Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Page 15
AFRÍKÖNSK LIST
ÞaS heyrir tii nýjunga að sjá
myndlistarsýningar hér frá
suðurhveli jarðar. Þó gerðist
það í vor; að Gylfi S. Guð-
mundsson, sem verið hefur í
sunnanverðri Afríku um fjög-
urra ára skeið, hafði forgöngu
um að flytja hingað 116 högg-
myndir og þar að auki fjölda
tréskurðarmynda og málverka.
Gylfi hefur komizt i kynni við
listamenn á þessum slóðum og
segir þá flestalla geta lifað af
list sinni. Sumar myndanna
voru höggnar i einkennilega
fallegan stein, sem heitir
Stetite og mun vera ivið harð-
ari en tálgusteinn. Sum verkin
voru unnin i Svartan stein og
önnur I við: Panga panga,
venge og ibenholt. Þarna er
nýr og framandi hugmynda-
heimur og sjálfir guðirnir koma
mikið við sögu. Sýningin þótti
forvitnileg, 64 höggmyndir
seldust og nokkur málverk.
Ekki þótti samt ástæða til að
minnast á þennan listáviðburð
i myndlistarþætti sjónvarpsins
og innkaupanefnd Listasafns
fslands lét ekki sjá sig.
A KJARVALSSTOÐUM
EBRU
Erró
• Guð-
mundur
Guðmundsson listmálari í Paris
— var hér á ferðinni í vor og
brá sér austur að Kirkjubæjar-
klaustri eins og hann er vanur
Hann er alltaf jafn mikilvirkur í
listinni og sýnist þó ekki velja
sér fljótunna aðferð. Á mynd-
inni til vinstri er listamaðurinn
i „frumskógi" eigin verka og
er sannarlega margt um mann-
inn i þessum verkum hans.
Ekki er vitað um dcili á kven-
manninum á myndinni; hún
virðist austurlenzk og Ijós-
myndin ugglaust tekin í aug-
lýsingaskyni. Listamenn á hin-
um alþjóðlega vettvangi mega
víst ekki sofna á auglýsinga-
verðinum. Erró fjallar talsvert
mikið um pólitísk efni í mynd-
um sinum og má sjá dæmi um
það i myndinni til hægri:
IVIao i Paris. Hér eru sem sagt
Kinverjar búnir að leggja undir
sig París og eru nú akrar á hinu
viðfræga Stjörnutorgi, en
sigurboginn stendur svo að
segja einn eftir af mannvirkj-
um þar i nánd. IVIao er ánægð-
ur að sjá, að ekki sé nú talað
um hina frelsuðu engla, sem
hann hefur i eftirdragi. Þessar
myndir Erros eru víst ekki með-
al þess, sem stundum er nefnt
stofulist.
MAO í PARÍS
hafast eitthvað að, hann var ekki
uppfinningamaður fyrir ekki neitt.
Hann gerði sér nú litið fyrir og fann
upp gleraugu þau, sem hafa tvöfald-
an fókus. Hann var nú líka orðinn of
fótlúinn til þess að geta klifrað upp i
tröppur til þess að ná i bækur í efstu
hillum bókaskápa sinna, og bjó hann
þá til tæki það, sem enn er notað i
bókasöfnum og búðum til þess að ná
i hluti úr efstu hillum; er það eins
konar krókstjóri. Árið 1790 sótti
dauðinn hann heim, áttatiu og fjög-
urra ára gamlan. Hann var þá löngu
reiðubúinn og hefði getað tekið und-
ir með séra Hallgrimi: „Komdu sæll,
þegar þú vilt."
Hann lét eftir sig merka sjóði i
Boston og Fíladelfíu, til styrktar góð-
gerðarstarfsemi og menningarmál-
um, sem siðan hafa alla tið komið
fræðimönnum og rannsóknum vís-
inda að góðum notum. Árið 1991
verða sjöðir þessir orðnir fjórar
milljónir dollara. Þannig skildi þessi
fádæma merkilegi prentari, ritstjóri,
húmóristi, lagasmiður, uppfinninga-
maður, maður vits og visinda, diplo-
mat og dáðadrengur við þennan
heim. Og við stöndum agndofa yfir
afrekum hans og afköstum.
