Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Qupperneq 2
ALDRAÐIR SÓmR HEIM „Ekkert, ekkert utan skuggamynd ” s Þuríður J. Amadóttir ræðir við Ingigerði Jónsdóttur Ingigerður Jónsdóttir heima hjá sér. 1 þcssum viðtalsþáttum verður Ieitazt við að bregða ljösi á lífs- kjör og viðhorf þeirra, scm hættir eru að taka þátt f baráttunni fyrir daglegu brauði. Þeir berjast ekki lengur sjálfir fyrir hagsmuna- málum sfnum. Þau eru í höndum samfélagsins og ættu því ekki að vera neinum éviðkomandi. Athygli verður m.a. beint að umhverfis- og vistmálum, starfs- mögnlcikum og viðfangsefnum, félagslffi og fjárhag. Þessi atriði ern undirstaða heilbrigðrar Iffsafstöðu þessa fólks sem og annarra þjóðfélagsþegna. 1 þessum þætti heimsækjum við Ingigerði G. Jónsdóttur, sem býr í Austurbrún 6. Þar sem hæst ber á Laugar- ásnum risa þrjú háhýsi. Þessi hús hafa reykvískir íbúar og vegfar- endur dagiega fyrir augum. Þau eru orðín samgróin umhverfinu í hugum manna og vekja því ekki mikla athygli augans, nema helzt fyrir það hvað sérkennilega þau ber í Esjuna. Hið austasta af þessum húsum er nr. 6 við Austurbrún. Þetta hús er eign Reykjavíkurborgar og mun fyrst og fremst hafa verið ætlað sem bústaður aldraðs fólks. Þegar komið er að húsinu má sjá þess merki, að vel er séð fyrir sameiginlegum afnotum hússins. Á lágum og breiðum tröppum eru handrið, en til hliðar er braut fyrir hjólastóla. Tveir inngangar eru í húsið. í anddyri eru stórar töflur á veggjum með nöfnum heimilisfastra í húsinu. Á innra gangi komum við að tveimur lyftum, önnur er minni og fyrir fólksflutning eingöngu, hin stærri og þá einnig fyrir vöru- flutning innanhúss. Við bíðum eftir lyftunni og fylgjumst með ljósnúmerum yfir lyftudyrum á meðan hún flyzt aila leið frá 12. hæð niður á neðsta gólf. Inni f lyftunni eru einnig handrið. Á þrióju hæð förum við út og svipumst um í göngum, sem visa í ýmsar áttir. Á einum af þessum göngum stendur blómapottur með gúmmítré úti við glugga. Hér er allt hreint og snyrtilegt. Á ganginum innst til hægri komum við að hurð. A nafnspjaldi lesum við nafn Ingigerðar G. Jónsdóttur. Við hringjum dyra- bjöllu. Eftir andartak er hurðin opnuð og Ingigerður stendur i dyrunum og býður okkur vel- komin. Engum dylst, að hún er kona komin um langan veg; yfir- bragðið sorfið, mildað og fágað af margvíslegri lífsreynslu nær átta liðinna áratuga. Ingigerður býður okkur til stofu. Hún hefur Iofað að spjalla við okkur litla stund og gefa okkur nokkra innsýn í daglegt lif þeirra, sem búa einir síns liðs í þessu húsi. Þegar litazt er um, vekur það fyrst athygli, hvað hér inni er bjart, hreint og hlýtt. Ibúðin er að mestu opin, nema eldhús og bað, sem gengið er inn í úr að nokkru afmarkaðri forstofu. Svefnkrókur er inn úr stofu; þaðan sér út á sundin og til Esjunnar. Vestur- gafl stofunnar er að mestu gluggi, með útsýni yfir mið- og vestur- hluta borgarinnar. Blómin í gluggakistunni baða sig í birtunni og bera með sér, að þau njóta óskiptrar athygli og umönnunar húsráðanda. Auðséð er, að hús- búnaður allur er samgróinn persónulegum smekk og heimilis- haldi á löngum lífsferli. Hver hlutur er á sínum stað. Heimilið er eins konar spegilmynd af tengslum við nánustu ættmenni, vini og vandamenn: Fjölskyldu- myndir, handunnir munir, bækur, sem fylla einn vegg stofunnar, allt á sfna sögu. Þessari sögu, í stórum dráttum, er okkur nokkur forvitni að kynnast áður en við leitum nánari fræðslu um núverandi hagi og ástæður Ingigerðar. Við spyrjum því að góðum og gömlum íslenzkum sið: — Hvert rekur þú ættir þínar og uppruna? — Ég er fædd að Neðra Hreppi í Borgarfirði árið 1894. Þar ólst ég upp hjá foreldrum mínum, Guðrúnu Þorsteinsdóttur og Jóni Jónssyni. Móðir mín var frá Reykjum í Lundarreykjadal og faðir minn frá Skálpastöðum í sömu sveit. Ég er þvf borgfirzk í báðar ættir. Heima dvaldist ég að mestu þar til ég fór að læra að sauma; Þá var ég rétt innan við tvítugt. — Hvernig voru menntunar- skilyrði ungs fólks þar um slóðir á þeim tfma? — Þau hafa sjálfsagt verið líkt og víðast hvar annars staðar á landinu. Þó var mikil framför að hafa unglingaskóiann á Hvítár- bakka í héraðinu. — Var algengt að unglingar væru sendir þangað til náms? — Það vai nokkuð algengt held ég, ekki sízt fyrir þá, sem