Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 14
Eveline Daniel O'Connell hin írska fyrirmynd Jöns Sigurössonar Framhald af bls. 12 veitt svo vel í minni sér svo óhefl- að orðbragð frá þvf forðum daga?“ Hann vísaði á bug ásökun- um á hendur hinum kaþólsku um að hafa byltingaráform í huga og stimplaði hvern þann, er slíku héldi fram, helberan, ósvífinn lygara. „Trúarlegir hleypidómar saksóknarans og þröngsýnt um- burðarleysi hefur sljóvgað dóm- greind hans.“ Hann gerði grein fyrir stefnu kaþólskra, sem væri í því fólginn að fá hlutdeild í stjórn landsins innan ríkjandi stjórnar- fars. „í forsæti hins kaþólska ráðs situr jarlinn af Fingall, maður, sem jafnvel hinarkeyptu skepnur valdhafanna hljóta að bera virð- ingu fyrir. Sonur þess gamla jarls getur ekki fengið neina þá stöðu í föðurlandi sínu, sem stendur syni sérhvers innflytjanda til boða. En þetta kerfi getur ekki haldizt.. Leyfum saksóknaranum að svf- virða, leyfum honum að rægja, leyfum honum að ákæra, því að málstað hinna kaþólsku miðar ómótstæðilega fram á við. Við munum og við skulum senn losna úr ánauð, hvað sem honum líður.“ „Það er ekki erfitt að skilja ástæðuna til þess, að saksóknar- inn skuli eyða svo miklum tíma í hið kaþólska vandamál og í að láta í ljós hið bitra hatur sitt í okkar garð og fastan ásetning sinn að gera að engu vonir okkar. Þér eruð — auðvitað! — allir mótmæl- endur. Takið eftir því, hversu mikinn sóma hann sínir trúar- brögðum yðar og sínum, þegar hann reynir að fá yður til að rjúfa eið yðar með því að skírskota til hleypidóma yðar. Skyldi honum takast það? Munið þið af um- hyggju fyrir trúarbrögðum yðar leyfa honum að teyma yður með sér til að fremja glæp?“ „Það er ekki af léttlyndi, sem ég sný mér þannig til yðar. Það er fremur af beizkju og sorg. Þér hafið ekki átt von á smjaðri frá mér. Hvaða gagn myndi fagurgali gera, ef þér hafið komið hingað með fyrirfram felldan dóm, og þér hafið heldur ekki verið valdir til þessa starfa vegna óhlut- drægni. Ég virði og met af ein- lægni trúarbrögð yðar. En ég fyr- irlít hleypidóma yðar. Sérhver trú er góð og sönn fyrir þann, sem trúir af einlægni og hreinskilni. Það er aðeins til ein slæm trú, þess manns, sem játar án þess að trúa. En hin góða trú afskræmist af þvi umburðarleysi, sem álítur skoðanamun vera ástæðu til hat- urs.“ Dómararnir fengu sína lýsingu innifalda í tilgátu: „Ef til vill verður dómarasætið einhvern tíma skipað mönnum, sem hlotið hafa embætti sín vegna þess álits, sem svo auðvelt er að ávinna sér með hæfilegu kirkjuhaldara frómlyndi ásamt alvöruþunga og fágaðri framkomu, mönnum án skapsmuna og þvf án -lasta, hlut- drægum af þröngsýni og óréttlát- um vegna hleypidóma. Slfkir menn gætu notað það orð, sem af þeim færi fyrir guðhræðslu, sem vopn gegn hinu óstöðuga frelsi, og þeir gætu hugsanlega haft áhrif fyrirfram á réttarhöld og sýnt hlutdrægni, meðan á mál- flutningi stæði. Kviðdómendur! Myndi og gæti heiðarlegur kvið- dómur (ef heiðarlegur kviðdómur myndi enn einu sinni verða til!) fylgt boði slíkra dómara?" Og kviðdómurinn: „Kviðdóm- endum verður ekki mútað. En þér vitið, við vitum allir, að hægt er að velja þá með ruðningi. En þér, sem hafið ekki verið valdir á þann hátt, þér, sem hafið verið út- nefndir án annarrar ætlunar en þeirrar að tryggja réttlátan dóm, þér munuð komast að raun um, að þær setningar, sem ákæran er byggð á, eru hrein blfðumál í sam- anburði við hinn sögulega sann- leika.