Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Page 4
Ævar R. Kvaran
MANNLIF
Um Benjamln Franklln,
líf hans, hugmyndir
uppfinningar og störf
fBUS
Líkt og Almanak Þjóðvinafélagsins
hjá okkur. áttu Bandaríkjamenn sitt
vinsæla heimilisalmanak fyrir 240
árum, sem lesið var svo að segja á
hverju heimili í landinu. í því var afls
konar fróðleik að finna. Allt frá
veðurspám til grasalyfjauppskrifta.
En árið 1733 hélt ný persóna þar
innreið sina. Hann kallaði sig Ríkarð
fátæka. en fátækt hans náði aðeins
til fjármuna. híns vegar var hann
ríkur af fyndni, gáska og heilbrigði
skynsemi. Kom hann mörgum
lesanda til að brosa með orðskviðum
sinurn, eins og „eftir þrjá daga ferað
slá ■ bæði fisk og gesti", „annastu
búðina þína og hún mun annast
þig", „hús án konu og arinels er eins
og líkami án sálar og anda".
Lesendum skildist, að þessi fátæki
fræðimaður, sem annaðist stjörnu-
fræðilega útreikninga almanaksins
og stakk inn á milli smátrúnaðarmál-
um um konuna sína og rabbi um
erfiða tíma afhenti að sögn handrit
sitt prentaranum, Benjamin nokkr-
um Franklin.
Og næstu árin fór Almanak
Ríkarðs fátæka sigurför um allt land.
10.000 eintök voru seld á ári, þ.e.
eitt fyrir hvert hundrað Bandaríkja-
manna. og hafði sennilega tiu sinn-
um fleiri lesendur en áskrifendur
Sumir lesendur Almanaksins
skrifuðu Rikarði og spurðu hvernig
hann gæti haldið áfram að látast
vera svona fátækur, þegar allir læsu
það, sem hann skrifaði, hann hlyti að
græða á tá og fingri. Hann svaraði
þvi. að skollinn hann Benjamin
Franklin fleytti rjómann af öllum
ágóðanum. Og nýr hressandi hiátur
skapaðist i landinu, sérstök amerísk
kímni varð til. Andlegur forfaðir
Mark Twains, Will Rogers og
Artemusar Wards var byrjaður að
skemmta þjóð sinni. Já. sér hver
lesandi gat fundið nokkuð af sjálfum
sér i Ríkarði fátæka. Og ástæðan var
sú, að höfundur hans, Benjamín
Franklin. rítstjóri, prentari, út-
gefandi, rithöfundur, húmoristi, sið-
fræðingur og kaupmaður, var i sjálfu
sér heill hópur manna. En þó var það
svo, að þeir Rikarður fátæki og
Benjamin voru mjög ólikir um margt.
Rikarður var sparsamur, en Benni
naut peninga sinna, þótt hann væri
sami gjafmildi maðurinn án þeirra.
Rikarður boðaði þögn og hófsemi, en
Benni hafði hins vegar unun af rabbi
yfir vinglasi. Rikarður benti á dyggð
regluseminnar, en Benjamín fannst
auðveldara að muna, hvar hann lét
hlutina en hafa þá i röð og reglu.
Það mun ekki um það deilt, að
Benjamin Franklin, sem fæddist f
Boston árið 1706, var.einn af mikil
hæfustu mönnum, er uppi voru á 18.
öld. og einhver fjölhæfasti maður,
sem nokkurn tima hefur uppi verið.