bjuggu í næsta nágrenni við skólann. — Stundaðir þú nám þar? — Já, ég var þar tvo vetur. — Svo lærðir þú að sauma. Varðst þú ekki að fara út fyrir héraðið til þess? — Jú, ég lærði að sauma í Reykjavík. Fyrst lærði ég að sauma karlmannaföt hjá Ander- sen og Lauth og síðan lærði ég kvenfatasaum hjá Sigríði Björns- dóttur, sem þá var dömuklæð- skeri í Reykjavík. — Þótti ekki í mikið ráðizt að læra þetta hvort tveggja? — Ég veit það ekki. Ég hugsaði sjálf ekkert um annað en nota tfmann til að læra það, sem til- tækt var. Helzt hefði ég kosið að læra miklu meira. En þetta varð að duga. Þetta nám mitt varð mér síðar mikill styrkur í lífsbarátt- unni. Reyndar fékkst ég ekki mikið við að sauma karlmanna- fatnað, hafði meiri áhuga á kven- fatasaumi eftir að ég var búin að læra hvort tveggja. — Þessa iðngrein stundaðir þú svo um áratugi. Ég hef fyrir satt, að vinnubrögð þín hafi verið eftirsótt af mörgum vandlátum konum um klibðaburð? — Um það vil ég ekkert segja. En það er rétt, að kjóla- og kápu- saum stundaði ég sem atvinnu alla mína starfsævi. Ég saumaði fyrir sömu konurnar oft árum saman, hvort sem þær voru vand- látar eða ekki. Með okkur tókst yfirleitt góð samvinna og upp úr því oft góð kynni, sem ég hefði ekki viljað missa af. — Nú hefur þú sinnt þínum húsmóðurstörfum jafnframt og þá líklega um það bil jafnlengi og þú stundaðir þína atvinnugrein? — Já, ég giítist manninum mínum, Böðvari Péturssyni, árið 1922. Hann var Borgfirðingur eins og ég, frá Veiðilæk í Þverár- hlíð. Við stofnuðum þá heimili á Akranesi, en fluttumst svo hingað til Reykjavíkur og eftir það bjuggum við hér. — Var þetta tvíþætta starf þitt ekki stundum nokkuð erfitt? — Vinnudagurinn var oft langur. En fyrir mig var aldrei um neitt annað að velja, þar sem maðurinn minn missti heilsuna skömmu eftir að við stofnuðum heimili okkar. Fyrstu árin eftir það var hann langdvölum á sjúkrahúsum. En ég var ekki ein um þessar aðstæður. Mest er um það vert að hafa getað séð sér og sínum sæmilega farborða. — Mér er kunnugt um, að Böðvar, maðurinn þinn, var mikill hagleiksmaður og eftir hann liggja gripir, sem taldir eru völundarsmíð. — Eftir að hann hafði yfirunnið sjúkdóm sinn að nokkru, fann hann að starfsþrek sitt mundi hann ekki endurheimta. Þá för hann að vinna við silfursmíði og stundaði það eftir þvi sem kraftar leyfðu upp frá því. Ýmsa aðra nákvæmnisvinnu fékkst hann við og þótti takast það vel. — Þú átt dóttir, sem búsett er í Bandaríkjunum. — Já, það er rétt. Hún fór þangað 1947. Nokkru síðar kynntist hún þar eiginmanni sínum og hefur verið búsett á vesturströnd Bandaríkjanna siðan. Stundum finnst mér, að heldur styttri vegalengd hefði mátt vera á milli okkar, þar sem hún er okkar eina barn. — En þið hafið hitzt síðan? — Já, nokkrum sinnum. Síðasta árið, sem maðurinn minn lifði, kom hún í heimsókn með öll börnin. Þau eru þrjú og eru að mestu uppkomin nú. Ég hef myndirnar af þeim hérna hjá mér. Og nú litum við nánar á fjöl- skyldumyndirnar, sem við komum auga á áðan. Á stofu- skápnum standa stórar litmyndir. Þetta eru myndir af ungu og fallegu fólki; dótturdóttirin er nú gift kona, en dóttursynirnir tveir eru enn í skóla. Við höfðum nú fræðzt nokkuð um þá atburðarás, sem helzt mótaði lífsbraut Ingigerðar. Þá komum við aftur að því, sem er tilefni þessa spjalls, en það er að kynnast lífsháttum hennar eftir að hún settist að hér í þessu húsi. Viö spyrjum hana: — Hvað hefur þú búið hér lengi? — Ég hef búið hér síðan þetta hús var byggt. Við fluttumst hingað um haustið 66. Maðurinn minn var þá enn á lifi, en átti við mikla vanheilsu að strfða. Dvöl hans varð ekki löng hér. Hann varð að dveljast á sjúkrahúsi að mestu þar til hann lézt i febrúar næsta ár. — Og siðan hefur þú búið hér ein? — Já, að undanteknum nokkrum mánuðum, sem ég dvaldi i Bandaríkjunum hjá dóttur minni eftir að maðurinr. minn dó. — Hvarflaði ekki að þér að setjast að hjá dóttur þinni og hennar fjölskyldu eftir að þú varst orðin ein hér heima? — Auðvitað hefði ég helzt kosið að vera nálægt þeim. En ég er of samgróin landinu til þess að geta hugsað til að slita þau bönd. Svo ég tók þann kostinn að snúa aftur, eins og Gunnar á Hlíðarenda forðum, ef ég má orða það svo.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.