö fjöll að ræða, annað kallað Djebel Músa á arabisku — fjall Móse, en samkvæmt trú þeirra, Gyðinga og kristinna manna er það staðurinn, þar sem Drottinn birtist Móse og afhenti steintöflurnar með boð- orðin tíu. Hitt fjallið er fjall Heil- agrar Katrínar. Bæði fjöllin eru yfir 2000 m. há. Einsetumenn komu undir lok þriðju aldar; þeir voru mjög fátækir og í stöðugri lífshættu. Móðir Konstantíns keis- ara, hin Heilaga Helena, heyrði um munkana og bað son sinn að aðstoða. Klaustrið var byggt árið 327. En nafn Heilagrar Katrínar kom til seinna. Katrín var hefðarmey í Alexandríu og ásakaði hún stjórn- völdin þar um að fara illa með kristna menn. Hún var því limlest á hjóli og hálshöggvin. Sögur herma að afhöggið höfuð hennar hafi flutzt með yfirnáttúrlegum hætti til klaustursins á Sinaí og er það varðveitt þar. Klaustrið er mjög frægt bæði fyrir bókasafn og altaristöflur. Einnig fyrir beinasafnið. Bein og hauskúpur af öllum munkum þess eru varðveitt i „Beinahúsi". Beinagrind stend- urog þar á verði. í safni klausturs- ins eru varðveitt um 2000 grísk- kaþólskar altarismyndir (íkon) og mörg þúsund handrita, þ.á m. Codex Syriacus, skrifað um árið 400 e.Kr. á syriakmálinu. Ennþá verðmætara handrit, „Codex Sinaicus", uppgötvaði þýzki fræðimaðurinn Konstantín von Tischendorff, árið 1859. Handritið er frá 4. öld skrifað á grísku og inniheldur Nýja testa- mentið og hluta Gamla testament- isins. Rússlandskeisari fékk hand- ritið sem gjöf og hjálpaði klaustr- inu á eftir fjárhagslega. Handrit- ið var geymt í safninu í St. Péturs- borg, en 1933 seldi sovétstjórnin Codex Sinaicus British Museum fyrir um 500.000 ameríska dali. Á leiðinni heim athugaði ég „Codex Sinaicus“ í London og dáðist að fegurð þess. Á sínum tima voru um 5000 munkar í klaustrinu en nú voru þeir aðeins sjö að tölu, undir stjórn ábötans, föður Jóhannisar. í þjönustu klaustursins vinna síð- an á 6. öld Bedúínar, sem eru kynblendingar Egypta og Evrópu- manna. Klaustrið borgar fyrir þjónustu með mat, sem ísraels- menn hafa látið því í té frá 1967. Frá þeim tíma er einnig rekið gistihús þar með 150 rúmuin, en ferðamenn verða sjálfir að hafa matvæli meðferðis. Þau má elda á staðnum — en maturinn vill verða næstum óætur. Mitt í klaustrinu er moska múhameðstrúai-manna, byggð á 11. öld til að sanna Hakim soldán að klaustrið væri einnig undir vernd Múhameðs og ekki á móti trú hans. Faðir Jóhannis, sem talaði ensku vel, sýndi okkur þyrnirunna, sem eru svo gegnsösa af eteriskum olíum að þeir geta logað án þess að brenna til skaða. Haldið er að hér sé um hinn brennandi þyrnirunna að ræða sem Móse sá. (2. Mósebók) í biblí- unni er einnig skýrt frá því, að Móse hafi séð Drottin í eldsúlu á b jargi. Eins og skýrt er frá, virtist um jarðeld að ræða. Jebel Músa er eldfjall, eina eldfjallið á Sínaí- skaga — en gaus síðast fyrir millj- ón árum. Hjalmar Gullberg 1. Hirðarnir Á oss rann ekki blundur, því olli stjarnan skær. En sauður hraut og hundur í haganum. — Og þá stóð engill hér oss hjá með æðstu gjöf og undur, sem öðlast heimur fær. Nú hjarðpípan skal hljóma! Sjá, héðan gleðin fer að vekja enduróma frá einu húsi fjár að nýju öld og ár, og friðarfurstann róma, sem fæddur, kominn er. 2. Jósef Hvert gistihús var fullt. Við fundum hér í fjárhúsinu skjól, sem þakka ber. Og víst ég átti von á léttasótt, en varla, að hún tæki hana í nótt. Nú stend ég hér svo handalaus og smár. Hve húsbóndinn erstundum ráðafár! Ég þorði vart að líta á litla tá, er lagði hún sitt barn á jötustrá. Það lýsti stjarna alveg beint hér inn, svo enga rispu fékk hann á sitt skinn. Og hirðar komu og sungu einhvern sálm. Nú sefur hann við þurran fóðurhálm. Þú, Maria, ég elska eina þig og ekkert fær að skilja þig við mig. Þótt margt sé sagt og minnkun þyki að, þá mun ég kalla okkar barnið það. Ég heiti Jósef, handverksmaður er. En hver er drengurinn, sem gaf hún mér? 3. María Menn spá þér vegsemd, veldi riku. Ég vil, að þér sé hlift við slíku. Mörg jarteikn kváðu kunnugt gera, að kóngur eigir þú að vera. Bezt að þú hafnir frægð og frama. Þín framtíð er við sög og hamar. Það sækir að mér kaldur kvíði, að kvöl, mitt barn, þín annars bíði. 4. Heródes Æ, bjálfar þeir, sem ber aðvorum löndum og bröltu ráðvilltir á eyðisöndum! Og koma hér með hött, í dýrum húðum til Heródesar, konungs yfir Júðum! Að vegna stjörnu varpa frá sér ríki erversta rugl og augljós höfuðsýki. Og leita barns með þeirri fúlu firru að fá því gull og reykelsi og myrru. Að eyða fé án endurgjalds og vaxta er engu líkt og brjálar rétta taxta. Ég sá, að þessa vegavilltu dáta er vandalaust á réttan bás að láta. Og njósnarmenn þeir fengu á flandri sínu til fjallaþorps, sem er í landi minu. Af spámanns máli mega lærðir fræðast að Messías þar eigi vist að fæðast. Þótt aldrei þvílíkt verði í vorum byggðum er varasemi hæst af öllum dyggðum: Þeir sveinar, er menn árlangt borna segja þar innan þorps og nærri skulu deyja. 5. Allir (nema Heródes) Ó stjarna, stillta, bjarta, svo sterk, að bliknar sól! Ó hreysi lágt, sem léðir því Ijúfa barni skjól! Á hróf úr leir og hálmi, sem hruni virðist næst, og stendur stakt i haga, skin stjarnan hýr og glæst. Um jötu lága leikur sá Ijómi silfurtær. Vér sáum undrið æðsta, sem enginn skilið fær. Sigurbjörn Einarsson þýddi Nóttin helga. Teikninguna gerði Anna Kristjánsdóttir, 11 ára, Yrsufelli 5, Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.