Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 11
Áður en flutningi var lokið fæddi
Ingunn son, sem hlaut nafnið
Hrafn. Þótt f jölskyldan flytti burt
af þessum stað og tæki sér annan
bólstað, hlaut hann nafn hins
fyrsta barns, sem þar fæddist og
hefur haldið því nafni síðan.
En þessi sveinn, sem fæddist mitt
í annríki búferlaflutninganna
varð svo hinn fyrsti embættismað-
ur Alþingis, Hrafn Hængsson lög-
sögumaður. Þau Ketill og Ingunn
eignuðust mörg börn, sem öll
urðu atgervismenn. Ekki bar mik-
ið á sonum þeirra sem siglinga-
mönnum né næstu niðjum, en hin
íþrótt Hrafnistumanna, bogfimin,
var aftur á móti rikulega gefin
einum þeirra, Gunnari á Hlíðar-
enda, en hann var fjórði maður
frá Katli.
Þriðji landnámsmaðurinn af
ætt Hrafnistumanna var Án rauð-
feldur, sem land nam i Arnar-
firði. Hann var sonur Gríms loðin-
kinna úr Hrafnistu og Helgu dótt-
ur Árna bogsveigis, sem lika var
úr Hrafnistu. Kona hans var
Grélöð Bjartmarsdóttir jarls, hún
kaus þeim bústað eftir þvi sem
Henni þótti bezt ilman úr grasi.
Henni þótti hunangsilmur úr
grasi á Eyri, og þar settu þau Án
bæ sinn. A þeim fræga stað
spunnust mikilvægir örlagaþættir
sögu vorrar. Þar bjó höfðinginn
og mannkostamaðurinn Hrafn
Sveinbjarnarson og síðan ber
bærinn nafn hans. Þar fæddist og
ólst upp hinn mikli leiðtogi v.or og
fræðimaður Jón Sigurðsson. Má
þvi segja, að mat Grétaðar hafi
orðið að heillaspá.
Sonur Anar rauðfeldar var
Bjartmar. Hans dóftir var Hildur,
sem giftist Vésteini, þeirra sonur
hét Vésteinn, sem gjörðist far-
maður. Hann var fardrengur góð-
ur, segir Gisla saga Súrssonar.
Hann bjó að Hesti í önundarfirði.
Bræðurnir Þorbjörn tálkni og
Þorbjörn skúma, voru synir
Þórnýjar dóttur Hrafnhildar
Ketilsdóttur og fyrri manns henn-
ar Böðmóðs Framarssonar. Þeir
námu land i Tálknafirði norður-
strönd Patreksfjarðar. Faðir
þeirra var Böðvarr blöðruskalli.
Grimur sá, sem land nam í
Grímsnesi, var afkomandi Bryn-
hildar dóttur Gríms loðinkinna úr
Hrafnistu.
Sá mikli höfðingi Ingimundur
gamli á Hofi í Vatnsdal var af-
komandi Hrafnistumanna. Hann
var Þorsteinsson Ketilssonar
raums og Mjallar dóttur Ánar
bogsveigis. Ekki þurfti hann að
flýja undan reiði Haralds, þvi
þeir voru vinir. Konungur gaf
honum skipið Stíganda, sem var
allra skipa bezt. Það þótti ,,bíta“
betur í siglingu en öll önnur skip.
Það þótti furða hve það „las haf-
ið“ öðrum skipum framar, segir
sagan. Hvort það hefur allt verið
skipinu að þakka eða sjómennsku
Ingimundar, eða hvoru tveggja
eða í þriðja lagi arfinum frá
Hrafnistu, skal ósagt látið, en all-
ir þessir eðliskostir hafa áreiðan-
lega komið þar við sögu.
Einn af sonum Ingimundar
Högni, stundaði farmennsku og
kom Stígandi í hans hlut, er þeir
bræður skiptu arfi eftir föður
sinn. Vel reyndist skipið undir
hans stjórn líka, enda leikinn
siglingamaður og hrósaði hann
því mjög, enda virðist farsæld og
heppni hafa fylgt þvi meðan það
var í ætt þeirra Hofverja.
