Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Side 7
æðrulaus skepna Lati Brúnn
Þetta er Lati Brúnn. Hann hefur um dagana haft
orS á sér fyrir aS vera frekar róleg skepna og
æSrulaus. ÞolinmæSi hans er allt aS þvi endalaus.
Enda kemur þaS sér vel, þvi aS eigandinn er orSinn
gamall og dálítiS utan viS sig eins og Lati Brúnn.
Þegar hann fer aS rifja upp hina gömlu og góSu
daga meS fornvinum sinum er ekki vist, aS hann
láti sjá sig fyrr en nokkrir pelar og tóbaksbaukar
hafa veriS tæmdir. En eigandinn þarf ekki aS hafa
áhyggjur af gamla hróinu, sem er í einskonar
jógastöSu og starir á hestasteininn vegna þess aS
hann getur ekki staraS á naflann á sér. Hvorki
köngulóarvefurinn né hreiSriS i faxinu raska heim-
spekilegri ró hestsins. A5 visu er eigandinn aSeins
eldri, en Lati Brúnn verSur sá, sem vit hefur fyrir
þeim báSum.
I,
1 'j V/'
M\ • >
ipjnTTTrnr
að halda
andlitinu
Þær stundir koma í lífi hvers manns, aS hann vill umfram allt halda
virSuleikanum. HöfSingjar verSa alltaf aS hugsa stift um andlitiS og
virSuleikann. ekki sízt þegar riSiS er í hlaS. Sé höfSinginn aS auki vel
rfSandi er ekki nema mannlegt, aS hann hugsi sér aS riSa greitt i hlaS;
þaS er svo valdsmannslegt. Kannski er hér þingmannsefni á ferSinni
og atkvæSi i veSi. Þvi ekki aS riSa geyst i hlaS, geyst en þó umfram
allt virðulega. Halda andlitinu gegnum þykkt og þunnt. Vera traust-
vekjandi, landsföSurlegur. Nú vill svo vel til, aS túnhliSiS er opið. Sá
jarpi verður látinn tölta glæsilega heim traðirnar.
Næst mun héraðshöfðinginn ranka við sér á bakinu í forinni. Sá
jarpi verður hlaupinn eitthvað út i veðrið. Hafi enginn séð þetta er
Ifklegast, að héraðshöfðinginn læðist i burtu og láti atkvæðið eiga sig.
Hinn kosturinn er sá að koma i bæinn eins og ekkert hafi i skorizt og
halda andlitinu. Fá kaffisopa i eldhúsinu, vera alþýðfegur. Og lofa
atkvæðinu vegarspotta, þegar honum verður ekið heim.
eg hefselt
hann Yngra Rauð
Ég hef selt hann yngra RauS, og er þvi sjaldan glaður, syngur kempan.
Hann er nefnilega nýbúinn að selja hann yngra Rauð og er mjög
glaður. Hann var feginn að losna við hann. Hann gat selt hann óséðan
í skiptum fyrir óséð hross fyrir norðan. Og hann fékk soldið i milli. í
hestabraski er kúnstin fólgin í að fá á milli. Sá, sem ekki fær á milli.
hann tapar.
Nú er kempan að halda uppá söluna á Yngra RauS og búiS að
þurrvinda flöskuna. Kempan er á honum Eldra Rauð núna. Eldri
Rauður er orðinn mjög lifsreyndur og kann út i æsar þá list að hlaupa
út undan sér til aS rétta af mann, sem er I þann veginn að detta af
baki. Eldri Rauður má ekki með nokkru móti til þess vita, að kempan
detti af baki. En hann á fullt í fangi með þaS vandasama verkefni og
er bersýnilega mjög áhyggjufullur. Hann veit sem er, að hann getur
ekki látið kempuna á bak aftur, ef hún dettur.