Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Page 14
SJÓMINJASAFN
Framhald af bls. 3
þó einnig mjög mörg, sem leggja
áherzlu á hin eðlilegu og friösamlegu
not af sjónum, fiskveiðar, far-
mennsku, skipasmíðar og þróun
skipa og smábáta, og sýna hvers
kyns tæki, ný og gömul, sem þessum
þáttum tilheyra. Er næsta merkilegt
og oft á tiðum stórfenglegt að skoða
þessi söfn, og segja má, að við get-
um víða sótt fyrirmyndir og fengið
hugmyndir um það. hversu staðið
skuli að sjóminjasafni hér, en þó
verður jafnframt augljóst oft á tið-
um, hve mikils við höfum þegar
misst.
Á Norðurlöndum eru mörg stór og
merkileg sjóminjasöfn, ekki sfzt í
Noregi, þar sem fiskveiðar og far-
mennska eiga sér mjög gamlar ræt-
ur. Þótti mér t.d. næsta forvitnilegt
að skoða nú nýlega sjóminjasafnið í
Ósló, sem verið er að setja upp í
nýjum húsakynnum. Á Byggðey, F
útjaðri Óslóar, eru mörg söfn, safna-
þyrping, og ber þar mest á Þjóð-
fræðasafninu (Norsk folkemuseum)
og víkingaskipasafninu, en skammt
þar frá er hið þekkta skip Fram, sem
flutti Nansen og Amundsen í heim-
skautaleiðangra sfna, flekinn Kon
Tiki, sem fær senn sér til samlætis
sefbátinn Ra 2., og nú er einnig
skútan Gjöa, sem Amundsen fór
fyrstur manna á Norðvesturleiðina,
norður fyrir Ameríku frá Atlantshafi
og til Kyrrahafs. nýkomið þangað.
Hún stendur nýviðgerð úti undir ber-
um himni enn sem komið er, en rétt
hjá er bátasafnið. þar sem sýndar
eru yfir tuttugu gerðir báta og far-
kosta, sem notaðir hafa verið við
strendur Noregs og á vötnum og ám
fram á þessa öld.
Skammt frá er svo bygging sjó-
minjasafnsins, sem verið hefur f
smiðum talsvert lengi en er nú um
það bil að verða lokið. Þar verður
aðal sjóminjasafn Noregs til húsa,
safn, sem reyndar er allgamalt en er
nú fyrst að fá viðeigandi samastað.
Þótt safnið væri ekki enn uppsett
nema að litlum hluta gat þarna að
líta hina furðulegustu hluti. Geysi-
margt var þar opinna báta, allt frá
eintrjáningum til hinna stóru Norð-
landsbáta, sem bera mörg einkenni
víkingaskipanna gömlu. Þarna var
mikill sægur líkana af öllum gerðum
skipa, af opnum bátum, vélbátum,
gufuskipum og hinum stóru farm-
skipum vorra tima. Þar voru einnig
veiðarfæri alls konar og á efstu hæð
var verið að koma fyrir reyksal,
stigagangi og káetum úr gufuskipi,
strandferðaskipi, sem smiðað var
snemma á þessari öld og hafði nú
nýverið lokið þjónustu sinni. Þegar
skipið var höggvið upp voru þessir
hlutir teknir úr því, enda voru þeir
ekki af verra taginu, allt tréverk úr
gljápóleruðu mahóni, glansfægður
kopar hvarvetna sem málms var
þörf, plussáklæði og slipuð gler.
Þetta var frá þeim tíma, er menn
nutu þess að ferðast fint, enda var
þetta valið af fyrsta farrými skipsins.