Hann hófst úr fátækt og umkomu-
leysi til æðstu mannvirðinga og
komst i góð efni og átti allt sitt gengi
eingöngu að þakka atorku sinni,
sparsemi, ósérplægni og áhuga á
almenningsheill. Hann var manna
vandaðastur og vammlaus i dagfari
sinu og einkalifi og bar af öllum i
opinberri framkomu sinni. Þar „vann
hann það ei fyrir vinskap manns, að
vikja af götu sannleikans", og aldrei
gerði hann stjórnmálastarfsemi sina
að féþúfu, þó honum hefði verið það
innan handar. Fer tæpast hjá þvi, að
íslendingur, sem kynnir sér sögu
Franklins og ævistarf, minnist Jóns
forseta Sigurðssonar, þvi um svo
margt svipar þeim saman. Sami
óþreytandi áhuginn á að efla
almenningsheill á sem flestum svið-
um, sama vammleysið, jafnt i stjórn-
málaþátttöku sem einkalífi, og að
öðrum þræði eru báðir sistarfandi að
fræðaiðkunum og visinda, hvenær
sem tóm gefst til. Og það er tæpast
tilviljun. að einmitt Jón Sigurðsson
varð fyrstur til að snúa ævisögu
Franklins á íslenzku. Hann hefur
fundið andlegan skyldleika með sér
og Franklin, enda sjálfsagt snemma
tekið hann sér til fyrirmyndar.
Þeir Guðmundur Hannesson
prófessor og Sigurjón Jónsson lækn-
ir hafa snúið á íslenzku hinni ágætu
sjálfsævisögu Benjamins Franklins
og þar kemst hann sjálfur svo að orði
um Almanak Ríkarðs frænda, sem ég
minntist á hér að framan:
„Árið 1732 gaf ég út fyrsta
almanakið mitt og nefndi mig þar
Richard Saunders. Ég gaf það út i 25
ár. Það var venjulega kallað ALMAN-
AKIÐ HANS RÍKARÐS FÁTÆKA. Ég
reyndi að gera það bæði skemmti-
iegt og gagnlegt. og mér tókst þetta
svo, að almanakið flaug út, svo ég
seldi árlega um tíu þúsund eintök og
græddi vel á þessu fyrirtæki. Ég sá,
að það var lesið af öllum almenningi,
því það var keypt á nálega hverju
heimili og gat þá ekki farið hjá þvi.
að það væri hentugt til þess að flytja
almenningi ýmsan fróðleik, enda
keyptu fæstir aðrar bækur en alman-
aki'ó. Ég fyllti þvi Auða bifið milli
tyllidaganna með málsháttum og
orðtökum, einkum þeim, er brýndu
iðni og sparsemi fyrir mönnum. þvi
þetta væri vegurinn til þess að verða
efnaður og dyggðugur, af því að það
væri erfiðara fyrir armingjann að
vera ætið heiðvirður. Það er eins og
málshátturinn segir: ..... Erfitt fyrir
tóman poka að standa uppréttur."
Ég safnaði slikum spakmælum,
sem geyma vizku margra alda og
þjóða, og skrifaði þau þannig upp, að
úr þeim yrði óslitið samtal og festi
samræður þessar framan við alman-
akið 1757. Sá, sem talaði, var vitur,
gamall maður, og hann átti að tala
við fólk, sem statt var á uppboði. Öll
þessi góðu ráð urðu miklu áhrifa-
meiri, þegar þau komu saman i eina
samfellda heild, heldur en sundur-
laus og hvert fyrir sig. Ritgerð þessi
fékk almennings lof. og blöðin í allri
álfunni endurprentuðu hana og
stældu. í Bretlandi var hún endur-
prentuð á heilum opnum eða blað-
siðum, sem voru ætlaðar til þess að
festa upp í húsum manna. Hún var
tvisvar þýdd á frakknesku og mikið
af henni keypt af klerkum og aðals-
mönnum, sem útbýttu henni ókeypis
til fátækra sóknarbarna eða leigu-
liða. í ritgerðinni var varað við
gagnslausri eyðslu í útlendan óþarfa,
og þess vegna héldu sumir í Penn-
sylvaníu, að hún ætti þátt í þvi, að
efnahagur fór batnandi þar i landi i
nokkur ár eftir að ritgerðin kom út."
Já, og Benjamfn varð auðugur og
frægur og varpaði með Iffi sinu Ijóma'
á forfeður sína og ættmenn. Um
skólagöngu sina segir Benjamin í
sjálfsævisögu sinni þetta:
„Eldri bræður mínir voru látnir
læra sína iðnina hver, en ég var
settur i skóla, þegar ég var átta ára.
