Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Side 9
„HANN GLOTTi VIÐ MÉR ÞEGAR HANN LEIÐ HJÁ" II: ÞAU SÁU STAPA- DRAUGINN í FEBRÚAR SL.: A Stapanum sótti svo mikil syfja a8 bílstjóranum. að hann varð ófær urn a8 aka Og þá birtist allt í einu maður og bað um far JR ÞÚ AÐ GAMLA BRÝNIÐ Eftir Árna Johnsen annarra bíla alla leiðina, því ég ætl aði ekki að lenda i sama ástandi og á suðurleiðinni. Gekk allt snurðulaust á heimleiðinni. Við fjogur. sem vorum i bílnum urðum ofsalega hrædd og strák urinn, sem var með mér, var ennþá feykilega myrkfælinn. Þessi saga er þó aðeins fyrirboði þess, sem átti sér stað næstu helgi á eftir. Þá var aftur farið á stað, og strákarnir kunningjar minir ,,melduðu sig Þaðvarákveð ið að fara að harka Keyrt var á feikna miklum bil, Doríunni hans Sigurðar Ingimarssonar Eg keyrði hílinn og við vorum að harka í Reykjavik fram eftir kvoldi, 7 manns í bilnum: Siggi og Ella (Sigurður Ingimarsson og Elin Magnúsdóttir), Svenni og Dúna (Sveinn Ingibergs son og Guðrún Haraldsdóttir), ég og Þóra og Gisli Guðnason. Oll skotu- hjúin eru nú gift, en þegar þetta var, vorum við á aldrinum 1 6 — 20 ára. Um miðnæturbil kom upp sú hug- mynd að brenna suður til Keflavikur til að kaupa ol og sælgæti. Ég neitaði algjorlega i fyrstu og sagðist alls ekki fara þá leið oftar i myrkri, — var hreinlega óttasleginn, minnugur þess, sem gerst hafði helgina áður. En það var jagast og þráttað og gert stólpa grin að hetjunni við stýrið, — svo ég lét loksins undann. Eins og gengur var ærslast i bilnum á suður- leiðinni og strax varð Stapadraugur- inn snar þáttur i leiknum, því strák- arnir létu illum látum, opnuðu glugg- ann og kolluðu út „Komdu nú Stjáni blái, ef þú þorir, láttu nú sjá þig Stapadraugur ef þú getur eitthvað." En Gisli, sem hefur dulræna hæfi- leika. impraði á þvi að við skyldum bara taka þessu rólega, Stapa- draugurinn myndi hafa samband við okkur á heimleiðinni. Ekki var mér sama um öll lætin, en ekkert sér- stakt átti sér stað á suðurleiðinni. Eftir stutta viðdvöl i Keflavik var haldið til baka. Ég var nú heldur galvaskari úr þvi að ekkert kom fyrir á suðurleiðinni, og fór að reyna að hefna harma minna. Meðal annars skaut ég titt á Sigga Ingimars. Hann var með tilþrif þarna og mundaði sjennapott, sem strákarnir voru með aftur í. Ingimar, pabbi hans, var gjarn á að fylgjast vel með stráknum og sjá um að hann gerði ekki alvar leg glappaskot, sem við vorum þó alltaf að gera. Svo ég segi við hann: „Hvað heldur þú að gamla brýnið segi núna," en þetta var setning. serti við notuðum nokkuð oft, en ég vissi ekki til að aðrir notuðu þá. Þegar ég er rétt kominn upp á Stapann, tekur mig að syfja ógur lega Ég varð að leggja mig út af og sofna á þessari somu mínútu. Gisli sagði að ég skyldi reyna að harka af mér, þvi þá myndi Stapadraugurinn losna mig við syfjuna þegar ég kæmi til Hafnarfjarðar. En það varð ekki við neitt ráðið. Eg stoðvaði bílinn, lagði handlegginn yfir sætisbakið við hliðina á mér og hallaði mér út af. I sama mund og ég legg hofuðið út af, segir Gisli, sem sat einnig frammi ásamt Þóru: ,,Einar, sérðu manninn, sem er að koma þarna. " Ég bað hann að láta ekki svona, fannst komið nóg af kynlegri atburðarás. En i þvi er bankað í gluggann á hurðinni mín megin. Eg lit upp i hvelli og ris upp um leið, greip um húninn og horfði beint framan i manninn utan dyra, þrekinn eldri mann, dokkklæddan og veðurbarinn. Um leið og ég skrúfa niður gluggann, segir hann dimmri, hásri röddu: ,,Eg ætla að sitja i." Það var allt komið í kerfi i bílnum, fólk- inu brá svo illþyrmilega. Og Siggi hrópar upp: ,,Það situr enginn draug ur i minum bíl!" Gísli var eini maðurinn, sem ekki lét bilbug á sér finna og segir við draugsa: „Komdu bara aftur i vin- ur". Kempan hoktir þá hringinn í kringum bilinn og inn i hann hægra megin að aftan. Stelpurnar voru þá farnar að snökta og sumar lagstar i gólfið og þau fjögur sem sátu aftur í hnipruðu sig svo þétt saman að ekkert þeirra snerti kauða þeg ar hann settist inn. En hvað heldur þú að sé það fyrsta, sem draugsi segir, þegar hann er setztur inn? Um leið og hann er setztur segir hann með sinni hásu rödd: ,,Hvað ætli gamla brýnið segi núna". Einmitt það