Annars staðar voru menn að setja
upp ýmsa hluti ofanþilja af gömlu
barkskipi, sem höggvið var upp fyrir
um 30 árum, en menn höfðu haft þá
forsjálni að geyma þessa hluti. Þar
var stýrishjól skipsins. áttaviti, ká-
etukappi. þilfarshús og vinda. og í
heild sinni gaf þetta skemmtilega
hugmynd um útbúnað þessara skipa,
sem nú mega heita horfin. Sfðan
voru Ijósmyndir og teikningar notað-
ar til að skýra það, sem ekki var
hægt að sýna með hlutum, svo sem
skipið sjálft, ýmis handtök og hversu
seglum var hagað. Þetta var allt
stórfenglegt, að minnsta kosti fyrir
þann, sem aldrei hafði séð þessa
hluti í sinu rétta samhengi.
En þó er annað sjóminjasafn mér
öllu hugstæðara, ekki vegna stærðar
sinnar heldur þess, hve vel það skýr-
ir samskipti og baráttu viðkomandi
þjóðar við sjóinn. Það er Bátahöllin
svokallaða i Þórshöfn í Færeyjum,
þar sem safnað hefur verið saman
nokkrum vel völdum sýnishornum af
færeysku bátunum og veiðarfærum,
svo og sjókortum, myndum og öðr-
um hlutum, sem sjómennskunni til-
heyra. Hér fannst manni hver hlutur
þjóðargersemi, segja langa sögu og
tjá meira en mörg orð um þennan
mikilvæga bjargræðisveg Færey-
inga. — Þegar ég skoðaði safnið
fann ég glöggt til þess, hvað við
íslendingar förum mikils á mis við að
eiga ekki gott og itarlegt safn, sem
sýnir nytjar þjóðarinnar af sjónum I
sem viðustum skilningi þær 11 aldir,
sem þjóðin hefur búið í landinu.
Það sjóminjasafn, sem nú er verið
að reyna að koma upp hér á íslandi,
þarf að sýna margar hliðar sjósóknar
og bjargræðis af sjónum. Þar mun
eðlilega sjósóknin á opnu skipunum
skipa mikið rúm, ekki sízt þar sem
hún var mjög breytileg eftir lands-
hlutum. Bátalag var misjafnt, og
þyrfti helzt að varðveita eitt gott
eintak af hverju bátalagi, en einnig
voru mismunandi veiðarfæri og mis-
munandi fisktegundir veiddar i ólik-
um landshlutum. Þetta þarfaðreyna
að sýna á sem ítarlegastan hátt,
bæði með hlutum, myndum og með
skýringartextum. Þá þarf að gera
nokkur skil siglingum fornmanna út
hingað, siglingum og verzlun mið-
aldamanna, upphafi vélskipanna,
bæði gufuskipa og mótorskipa og
hversu þróunin hefur orðið þar, en
skiljanlega verður það að gerast að
miklu leyti með líkönum og mynd-
um. — Væri til dæmis ekki ófróðlegt
að geta sýnt, hvernig botnvarpa er i
raun og veru og hvernig hún veiðir,
eða sildarnót, svo að tekin séu dæmi
um þau veiðarfæri, sem hvað oftast
eru nefnd en mjög fáir aðrir en sjó-
mennirnir sjálfir þekkja i rauninni
nokkuð til. — Þá má ekki gleyma
öðrum nytjum af sjónum, hagnýt-
ingu rekaviðar, sjófuglaveiðum, sel-
og hvalveiðum fyrir svo utan þætti
eins og landhelgisgæzlu og björgun-
arstörf, sem lögð er svo brýn áherzla
á hjá okkur.
Verkefni sjóminjasafns eru mikil.
Þá á ekki aðeins að verða sýningar-
safn, heldur fræða- og rannsóknar-
stofnun, þar sem heimildum er safn-
að um skip og sjávarútveg. og sjó-
mennsku yfirleitt og þar sem þeir, er
kanna eða rannsaka slíka hluti,
þurfa að eiga greiðan aðgang að
hvers kyns ritum og öðrum upplýs-
ingum um þessa hluti. ekki aðeins
viðvikjandi íslandi heldur og ná-
grannalöndunum einnig, að minnsta
kosti i einhverjum mæli. Þetta kost-
ar átak, bæði fjármuni og framtak,
en að þessu þarf að stefna og það
heldur fyrr en seinna. Með hverju
árinu hverfa mikilsverðir hlutir og
gögn, sem ekki verða endurheimtir.
