Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Síða 3
1
Hákarlaskipið Ófeigur má muna tim-
ana tvenna. Þetta skip, sem er eina
opna hákarlaskipið, sem nú er til,
var smíðað í Ófeigsfirði á Ströndum
1875 og var haldið til hákarlaveiða
síðast árið 1915. Um langt árabil lá
Ófeigur siðan við naustið í Ófeigs-
firði, en fyrir um það bil tíu árum var
reist yfir hann hús á Reykjum i
Hrútafirði í tengslum við byggða-
safnið þar og skipinu komið þangað
inn og það lagfært eins og hægt var.
Þarna ætti skipið að geta varðveitzt
um langan aldur til minningar um
löngu horfinn bjargræðisveg.
ÞAÐ HEFUR oft verið haft á orði, að
ekki sé fslendingum vansalaust, að
hér skuli ekki hafa verið komið upp
myndarlegu sjóminjasafni. svo mik-
inn þátt sem sjórinn á í tilveru is-
lenzku þjóðarinnar. Má segja, að heil
byggðarlög eigi allt sitt undir sjávar-
afla og þjóðin i heild byggi lífsaf-
komu sina að mjög miklu leyti á
honum.
Mönnum hefur þó oft dottið í hug
að stofna sjóminjasafn, sem sýndi
not þau, sem íslendingar hafa af
sjónum. Það var þegar árið 1 898, að
Jón Þórarinsson þáv. fræðslumála-
stjóri kom hugmynd þessari á fram-
færi, en það ár var haldin fiskveiða-
sýning í Björgvin, sem hann sótti. Þá
lagði hann til, að stofnað yrði hér
fiskveiðasafn, en timinn var ekki
kominn og ekkert varð frekar af
hugmyndinni. Margsinnis siðan hef-
ur hugmynd þessi stungið upp kollin-
um og jafnvel komizt inn i sali Al-
þingis, en sifellt dagað uppi.
Þó voru umræður þessar ekki til
einskis. Þær urðu til þess. að nokkuð
var gert að þvi að safna saman
ýmsum hlutum, sem tilheyrðu sjó-
sókn og farmennsku, og Þjóðminja-
safnið fékk um nokkurt árabil sér-
staka fjárveitingu til að afla hluta
tilheyrandi sjósókn og munu þá
meðal annars hafa verið keyptir
nokkrir opnir bátar og kostuð við-
gerð þeirra. En alls kyns erfiðleikar
komu i veg fyrir, að sérstakt safn
eða deild af þessu tagi risi, og er
líklegast, að húsnæðisleysi hafi þar
valdið mestu. Safnið bjó þá og lengi
síðan við mikil þrengsli uppi á háa-
lofti í safnahúsinu við Hverfisgötu
og þar gafst sannarlega ekki rúm
fyrir neina hluti, sem stórir gátu
kallazt.
Árið 1 939 var haldin hér sjóminja-
sýning og enn kom hugmynd um
sjóminjasafn upp. Þá var gert
myndarlegt átak til að safna saman
ýmsum hlutum frá tímum áraskip-
anna, en að sýningunni lokinni fékk
Þjóðminjasafnið það, sem safnaðist.
Var þetta sannarlega þarft verk, þvi
að þá eignaðist safnið ýmsa hluti,
sem nú er orðið ógerningur að fá. og
má jafnvel segja að sumir þeir hlutir
séu einu eintökin, sem til eru hér á
söfnum.
Það voru mikil viðbrigði til hins
betra, er Þjóðminjasafnið fékk nýtt
hús til umráða, sem reist var á árun-
um eftir strið. í fyrsta skipti var
safnið nú í eigin húsi og sýningar-
rýmið var margfalt stærra en verið
hafði til þess tíma. Þá var sett upp
sérstök sjóminjadeild á neðstu hæð-
inni og þar sýndir ýmsir valdir hlutir
frá tið áraskipanna. Þessi deild var
og er mjög athyglisverð, og má
segja, að sjómennsku og fiskveiðum
á opnum skipum séu gerð þar allgóð
skil. Þar var komið fyrir sexæringi i
heilu liki, smiðuðum i Engey árið
1 91 2 og þvi auðvitað með Engeyjar-
lagi, sem var mjög útbreitt við Faxa-
flóa og jafnvel mun viðar i lok síð-
ustu aldar og upphafi þessarar. Þar
var likan af vikingaskipi, likan af
Vestmannaeyjaskipi, breiðfirzku há-
karla- og flutningaskipi og skipi með
gamla Faxaflóalaginu, svo og af vél-
bát og togurum. Þar gat einnig að
líta hákarlaveiðarfæri, selaskutla,
fiskilóðir og færi, vaðsteina, seilar-
nálar, áhöld til fuglaveiða og margt
annað, sem að sjónum laut og safnið
átti þá tiltækt.