sama og ég hafði nýlokið við að segja. Þá var mér öllum lokið og nú varð allt i fári í bílnum, þvi þetta var einum of mikið af því góða. Ég ók þó áfram mjög rólega, en Gísli fór að tala við karlinn og sá ég þá bezt, að Gisli var ekki kallaður Gilli töff fyrir ekki neitt. Ekki þorði ég að lita aftur i og ekki einu sinni í baksýnisspegilinn. Gilli spurði nú karlinn hvað hann gerði og hann svaraði: ,,Ég er í sjó- mannaskóla hérna fyrir neðan." Ekki bætti þessi yfirlýsing úr skák, en Gilli kváði og spurði hvort hann væri ennþá í sjómannaskóla. Sagðist þá Framhald á bls. 12. ,,Ertu að tala um það þegar við sáum Stapadrauginn", svaraði Ragnar Franzson stýrimaður, þegar ég spurði hann um atburðina á Stapanum við Keflavik s.l. vetur. ,,Þetta var þannig", sagði Ragnar, ,,að við vorum á leið suður til Njarð víkur milli kl. 8 og 9 að kvoldlagi i febrúar sl Við vorum 4 i bilnum, ég sat frami ásamt syni minum, Eiriki, sem ók, en aftur i sat annar sonur minn ásamt kærustu sinni A leiðinni var ég að segja þeim frá þvi, sem ýmsir hefðu séð á Stapanum og einnig .ryfjaði ég upp sagnir frá Kerlingarskarði. Krakkarnir hlógu mikið að þessum sognum, — kom líka til tals hver viðbrögðin yrðu, ef maður sæi allt i einu draug fyrir framan bilinn. Eiríkur sagðist ekki myndu vikja fet, þvi hann vissi að það skipti engu máli; hann ætti að geta ekið í gegn um drauginn. Svo féll þetta hjal niður og skömmu seinna komum við að Stapanum. Þegar við vorum að fara i gegn um seinni ruðninginn þar sem nýi veg urinn liggur um Stapann, niðurgraf- inn, birtist allt i einu maður i bil- Ijósunum, rétt fyrir framan bilinn. Eiríkur snarbeygði til vinstri og var næstum farinn út af, en ég og þau hin i bilnum sáum manninn liða aftur með bilnum, um leið og við fóruni fram hjá Samt ókum við yfir staðinn þar sem hann hafði staðið og birtzt Við sáum manninn oll greinilega og þegar hann leið fram hjá bilnum glotti hann framan i mig. Hann var með rauðjarpt alskegg og i vaðmáls doppum, en slikan sjóklæðnað hafði ég séð i æsku Hann hafði skarpa andlitsdrætti og virtist dálitið yfir miðjan aldur. Krakkarnir voru felmtri slegin og það kom mikið fát á okkur, þvi þetta var svo óvænt Við héldum ferð okkar áfram þá stuttu leið sem eftir var til Njarðvikur. Við hofðum þar stutta viðdvol og héldum aftur til baka. Þá námum við staðar þar sem þetta hafði gerzt rétt áður og lituðumst um Aður en við komum að Stapanum á suðurleiðinni, hafði snjór fallið nýlega, en ekki hafði fallið korn siðan. Engin spor sáum við i snjónum og var þó vel leitað Við vorum þvi viss um að það sem við höfðum séð þarna á Stapanum var ekki af holdi og blóði. Aldrei fyrr hef ég séð neitt slikt, en ég býst ekki við að krakkarnir hlæi framar að slikum sognum" III SYNIR: HUN SETTIST MH) LAMPANN GAMALL oliulampi stóð á borðinu. Við sátum og robbuðum saman i fallegri íbúð ungra hjóna við Eyja- bakka i Breiðholti. Lampinn kom við þá sogu sem hér fer á eftir. Atburðurinn átti sér stað norður i Skagafirði að haustlagi fyrir þremur árum. Ungu hjónin, Sveinn Fjeldsted og Ingibjorg Kristjánsdóttir brugðu sér þá norður i Skagafjorð i heim- sókn á Gauksstaði, þar sem Sveinn hafði verið í sveit 4—5 sumur. Þar býr nú móðursystir Sveins, gift bóndanum á bænum. Sveinn og Ingibjorg gistu hjá þeim hjónum og sváfu uppi á lofti. Daginn eftir átti að fara í gongur og ætlaði Sveinn með. Sveinn: ,,Um morguninn vekur konan mín mig og segir að Didda hafi komið upp og vakið mig, — en Didda var kona á bænum. Ingibjörg spurði mig hvort ég ætlaði ekki að fara að drifa mig á fætur, en ég var ekki alveg samþykkur, því ég hafði einskis orðið var. Ingibjorg var hins vegar stíf á þvi að búið væri að vekja mig og það endaði með þvi, að ég dreif mig á fætur, hálfsofandi, en Ingibjörg var glaðvakandi. Þegar ég kom niður voru allir i fastasvefni, svo ég hugsa ekkert meira um þetta og labba út í morg- unskimunni og niður að gamla torf bænum sem ég hafði sofið í mörgum árum áður. Nú er búið að breyta bænum i hlöðu. Siðan labbaði ég aftur heim i nýja bæinn og vakti fólkið, en bóndinn á bænum var gangnaforinginn. Hann hafði reynd- Framhald á bls. 10 A RUMSTOKKINN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.