Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Blaðsíða 13
Hátíðahald á þjóðhátíðardaginn, 17. júni, hefur um árabil verið hálfgert vandræðamál. En það verður þó að segja öllum ráðandi aðilum til hróss, að á þessu herrans þjóð- hátíðarári; tókst að bjarga þessum degi nokkurnveginn slysalaust. Það verður að teljast afrek út af fyrir sig. Mér er minnis- stætt kvöld þessa dags fyrir tveimur árum; argvítugri fylliríissamkomu hef ég naumast séð, nema ef vera kynni á jónsmessuhátíð- um hjá kommum, sem á timabili voru látnar setja blett á Þingvelli ár eftir ár. Unglinga- drykkja setti mestan svip á þjóðhátíð lands- manna síðustu árin; við það varð ekki unað lengur. En auk þess mátti greina almenn leiðindi á þjóðhátíðarhaldinu. Formið virtist steinrunnið og dautt. Allt hátíðastússið, fjallkonan með Ijóðið sitt og oftast nokkuð uppskrúfaðan hátíðleik, ræðurnar: Góðir ís- lendingar, o.s.frv. — þetta mjög svo hefð- bundna form, heyrirtil liðnum tíma. Á þenn- an hátt verður að því er virðist sífellt erfiðara að samstilla hugi landsmanna og magna tilhlýðilegan hátíðleik, að ekki sé talað um skemmtun. Nú er ekki lengur við það miðað, að íbúar höfuðborgarsvæðisins komi helzt allir niður á Arnarhól. í nágrannabyggðum Reykjavíkur hefur færst nýtt fjör í þjóðhátíðarhaldið 17. júní; einkum mátti greina verulega breytingu í þá átt núna. Fjölmennar og ágætar sam- komur voru haldnar í Hafnarfirði, Garða- hreppi og Kópavogi. Fyrir nokkrum árum var viðleitnin í þá átt heldur máttvana; þá var allur straumurinn til Reykjavíkur. Fólkið á þessu svæði hefur sjálft átt þátt í breytingunni með þvi að sækja fremur sam- komurnar í heimabyggðunum. Sjálfur var ég við hátíðahöld i Garðahreppi, þar sem nýtt og glæsilegt íþróttahús skapaði aðstöðu, sem áður hefur ekki verið til þar. Ég minnist þess ekki að hafa komið á svo ánægjulega þjóðhátíðarsamkomu um langt árabil. Kannski var það vegna þess að allar stærðir voru í hófi, en líklega þó öllu fremur vegna þess að dagskráin var heimatilbúin og stóð manni þessvegna nær. Ekki hef ég nema allt það bezta um okkar landskunnu skemmti- krafta að segja og met hæfileika þeirra vonandi að verðleikum. En ólíkt fannst mér meira hrífandi að heyra börnin syngja og spila á flautur með atvinnumannahljómsveit að baki. Það er líka eitthvað sérlega skemmtilegt við að sjá viðvaninga leika á sviði; hér voru það unglingar úr gagnfræðaskólanum. Á einhvern hátt fylgir þvi meira ævintýri og áhætta en hnitmiðuðum uppfærslum at- vinnuleikara. Mistökin verða jafnvel skemmtilegust af öllu, að minnsta kosti á eftir. Þarna var eitt atriði, sem mér fannst brúa betur bilið milli fortíðar/og nútíðar, en flest af því sem ég hef heyrt og séð í seinni tið. Það var svokallað þjóðlagapopp. Rafvædd popp- hljómsveit vel æfðra stráka úr gagnfræða- skólanum tók gömlu