Ég var fyrir skömmu staddur hjá
gömlum manni, sem fékk mér í
hendur gamlan, útdreginn skipskíki.
„Þetta er vist kíkirinn úr Sailor,"
sagði hann, ,,sem strandaði við Þing-
eyrasand i sumarmálagarðinum
1887. Það var hákarla skip frá Eyja-
firði, faðir minn keypti skipað að
hálfu á strandstað og svo var það
rifið. Þetta er líklega það eina, sem
til er úr Sailor."
Ég þóttist góðu bættari fyrir safns-
ins hönd og nú bið ég eftir þvt, að
einhver færi mér einhvern daginn
hlut úr gamla Gullfossi eða öðrum af
fyrstu farskipum okkar. Svo ólánlega
virðist nefnilega hafa til tekizt, að öll
þessi gömlu gufuskip, sem áttu hvað
mestan þátt i að efla framtak þjóðar-
innar á sinni tið og ollu straumhvörf-
um i samgöngumálum okkar, hafi
horfið án þess að snefill sé eftir úr
nokkru þeirra. Sltk staðreynd ýtir
harkalega við manni og kallar enn
fastará sjóminjasafn.
Þór Magnússon.
LANDNÁM
FYRIR LANDNÁM
Framhald af bls. 12
að þeir urðu að hafa með sér
bústofn, því að án kvikfjárræktar
var ekki unnt að búa í þessulandí.
Sennilega hafa þeir flutt kvikféð í
sérstökum skipum og valið til
þess ungviði af hverri tegund, þvi
að ungviðið hefir verið auðveld-
ara að flytja svo langa leið milli
landa og auk þess hafa skipin þá
rúmað miklu fleiri einstaklinga.
A hinn bóginn hefir norrænum
landnemum verið varnað að gæta
þeirrar hagsýni, því að ef þeir
hefðu orðið að taka af bústofni
sinum og þá aðallega fulíorðnar
skepnur, ef þeir skyldu flytja með
sér kv'kfé í stóruih stíl.
íruiii var það lífsspursmál að
flytja mikið af kvikfé hingað og
kemur þar fleira til álita, en
menn geta áttað sig á i
fljótu bragði. Þeir fluttu t.d.
ekki sauðfé hingað eingöngu
til þess að fá af því ull til
fatnaðar og kjöt til manneldis
og ekki kýr og geitur til þess að fá
úr þeim mjólk. Annað sjónarmið
var þýðingarmeira.
Frumbyggjum á ey úti i regin-
haf'i, ern nauðsyn að eiga skipa-
kost góðan til siglinga yfir hafið,
svo að þá dagi ekki uppi þar sem
þeir eru k'omnir.
Nú er það vitað að skip Iranna
voru eingöngu húöskip
(curraghs). Grind þeirra ski]ia
var úr tráviði, en súð var engin.
Utan á grindina strengdu þeir
barksútaðar nautshúðir og nægði
eigi minna en þessi byrðingur
væri þrefaldur. Má á þvi sjá, að
margar nautshúðir hefir þurft í
hvert skip. Segl voru gerð úr elt-
um sauðskinnum, geitastökum og
hundsskinnum, því að þau skinn
voru léttari og voðfelldari en leð-
ur. Kn úr svínsleðri gerðu þeir
stög og bönd. Húðirnar i byrðing-
unum entust mismunandi vel og
varð því oft að skifta um þær.
Á þessu má sjá, að írarnir
fluttu eigi kvikfé hingað ein-
göngu í þeim tilgangi, að geta
lifað á því. heldur jafnvel miklu
fremur til þess að þeir gætu hald-
ið við skipakosti sinum og smíðað
sér ný skip (eins og sagt er í
Landnámu um Avang í Botni).
