Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 5
íslenzkur flugstjóri, sem leit á þessa grein,
taldi, að ekki væru líkurnar sterkar á því, að
flugmenn yrðu atvinnulausir vegna þesss, að
einhver undratæki leystu þá af hólmi. Bent
hefur verið á að við sérstakar aðstæður sé
maðurinn einfaldlega ekki nógu fljótur að
hugsa og þessvegna verði hin sjálfvirku tæki
öruggari. Á hinn bóginn eru svo dæmi til þess,
að mannleg snilli, hvort sem það voru ósjálfráð
viðbrögð eða hugsun, hefur bjargað flugvélum
á neyðarstundu, jafnvel þótt það hafi verið
ómögulegt samkvæmt formúlum tækninnar.
því er síkvikur toppur og vísir,
sem alltaf bentir í sömu átt. Víki
flugvél með þessum búnaði að-
eins af leið, snerti vísirinn leiðslu,
sem kveikti viðvörunarljós, eða
gaf flugmanni með öðru móti til
kynna, að vélina hefði borið af
réttri leið.
Næst voru tekin upp gýróskóp-
kerfi, er sendu raf-impúlsa til
magnara, sem knúðu hreyfla, er
aftur stjórnuðu hreyfingum á
fluginu; samverkan gýróskópa og
radíógeisla, þar sem einn geisli
leiðbeindi vélinni að brautinni,
en annar niður þar til hún snerti
völlinn, og er þar kominn grund-
völlur sjálfvirkrar lendingar.
Stjórnrásir eru þrefaldar og þá að
sjálfsögðu minni hætta á alvarleg-
um afleiðingum þótt einn hlutinn
bili. „Þær gæta hver annarrar,
eins og þrjár nunnur { skemmti-
ferð,“ eins og vfsindamaður nokk-
ur tók til orða. „Allar eru þær
tengdar flókinni atkvæðavél,
þannig að t.d. sigra tvö „rétt“
atkvæði eitt „rangt““.
En svona apparöt kosta
péninga. Spitfire-vél á árum
seinni heimsstyrjaldar kostaði
u.þ.b. 6000 sterlingspund.
Nýtizku orrustuvél kostar eina
milljón punda og þar af rafeinda-
flugtækin, heili vélarinnar,
150—200 þúsund pund.
Þýðingarmikill hluti þessa
heila er tæki (framleitt af
Marconi-Elliott Avionics), er sæk-
ir allar þær upplýsingar, sem
flugmaðurinn æskir, í tölvur í vél-
inni og varpar þeim á sjónvarps-
skerm. Flugmaðurinn ýtir á
hnapp og „sér“ samstundis alla
hreyfla vélarinnar. Verði hann
var bilunar getur hann prófað þá.
Hann þarf ekki annað en ýta á
takka, þá birtast tákn, — og
stundum orð — á skerminum.
Tölvan getur varpað annars
konar upplýsingum á skerminn.
Ein röð tákna kynni t.d. að
merkja: „Þú stefnir á kennileiti
nr. 3“.
Segir þá flugmaðurinn e.t.v.
sem svo við tölvuna: „Ég vil forð
ast kennileiti nr. 3 og stefna beint
á nr. 4.“
Tækið finnur svar við þessu og
kemur nýjum leiðbeiningum og
ráðum á framfæri við flugmann-
inn. „Stefnan ætti að vera þessi,
hraðinn þessi. Svona langt áttu
eftir, þú munt nota svona mikið
eldsneyti og svona mikið elds-
neyti er eftir," o.s.frv.
M.a.s. fyrir flugtak getur flug-
maður ýtt á hnapp og látið tölv-
una minna sig á allt það, sem þarf
að aðgæta áður en langt er af stað.
Sumum þessum upplýsingum
má einnig varpa á þar til gerða
rúðu, svonefnt „head-up display
system" (komið fyrir rétt innan
við framrúðuna, beint I sjónmáli
flugmannsins). Þessi búnaður var
upphaflega gerður fyrir orrustu-
vélar og kom þar fram allt, sem
flugmaður þurfti að vita til að
geta hæft skotmark sitt.
