Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Blaðsíða 10
IDULRfEn EFnt Hún settist meö lampann . MES ALFMl GILLA, GALLA OGFllLA Framhald af bls. 9 ar sofiS yfir sig. Ekki var ég alveg sáttur við það, hvernig ég var vakinn og fór því upp og spurði Ingibjörgu um það. Hún áréttaði að Didda hefði komið upp og vakið mig. Ekki töluð- um við meira um það, en skömmu seinna héldum við í göngurnar." Ingibjörg: „Seinna, þegar ég var komin á fætur, spurði ég Diddu, hvort hún hefði ekki komið upp og vakið Svein, en ég var þá glaðvak- andi, nennti bara ekki fram úr. Hún neitaði þvi. Eg lýsti því þegar hún hafði komið inn í herbergið til okkar með oliulampa i hendinni, en ekkert rafmagn var á bænum. Hún kom að rúminu, settist á rúmstokkinn og klappaði á kinnina á Svenna um leið og hún sagði: „Svenni minn, ætlar þú ekki að fara að vakna, nú eru göngurnar að hefjast". Eg ætlaði þá að fara að tala við hana, því ég var glaðvakandi eins og ég sagði áðan, en hún fór þá fram og lokaði á eftir sér. Didda spurði mig nánar um þetta og m.a. spurði hún hvernig göngulagið hefði verið hjá konunni. Þá gerði ég mér grein fyrir þvi að konan hafði dregið á eftir sér fæt- urna. Þá vissi Didda strax hver hefði verið á ferðinni. Það var þá Stefania, sem Svenni hafði verið hjá i sveitinni i gamla bænum, en þegar þetta skeði var Stefania dáin fyrir mörgum árum og er hún grafin þarna i túninu við bæinn. Ég hafði aldrei séð Stefaniu, en fólkið á bænum sagði að hún og Didda hefðu verið svipaðar að likamsbyggingu, svo það var ekki einkennilegt, þótt ég hafi haldið Diddu vera á ferðinni með oliulamp- ann." Sveinn: „Um kvöldið kom ég þremur timum seinna en aðrir af fjalli vegna þess að ég hafði villzt í svarta þoku þótt ég þekkti fjallið eins vel og fingurna á mér. Þegar ég kom heim á bæinn spurði ég Ingi- björgu einmitt lika um það hvernig göngulag konan hefði haft, en ég hafði hugsað nokkuð um þetta á fjallinu." Ingibjörg: „Ég sá manneskjuna vel í Ijósinu frá lampanum, en þetta var um kl. 5 um morguninn. Ég var vakandi þegar hún opnaði og kom inn með Ijósið, klædd kjól og með svuntu." Sveinn: „Var hún þá ekki með hlýrum, svuntan?" Ingibjörg: „Jú, hlýrum, en þegar ég kom niður fór ég einmitt að velta því fyrir mér að Didda var öðruvisi klædd" Ingibjörg bjó á sínum tíma að Klapparstig 12 í Reykjavik, en þar átti sitthvað að vera á sveimi. „Mað- ur heyrði labbað þar um", sagði hún, „farið í skápa, bankað og fleira og fleira, en aldrei sá ég neitt þar, heyrði bara". Ég held að þar hafi allt verið gott." Einu sinni var einn ibúinn þar, sem Ragnar hét, á leið upp stigann ásamt vini sínum. Ragnar kippir allt í einu vini sínum til hliðar í stiganum segir: „Ætlarðu að ganga í gegn um hann pabba, helvítið þitt", Ragnar var skyggn. I turnherbergi hússins var sjaldan sofið vegna þess að þar var allt á ferð og flugi. Einu sinni tók kona úr Hafnarfirði á sig rögg og sagðist ekki vera mikið bangin vi? að sofa þar ein. Svaf hún af nóttina, en um morguninn fann hún hvergi lifsstykkið sitt. Við nánari leit fannst það undir miðju gólfteppinu, en þó var rúmið á teppinu, stólar og borð. HJÁLMAR Guðnason loftskeyta- maður i Vestmannaeyjum lék sér lengi vel við þrjá álfa. sem hétu Gilli, Galli og Fuli. Fuli var vondi peyinn i hópnum og skapaði ávallt vandræði. Ég rabbaði við Hjálmar og eldri bróð- ur hans, Eirík, um þessa reynslu, og fer sagan hér á eftir: „Eftir því sem mig minnir sagði Hjalli, „var ég smápatti þegar þetta byrjaði. Ég átti þá heima á Vega- mótum og það voru þar i grennd- inni þrír gaurar, sem koma við sögu. Tveir þeira, Gilli og Galli, voru vinir minir, en Fuli var vondi peyinn. Hann var alltaf að striða okkur og hrekkja. Ég man að hann var litill patti með einkennilega mjósleginn haus. Hann var allur Ijós yfirlitum. Gilli og Galli voru svolitið minni, en andlitum þeirra kem ég ekki fyrir mig. Þegar ég lék mér við þessa félaga mina voru strákarnir úr næstu húsum aldrei með. Við lékum okkur oft í gömlum blómagarði sem mamma átti, en ut- an um hann var girðingarnefna. Við fórum í ýmsa leiki, töluðum mikið saman, en Fuli truflaði okkur jafnan og okkur stóð stuggur af honum. