Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Blaðsíða 12
dölum svo miklir, aö þar gat allur
búpeningur gengió sjálf'ala allan
ársins hring, en veiðiskapur nóg-
ur í ám og vötnum og fiskur uppi í
landsteinum. Allt hefir þetta
freistað bænda, sem höfðu lítið
landrými í ofsetnu landi, eins og
þá mun liafa verið ástatt á ir-
landi.
Um írska landnema má með
sanni segja, að þeir hafi komið
hér að auðu og óbyggðu landi. Og
þar sem þeir ætluðu að gerast
bændur hér munu Islendingar
geta skiliö það allra manna best,
Framhald á bls.,14.
BRIDGE
NORÐUR:
S: 10-4-2
H: D-10-7
T: 9-4-3
L: Á-D-8-6
VESTUR:
S: 3
H: —
T: D-G-8-7-5
L: K-G-10-9-7-4-2
AUSTUR:
S: Á-D-8-7-5
H: 9-6-2
T: Á-K-10-6-2
L: —
SUÐUR:
S: K-G-9-6
H: Á-K-G-8-5-4-3
T: —
L: 5-3
Við annað borðið gengu sagnir þannig:
SUÐUR: VESTUR: NORÐUR: AUSTUR:
4 hjörtu Pass Pass 4 spaðar
Dobl 5 lauf Dobl 5 tíglar
Pass Pass 5 hjörtu Dobl
Pass 6 tíglar Pass Pass
6 hjörtu Pass Pass Dobl
Vestur lét út tígul drottningu og sagnhafi vann
spilið þvi hann gaf aðei ns einn slag á spaða. Fyrir
spilið fékk hann 1210. Láti vestur út lauf í byrjun
tapast spilið, en ekki er hægt að ásaka vestur fyrir
útspilið.
Við hitt borðið gengu sagnir þannig
SUÐUR: VESTUR: NORÐUR: AUSTUR:
1 hjarta Pass 2 hjörtu Dobl
4 hjörtu 5 lauf Dobl 5 tíglar
5 hjörtu 6 tíglar Pass Pass
Dobl Pass Pass Pass
Suður sýnir með dobluninni ákaflega lélegt
spilamat, enda lauk spilinu þannig, að austur fékk
alla slagina og fékk 1740 fyrir.
Samtals fékk sama sveitin 2950 fyrir spilið,
sem er óvenju há vinningstala.
DAGS-
MATURINN
6. Ferskt ávaxtasalat.
Vz melona
2 epli
2 appelsínur
2 bananar
2 perur
1 glas Marachino kirsuber
2 sítrónur
2 glös Mesimarja líkjör
Ávextirnir eru afhýddir og
skornir í litla hálfmánalaga bita.
Kirsuberjum blandað út í. Safinn
úr appelsínunum og einni sítrónu
sett út í. Bragðbætt með dálitlum
sykri og 2 glösum af Mesimarja
líkjör. Framreitt í kampavínsglös-
um.
Klúbbur mat-
reiöslumeistara
sér um þöttinn.
í þetta sinn:
Haukur Hjaltason
1. Buff saute
Stroganoff
fyrir 5 manns.
1 kg. nautalundir
2 stórir laukar
200 gr. ferskir kjörsveppir
3 stórir tómatar
Tómatmauk
1 00 gr. smjör
Sýrður rjómi
Paprika
Salt
Pipar.
Lundirnar eru skornar i ræmur,
1 X4 cm, kryddað með salti og
pipar og brúnað á vel heitri
pönnu. Kjötið er síðan sett í skál
og fínt saxaður laukur og saxaðir
sveppir eru látnir krauma í
smjöri, á sömu pönnu: Paprika,
tómatmauk, tómatkjöt og sterk
brún sósa er sett út í. Bætt með
sýrðum rjóma. Þá er kjötið látið
út í, — og eftir það má suða ekki
koma upp. Framreitt með steikt-
um eða frönskum kartöflum.
Þessi réttur er einnig mjög
Ijúffengur með hrísgrjónum.
4. Smálúðuflök
ostakaupmannsins
fyrir 5 manns.