Nú orðið er stefnt að þvi að
skerða hlutverk mannsins í flugi
eins og kostur er. Rafeindatæki
eru yfirleitt viðbragðssneggri en
menn, þeim verða síður á skyssur
og þau eru óþreytandi.
Fýrirsjánalegt er að notkun tvö-
faldra ratar-kðnnunarkerfa muni
aukast mjög á næstu árum, eink-
um f flugi. Annar ratarinn hefur
þá uppi á flugvélinni, sem um
ræðir, hinn kemur af stað sendi í
sömu vél, en sá sendir aftur upp-
lýsingar um vélina, hæð hennar,
hraða, o.s.frv. Þá setur tölva sam-
an svokallaða „gervimynd" úr
upplýsingunum.
Framfarir f smíði tölva og raf-
eindatækja hafa lfka kallað fram
vopn, skæðari en áður þekktust,
og á jafnvel ekki að vera unnt að
forðast sum þeirra. Til dæmis má
nefna skeytið Ikara, sem ætlað er
að granda kafbátum. Það var
fyrst smíðað handa ástralska sjó-
hernum. Orðið Ikara er komið úr
máli frumbyggja Ástraliu og þýð-
ir „sá, sem varpar vopni“.
Þegar vart verður við óvinakaf-
bát reiknar tölva um borð i skipi
vopnuðu Ikaraskeytum þegar út
fjarlægð kafbátsins, hraða og
stefnu með mikilli nákvæmni. Þá
leggur Ikara af stað og fylgir
stefnunni, sem tölvan hefur
ákveðið. Skyldi nú kafbáturinn
breyta um stefnu meðan skeytið
er á leiðinni er tölvan þegar látin
vita, hún reiknar út nýja stefnu
og skeytið snýst til samræmis við
hana.
Rafheili skeytisins bregzt þegar
við öllum nýjum upplýsingum um
skotmarkið, stefnu móðurskipsins
og hraða og vinda, straum og
sjávarföll. Þegar komið er á stað-
inn, opnast vélin og tundurskeyti
i fallhlíf fellur í sjóinn. Fallhlffin
losnar frá og hljóðkerfi beinir
skeytinu f mark.
Einnig er hægt að koma upp-
lýsingum um kafbát til móður-
skipsins, enda þótt það sé víðs
VIÐ fórum haustlitaferðina
okkar til Þingvalla fyrir
nokkrum vikum. Ekki
hafði honum brugðist
bogalistin f skreytingum
landslagsins þann daginn
fremur en venjulega,
blessuðum. Snjóhvítar
mjallarvoðir hafði hann of-
ið fjöllunum þessa sunnu-
dagsnótt. Botnssúlurnar
höfðu að vfsu ekki fengið
nema þunnar, skrauthekl-
aðar blúnduhúfur, en
Hrafnabjörg og Skaldbreið-
ur öllu voðfelldari feldi nið-
ur yfir axlir. Fyrir vikið virt-
ust bláberjalyngbreiðurnar
f hlfðunum enn rauðari og
blöðin á vfðinum sterkgul-
ari.
Við gengum Almannagjá
og sáum aftur hásætin í
berginu, sem við fundum
þar fyrir þjóðhátfð f vor.
Auðvitað hljóta þau að
hafa verið þarna frá alda
öðli, þó að við hefðum ekki
séð þau áður né heyrt
þeirra getið. Þetta eru tveir
bakháir og tignarlegir
klettastólar á svölum og er
rið svalanna fagurlega
skreytt lyngi og blómum,
en framan á þeim velsorfið
skjaldarmerki með ókenni-
legu tákni, e.k. berkmynd-
um, sem sést held ég
hvergi annars staðar f allri
Almannagjá. Hverjum
skyldi skaparinn hafa ætl-
að þessi heiðurssæti, þeg-
ar hann skóp þau?
Við gengum á Lögberg
og rifjuðum upp staðsetn-
ingu höfðingja og almúa á
þjóðhátfðinni 28. júlf.
