Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Page 5
ÓfullgerS mynd af
friðarráðstefnu í París.
Talið frá vinstri: John
Jay, John Adams.
Benjamin Franklín
og Henry Laurens.
Ekki var hægt
að Ijuka myndinni
vegna þess að ensku
fulltrúarnir neituðu
að vera með á henni.
Þannig leit
Neuv York ut á dögum
Benjamins Franklin.
heiðurs- og doktorstitlum. En það,
sem skipti þó langmestu máli var
vitanlega það. að snilli Franklins
hafði sett hina suðandi rafvél aldar
rafmagnsins af stað. Benjamín sá
langt fram i timann, enda óskaði
hann sér þess stundum, að hann
gæti vaknað af værum blundi á
aldarfresti til þess að sjá hvernig
framförum þjóðar sinnar liði. Gæti
hann brugðið blundi I dag, myndi
hann sjá. að fólk les við rafljós,
talast við i sima, sem starfar með
rafleiðslum, og hlustar á hljómleika,
horfir á kvikmyndir. fær fréttir og
fróðleik með hjálp rafbylgna. Já, ætli
kallinn myndi ekki flissa af ánægju
áður en hann legðist aftur til svefns.
Þegar Franklin var skipaður yfir-
póstmeistari allra amerisku nýlendn-
anna árið 1 753, birtist enn ein hlið á
snilligáfu þessa fjölhæfa furðu-
manns. Póstsendingar voru þá mjög
tregar, hægar og óreglulegar, bók-
haldið i ólestri og reglurnar á kafi i
skriff innsku. Franklin skapaði þá
bókhaldskerfi, sem einfaldasta póst-
meistara var innan handar að skilja
og fara eftir. Það leið ekki á löngu
áður en póstmálin fóru að borga sig
og póstar voru á ferð dag og nótt allt
árið milli stærstu borganna. Telja
fróðir menn i þeim efnum, að þessi
nýja skipulagning póstmálanna hafi
átt í þvi meiri þátt en nokkuð annað,
að sameina nýlendurnar i sjálf-
stæðisbaráttu þeirri, sem framundan
var.
Um þessar mundir áttu nýlend-
urnar i vök að verjast fyrir árásum
Frakka og Indiána og var þeim því
sendur enskur hershöfðingi,
Braddock að nafni, með
RAUÐFRAKKA sina, en svo voru
enskir hermenn nefndir vegna bún-
ings síns. Kom þá brátt i Ijós, að
hershöfðingjann skorti flutninga-
tæki, sem hann gat hvergi fundið.
Franklin gerði sér þá litið fyrir, þótt
málið heyrði ekki undir hann, og
safnaði á tveim vikum 150 vögnum
með hestum og ökuþórum og hlóð
þá vistum, sem hann svo sendi
hinum furðu lostna en þakkláta hers-
höfðingja. Það var þvi ekki Franklin
að kenna, að herför þessi mistókst
og nýlendan lá opin fyrir árásum
Frakka frá sjó og Indíána við landa-
mærin. En hann lét ekki þar við sitja,
heldur lét að vanda hendur standa
fram úr ermum. Hann skipulagði þá
fyrsta heimavarnarliðið, þar sem
hann sjálfur gegndi herþjónustu sem
óbreyttur dáti með byssu um öxl.
Hann hratt af stað happdrætti og
keypti fallbyssu fyrir ágóðann. Og
hann hætti ekki að nudda i nýlendu-
þinginu fyrr en það tók að vopna
nýlenduna fyrir alvöru.
Já, honum var flest til lista lagt.
Nú gerðist það, að bændur á landa-
mærunum, sem voru orðnir bálreiðir
út af árásum og ofbeldi Indíána, tóku
að hefna sín með þvi að slátra kon-
um og börnum kristinna Indiána og
þessar veslings fjölskyldur flýðu allt
hvað af tók til Filadelfiu með öskr-
andi lýð á hælum sér. Landsstjórinn
kvaddi nú Benjamin Franklin til þess
að taka að sér stjórn herlögreglunnar
og bæla þessar ofsóknir niður. En
Benjamin lét herinn alveg eiga sig. í
þess stað gekk hann einn og vopn-
laus á móti hinum æsta lýð og taldi
um fyrir mönnum með orðum einum.
