Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Qupperneq 11
ÍSLENDINGABÓK geróa ek fyrst
byskupum órum, Þorláki ok Katli,
ok sýndak Itæöi þeim ok Sæmundi
presti. En með því at þeim líkaði
svá at hafa eða þar við auka, þá
skrif'aða ek þessa of hit sama
far. . . En hvatki es missagt es í
fræðom þessom, þá es skylt at
hafa þat heldr es sannara reyn-
isk".
Svo segir Ari fróði í formála
ísiendingabókar. En hvað var
þaö, er biskupum og Sæmundi
fróða „líkaði ekki svo að hafa"
sem hann hafði f.vrst ritað? Um
þetta hafa margir brotið heilan og
sýnist sitt hverjum. En bersýni-
legt er hvað Ari hefir orðið að
fella niður af efni hinnar eldri
islendingabókar. Það er frásögn
af landnáminu fyrir landnám nor-
rænna manna og lýsing á þvi
hvernig hér var umhorfs þegar
þeir komu. Þessum kafla hefir
Ari orðið að sleppa að tilmælum
biskupa og Sæmundar.
Fæstir hafa komið auga á þetta,
en þó var þaö dr. Birni Sigfússyni
ljóst, er hann ritaði doktorsrit-
gerð sina um íslendingabók.
Kemst hann þar svo að orði: ,,Hið
ósagða er margfalt meira en hið
sagða og hlaut að vera Ara tals-
vert kunnugt. T.d. forðast hann
sýnilega að segja, hvernig og hve-
nær landið fannst, segir aðeins:
„island byggðist fyrst úr Noregi".
Takmörkunin híýtur að vera
ásetningur".
Þrátt fyrir þetta verður Ara
ekki brugðið um sögufölsun. Það
er augljóst, að með samvizkunnar
mótmælum heí'ir hann fellt niður
kaflann um íra og landnám
þeirra, því að honum hefir ver-
ið ljóst, að landnámssaga Norð-
manna varð óskiljan-
leg, að þeim kafla slepptum.
Má og vera að hann hafi ótt-
ast, að sér yrði seinna borin sú
fávizka á brýn, að hann hafi ekk-
ert vitaö um landnám Iranna og
hverja þýðingu þaö hafði sem
undanfari landnáms Norðmanna.
Hann hefir þrjóskast við að
sleppa þessu og fær svo (fyrir
náð?) að skjóta inn örstuttri frá-
sögn al' þvi, að irar hafi verið hér
á undan Norðmönnum: ,,Þá voru
hér menn kristnir, þeir er Norð-
menn kalla Fapa, en þeir fóru
síðan á braut af þvi að þeir vildu
ekki vera hér við heiðna menn, og
létu eftir bækur írskar og bjöllur
og bagla, Af þvi mátti skilja, að
þeir voru menn írskir". Og á svo
ekki hér við það, sem hann ségir í
formálanum: „En hvatki es mis-
sagt és i fræðom þessom, þá es
skylt at hafa þat heldur, es sann-
ara reynisk"?
En hvernig stöð á hinni harðvít-
ugu ritskoðun og ritbahni bisk-
upa og Sæmundar fróða? Þött
mig skorti jtekkingu á kirkjusögu
og valdi páfans um þessar mund-
tr, finnst mér ósjálfrátt að hér
hafi yerið um „kirkjupölitík" að
ræða. Þeir geta fallist á, að Ari
segi frá því, að hér hafi verið
írskir Fapar, þegar Norð-
menn bar að landi, en þeir
hafi fengið að fara héðan
í friði. En á írsku landnem-
ana, sem líka voru kristnir, mátti
ekki minnast einu orði. Saga
þeirra skyldi þurrkuð út, og vald
til þess hefir kirkjan talið sig
hafa. Hér á Islandi skyldi aldrei
minnst á landnámið fyrir land-
nám. Má finna nokkurn þef af
þessu i Landnámu, þar sem hún
segir frá Naddoddi, fyrsta nor-
ræna manninum sem kom hingaö
til lands. Þar segir að hann hafi
komið í Keyðarfjörð og hafi þeir
félagar gengið upp á hátt íjall og
✓ /
Ami Ob
LANDNÁMIÐ
FYRIR
LANDNÁM
sk.vggnsl víða um, ef þeir sæi
reiki eða nokkur líkindi til þess
að landiö væri byggt, „og sáu þeir
það ekki. — Svo sagði Sæmundur
prestur hinn fróði". Þaðan er sú
alda runnin. Með þessu hefir Sæ-
mundur viljað sanna að engir
irskir landnámsmenn hafi verið
hér á undan Norðmönnum. Þetta
er í samræmi við ritskoðun bisk-
upanna og hans á hinni eldri Is-
lendingabók Ara fróða.