Hugðist faðir minn greiða mig sem
nokkurs konar sona-tiund til kirkj-
unnar og láta mig læra til prests. *Ég
hafði verið fljótur að læra að lesa,
svo fljótur, að ég man ekki eftir mér
ólæsum, og allir vinir föður mins
hvöttu hann til þess og héldu, að
mér mundi ganga námið vel. Þetta
fór nú svo, að ég varð ekki lengur en
hálft ár I skólanum, og hafði ég þó
hækkað frá miðjum bekk fyrir ofan
og átti að Ijúka þriðja bekkjar-prófi
við árslok. En föður mínum, með
allri hans ómegð, þótti skólanámið
* Faðir Benjamíns var tvíkvæntur og
átti hann fjögur börn með fyrri konu
sinni, en tiu með þeirri siðari og var
Benjamín meðal þeirra.
dýrt, og treystist hann ekki til að
kosta mig, enda báru þá margir
lærðir menn litið frá borði. Þessar
ástæður sagði hann vinum sinum,
svo ég heyrði, og þær breyttu fyrir-
ætlunum hans, svo hann tók mig úr
latinuskólanum og setti mig i annan
skóla, sem kenndi skrift og reikning.
Skólastjórinn var kunnur maður,
Georg Brownell, að nafni, ágætur
kennari og beitti þó engri hörku við
lærisveina sina. Með leiðsögn hans
varð ég bráðlega góður skrifari, en
mér gekk illa i reikningnum og fór
litið fram i honum. Þegar ég var tíu
ára, tók faðir minn mig úr skólanum
til þess að hjálpa sér við störf sin, en
þau voru kertasteypa og sápusuða.
Þessar iðnir hafði hann ekki lært
upphaflega, en farið að stunda þær,
er hann kom til Nýja-Englands, þvi
hann gat ekki lifað þar með fjöl-
skyldu sinni á dúkalitun einni. Mér
var þvi fengið það starf að sniðá rök i
kerti, láta brædda tólg I strokk og
kertamót, vera I sendiferðum
o.s.ffv."
Já, af lærðum mönnum hefur vist
enginn átt skemmri skólavist en
Benjamín Franklin, enda reyndist
hann sjálfur sinn bezti kennari. Hann
kenndi þannig sjálfum sér siðar
stærðfræði. frönsku, spænsku og
ítölsku og sneri sér svo að latinunni,
sem þá veittist honum auðveld. Þá
er vist óhætt að segja, að Franklin
hafi kennt sjálfum sér allt, sem hann
kærði sig um að læra, að prentlist-
inni einni undan skilinni. Þvi prentun
lærði hann hjá bróður sinum James,
sem þá var bezti prentarinn i
Ameriku. Og pilturinn var ekki lengi
að ná tökum á þessu nýja fagi. Ben
varð brátt sjálfstæður mjög i starfi
sínu og vakti það afbrýði bróður
hans, sem barði Benna eins og fisk,
þegar færi gafst. Það leið þvi ekki á
löngu áður en James varð að aug-
lýsa eftir „heppilegum strák" til að
gerast lærisveinn í prenti. En „heppi-
legasti strákurinn" i allri Ameriku
ráfaði þá um götur Filadelfiuborgar.
strokinn lærisveinn i atvinnuleit. En
hann hafði heitið sér þvi, að þegar
hann fengi starf, skyldi hann láta
hendur standa fram úr ermum og
komast áfram i heiminum.
Og innan tiu ára var þessi flökku-
sveinn orðinn bezti og mesti prentari
i Amerfku, sem sendi frá sér
almanök, bækur trúarlegs eðlis,
endurprentanir sigildra rita, og beztu
samtimabókmenntir á enska tungu
sem þá þekktust. Hann annaðist
prentun allra opinberra skjala fyrir
Pennsylvaniu, Delaware, TVIaryland
og New Jersey. Hann hafði stofnað
fyrsta dagblaðið, sem gefið var út á
þýzku i Bandarikjunum, og hann var
útgefandi timarits, sem seinna varð
að hinu heimskunna SATURDAY
EVENING POST, sem enn i dag má
sjá til sölu hér í Reykjavík og um öll
lönd. Já, stroku-stráklingurinn var
nú kominn í góð efni og orðinn
fjölskyldufaðir.
Og hann lét sér þetta engan
veginn nægja. Nei, enn hélt hann
áfram upp mannvirðingastigann.
