Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Blaðsíða 6
ÞARFASTI ÞJÓNNINN Halldór Pétursson teiknaði áning í aðsigi Þótt rómantikin svifi i loftinu svo að það titrar, hefur alltaf verið eilitíð vandaverk að nálgast elskuna sína án þess að það verði fram úr hófi klaufalegt. Það er eins og ákveðin skilyrði þurfi að vera fyrir hendi og þarfasti þjónninn gat skapað þesskonar ákjósanleg skilyrði til að færast eitthvað verulega þýðingarmikið i fang (i bókstaflegum skilningi) Nú eru bilar notaðir i sama tilgangi og satt er það, að mörgum hefur aftursætið reynzt vel. En meðan engin völ var á aftursæti og litil von um ball nema kannski tvisvar á ári var ekkert, sem jafnaðist á við hest og dálitla torf æru, til dæmis ársprænu. Þegar maður er kominn með elskuna sina á hnakkkúluna, er ekkert eðlilegra en að hann reyni eftir mætti að láta hana ekki detta af baki og til þess verður maður að halda fast. Klárinn fer að öllu varlega, þvi að hann skilur, að hér er eitthvað mikilvægt á seyði. Hann er úrillur á svipinn, en það er óþarfi. Hann fær áreiðanlega dálitla hvild á bakkanum hinum megin. Þar verður áð smástund, ef svo heldur fram sem horfir. Leyniþráðurinn, sem liggur á milli manns og hests og hunds, nær ekki lengra. Sé maðurinn með hest í taumi þá nær þráðurinn ekki til hans. Þar getur þvi orðið um tilfinnanlegt sambandsleysi að ræða. Og mjög afdrifarikt. Hér kemur hinn snjalli hestamaður allra tima, Jón á merinni, og fer geyst. Jón á merinni þarf til skiptanna, þessvegna er hann alltaf með hest i hendinni. Jón hefur verið á hesti siðan hann man eftir sér. Hann er löngu hættur að gá að þvi, hvað er framundan. Reiðskjótinn sér um það. Sjálfur er Jón að gá til hrossa. Hann átti ekki von á þessum skurði. En reiðskjótinn sá hann i tima og ákvað uppá eindæmi að stökkva. Hitt hrossið mótmælir sliku ábyrgðarleysi algerlega. Það spyrnir við fótum um leið og reiðskjótinn stekkur. Hundurinn sér, að þarna er að lenda i óefni; það gerir leyniþráðurinn. Jón á merinni hefur hingað til ekki sleppt þvi, sem hann hefir i hendi. Hvar hann hafnar á næsta augnabliki er hinsvegar nokkuð, sem hér með visast til lesandans að ákveða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.