“ Sem einkunnarorð varnarinnar vegna greinar Magees hafði O’Connell þá setningu, að „í um- ræðum um opinber málefni og opinbera embættismenn er sann- leikurinn skylda en ekki glæpur.” Og það var svo langt frá því, að hann reyndi að afsaka eða draga úr merkingu þeirra orða, sem Magee var ákærður fyrir, að hann sýndi þvert ámóti fram á réttmæti þeirra með því að telja upp helztu afbrotin, sem framin hefðu verið gegn stjórnarlögum írlands, og nota í sambandi við þau hvert einasta lýsingarorð, sem Magee hafði tengt við nöfn hinna ensku konunga. (Siðlaus, samvizkulaus, grimmúðugur o.s.frv.) Hann lýsti fjölda hneykslanlegra gjörða í op- inberu lífi og blygðunarlausum svalllifnaði í einkalífi. „Ég sé á meðal yðar nokkra, sem deila út biblíum og berjast gegn löstun- um. Ég sný mér til yðar. Hvað kallið þér siðleysi? Ef allt þetta hefur átt sér stað, kallið þér það þá siðleysi? Það er auðvelt að fá fangstað á löstum hinna fátæku. Þér getið kallað á kirkjuhaldar- ann og lögregluna til þess að bæla lesti þeirra niður. Héraðsdómar- inn mun styðja viðleitni yðar. Dómstólarnir munu fella dóma. En, þér ötulu fjandmenn last- anna, hverjir eiga að aðstoða yður við að ráða niðurlögum lasta hinna stóru? Eruð þér hreinskiln- ir, eða eruð þér, svo að notað sé yðar eigið mál, kalkaðar grafir? Eruð þér hræsnarar? Ef þér eruð hreinskilnir, þá spyr ég yður: hvar búizt þér við að fá hjálp við að berjast gegn löstum hinna ríku og stóru? Frá kirkjuhaldaranum? Frá lögreglunni? Dómstólunum? Þeir eru of önnum kafnir við að dæma hina smáu til að þóknast hinum stóru. Hverjir geta þá hjálpað yður? Engir nema blöðin! Aðeins blöðin geta afhjúpað sið- leysi hinna stóru. Blöðin eru yðar einu hjálparhellur. Þér skulið bara dæma Magee, þér samvizku- sömu og trúuðu menn, af því að hann lét það á þrykk út ganga, að Westmoreland væri siðlaus. Dæmið og snúið svo aftur að biblíudreifingunni og útrýmið gleðiefnum hinna fátæku undir nafninu lestir.” Ræðu sinni lauk O’ConnelI með þessum orðum: „Er hér á meðal yðar nokkur einasti vinur frelsis- ins? Nokkur einasti, sem skilur gildi réttlætis? Sem lítur á rétt- indi þjóðar sem grundvöll að gæfu og gengi einstaklingsins og telur lífið einskis virði án frelsis? Nokkur, sem hatar kúgun og vill verja stjórnarskrána? Sé svo, skírskotar Magee til skoðnabróð- ur. En sé hér enginn slíkur, ef þér eruð allir þrælar og hræsnarar, mun hann bíða dóms yðar og fyr- . irlíta hann.” Aðeins einu sinni var gripið fram í fyrir O’Connell af hálfu réttarins. Hann var spurður: „Hvað kemur þetta málinu við?“ Hann visaði þessari athugasemd á bug með þessum orðum: „Réttur- inn hlustaði á saksóknarann sví- virða okkur og rægja. Rétturinn hlýddi með þolinmæði og jafnað- argeði á hann. Hlustið þess vegna nú á málsvörn okkar.” Flutningur ræðunnar er út af fyrir sig nægur vitnisburður um það, hvílíkur atgervismaður Daniel O’Connell var. Á kviðdóminn og dómarana hafði hún engin áhrif. Magee var dæmdur, áður en réttur var sett- ur. Hann hlaut sfðan 2ja ára fang- elsi, 500 punda sekt og að auki frestun á lausn úr fangelsi, unz 2000 punda trygging hefði verið lögð fram fyrir góðri hegðun í 7 ár. Ævisöguhöfundurinn, Sean O’Faolain, getur ekki orða bund- izt um það, hvílík skömm það hafi verið fyrir Irland, að landar hans skyldu hafa aðstoðað hina er- lendu kúgara við þennan verkn- að. En áhrif ræðunnar urðu þcim mun meiri fyrir utan réttarsalinn. Ræðan var gefin út sérprentuð og dreifðist þegar um allt landið. Þjóðin skildi, að hún hafði eignazt málssvara. Eins og svo oft hefur skeð í enskri sögu, varð réttarsal- urinn jafnveigamikill vettvahgur og brezka þingið. O’Connell varð leiðtogi irsku þjóóarinnar á dapurlegum tfm- um. Meðal fáfróðrarog sárfátækr- ar þjöðar skapaði hann hreyfingu sem þolir samjöfnuð við samtök vorra tíma. Hin persónulega staða hans innan hreyfingarinnar minnir einnig á seinni tima. Þjóð- verji nokkur sem viðstaddur var fjöldafund á Irlandi eitt sinn, hef- ur lýst þvi, hvernig mannfjöldin hafi skyndilega skipzt í tvennt til að mynda gangbraut fyrir O’Connell að ræðustólnum. Kvað hann þetta hafa minnt sig á sög- una af þvf, er Móses gekk yfir Rauða hafið. Brátt kom að því, að hann birt- ist aðeins í réttarsölum, er tekin voru fyrir mál, sem voru mjög mikilvæg frá stjórnmálalegu sjón- armiði. En þó voru undantekning- ar, eins og þegar hann fór 150 km. á einni nóttu til að mæta við réttarhöld, þar sem dauðadómar höfðu þegar verið felldir yfir nokkrum bændum. Nú stóð nýr hópur bænda fyrir framan dómar- ana, ákærðir fyrir hið sama og hinir, þegar O’Connell bar að garði. Honum tókst að fá þá sýkn- aða og sfðan hina náðaða á sömu íorsendum. Að lokum skulu hér tilfærð um- mæli franska rithöfundarins Balzacs: „Fjórir menn hafa lifað lifinu til fullnustu: Napoleon, Cuvier, O’Connell — og ég sjálf- ur.