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvert þeir fóru, en ég man bara að á þessum stað lékum við okkur alltaf og mér hefur allt af liðið vel þar, en nú er hannfarinnundir hraun eins og húsið okkar Vegamót og svo margt fleira. Ekki man ég eftir neinum sérstökum leikföngum, sem við not- uðum, en þetta minnkaði smám saman eftir því sem ég varð eldri. Þó virtist Fuli hafa lagt mikla fæð á mig, því ég hafði ímugust á honum og hann sat lengi I rriér. Mig minnir að þeir félagarnir hafí verið klæddir í nokkurs konar stakka. Ég sagði mömmu og öðru heimilisfólki frá þessum félögum mínum og það tók þessu vist svona og svona í upphafi, en vandist þvi. Þú spurðir mig hvort ég hefði orð- ið var við eitthvað á annan hátt. Ég verð stundum var við eitthvað þegar sumir menn koma. Það var til dæmis maður við innheimtustörf hér í Eyjum og ég vissi alltaf þegar hann kom, þvi rétt áður fékk ég undan- tekningarlaust mikinn hiksta. Ann- ars fékk ég aldrei hiksta. Stundum hefur mig einnig dreymt fyrir atburðum og til dæmis dreymdi mig fyrir eldgosinu. Mig dreymdi þá geysilegan eld einmitt upp úr austur- hlið Helgafells. Og svo varð ég vitni að þvi þegar jörðin opnaðist þar, þvi ég var þá á gönguferð austur á Urð- um með vini minum Óla Gránz. Þessi draumur um eldgosið hrelldi mig lengi á eftir, en svo gleymdist hann eins og allt annað, sem er óþægi- legt. Oft dreymir mig lika fólk sem ég hitti þá daginn eft- ir og þannig kemur svona eitt og annað kynlegt fyrir annað kastið, en yfirleitt hefur mig ekki dreymt fyrir neinum vátíðindum ef eldgosið er undanskilið. Annars er ég viss um að þessi hraði og tækni, sem við búum við, kemur oft i veg fyrir að næmni fyrir sliku fái að njóta sín. Það er alveg öruggt. Ljósið hefur svo margar bylgjulengdir og það er svo margt sem við ekki sjáum". Eiríkur bróðir Hjálmars sagði að þau hefðu fyrst heyrt Hjalla tala um þessa félaga sína þegar hann var 4 ára gamall og hefðu þeir verið nokk- ur snar þáttur i lífi hans alveg í 2—3 ár, eða þangað til hann fór í skóla, en þá fór sambandið að minnka, „Fuli, hins vegar", sagði Eiríkur, „var alltaf að elta hann og jafnvel vekja hann fram eftir öllum aldri. Fram á 13 ára aldur fékk Hjalli oft martröð rétt fyrir miðnættið og vaknaði þá með látum. Varð ég oft að ganga um gólf með hann til þess að róa hann og var hann orðinn skrambi þungur í lokin á þessu tímabili. Fuli var þá að skemma fyrir honum og jafnvei kveikja i. Oft leituðu þeir félagar inn til Hjalla ef hann var veikur. Fyrst hlógumvið að þessu, en við hættum því. Þegar Hjalli fór í skóla, hurfu þessir góðu, en sá illi vildi ekki láta hann í friði". Jakob V. Hafstein mmm Hermannakirkjugarðnr í Washington Gröf við gröf, það sem augað eygir. Örlagaþögnin fórnirnar segir. Hvitir steinar i stuðluðum röðum stara til himins frá grónum tröðum geymandi nöfnin með grafar letri. Gjöf til þjóðar var engin betri. Hér hvílir í friði hver þjóðar þegn, sem þrúgandi ranglæti barðist gegn og varði sitt fengna frelsi. Hans vegur lá burtu um höfin breið, á bylgjuföldum vogskorna leið, að mola harðstjórans helsi. Hermenn frelsis, með hreinan skjöld hafa numið hér eilif völd. Árin hverfa i aldanna haf, en aldrei það lif, sem fórnirnar gaf. Hver einasti þegn, sem þjóð sinni ann, þreytti sitt strið og dauðan vann, i Arlington garði gröf sina fann. Gakk þú hljóður, þvi heilög er jörð, en hlustaðu á andvarans bænagjörð. Bræður liggja hér hlið við hlið, og hundruð þúsunda fallið lið sefur hér svefninum djúpa. Menn, sem féllu fyrir sitt land, að fótskör Arlington krjúpa. Hér brennur eilífðar eldur á hlóðum yfir forsetans dimmu gröf, er boðskap sinn flutti í lifandi Ijóðum, sem landi og þjóð varð heilög gjöf: „Spurðu ei þess, hvers þú getir krafist af þjóðinni, slikt er ei vert, en láttu hug þinn og hjarta svara: Hvað get ég þjóð minni gert?" Eldurinn brennur alla tíð, órækt vitni um baráttu og stríð. Þögnin er mælsk og minnir á að menn i Arlington hljóðir segja: „Þeir, sem guðirnir elska ungir deyja. " Inga Þorgeirs SEM TÓM - SEM BLIK Á fleygri stund ég fann þig vor — eitt fagurt blóm við gengið spor, einn litinn fugl á laufgri grein og Ijósa dögg á mosastein. Og endurvakin ung og há skein örskotsstund hin glaða þrá sem tónn, sem blik, er berst of lönd frá bernskudagsins heiðu strönd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.