Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Blaðsíða 2
Svo lengi la sem lifir 3rir
GRIP SÆU UNDI FYRII LEST Guðrún Egilson SIGRIÐÍ ÁSGEIR IN JKENND RFYRSTA RINUM rœðir við SDÖTTUR lögfrœðing
Það gerist æ algengara að
húsfreyjur, sem höfðu á
stnum tíma ekki aðstöðu til
eða áhuga á að leggja út í
framhaldsnám, axli sinn mal
og haldi út á menntabraut-
ina. Flestar hefja þær nám
fullar af áhuga og fögrum
fyrirætlunum, en oft reynist
róðurinn þungur, því að nám-
ið situr gjarnan á hakanum
gagnvart þörfum barna og
eiginmanns. Það er því ann-
aðhvort að duga eða drepast,
og sé fyrri kosturinn tekinn,
hef ur hann í för með sér fórn-
ír af ýmsu tagi. Á sumum
bæjum getur húsfreyjan ekki
hafið lesturfyrr en börnin eru
komin í ró og heimilisstörf-
•num lokið. Þá hefst nýtt
agsverk, sem getur staðið
■am undir birtingu. Hvað er
sem knýr konur á miðj-
aldri og við góðar fjár-
aðstæður til að setjast á
',!abekk með æskufólki, og
ía strembnu námi ofan á
milisannir og barnaupp-
ídi?
o !ag8i þessa spurningu fyrir
^riði Ásgeirsdóttur, en hún lauk
kólaprófi fyrir tæpum þremur
jm, 44 ára gömul. Hún róSst ekki
irðinn, þar sem hann var lægstur
i því að láta sér nægja tungu-
anám eða bókasafnsfræði, sem
vinsælar greinar meðal kvenna á
um aldri, heldur lagði hún stund
jcnám, sem reynzt hefur mörg-
iorsótt við mun betri aðstæður.
iur starfar nú á lögfræðiskrif-
eiginmanns síns, Hafsteins
- - inssonar. Þar hitti ég hana. og
s, ingunni svaraði hún á eftirfar-
• >átt: — Æ, mér bara leiddist.
* -* arnir mínir voru orðnir stálpað-
*jg hafði alltof lítið að gera.
'N
< I- ,
J.,1
— Og kom þetta yfir þig svona
allt í einu?
— Nei, sennilega hefur hugmynd-
in verið að þróast með mér í allt að
fimm ár. Hafsteinn hafði rætt mikið
við mig um störf stn, og eitt sinn er
við vorum á leið frá Keflavlk, fékk ég
heilmikinn fyrirlestur um eignarrétt,
sem ég held, að hafi riðið baggamun-
inn. Næsta haust lét ég innrita mig,
og það var erfiðast. Eftir það fannst
mér alit vera leikur. Strax við fyrsta
fyrirlesturinn fannst mér eins og
heilinn þiðnaði, og ég var gripin
sælukennd. Þetta voru ákaflega
þægileg áhrif.
Hafðirðu ekkert fengizt við fram-
haldsnám eftir stúdentspróf?
— Jú, ég innritaðist á sinum tíma
i læknadeild og tók þar próf í verk-
legri efnafræði, en ég hafði áður
unnið á rannsóknarstofu við að
mæla vítamln I lýsi. Svo sneri ég við
blaðinu og fór til Danmerkur til að
læra keramik. Ég réð mig sem lær-
ling á vinnustofu, og var þar I 6
mánuði án þess að komast I tæri við
kúnstina, þvf að ég var aðallega höfð
til að skúra gólf, kynda kakkelofna
og þvi um líkt. Þannig fór lista-
mannsferillinn. Reyndar ætlaði ég
slðar út á hann aftur. það er að segja
ég innritaðist f danskan bréfaskóla I
innanhúsarkitektur. Það gekk bæri-
lega fyrst f stað, en þar kom, að mig
vantaði undirstöðu f stærðfræði og
varð að hætta. Það var nú kannski
alveg eins gott, því að mér skilst, að
þetta námskeið hljóti okki viður-
kenningu hér heima.