Jafnframt þvi að safnið var sett
upp. var reynt að afla fleiri hluta frá
fiskveiðum og sjómennsku, einkum
hinna eldri. Er i rauninni hið sama að
segja um það og aðra söfnun á veg-
um Þjóðminjasafnsins, að sifellt er
reynt að afla og taka til varðveizlu
allt það, sem telja má að hafi ein-
hverja þýðingu fyrir menningarsög-
unna og hægt er að komast höndum
yfir. En ekki var með góðu móti rúm
fyrir meira i sjóminjadeildinni og þvi
lenti flest af þvi, sem síðar barst, í
geymslu, þar sem þar er að sönnu
vel geymt, en ekki tök á að hafa það
til sýnis. — Þannig má nefna lag-
vaði fyrir hákarl, ýmsa báta, sem i
sannleika sagt hafa verið miklir
erfiðleikar með stærðarinnar vegna,
hluti tilheyrandi sildveiðum og
margt annað.
En fram að þessu hefur einkum
verið leitazt við að afla hinna elztu
hluta, frá fiskiveiðum 19. og 20
aldar, svo og enn eldri muna, eftir
þvi sem þeir hafa boðizt. Þetta er i
rauninni eðlilegt. Safnamenn sjá
ekki siður en aðrir framvindu tím-
anna og hinar öru breytingar, sem
varða með hverri kynslóð, og þvi er
hinu elzta oftast hættast. Menn
reyna að grípa það og biða frekar
með að takast á við hið yngra, en
svo einn góðan veðurdag vaknar
maður upp við það. að það er að
hverfa líka.
Hákarlaveiðarfæri af Ströndum,
svipuð og þau, sem notuð hafa verið
á Ófeigi. Frá vinstri sjást sóknarbálk-
ur, hnallur. gómbitur, skálm með
skeiðum og sókn (öngull. keðja og
sakka). — Það hefur verið kaldsamt
verk að liggja við sólarhringum sam-
an norður i íshafi á opnum skipum á
útmánuðum og biða þess að smám
saman fengist i skipið, en um það
var ekki að fást. Þetta varð að gera
til að halda i sér lifinu. — Ljósm.
Gisli Gestsson.
Þvi er það, að næstum hefur farizt
fyrir að afla hluta til sjóminjasafns.
sem tilheyra öld gufuskipa og vél-
báta, svo og hinna nýrri vélskipa.
Þetta hefur lika fram að þessu verið
að kalla tilheyrandi nútimanum. og
fá söfn hafa þá fyrirhyggju að afla
nútimatækja, sem siðar kynnu að
verða merkileg. Þannig hefur einnig
farið hjá okkur. ekki aðeins með
sjóminjar, heldur og margs kyns aðr-
ar minjar.
Erlendis eru viða stór og mikil
sjóminjasöfn. enda ekki á öðru von
með milljónaþjóðum. sem eiga að
baki sér langa safnsögu. Þótt mörg
þessara safna beri mikinn keim af
sjóher og hermennsku til sjávar, þar
sem t.d. eru mjög áberandi likön
herskipa frá ýmsum timum. þá eru
Framhald á bls. 14.
Likan af einum gömlu togaranna,
Leifi heppna, sem smiðaður var
1920 og fórst í Hvalaveðrinu 1925.
Þessi skip eru nú með öllu löngu
horfin, en fá atvinnutæki hafa aflað
jafnmikils auðs í þjóðarbúið en tog-
arar þessara tima gerðu.
Og nu eru nysköpunartogaramir að
syngja sitt siðasta. Togarinn Neptún-
og átti metsölur I Engtandi hvað«fSi
annað. Hann biður þess nú að vati
annski þegar farinn er þessi g-~;-