“ Framhald af bls. 3 við ganginn og úti var leikíð þung- lyndislegt Ttalskt lag. Lirukassa- leikaranum var skipað burt og honum gefin króna. Hún mundi er faðir hennar kom aftur inn i sjúkrastofuna og sagði: „Fjandans italir! Endilega að koma hingað!" Hún lét hugann reika og átakan- leg sýnin um lif móðurinnar gagn- tók sjálfa sál hennar. Þessi ævi algengra fórna, sem lauk F æði. Hún titraði við er hún heyrði á ný rödd móður sinnar, sem sagði án afláts með kjánalegum ákafa: „Derevaun Seraun! Derevaun Seraun!" Hún þaut á fætur, gripin snöggum ótta. Flýja! Hún varð að komast burt! Frank mundi bjarga henni. Hjá honum mundi hún öðlast líf, og kannski lika ást. Hún vildi lifa. Hvi skyldi hún búa við óhamingju? Hún átti kröfu til hamingjunnar. Frank mundi vefja hana örmum, faðma hana að sér. Hann mundi bjarga henni. Hún stóð i riðandi mannþröng- inni á stöðinni I North Wall. Hann hélt f hönd hennar og hún heyrði, að hann var að tala við hana og nefndi sjóferðina, hvað eftir annað. Stöðin var full af hermönn- um með brúna bakpoka. Út um stórar skýlisdyrnar sá hún svört- um skipsskrokknum bregða fyrir; það lá við hafnarbakkann og Ijós í kýraugunum. Hún anzaði engu. Hún fann, að hún var föl og köld i vöngum og i sárri örvæntingu bað hún til guðs, að hann benti henni, að henn segði henni skyldur hennar. Skipið flautaði lengi og dapurlega út F þokuna. Færi hún nú. yrðu þau Frank á hafi á morgun, é leið til Buenos Ayres. Farmiðarnir höfðu verið keyptir. Gat hún enn snúið við, eftir allt það, sem hann hafði gert fyrir hana? Hryggðin olli henni likam- legri velgju og hún bærði varirnar án afláts t þögulli heitri bæn. Bjalla hringdi og rótaði við henni. Hún fann hann taka um hönd sér: „Komdul" Öll heimshöfin gengu um hjarta hennar. Hann var að draga hana út i sjóinn — hann ætlaði að drekkja henni. Hún þreif um járnriðið báðum höndum. „Komdu!" Nei! Nei! Nei! Það var óhugs- andi. Hendur hennar héldu dauða- haldi um járnið i æðinu. Hún rak upp angistarvein i hrömmum sjóanna. „Eveline! Evvy!" Hann þaut fram fyrir grindurnar og kallaði á hana að fylgja sér. Honum var skipað að halda áf ram, en hann kallaði aftur til hennar. Hún sneri fölu andlitinu við honum, en hafðist ekki að; eins og hjálparvana dýr. Augu hennar sýndu honum engin merki ástar, eða heillaóskar, né kennsla. Verða flugmenn öþarfir? Framhald af bls. 5 lýsingum og koma þeim á fram- færi. En þær upplýsingar getur enginn notað, til góös eða ills, nema sú tölva, sem er frummóðir allra hinna — mannsheilinn sjálf- ur. Hann hefur gefið okkur augu, sem sjá í myrkri og farkosti til að skjótast út í geiminn. Hann er líka sá eini, sem getur komið í veg fyrir það, að þessir rafeindaþræl- ar rísi upp og taki af okkur ráðin. Arni Ola Á LÍÐANDI STUND Þúsund skrúfur á þúsund skipum þrauthakka fslandsmið með gelti og urri, skrækjum og skellum svo skjálfa hafstraumar við, og þar berast hljóðöldur hraðar og viðar likt hljóðmúrsbroti vængja-Griðar. Þannig er fagnað fiskigöngum er flykkjast kynna til, og múgurinn ærist og miljarðar æða marklaust um dimman hyl, tvistrast og eyðast á auðum vegum undan glamranda skelfilegum. En skyldu einhverjir undan komast inn á dvalarlönd sin, tekur ei betra við, blasir við augum bölheima döprust sýn: Vitagjafinn sá vænsti er horfinn, vörpum plægður, dragnótum sorfinn. Væri það ekki vitur bóndi sem vorplægði stóran reit og i flaginu öllum kúnum ætlaði sumarbeit? Þær mundu búnar vel undir vetur, vera feitar og mjólka betur! í Gréta Sigfúsdöttir H0RFT TIL BAKA Að leiðarlokum þegar ekkert er framundan sem vekur eftirvæntingu er horft til baka, dvalið við valkosti liðinna augnablika sem ekki eiga hlutdeild i nútiðinni — dagdraumar gamalmennis sem biður dauðans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.