— Og svo var það eiginmaðurinn,
sem ýtti þér út í lögfræðina beint
eða óbeint.
Já. hann var alltaf að hvetja mig,
en svo var líka annað, sem gerði það
að verkum, að ég tók þessa ákvörð-
un! Ég var nefnilega farin að fá
áhuga á pólítfk á þessum tíma, og
mér fundust karlmennirnir aldrei
hlusta á það, sem ég var að segja Þá
komst ég að þeirri niðurstöðu, að ég
yrði að afla mér aukinnar menntunar
til að geta látið til mln taka, og ég
finn. að miklu meira tillit er tekið til
skoðana minna nú en áður. Ég held.
Sigrlður Ásgeirsdóttir, lögfræðingur, með eiginmanni sínum Hafsteini Baldvinssyni, hrl. og börnum.
að það sé fyrst og fremst menntunar-
leysi íslenzkra kvenna, sem veldur
þvf hvað þær eiga erfitt uppdráttar i
opinberu Iffi, og ef við ætlum okkur
að komast eitthvað áfram, verðum
við að leggja á okkur tvöfalda vinnu
á við karlmenn.
— Og eigum við að sætta okkur
við þetta?
Sigrlður brosir. — Hefurðu ekki
tekið eftir því í fjölskylduboðum eða
samkvæmum, að karlmennirnir hóp-
ast alltaf saman og ræða um lands-
ins gagn og nauðsynjar, en konurnar
setjast annars staðar og tala um
eitthvað annað? Ef kona gerist nú
svo djörf að setjast hjá karlmönnun-
um, er hún litin hornauga, og ef hún
ætlar að tala, er ekki hlustað á hana,
svo að hún þarf að brýna raustina og
verður skrækróma. Ég held, að þetta
sé ekkert síður konum að kenna en
karlmönnum. Áhugasvið þeirra er yf-
irleitt þrengra, þær hætta sérsjaldan
út f umræður um annað en sitt nán-
asta umhverfi, og karlmenn eru
orðnir vanir því, að þær hafi fátt
nýtilegt til málanna að leggja. Upp
úr þessu þurfum við að rifa okkur,
þvl að konur geta ekki búizt við þvf
að verða metnar til jafns við karl-
menn utan heimilisins, ef þær hafa
ekki sömu menntun og þeir. en til
þess að ná þessu jafnræði þurfa
konur oft að leggja á sig tvöfalda
vinnu, ef þærhafa heimili.
— En heldurðu, að þetta sé nú
ekki eitthvað að lagast?
— Jú, jú, þetta er allt I áttina. Ég
sá nýlega skrá yfir útskrifaða lög-
fræðinga frá Háskólanum, allt frá
stofnun og þar kom I Ijós, að ég var
12. konan I röðinni. Nú eru liðin tæp
þrjú ár, frá því að ég útskrifaðist, og
slðan hafa bætzt við 12 aðrar. Þetta
hendir til þess, að kvenþjóðin sé
óðum að sækja sig, og mér þótti
mjög gaman að sjá þetta.
— Þú minntist áðan á sælukennd-
ina, sem gagntók þig undir fyrsta
fyrirlestrinum. Entist hún öll námsár-
in?
— Námið tók mig 6 ár og ég naut
þess allan tímann. Að vfsu var þetta
svolítið strembið á köflum, sérstak-
lega fyrir prófin, því að óg gat sára-
Iftið lesið fyrr en þá. Ég reyndi að
bæta þetta upp með góðri timasókn.
En það gat verið óþægilegt að koma
óundirbúin I tlmana, þvl að sumir
prófessorarnir áttu það til að taka
mann upp, og þá stóð ég stundum á
rótargati. Svo þurfti ég að fylgjast
ákaflega vel með I tlmunum til að
hafa gagn af þeim, af því að ég hafði
ekki kynnt mór efnið fyrirfram, svo
að ég var stundum komin með höf-
uðverk af einskærri einbeitingu.
— En fannst þér ekkert erfitt að
setjast niður við lestur eftir öll þessi
ár?