Árið 1764 var þessi merkismaður
svo sendur til Lundúna til þess að
standa uppi í hárinu á kóngi, brezka
þinginu og hinum rikjandi yfirstétt-
um og berjast fyrir réttindum Penn-
sylvaniu, siðar lika Massachusetts
og að lokum allra nýlendnanna. Með
framkomu sinni fyrir brezka þinginu
árið 1766, jók hann enn á frægð
sina. Var hann sendur til þess að
berjast. gegn lagafrumvarpi sem
mjög varð óvinsælt i nýlendunum,
svonefnt Frimerkjafrumvarp. Verður
lengi vitnað til f ramkomu hans gagn-
vart flutningsmönnum frumvarpsins,
sem fyrirmyndar þess, hvernig ætti
að svara slikum mönnum. sem gerðu
það, sem i þeirra valdi stóð, til þess
að gera afstöðu hans tortryggilega
að hlægilega. Hann lét aldrei reiði ná
tökum á sér og svaraði ævinlega
með tveimur eða þremur stuttum og
gagnorðum setningum, sem byggð-
ust á óhrekjandi staðreyndum. Til
þess að sýna hvers konar raun þetta
var má geta þess, að á einum degi
varð Franklin t.d. að svara 174
spurningum, og jafnvel þingheimi til
mikillar undrunar var frumvarpið
kolfellt eftir þessar umræður. Þótti
rökstuðningur hans svo snjall, að
hann var þegar prentaður og plagg-
inu dreift um alla Ameriku og
Evrópu, og þannig varð Benjamin
Franklin i einu vetfangi kominn i hóp
merkustu stjórnmálamanna aldar-
innar. Heimurinn hafði i fyrsta sinni
heyrt hina sönnu rödd Ameriku.
Eftir 11 ára starf i utanrikisþjón-
ustunni, slapp Franklin frá Englandi
rétt um þær mundir, að heimalandið
og nýlendurnar hófu styrjöld sin á
milli. Þegar þjóðþingið kom saman i
byrjun júlímánaðar árið 1776 i Fila-
delfiu var Franklin til þess skikkað-
ur, ásamt þeim Adams og Jefferson,
að gera uppkast að Sjálfstæðisyfir-
lýsingunni frægu. Aðalhöfundur
hennar er Jefferson, en Franklins
hlutverk var það, að endurskoða
textann, stilla honum i hóf og gera
hann nákvæmari viða.
Það. sem hinni nýsköpuðu þjóð
var nauðsynlegra en allt annað var
viðurkenning annarra rikja, og um-
fram allt Frakklands, hins forna
óvinar Englands. Nú reið á að telja
Frakka á það að lána hinum illa
undirbúnu og gjaldþrota Bandarikj-
um fé og vopn. Og nú féli það i hlut
Franklíns að krækja í stórar fjárhæð-
ir úr fjárvana fjárhirzlumhins reikula
Lúðvíks XVI. sem lán til þjóðar, sem
hvorki gat státað f lánstrausti né
tryggum veðum; þjóðar, sem stóð á
brauðfótum bernsku sinnar og virtist
geta geyspað golunni þá og þegar.
En maðurinn, sem átti að leysa
þetta erfiða verkefni af höndum, var
enginn aukvisi, hann var sérfræðing-
ur i þvi að leysa þrautir, sem öðrum
voru ofviða, og vitanlega tókst hon-
um þetta allt saman. Já, jafnvel
þegar Arnold hershöfðingi beið ósig-
ur við Quebec og Washington við
Long Island, og jafnvel þegar Bretar
tóku Filadelfiu, þá brást ekki sláttur-
inn hjá Benjamin. Átti hann þó við
að etja afbrýði annarra bandariskra
fulltrúa, orðfimi hins snjalla brezka
ambassadors i Paris og spæjara. sem
hann kom alla leið inn á samninga-
fundi Franklins. Meðan lánsbeiðnum
annarra fulltrúa Bandarikjanna var
visað á bug i Hollandi, Spáni og
Prússlandi, þá báru umleitanir
Franklins árangur i Paris.