Hér getur líka haf'a ráóið um
þjóöernismetnaöur, eins og fram
kemur i Þórðarbók Landnámu:
„Það er margra manna mál.að það
sé óskyldur fróðleikur að rita
landnám. En vér þ.vkjumst heldur
svara kunna útlendum Hlönnum,
þá er þeir bregóa oss því, að vér
séum komnir af þrælum eða iII-
mennum, ef vér vitum vorar kyn-
ferðir sannar". Hér er h'inn
norski ættarmetnaður, sem flóir
út af mörgum fornum sögum og
enzt hefir þjóðinni fram á þessa
öld, að geta rakið ættir sinar til
Bjarna bunú eða annarra stórætt-
aðra höfðingja í Noregi, en forð-
ast aö minnast á nein ættartengsl
við Irana. Og þetta sýnir hve
rækilega þeir biskuparnir og Sæ-
mundur fróði báru sigurorð af
Ara. Það er fyrst nú á seinni árum
að sumir eru farnir að hugsa um
hvað „sannara reynist".
A þessu ári minnumst vér þess,
að 1100 ár eru liðin sióan norrænt
landnám hófst hér á landi.
Vér eigum óviðjafnanlegar
heimildir um sögu þessa land-
náms þar sent Landnámabækur
eru. Þar finnum vér nöfn 400
tandnámsmanna, fáum að vita
hvar þeir námu land og hve víð-
lent landnám hvers var. Um
marga þeirra er sagt hvaðan þeir
voru og hverrar ættar þeir voru.
Sagt er frá skipakosti þeirra og
hve margt fólk var á skipi með
þeim, venjulegast um 30 manns.
Sagt er að þeir liafi flult með sér
búslóð sína, eða svo mikið af
henni sem þeir gátu með komist.
Hafa þetta verið innanstokks-
munir og búsáhöld margs konar
er þá þóttu nauðs.vnleg, kjörgrip-
ir, sængurfatnaður og igangs-
klæði. Auk þess hal'a þeir orðið að
flytja með sér miklar vistir, allt
að missirisforöa fyrir 30 manns,
þvi óvist var hve lengi skipin
mundu hrekjast á sjónum. Til
þess að geyma matvælin hefir
þurft margar kistur og störar og
hafa þær fyllt upp í skipunum.
Auk þess hafa landnemar orðið að
hafa með sér öll áhöld til úti-
vinnu, því að vita máttu þeir að
slikt var hverjum frumbýlingi
nauðsynlegt. Sumir hal'a ef til vill
flutt með sér húsavið að auki, til
þess að gera sér skýli í nýja land-
inu.
Sögufröðum mönnum ber sam-
an um, að knerrirnir, sem land-
nemar sigldu yl'ir hafið, hal'i verið
40—50 tonn að stærð, eða á borð
við miðlungs vélbát nú á dögum.
Þilfar hefir verið i skipunum og
„undir þiljum" hefir fólkið hafst
við á sjóleiðinni. Þetta voru ekki
„farþegaskip" með sérstökum
klefum og þægindum, og þegar
haft er í Ituga hve litil skipiri
voru, ættu menn að geta skihð, að
allþröngt muni hafa verið þar
þegar 30 manns er komið um borð
með allan farangur sinn.