Vitanlega hefur Benjamín Franklin
hlotið frábærar gáfur i vöggugjöf,
það fer ekki milli mála, en hvernig
gat hann komizt yfir að Ijúka þessu
feikna-ævistarfi? Hver er lykillinn að
leyndarmáli þessa fagra mannllfs?
Ég lield, að siðferðisástundun
Benjamins Franklins og lífsreglur
þær, er hann setti sér og aldrei vék
frá, eigi drýgri þátt i gæfu hans en
flest annað. Frá þessu segir Benja-
min i sjálfævisögu sinni og gef ég
honum nú sjálfum orðið:
„Það var um þetta leyti, sem mér
kom til hugar djörf og erfið fyrirætl-
un, til þess að verða sem siðbeztur.
Ég óskaði að lifa svo, að mér yrði
aldrei á nein yfirsjón. Ég vildi vinna
sigur á öllu þvi, sem gæti freistað
min til þess, hvort sem það væri
ásköpuð tilhneiging.landsiður eða illt
dæmi annarra. Eg þekkti nú, eða
þóttist þekkja, muninn á réttu og
röngu, og mér sýndist það mögulegt
að gera ætíð það. sem væri gott og
forðast allt, sem væri illt. En ég varð
þess fljótlega var, að ég hafði valið
mér erfiðara verkefni en mér hafði til
hugar komið. Wleðan ég var að
hugsa um að forðast eina yfirsjón,
varð mér önnur á. Vaninn sljóvgaði
mig og stundum bar ill tilhneiging
min skynsemina ofurliði. Að lokum
varð það ályktun mín, að hugsuð
sannfæring um að okkur væri fyrir
beztu að vera sem dyggðugastir,
væri ekki næg til þess að komast hjá
alls konar yfirsjónum. Við yrðum að
leggja niður illan vana og venja okk-
ur á góðan, áður en við næðum þvi
valdi yfir öllum okkar gerðum, að
breyta ætíð á réttan hátt. Ég hélt þó,
að þetta væri mögulegt og hugsaði
mér aðferð, sem nota mætti til þess.
í bökum minum hafði ég séð, að
tala dyggða var mismunandi, eftir
þvi hve viðtæka þýðingu menn lögðu
i orðin. Hófsemi nefndu sumir t.d.
aðeins hófsemi í mat og drykk, en
aðrir notuðu þetta orð lika um hóf-
semi i öllum nautnum: mat og drykk,
tilhneiginum eða ástriðum, hvort
heldur líkamlegum eða andlegum,
svo sem fjárgræðgi og metorðagirnd.
IVIér leizt bezt á að hafa nöfnin held-
ur fleiri en færri, og mundi það öllu
skýrara að tengja fáar hugmyndir við
hvert orð, en fá nöfn við margar
hugmyndir. Ég gaf þrettán dyggðum
sérstök nöfn, og þá virtist mér allt
nauðsynlegt eða jafnvel æskilegt tal-
ið. Hverri dyggð lét ég fylgja stutt
boðorð, sem skýri fyllilega merkingu
orðins. Hér eru talin nöfn dyggðanna
og boðorðin:
1. HÓFSEMI.
Borðaðu ekki svo, að þú
verðir lémagna; drekktu ekki
svo, að þú finnir á þér.
2. ÞÖGN.
Talaðu aðeins það, sem
kemur þér eða öðrum að
gagni; forðastu allt léttvægt
skraf.
3. REGLUSEMI.
Hafðu hvern hlut á sínum
stað; ætlaðu hverju starfi
ákveðinn tíma.
4. EIIMBEITNI.
Einsettu þér að gera það
sem þér ber; framkvæmdu
svikalaust það, sem þú á-
kveður.