góðu og þjóðlegu lögin, sem til þessa hafa verið sungin með yfir- gengilegum þyngslabrag og alvöru. Þarna var þjóðlegur arfur, sem allir þekkja og öllum þykir vænt um, tekinn og fluttur á því máli, sem unglingarnir skilja betur en nokkuð annað og raunar hald ég, að allir hafi haft mikla ánægju af. Mér fannst, að einmitt þarna væri vísir þess, sem gera þarf á breið- um grundvelli: Að halda þræðinum; halda í eitthvað af þvi gamla, en gefa þvi nýtt blóð. Sé það ekki gert, dagar formið uppi eins og nátttröll og nær ekki til nokkurs manns. Á hátíðastundu þykir víst ekki frambæri- legt að sleppa ræðuhöldum. En mikið held ég að hin fleygu og fögru orð fari fyrir ofan garð og neðan hjá áheyrendum. Hið talaða orð á í vök að verjast. Orð eins manns verða að hafa magnaðan þunga og næsta óvenju- legan töfrakraft, ef þau eiga ekki að kafna í skvaldri fólks og skrjáfi sælgærisumbúða. Það sem i svipinn nær sambandi er músík og kannski sýningaratriði, sem hægt er að njóta án þess að þurfa að einbeita sér og hugsa. Það er sjo fjári erfitt að hugsa; þjöðhátíðar- gestur, sem maular poppkorn eða ís vill fyrir alla lifandi muni vera laus við það. Gísli Sigurðsson. Kr ossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu i n [0. FULL F*- ftHD KTÖk uft ifií 1 fift- KVfN- /MV f* SH[:k HSSjI iri H in uM k In' A F V e 4 A L e 1 D D U R Í:> KV- Kt'- L T o' i N i i> A X l rif*-*- OTR YSt.- Ufl V A' L y N J> U R ú, R A S H %T- fi‘ú« £ R PÚK5 UR goftí ssæ A X l R N A R T HCIl* BRoT V A H 4 A V £ L r u R fS’r y r N / A K A ILtut XI® Mf j ■>. FL- n n i o T U * ■ £ ÍKCft. V l N ■ffl\ T R u N A i> tí R ú VfWD IR S N * u <° R ruftt INUM AíAfíJ t* A T A N R K fAHT.fi *UTAR F A N T s STfi UM E Pfjp- ! R m N 1 r RCKl So&i U S &*■'* F 1 s íT4 A R 1 |® írfM- BHOÖ,, H N tvtir- gl— ruö R ý R T Ccbi rerr- *N 1 15J51 K u N N 1 1 'i n ■ p R. Ý P vl R A F — PokA H £ N N 1 Huc.- R A 4 A R KllíuK- UöJL. Leir 0' F 1 M 1 R EMD VNA A N w 5 o' £ A R FISK a«- tHt-t i K A T A N fJAfN A' 5 U YfcTL 0«*- A 6. A R Llðf- nmr ***»! W u. R \ L D 1 HlT. T n FA'ST £KKI YvEH veft; u 'Þog-a— n&- 1 Ð AS> UhA } > lA<^ Diae- AM 5LR45 MAL EIA/- DZEÍ- IÐ jot- A'srfto ATI-OT FFtftíi *** SKoTt gLAui/ (a Cc r LEKuR. T/HA ftrr /KoR- p r*. R A'tFihH flfiUR /° TSTÁl UM 4*-' /fl M' H l. T. K* n* \ rJ n> Ka't- IR KM- APP- u g. 'A K-LAKA l. o a. FT- 6 LL- 1 N %t 1 FAM- ÍOlA - jR-vt fUÁL INN MA'f FR/E&l Heiri Ettoiva. ■ ífEL' rfl FLEY- SUGflfJ íáuÐ - U N1 KltftFT /N Heu-AR FATN-I A © fcíAM- PrÆ£ i e. rnTo'- LflUS fUAiJ ITK. fO Kf- /UfU í S- - wafiíi ÍNiKT- UR SPoTf 1 S?\L- IN FWD/N4 i-fl K- rtK i SflM- HLÍ. FNuft) f FNI N€LA pR' o?l PAtJff- ÍÁR STt\FUKi K*>M A 4* KeW VERK- FÆRI FoR- iKEtTt 5r^V» - FT777 ffírA- h t-r. fRUM' efn 1 LYK7: IR 5 L- i€Ml ELD- ‘jT o HAM4 /R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.