1 kg smálúðuflök
1 stór laukur
'/2 flaska hvitvín
2’/2 dl. rjómi
150 gr. ostur
2 sítrónur
Salt
Pipar
Smálúðuflök eru skorin i ca 70
gr. bita og rúllaö upp, roðið snýr
inn. Bitunum er raðað i eldfast
mót, sem smurt er að innan og
stráð fint söxuðum lauk. Kryddað
með salti, pipar og soðið i tveim
glösum af hvitvini og sitrónusafa,
undir álpappir. Soðið og 2'/: dl.
rjómi er bakað upp og soðið i
örstutta stund. 100 gr. af rifnum
osti bætt út i. Kryddað salti, pipar
og sitrónusafa, ef með þarf, hellt
yfir fiskinn. 50 gr. af rifnum osti
stráð yfir og bakað Ijósbrúnt i
glóðarofni. Framreitt með smjör-
deigshálfmánum, ristuðu brauði
og/eða hvitum kartöflum og
sítrónubátum.
„Hvað heldur þú
að gamla brýnið
segi nuna
9”
Framhald af bls. 9
karlinn reyndar vera í landbúnaðar-
skóla. Var það svar látið gott heita,
en eftir skamma stund segir karlinn
allt í eirtu: „Hér fer ég". Ég snar-
stöðvaði bilinn á stundinni. Gilli vildi
gefa karlinum að drekka úr sjenna-
pottinum, svona í kveðjuskyni, en
hann vildi það ekki. Þá segir Gisli við
hann: „Þú verður þó að minnsta
kosti að taka i höndina á mér i
kveðjuskyni," og það gerði gestur-
inn í bílnum og meira að segja tók
ofan vettiingana áður. Siðan hvarf
hann út úr bilnum og út i náttmyrkr-
ið á Stapanum. Þessi atburður átti
sér stað uir. haust.
Við krakkarnir reyndum á eftir i
marga daga, að muna hvernig and-
litið á draugsa var, en enginn gat
munað andlitssvipinn nákvæmlega,
en klæðnaðinn mundu allir, dökk
yfirhöfn. Við vorum lengi á eftir að
velta þessu fyrir okkur, en erum enn
þann dag i dag jafn hissa á þessu.
Eftir þetta forðaðist ég algjörlega að
fara gamla Keflavíkurveginn að næt-
urlagi og hef einskis orðið var. Þó
liður mér ekki vel á sumum stöð-
um."
Ég hringdi í Gisla Guðnason austur
á Neskaupstað og spurði hann um
nokkur atriði í þessari sögu. Hann
sagði að þegar strákarnir hefðu farið
að kalla út úr bilnum á suðurleiðinni,
hefði hann náð sambandi við Stapa-
drauginn. ,,Ég var svolítið i svona
málum og mér fannst ég oft vera i
Plls kyns sambandi. Ég hafði næma
tilfinningu fyrir þessu og skynjaði oft
nærveru fólks. Ef til vill hefur það
hjálpast að, er þau kölluðu og ögr-
uðu honum út úr bílnum, en mér
fannst ég ná sambandi við Stapa-
drauginn.
Það var einkennilegt að sjá mann-
inn koma þarna á einskis manns
landi. Ég er oft að velta þessum
atburði fyrir mér. Maðurinn var mjög
þrekinn, frekar skolhærður og alvar-
legur á svip. Ég spurði Gísla hvernig
syfju Einars hefði borið að. Hann
sagði að hún hefði komið í einu
vetfangi yfir hann. „Ég sagði Einari,
þegar hann fór að syfja, að Stapa-
draugurinn myndi vekja hann áður
en hann kæmi að Hafnarfirði, ef
hann færi nýja veginn," hélt Gisli
áfram. „Það sem ég sagði i bilnum
var samkvæmt sambandi minu við
Stapadrauginn, og það stóðst allt, til
dæmis þegar ég spurði karlinn að því
eftir að hann kom inn i bilinn, hvort
hann myndi ekki standa við loforðið,
þá svaraði hann viðstöðulaust ját-
andi, en þar átti ég við loforðið um
að vekja Einar. Mér brá alls ekki
þegar draugurinn birtist, en hin öll
fóru í myljandi kerfi."
Ég spurði Gisla einnig að þvi
hvernig handtakið hefði verið. „Mér
fannst höndin ekki vera neitt köld
þegar ég tók i hana, en ég tek
þéttingsfast i hönd manna, sem ég
heiisa, — en þutta var einkennilegt.
Ég gleymi þessu aldrei og ég skil það
aldrei."
ClKcfaiKli: II.f. Ariakur. Krxkjaifk
Frumk>.slj.; IlarultliirSti'iiisson
Kilsljórar: Malllifas ItiliaiinrsM'ii
K> júlfur Kimráö .ItHlssuil
Sl> rmir (•iinnarssun
Kilslj.fllr.: (ífsli Si^urósson
AiiKlýsiiiKar: Arni (iarflar Krislinsson
Kílsljórti: Aóalslra li (». Sfmi 10Hlll
©