Innan 20 ára var Benjamin Franklin
orðinn virðulegasti borgari Penn-
sylvaniu, ritari nýlendu-þingsins,
borgarráðsmaður og ennfremur hafði
hann skipulagt og stofnað fyrsta
slökkvilið borgarinnar. Hlaupum enn
yfir tíu ár, og þá er þessi merkilegi
maður orðinn stór-meistari fri-
múrarareglu Pennsylvaníu, stofn-
andi fyrsta háskóla nýlendunnar,
PHILADELFIA ACADEMY; þá er hann
jafnframt póstmeistari og langáhrifa-
mesti stjórnmálamaðurinn. Þá hefur
hann ennfremur stofnað Heimspeki-
félagið, i þeim tilgangi að tengja
saman visindamenn traustum
böndum, en í félagatölu þess má nú
finna nöfn frægustu manna í sögu
ameriskra visinda, og i dag veitir
þessi félagsskapur hundruðum þús-
unda dollara á hverju ári til visinda-
rannsókna. Já, þá má kannski láta
það fljóta hér með, að einhvern
veginn hefur Franklin einnig gefizt
timi til þess að finna upp ofn, sem
gaf af sér helmingi meiri hita fyrir
fjórðung eldsneytis og varð nafn
hans af þvi einu jafn kunnugt á
hverju heimili og Ríkarðs fátæka
áðurfyrr.
Og þegar Benjamin var fertugur
og var búinn að koma sér vel fyrir i
þjóðfélaginu bættist svo heimsfrægð
ofan á alla aðra sæmd hans. Af
umferðar-„prófessor" nokkrum, sem
lifði á því að sýna töfra keypti
Franklin einn töfragripinn, eins
konar krukku, sem hægt var að
safna i rafmagni, sem framleitt var
með handsnúningi. Kom nú í Ijós
hvernig þessi furðulegi maður hafði
að geyma í senn forvitni drengsins
og vizku heimspekingsins. Þvi ein-
ungis drengur hefði látið sér detta i
hug, að taka töfragripinn i sundur til
þess að sjá hvernig hann starfaði, og
heimspekingi einum hefði tekizt það.
En þareð Benjamin Franklin samein-
aði þetta tvennt í sér, þá uppgötvaði
hann meira um hin dularfullu visindi
rafmagnsins á nokkrum mánuðum,
en allir visindamenn samanlagðir frá
Aristotelesi til Newtons. Og meðan
neistarnir flugu frá tréskúrnum, þar
sem hann gerði tilraunir sínar, bæði i
eiginlegri og óeiginlegri merkingu,
urðu verðir laganna að halda for-
vitnum áhorfendum í skefjum með
keðjum.
Lesandi góður. Ég veit ekki hvort
þér er Ijóst, að Franklin var fyrsti
maðurinn, sem gerði sér grein fyrir
þvi, að rafmagn er straumur, og sá
fyrsti, sem gat leitt rafstraum
þangað sem hann lysti; ennfremur
var hann fyrsti maðurinn til þess að
átta sig á því, að rafmagn er orka.
Fyrir hans daga hafði engum manni
nokkurn tima tekizt að snúa hjóli
með rafmagni eða láta það hringja
bjöllu. Og hver skapaði ensku orðin.
sem hafa verið þýdd á íslenzku með
orðum eins og geymir, hlaða og af-
hlaða, leiðsla, þéttir og ótal mörg
önnur, sem enn eru notuð um heim
allan F sambandi við rafmagn: Benja-
mín Franklin. Og sé þessum
nýyrðum Benjamins Franklins
safnað saman kemur í Ijós, hve
margt hann uppgötvaði, sem var
nýtt. f dag finnst okkur þau skýra sig
sjálf, en það er vegna þess, að fyrst
skýrði Benjamin Franklin þau fyrir
sjálfum sér og siðar heiminum.
Tilraunir Franklins hleyptu bók-
staflega rafstraumi í heim vísind-
anna. Lokuð félög hinna lærðustu
manna kepptust nú við að fá hann
meðal félaga sinna og merkustu
háskólar Evrópu létu rigna yfir hann
©