— Jú, mikil ósköp, en þetta mjatl-
aðist einhvern veginn, og ég naut
þess að hafa prlvatprófessor á heim-
ilinu, sem aðstoðaði mig á alla kanta
og hvatti mig óspart. Strax fyrsta
veturinn fékk ég mjög mikla uppörv-
un. Ég fékk prýðiseinkunn I hag-
fræði, sem er eitt af forprófunum.
Eftir það fannst mér ekki koma til
mála að gefast upp. Hinsvegar
þurfti ég að gera tvær atrennur við
annað forpróf, bókfærsluna, en eftir
það gekk allt stórslysalaust.
— En þér hefur ekki þótt neitt
andkannalegt að vera innanum
miklu yngra fólk í öll þessi ár.
— Nei, ég varð aldrei vör við það,
og ég held, að unga fólkið hafi aldrei
litið á mig sem einhvern furðugrip.
Og prófessorarnir komu fram við mig
á sama hátt og það, enda þótt sumir
þeirra væru yngri heldur en ég, með-
al annars einn, sem ég rogaðist með
í fanginu f barnæsku. Hins vegar tók
ég IFtinn þátt f félagsltfinu, til þess
hafði ég hvorki tima né áhuga.
— En fór ekki heimilishaldið á
annan endann?
— Þetta var svolltið fyrirtæki
fyrsta árið. Þá bjuggum við I Hafnar-
firði. og þrjá daga f viku þurfti ég að
sækja tfma á morgnana. Þá fór ég
með krakkana til móður minnar, og
svo borðuðum við hjá henni I hádeg-
inu. Eftir það þurftum við að aka
suður eftir I loftköstum, þvf að
krakkarnir byrjuðu f skólanum klukk-
an eitt. Þetta var töluverð ániðsla á
mömmu, en næsta vetur fluttumst
við aftur til Reykjavlkur, og þá
komst heimilishaldið I samt lag.
Mamma var mér mjög hjálpleg allan
tlmann og krakkarnir sýndu mér
mikinn skilning og hjálpsemi, svo að
ekki sé nú talað um eiginmanninn.
Auðvitað raskaðist ýmislegt á heim-
ilinu, til dæmis matarvenjur. Ég
steinhætti að hafa heitan mat í há-
deginu, og við borðuðum bara snarl.
Eitt sinn réð ég konu til að sjá um
tiltektir, en þegar til kom kunni ég
betur við að gera það sjálf, en I tvo
mánuði fyrir lokapróf fókk ég konu
til að sjá um heimilið fram yfir
hádegi.
— Og það hefur aldrei hvarflað að
þér að hætta?
— Nei, en hins vegar var ég orðin
dauðþreytt I lokin, eins og flestir
verða sjálfsagt eftir margra ára nám.
En núna.þegar ég er búin að hvlla
mig vel, er ég full áhuga á að læra
En núna. þegar ég er búin að
hvíla mig vel, er ég full
áhuga á að læra eitthvað meira.
Ég hef áhuga á mörgum svið-
um innan lögfræðinnar, og á með-
an ég bræði það með mér, að
hverju ég ætti helzt að snúa mér,
að hverju ég ætti helzt að snúa mér,
vinn ég hérna hjá eiginmanninum og
tek það sem berst upp I hendurnar á
mér, aðallega búskipti og bótamál.
Ég hef flutt þrjú prófmál af fjórum til
að verða héraðsdómslögmaður.
Sem stendur er mér efst f huga að
læra eitthvað í þjóðfólagsfræðum,
þvt að ég hef áhuga á stjórnmálum,
og einnig vildi ég gjarnan kynna mér
eitthvað nánar um barnavernd, þvi
að ég hef grun um, að þau mál séu
ekki eins og bezt verður á kosið. Já,
einhvern veginn er það nú þannig
með okkur konurnar, að við eigum
erfitt með að leiða hjá okkur málefni
barna, og við erum skiljanlega miklu
opnari fyrir þeim heldur en karl-
menn, þar sem börn hafa verið okkar
viðfangsefni frá upphafi vega, —
segir Sigrlður að lokum.