Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Blaðsíða 16
5. SPARSEMI.
Eyddu engu, nema til þess
a«5 gera þér eða öðrum gagn;
láttu ekkert fara til spillis.
6. IÐNI.
Eyddu ekki tfma þínum;
hafði ætíð eitthvað nytsamt
fyrir stafni; forðastu óþarfar
athafnir.
7. HREINSKILIMI.
Forðastu allar hættulegar
blekkingar; hugsaðu barns-
lega og réttlátlega; hagaðu
orðum þínum samkvæmt
þessu.
8. RÉTTLÆTI.
Gerðu engum ragnt til með
því að skaða hann eða
móðga; vanræktu ekki að
gera honum þann greiða,
sem skylda þín býður.
9. MEÐALHÓF.
Forðastu öfgar; varastu að
gera meira úr móðgun en
vert er.
10. HREINLÆTI.
Forðastu allt óhreinlæti á
líkama þínum, fötum og í
húsakynnum.
11. JAFNAÐARGEÐ.
Settu ekki fyrir þig smá-
muni eða viðburði, sem eru
hversdagslegir eða óumflýj-
anlegir.
12. SKÍRLÍFI.
Haf þú ekki oft samfarir,
nema þér sé nauðsynlegt
vegna heilsunnar eða þú viljir
eignast barn; aldrei skalt þú
gera það svo, að þú finnir til
sljóleika eða veiklunar eða
spillir sálarfriði eða áliti sjálfs
þín eða maka þins.
13. LÍTILLÆTI.
Farðu að dæmi Jesú og
Sókratesar.
Það var ætlun mín að venja mig á
allar þessar dyggðir, og ég taldi það
hyggilegast að rýra ekki athygli
mína með því að hafa þær aliar í
huga í senn. Ég ætlaði þvi hverri um
sig ákveðinn tíma, og þegar ég hefði
náð föstum tökum á henni, ætlaði ég
að taka til við þá næstu, og svo koll
af kolli, þangað til ég hefði tamið
mér allar þrettán. Nú gat það verið,
að þjálfun i einni dyggð létti þjálfun i
annarri og með tilliti til þess raðaði
ég dyggðunum svo sem gert er hér
að framan. Ég hef þar talið hófsemi
fyrst, þvi henni fylgir skapstilling og
glöggskyggni, sem er svo nauðsyn-
leg, ef vaka skal yfir einhverju og
vera á verði gagnvart togi gamals
vana og afli stöðugra freistinga.
Væri hófsemin fengin, mundi þögnin
verða auðveldari viðfangs. Nú vildi
ég helzt afla mér meiri þekkingar,
jafnframt því sem ég bætti siði mína,
en í samtali varð þetta frekar gert
með því að hlusta en tala. Ef ég vildi
venja mig af marklausu skrafi,
spaugi og lélegri fyndni, sem aðeins
Iftilfjörlegir menn mátu nokkurs, þá
var full ástæða til þess að skipa
þögninni annan sess. Þá vænti ég
þess að þögnin og reglusemin gerðu
mér tfmann drýgri til þess að starfa
og læra. Væri einbeitnin orðin að
vana, mundi hún verða mikill styrkur
til þess að temja sér allar hinar
dyggðirnar. Sparsemi og iðni mundu
losa mig við skuldir mfnar, gera mig
frjálsan og efnaðan og jafnframt
gera mér auðvelt að þjálfa mig í
hreinskilni, réttlæti, o.fl. Þá varð
mér og Ijóst. að nauðsynlegt var að
fara að ráði Pyþagorasar f GULL-
NUM ERINDUM og rannsaka dag-
lega, hvað manni yrði ágengt í þessu
uppeldi á sjálfum sér. f þassu skyni
fann ég upp þá aðferð, sem lýst er
hér á eftir.
Ég bjó mér til litla skritooK og
ætlaði hverri dyggð eina blaðsfðu í
henni. Ég strikaði hverja blaðsfðu
með rauðu bloki, þannig að ég fengi
sjö dálka, einn fyrir hvern dag vik-
unnar og merkti hvern þeirra með
upphafsstaf dagsins. Þvert á þessa
dálka strikaði ég þrettán strik og
fékk þannig þrettán lárótta dálka.
