Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 6
Hörður Ágústsson. LISTIÐNAÐUR Á ÍSLANDI — ÞAÐ ER voðaleg þjððsaga og tóm lygi, að ekkert hafi verið gert hér á Islandi nema í bók- menntum. Ég veit ekki hvort þú þorir að hafa það eftir mér, en það er samt satt, að þessi furðu Hfseiga skoðun á sér þær orsakir, að yfirstéttin á Islandi hefur ævinlega stundað bókmenntir og fræðagrúsk og fyrirlitið allt annað. Það voru hins vegar lág- stéttirnar, smábændur og almúga- menn, sem dútluðu við hvers konar handverk og myndlist, en eftir þvf sem yfirstéttirnar hömr- uðu á þvf, að engin myndlist væri til á Islandi, fékk þetta fólk minnimáttarkennd og skamm- aðist sfn fyrir það, sem það var að gera. Sfðan hlaupum við yfir f hrá erlend áhrif án þess að kunna að velja og hafna, og þar erum við einmitt staddir nú. Það er Hörður Ágústsson list- málari, sem er svona ómyrkur í máli, en Lesbókin hefur fengið hann til að fylgja úr hlaði greina- flokki um sjónmenntir. Þetta er nýtt orð, sem Hörður kveðst sjálf- ur hafa komið á flot og hefur sömu merkingu og visual arts á ensku. — Mér fannst orðið mynd- list ekki spanna nógu vítt, eða öllu heldur vera orðið of bundið ákveðnum þætti. Á sama hátt og orðið bókmenntir nær yfir allt það, sem skrifað er, bæði gott og slæmt, á þetta nýja hugtak að fela í sér allt, sem maðurinn mótar. Listin er ekkert einangrað fyrir- bæri, heldur ákveðin afurð þjóð- félagsins, ekki bara málverk eða skúlptúr, heldur einnig hvers- dagslegir hlutir eins og gata, brú, luktarstaur og svo framvegis. Þessi skoðun speglast meðal annars í því, að nú heitir arkítektúr ekki lengur arkitektúr heldur umhverfismótun, sem þýð- ir það, að arkitektar líta ekki lengur á það sem hlutverk sitt að teikna hús, og láta planta því niður án tillits til umhverfisins, heldur er nauðsynlegt að taka mið af götunni, bænum og landslag- inu, jafnvel þjóðfélaginu og hag- kerfinu. I stuttu máli, þátttaka listar í þjóðfélaginu á að vera alger. — Er þetta nýr skilningur á listinni? — Ef við bregðum okkur dálítið aftur í timann og veltum fyrir okkur hlutunum eins og þeir voru fyrir iðnbyltinguna, sjáum við, að þessi skilningur er ævagamall. Fyrir tilkomu vélanna bjó verk- fræðingur og listamaður í einum og sama manninum. Við skulum virða fyrir okkur gamla handgerða hluti, svo sem spón eða ask. Þar er tekið tillit til notagilda efnis og forms, stærða og hlutfalla, allt fellt f eina heild. Að ofan: Skápur, útskorinn af Bólu-Hjálmari. Að neðan: íslenzk nútima skrifstofuhúsgögn úr málmi, viði og plasti. Til vinstri: íslenzki faldbúningurinn. Sigurður mál- ari fékk þvi áorkað uppúr miðri síðustu öld, að horfið var að upprunalegri og stílhreinni gerð. Að neðan: islenzkt nútlma ullarvesti úr tvinnuðu loð- bandi. SJÖNMENNTIR HAFA ÁTT 1VÖK AÐ VERJAST Guðrún Egilson rœðir við Hörð Ágústsson um íslenzkan listiðnað og hönnun fyrr og nu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.