Þó halda margir, að landnemar
hafi getað flutt meó sér fjölda
kvikfjár, sauðfé, geitfé, svin,
hesta og nautgripi. Þessi ályktun
er í fljótu bragði skiljanleg. Land-
nemarnir höfðu flestir verið
bændur og á búskap ætluðu þeir
að lifa á nýja landinu. En þetta
stvðst ekki við það, sem Land-
náma segir. Þar er ekki minnst á
að landnámsmenn hafi flutt kvik-
fé með sér að neinu ráði og eru
fljóttaldar þær skepnur, sem hún
minnist á að landnámsmenn hafi
komið með. Hún segir:
— Hjörleifur fóstbróðir Ingólfs
Arnarsonar átti einn uxa. Helgi
magri (sem kom frá Suðureyum)
hafði á skipi með sér tvii svín, gölt
og gyltu, Hrafnkell Hrafnsson var
á leið frá skipi upp eftir Skrið-
dal, og féll þar þá skriða og urðu
undir göltur og griðungur, sem
hann átti. Þorgerður, ekkja As-
bjarnar Heyangurs-Bjarnasonar i
Sogni nam svo land, að hún
teymdi kvigu sína frá Kvíá að
Jökulfelli og nam svo alll Ingölfs-
höföahverfi (nú Öræfin). Grím-
ur, sem Grímse.v á Steingrimsfirði
er við kennd, átti eina hryssu. —
Þetta eru' allar þær sögur, sem
Landnáma hefir að segja um kvik-
fjárflutning landnámsmanna til
Islands. Það eru þrjú svin, grið-
ungur, uxi og kviga og einn hest-
ur. Hvergi er minnst á sauðfé né
geitfé. Þrátt fyrir þetta er þess
ekki að synja, að fleiri landnáms-
menn hafi haft með sér kú eða
2—3 geitur og mundi það þ.vkja
eðlilegt nú á dögum að þeir hefðu
flutt með sér þessar skepnur til
þess að hafa mjölk handa urig-
börnum á leiðinni yfir hafið.
Auðvitað gátu landnámsmenn
ekki flutt með sér kvikfé, svo
neinu næmi, vegna þrengsla á
skipunum, þvi að kvikfjárflutn-
ingi hefði f.vlgt, að hafa nægilegt
fóður handa skepnunum yfir haf-
ið, og hey er fyrirferðarmikill
flutningur á smáskipi. Er þvi að
vonum að Landnáma geti verið
fáorð um það. Þegar alls þessa er
gætt, verður að líta svo á, að land-
námsmennirnir hafi ekki átt
neinn bústofn er þeir höfu bú-
skap hér.
Þeir sem byggðu nærri sjó, gátu
vel séð sér og sinum farborða með
veiðiskap. En við hvaö áttu að lifa
þeir, sem tóku sér bölfestu i
innstu dölum norðanlands, I upp-
sveitum Borgarfjarðar (Þverár-
hlíð. Hvitársíðu, Geitlandi), i upp-
sveitum Árnessýslu (Grímsnesi,
Biskupstungum, Hreppum, Þjórs-
árdal) svo nokkuð sé nefnt af
þeim sveitum, er snemma byggð-
ust? Við hvað studdust bú þeirra?
Hér er stór gloppa í elstu búskap-
arsögu norrænna manna á ls-
landi.
Vegna þessarar gloppu verður
landnámssagan öskiljanleg, sé þvi
haldið fram, að norrænu land-
námsmennirnir hafi komið hér að
auöu og óhyggðu landi. En hún
verður skiljanleg, ef þess er gætt,
aö hér hafði veriö mikil byggð um
háll'a aðra öld, áður en norrænu
landnámsmennirnir komu. A
þessum tímamótum er þvi nauð-
synlegra en endranær að rifja
upp það, er vér vitum um land-
námið fyrir landnám". Hér verð-
ur það þó eigi allt rakið, heldur
tíndir saman nokkrir staksteinar
að átta sig á.
Sutnir vestrænir sagnfræðingar
gera ráð fyrir |>vi að írskir ein-
setumenn hafi þegar farið að
leggja leiðir sinar til Islands á 4.