Hvern þeirra merkti ég með upphafs-
staf einnar dyggðar í róttri röð. Ég
fékk þannig roit fyrir hvern dag i
töflu þessari og gat merkt oinn eða
fleiri dökka punkta í hann. Þegar ég
gerði upp reikning dagsins, setti ég
einn punkt fyrir hvert brot, sem ég
hafði framið gegn þeirri og þeirri
dyggðinni þann daginn.
Ég ákvað að gefa strangar gætur
að einni ákveðinni dyggð i vikutfma
og siðan hverri eftir aðra. Þannig
gáði ég þess vandlega fyrstu vikuna
að brjóta aldrei gegn hófseminni, og
gekk þá með hinar dyggðirnar eftir
þvi sem verkast vildi, en merkti þó á
kvöldin yfirsjónir mínar viðvíkjandi
þeim. Tækist mér að sleppa við alla
punkta fyrstu vikuna i hófsemisreit-
unum, þá leit ég svo á, að ég væri
tiltölulega æfður f þessari dyggð, og
gæti þvi farið að temja mér næstu
dyggðina, þögnina. Næstu vikuna
reyndi ég svo að sieppa við alla
punkta í tveim fyrstu láróttu reitun-
um. Með þassum hætti þjálfaði ég
mig i öllum þrettán dyggðunum á
þrettán vikum, en á einu ári gat ég
haft fjögur slík námskeið. Nú reynir
enginn maður að reita allt illgresi úr
garði i einu, heldur byrjar hann fyrst
á einu beði á tilteknum tíma, og þeg-
ar hann er búinn með það, byrjar
hann á næsta beði. Ég fór eins að og
gerði mér von um að geta séð i bók
minni, hverjum framförum ég tæki í
góðum siðum.
Skrifbók minni valdi ég að eink-
unnarorðum þessar Ijóðlinur úr
CATO eftir Addison:
Hér tek ég hvíld. Ef til
er æSri máttur,
(og náttúran hrópar öll,
að hann sé til),
þá hlýtur hann að meta
dyggðir mikils,
og þeir, sem þær stunda,
að vera á auðnuvegi.
Og þetta eftir Ciceo:
Ó, þú speki, leiðtogi
lífsins. Þú, sem
leitar dyggðina uppi og
vísar löstunum
á bug. Einn dagur, sem vel
er varið og
í hlýðni við boðorö þín,
er meira verður
en syndum hlaðin eilífð.
í orðskviðum Salomóns er þetta
sagt um spekina (dyggðina):
„Langir lífdagar eru í hægri
hendi hennar, auður og
mannvirðingar í vinstri hendi
hennar. Vegir hennar eru
yndislegir vegir og allar götur
hennar velgengni."
Ég áleit guð vera uppsprettu allrar
vizku, og þess vegna hélt ég það
vera rétt og nauðsynlegt að leita
aðstoðar hans til þess að verða
dyggðugur maður. Ég bjó því til
stutta bæn, sem ég festi ofan við
rannsóknartöflur mínar og notaði
hana daglega. Hún var þannig:
„Almáttugi guð. Góði fað-
ir. Miskunnsami leiðtogi.
Glæð hjá mér þá vizku, sem
leiðir í Ijós, hvað mér er fyrir
beztu. Styrktu mig í því að
fara eftir þeim leiðbeiningum.
Þigg þú það, sem ég geri vel,
handa öðrum börnum þínum.
Það er eina endurgjaldið sem
ég get innt af hendi fyrir náð
þína."
Stundum notaði ég þó litla bæn,
sem ég hafði fundið í kvæðum
Thomsons:
Heilagi guð, þú faðir
iífs og Ijóss.
Ó, lát mig skynja hið góð,
sjálfan þig.
Frelsaðu mig frá fordild
lostum, heimsku
og fýsnum lágum. Glæð þú
mér í sál
þekkingu, frið og
fölskvalausa dyggð,
þú eilíf vera er aldrei
ber á skugga.
Heimildir:
The Many Worlds of Benjamin
Franklin, eftir Frank R. Donovan.
Armerican Heritage Publisning Co.
Inc. New York.
Benjamin Franklin eftir Carl Van
Doren Viking Press, Inc. New York,
N.Y.
Benjamin Franklin And The Ameri-
can Character, ritstjórn og formáli
eftir Charles L. Sanford. D.C. Heath
and Company, Boston.
Problems In American Civilization.
ALHUÐA
TRYGGINGAÞJÓNUSTA
YFIR 50 ÁRA REYIMZLA
TRYGGIR ÖRUGGA ÞJÓNUSTU
u n