Hér hefur fjölhæfni þessa merki-
lega manns komið að góðu haldi. Í
augum flestra var hann ,,góði dokt-
orinn", og í honum gátu flestir fund-
ið eitthvað af kostum sihum. Hrein-
skilnir menn og heiðarlegir mátu
hann mikils einmitt vegna þessara
sömu eiginleika hans, lærðir menn
virtu hann sakir þekkingar hans og
lærdóms, og óbrotnu fólki fannst
hann einnig i yfirlætisleysi sínu og
góðvild vera úr þess hópi.
Ég býst ekki við að á neinn þyki
hallað, þótt maður imyndi sér að það
sé rétt, sem margir Bandarikjamenn
halda fram, n.l. að Benjamin Frank-
lin sé afkastamesti diplomat, sem
þeir nokkurn tíma hafi átt. Hann bjó
yfir tveimur mikilvægum hæfileik-
um, sem nauðsynlegar eru hverjum
ambassador, þ.e. vinsældum t landi
því, sem hann starfaði i hverju sinni,
og næmri tilfinningu fyrir þvi, hverj-
ar skoðanir manna voru á sama tima
heima fyrir. Telja fróðir menn, að
engum manni sé meira að þakka
bandalagssamningurinn við Frakk-
land, og eru þeir Washington og La-
Fayette þar ekki undanskildir, en
það var einmitt þetta bandalag, sem
leiddi til sigurs i sjálfstæðisbaráttu
Bandarikjanna.
Það var likt Franklin og vakti eigi
alllitla eftirtekt, þegar hann var
kynntur þeim háu herrum IVersölum
sem fullgildur ambassador fullvalda
rikis, að hann var ekki klæddur
satini með hárkollu og sverð að
þeirra tima tízku, heldur mætti hann
þar i gamla brúna frakkanum með
stafinn sinn og gleraugun i fer-
hyrndu umgerðinni. Og hann vissi
vel, hvað hann var að gera. Þannig
var hann nefnilega i augum fólksins,
en sögurnar af gamla, góða doktorn-
um voru nú búnar að festa rætur, og
hvernig gat hann komið fram öðru
visi klæddur en maðurinn, sem
myndir voru af á blævængjum og
nefbóbaksdósum á hverju leiti?
Vitanlega kom einnig til kasta
Franklins, þegar f riðarsamningar
komu til umræðu, og lék hann meist-
aralega i þeirri diplomatisku refskák
og fékk þvi framgengt, að Bandarik-
in fengu þau landamæri, sem þau
höfðu farið fram á. Þannig sigraði
Franklin á vettvangi friðar, engu sið-
ur en Washington i ófriðnum.
Fallbyssudrunur og kirkjuklukkur
fögnuðu heimkomu þessa fræga ætt-
jarðarvinar. Fulltrúar allra helztu fé-
laga voru mættir til þess að fagna
mestu hetju amerisku byltingarinn-
ar, þeirra, sem ekki voru i hernum.
og ekki skorti þar THE UNION
FIRE COMPANY. slökkviliðið
sem hann hafði skipulagt og stofn-
sett 50 árum áður, en nú voru
aðeins fjórir eftir á lifi þeirra, sem
upphaflega voru í þvi. Og Franklin
sagði þeim, að hann væri reiðubúinn
með öxi sina og fötuna til þess að
mæta á næsta fundi þeirra.
Hann var kjörinn á löggjafarþing
Pennsylvaniu og leið ekki á löngu
áður en hann var orðinn forseti þess.
Þótt hann hefði komizt á þing með
stuðningi íhaldsmanna, og væri nú
Franthald á bls. 14.
©