Þarna niðurfrá var Alþing-
ispallurinn og gestapallur-
inn og hér sátum við, rétt
við götuna, sem unga
fþróttafólkið bar fánann
eftir að fánastönginni
stóru á Lögbergi. Nú var
lyngið bælt og margar
plöntur dánar. En vonandi
vex það fljótt upp hér á
þessum stað.þar sem sam-
þykkt var að veita allnokk-
urri fjárupphæð til land-
græðslu á komandi árum.
Skýr var f huga okkar
myndin frá hápunkti há-
tfðahaldanna, sem raunar
upphaf þeirra: Þegar fán-
inn stóri var dreginn að
húní á Lögbergi og hringt
var kirkjuklukkunum f
gömlu kirkjunni og allur
mannfjöldinn stóð á fætur
í virðingarskyni — en hóp-
ur barna og unglinga óð
berfættur að gamni sínu f
ánni framan við Þingvalla-
bæinn, alsæll f góðviðrinu.
fjærri og gæti sjálft ekki haft
uppi á honum.
Því meiri og skelfilegri sem
eyðingarmáttur okkar verður,
þeim mun minni þörf verður á
því, að menn komi nærri hinum
eiginlegu viðureignum. I þess
stað fylgjast stjórnendurí neðan
jarðarbyrgjum, skipum og flug-
vélum óravegu frá skotmörkun-
um (þúsundir mílna ef notuð er
langdræg flugskeyti) með því
sem gerist — á sjónvarpsskerm-
um. Myndir úr vélum í oddum
flugskeytanna berast jafnóðum á
leiðinni.
Og ekki hafa framfarirnar verið
minni í gerð alltsjáandi „augna“.
Marconi-EIliott Avionics hefur
gert sjónvarpsmyndavél, sem
komið er fyrir fremst í flugvélum
og varpar á myndskerm flug-
AÐ
L0KINNI
ÞJÓÐ-
HÁTÍÐ
án þess að krenkja hátfðar-
blæinn hið minnsta. Sá
dráttur f þjóðhátíðarmynd-
inni nú, greinir hana
kannski mest frá liðnum
þjóðhátfðum hér á helg-
asta bletti landsins: 1874
óðu menn árnar aðeins af
nauðsyn, 1930 hefði það
liklega þótt hneyksli á þvf-
líkri hátfðisstundu og
1944 höfðu menn nóg
með að vaða regnpollana.
Öll erum við sammála
um það, að þetta þjóðhá-
tfðarsumar hafi verið ein-
muna blftt og gott hér
sunnanlands og sannar-
lega eigum við eftir að lýsa
því þannig fyrir afkomend-
um okkar, ef þeir þá hafa
tfma eða nenna að hlusta á
okkur. Einnig verða eflaust
skrifaðar margar greinar
og minningar um þetta
sumar og allar þær hátfðir,
sem þá voru haldnar, oft-
ast í einmuna veðurblíðu,
en eitt er skrýtið. Setjum
nú svo, að einhverra hluta
vegna myndi það allt glat-
ast og gleymast, en eftir
nokkur hundruð ár fyndust
dýrmætar fornmenjar,
mfkrófilmur með skýrslum
frá Veðurstofu íslands, þar
sem það kæmi fram, að
sumarið 1974 hefði verið
fremur kalt á Suðurlandi,
hitinn nokkrum gráðum
undir meðallagi. Lfklega
dytti engum í hug að
rengja hin rökvfsu, köldu
vísindi. Hlýir mannshugar
skynjuðu samt þetta sum-
ar allt öðruvfsi.
Anna María ÞSrisdóttir.
mannsins mynd af landinu fyrir
neðan og jafnvel verðurskilyrðum
lengt framundan. Svo næmar eru
þessar myndavélar, að þær geta
sýnt flugmanni á átta km hæð að
nóttu til mann, sem læðist eftir
ólýstum vegi og það þótt maður-
inn sjálfur sæi ekki handa sinna
skil i bókstaflegri merkingu.
öll þessi tæki safna aðeins upp-
Framhald á bls. 14
©