öld öndverðri. Sé það rétU hefir
hér aðeins verið um fáa menn að
ræða, og sennilega Dniida. Skip-
in, sem fluttu þá,hafaliklega snú-
ið heim aftur og skilið þá hér
eflir, því að þessir menn vildu lifa
einlífi svo að aldrei spyrðist til
sín. Sú breytni var guði þekk i
þeirra augum. Eitthvað hefir
þessum einsetumönnum fjölgað
hér á næstu öldum.
I bökinni Irland, sem Menning-
arsjöður gaf út (i bókaflokknum
Lönd og lýðir) segir svo:
Algiid rök hniga að því, að Irar
hafi siglt til Islands og haft þar
aðsetur lengri eða skemmri tiina,
öldum áður en landið „byggðist af
Noregi", — ef til vill þegar á (i.
öld e. kr. Ekki var þö um að ræða
landnám eða bólí'estu í venjuleg-
um skilningi að þvi er vitað verð-
ur, enda mun það ekki hafa veriö
tilgangurinn með siglingum
þeirra þangað. Sá tilgangur verð-
ur aðeins skýrður með því að gera
sér grein fyrir trú og trúarlifi
þjöðarinnar i þann tið, guðsdýrk-
un hennar eins og hún hafði
smám saman mötast f.vrir viss
skapgerðareinkenni. . . Þetta voru
p í 1 ag rí msferði r mei n I æ t a-
hneigðra manna, farnar guði til
velþóknunar og dýrðar. Þeim var
óbyggt land heilagt og er harla
líklegt að sóldægrin á Islandi
hafði ósjálfrátt aukið á helgi þess
í huga hinna frómu guösmanna,
hafi verið eins konar jarteikn
þess, að guð liti með mildi og
velþóknun á þau meinlæti, sem
þeir höfðu fúslega þolað, er þeir
himdu langar skammdegisnætur í
hellisskútum og grjötbyrgjum,
sem veittu harla litið skjól fyrir
f'rosti og hríð. —
Þegar hér var komið haföi
kristni náð að festa rætur á Ir-
landi og fer þá mjög að fjölga
ferðum „helgra" mann-a til Eær-
eyja og Islands. Irskir kennimenn
máttu þá giftast og stofna heimili.
og þess vegna hefir líka orðið sú
breyting á. að nú hafa Paparnir
l'arið með fjölsvldur sinar til Is-
lands. Þetta voru ekki lengur
meinlætamenn, sem hingað flutt-
ust. þótt tilgangurinn væri hinn
sami og áður. að geta lifað guði
þóknanlegu lifi hér í fásinninu og
náttúrufegurðin ni.
Landnáma hefst á þessari l'rá-
sögn: „I aldarfarsbök þeirri, er
Beda prestur heilagur gerði, er
getið eylands þess, er Týli heiti og
á bókum er sagt að liggi sex
dægra sigling í noröur frá Bret-
landi.. . Til þess ætla vitrir menn
það haft, að Island sé Týli kallaö
(að lýsing þess á við Island).:.
En Beda prestur andaðist árið
735.. .. meir en hundraði ára fvrr
en Island byggðist af Norðmönn-
um... Enn er þess getiö á bökum
enskum, að i þann lima var farið
milli landanna".
Hér er sagt með berum orðum.
að siglingar hafi verið milli Ir-
lands og Islands hálfri annarri
öld f.vrr en, norrænir landnáms-
menn komu hingað. 1 hvaða er-
indum hal'a þessir hafsiglinga-
menn verið? Králeitt er að hugsa
sér að hér hafi verið um vikinga
eða sjóræningja aö ræða. Varla
mun heldur vera um önnur kaup-
skip að ræða en fjárflutningaskíp
og skip sem fluttu hingað menn,
er ákveðið höfðu að sétjst hér að.
Til íjárflutninga voru írsku húð-
skipin stórum heiri heldur en
norsku tréskipin. Hér hafa verið á
ferðinni írskir landnemar, sem
spurnir hafa haft af þvi hve gotl
land Island væri. Og hér hefir þá
allt verið með öðrum svip en nú
er. Jarðfræðingar segja að tiðar-
far hafi þá verið ólíkt betra en
síðar varð. Þá hafa tæplega sést
hér jöklar og allt hálendið verið
gróið, en skógar á láglendi og i