I ritinu „De Mensura" sem írsk-
ur munkur skráði 825, eða hálfri
öld áður en norskt landnám hófst
hér, segir hann að írska byggðin í
Færeyjum sé komin í eyði vegna
ágengni „norskra ræningja", en
þar sé mikil mergð sauðfjár. Af
þessum mikla fjölda sauðfjár, er
Irar höfðu orðið að skilja þar eft-
ir, fengu eyjarnar nafn sitt og
voru kallaðar Færeyjar, svo sem
þær heita enn í dag. Þetta sauðfé
hefir orðið uppistaðan í búskap
og velgengni Gríms kambans.
Af þessu má ráöa, að hér á landi
hafi verið óteljandi grúi sauðfjár
fimmtíu árum seinna, því að Irar
höfðu þá lagt leiðir sínar hingaó
álíka lengi og til Færeyja. Og
vegna þess að hér var miklu
meira landrými en þar, má búast
við því, að mörgum sinnum fleiri
landnemar hafi farið hingað. ()g
ekki hefir kvikfénaður tímgast
verr hér en í Færeyjum.
Um þessar mundir höfðu nor-
rænir víkingar herjaö lengi á Ir-
land og þeir höfðu náð undir sig
Dyflinni og riktu yfir henni, svo
að þar mátti kalla norska ný-
lendu. Þar hafa víkingar haft frið-
land, milli ltess er þeir fóru ráns-
ferðir sínar um landið, og þar
hafa þeir getað fengiö ujiplýsing-
ar um Island og kosti þess, meöal
annars að „þar þyrfti ekki fé að
kaupa", eins og stendur í Lax-
dælu. Menn gátu tekið það þar i
stórhópum eftir vild, ef þeir báru
sig eftir björginni. Þeir gátu einn-
ig fengið þessar upplýsingar hjá
fólki, sem þeir hertóku. En vegna
þeirra frásagna, sém Norðmenn
fengu hjá Irum af landkostum
íslands, hefst svo norskt landnám
hér.
Sagt er,að ekki hafi liðið nema
60 ár frá því að fyrstu norrænu
landnámsmennirnir komu hing-
aö, þar til landið var allt að fullu
numiö svo að enginn skiki var
eftir. Ekki vita menn hve margt
fólk var þá hér, en það var nógu
margt til þess að stofna þjóðfélag
og alþingi.
Sé nú litið á hitt, að Irar vöru
hér einir um hituna í 150 ár þar
áður, þarf engan að undra þótt
margt fólk hafi verið hér búsett
þegar norrænir menn komu til
landsins, og á þeim tíma hafi þeir
komið sér upp aragrúa kvikfjár,
þegar allar skepnur gátu gengið
sjálfala. Meginþorra |)ess kvikfjár
hafa norksu landnem'arnir sölsað
undir sig jafnöðum og þeir komu
hingað og eins hafa þeir hneppt
fólk í ánauð. Þar hefir Geirmund-
ur heljarskinn verið stórtækast-
ur, enda hafði hann með sér út
hingað 80 manna herflokk auk
fjölskyldu og þjónustuliðs. Alls
hefir þetta verið rúmlega
hundrað manns.
Geirmundi nægói ekki að leggja
undir sig Skarðsströnd, hann
lagöi einnig undir sig firðina
norðan Breiðafjarðar og hafði þar
svínahjörð á Svínanesi og sauðfé
á Hjarðarnesi. Siðan fór hann
norður á Strandir og nam þar
land frá Aöalvik að Straumnesi
fyrir austan Horn. Þar stofnaði
hann fjögur bú. Og enn stofnaði
hann bú í Steingrímsfirði og hafði
þaðan selför í Bitru. Segir í sögu
hans að hann hafi átt „óf kvik-
fjár". Nú var Geirmundur sækon-
ungur meðan hann var ytra og
hefir því varla flutt með sér fé
hingaö. Samkvæmt upplýsingum
sögunnar verður að álykta, að á
sex búum Geirmundar hafi ekki
verið færra fólk en rúmlega 300
manns, þar með taldir hermenn-
irnir, eða hirðmennirnir 80. Má
þá á þessu sjá, að Geirmundur
hefir hertekið hér og lagt í ánauð
um 200 manns. Sú tala gefur
nokkra bendingu um hve margt
írskt fólk hefir verið á þessum
slóðum, þegar Geirmundur kom
hingað um 895.
Irar voru bændaþjóð og þess
vegna hafa verið dreifðar byggðir
þeirra hér og hvergi byggöahverfi
nema þar semPaparnir völdu sér
bústaði. Þeir hafa fyrst komið
hingað í hópum og hver skips-
höfn hefir hreiðrað um sig á
sama stað. Þegar írskir landnem-
ar tóku svo að flytjst hingað, er
eðlilegt að þeir hafi reist bæi sina
skammt frá Papaverunum og
þannig hefir orðið dreifbýli um
landið.
Eg hefi áður dregiö likur að því,
að Kollafirðirnir hér á landi dragi
nafn sitt af Keltum, sem þar hafi
átt b.vggð, því að norrænir menn
muni hafa kallað Papana „kolla”
vegna þess að þeir voru krúnu-
rakaðir*. Nú sést á siigu Geir-
mundar, að hann hefir einmitt
safnað sauðf'é þar sem eru hinir
tveir Kollafirðir á Vesturkjálkan-
um, og munu því hafa veriö Papa-
ver á báðum stöðum. (Sjá Grúsk
I—II).
Hér er skýringín á því, sem
vantar á Landnámu, hvernig á því
stóð að norrænir landnemar gátu
hafið búskap hér um leiö og þeir
stigu á land. Það var vegna þess,
að rétt er frásögn Laxdælu, að á
Islandi þurfti ekki fé aö kaupa.
Þar var slíkur aragrúi sauðfjár,
að menn gátu fengið nægan bú-
stofn i landnámi sínu. Sögurnar
bera það með sér að enginn skort-
ur hefir verið á ull hér fyrstu
árin, því að eigi höfðu menn að-
eins næga ull til fatnaðar handa
sér og sínum, heldur voru vaðmál
fyrsta útflutningsvaran. Auk
sauðfjárins hafa þeir fengiö naut-
pening, geitur og svín, einkum í
nánd við Papaverin, og „tekið það
allt traustataki". Sennilega hefir
verið fátt um hesta hér, þvi að
landnemarnir eru alltaf fótgang-
andi, hvar sem maður sér þá.
Þaó er sögufölsun, þegar sagt er
að norrænir landnemar hafi kom-
ið hér að auðu og óbyggðu landi,
og hún virðist gerð til þess, að
þúrrka út söguna um landnámið
fyrir landnám.
A þessu 1100 ára afmæli er ekki
hægt að sniðganga þá sögu öðru
vfsi en oss verði það sjálfum til
vansæmdar, því að þá verður nor-
ræna landnámssagan óskiljanleg
enn um sinn.
"'Þetta styðst ennfremur við það,
að þegar Jón biskup helgi hitti
Sæmund l'róða í Paris, kallaði
Sæmundur sig Koll. Mun það vera
af því, að hann hefir þá tekið
einhverjar vígslur og vérið gerð-
ur kollur um leiö.
MERKILEGT
MANNLÍF
Framhald af bls. 5
bæði rikur og gamall orSinn, hélt
hann áfram að vera það, sem hann
hafði verið, þegar hann var ungur,
vinur fátækra — frjálslyndur, vernd-
ari allra minnihluta, andstæðingur
hvers konar laga til ágóða fyrir æðri
stéttirnar; hann tók mannréttindi
fram yfir eignaréttindi. Og mættu
sumir stjórnmálamenn nútimans í
Bandaríkjunum af þvi læra. Franklin
var ákveðinn stuðningsmaður þess,
að nýlendurnar sameinuðust í
Bandariki, eins og Lincoln, og átti
mikinn þátt i samningu stjórnarskrá
Bandaríkjanna.
Nú var sjón þessa framsýna manns
tekin að bila; en Franklin var ekki á
þvi að sætta sig við það, án þess að
Fiumstætt tæki til að
framleiða rafstraum.
Benjamin Franklin
fann það upp og smíð-
aðí tækið sjálfur.