Ekki er nú auðrakið, hvernig
Ketill þrymur var skyldur
Hrafnistumönnum, en mjög er
sénnilegt, að svo hafi verið. Bæði.
bendir Ketilsnafnið til þess, svo
og hin mikla vinátta við Véþorm
og þá feðga. En þessir feðgar
stukku austur á Jamtaland undan
ofríki Haralds konungs. Þangað
fer svo Ketill þrymur til vetur-
setu, þótt hann eigi skip sitt suður
við Konungahellu. Skemmtileg er
ástarsaga þeirra Ketils og Arneið-
ar, þótt stutt sé og knappt orðuð,
eins og allar slíkar sögu í fornrit-
um vorum, en þeim mun fleira má
lesa milli linanna.
Eins og kemur fram í samtln-
ingi þessum, hafa Vestfirðirnir
orðið hlutskarpastir um innflytj-
endur af kyni Hrafnistumanna,
þótt aðrir landshlutar hafi líka
fengið nokkuð. Ekki er það ætlun
min að fara í mannjöfnuð um
þetta mál, en allir vita, að Vest-
firðingar hafa jafnan þótt sjó-
menn góðir frá fyrstu tíð. Verður
þvi ekki á móti mælt að þeir hafi
haldið vel á arfi forfeðra sinna.
Sömuleiðis voru þeir beinskeyttir
veiðimenn, hvort . sem skutla
þurfti sel eða hval.
Um það bil, sem Island var
alnumið og fast form komið á
þjóðlífið höfðu allir landsmenn
tileinkað sér hæfni Hrafnistu-
manna og sigldu aftur og fram um
Sigurjón Sigurðsson
I minningu
* /
Agústu Olafsdóttur
Raftholti
Ég átti I næði eina þögla stund,
sem er mér helg í minningunni um þig.
Ég þráði eitt að fljúga á þinn fund,
og fá þig enn að leiða og styðja mig.
Ég felldi tár á fölt og lítið blað,
en fann ei mátt að skrifa neitt á það.
Ég sá ei glöggt, þvl sjónhring fylltu ský,
og sigra ei neitt, unz finn ég þig á ný.
Min trúa vina, til þín hugurflýr,
er tötrum búinn feta ég skuggaleið.
En brátt úr austri brosir dagur nýr.
Þar blður okkar framtíð löng og heið.
SKAK
Þœttir úr sögu
skáklistarinnar
Eftir
Jón Þ. Þór
Skákbyrjanir hafa sem
kunnugt er ýmisleg nöfn;
sumar eru kenndar viS
lönd, t.d. Sikileyjarvörn,
Spænski leikurinn, enski
leikurinn, frönsk vörn
o.s.frv. Aðrar byrjanir eru
kenndar við borgir t.d.
Meran-vörn, og loks skal
nefna þær byrjanir, sem
nefndar eru eftir frægum
meisturum, sem þá hafa
gjarnan orSið fyrstir til að
beita þeim, eða lagt mikið
af mörkum til þróunar inn-
an byrjanafræða. Þar á
meðal má nefna t.d.
Aljekínsvörn, Nimzoind-
verska vörn, Birdsbyrjun
o.fl.
Birdsbyrjun er kennd við
enska skákmeistarann
Henry Edward Bird, sem
uppi var á öldinni sem leið.
Bird var sterkur skákmað-
ur á sinni tíð og allþekktur
utan heimalands síns.
Hann þótti aldrei beinlínis
teóretískur og var litið fyrir
að tefla sérstaklega stíl-
hreint. Aftur á móti þótti
Bird mjög skemmtilegur
skákmaður, hann hikaði
sjaldan við að fórna liði og
var þá stundum helzti
bjartsýnn. Bird var einn
þeirra, sem tefldu einvígi
við Paul Morphy þegar
hann fór sína frægu skák-
för um Evrópu, en auðvit-
að hafði Bird lítið í undra-
manninn að gera.
Skömmu síðar tefldu þeir
Adolf Andersen og Wil-
helm Steinitz einvígi, sem
lauk með sigri þess síðar-
nefnda 8—6. Þegar úrslit-
in voru kunn skoraði Bird á
Steinitz í einvígi. Steinitz,
sem þá var almennt álitinn
sterkasti skákmaður
Evrópu hugði gott til
glóðarinnar, þetta einvígi
yrði leikur einn í saman-
burð við einvígið gegn
Andersen. En það fór þó á
annan veg. Bird veitti
mikla mótspyrnu og úrslit-
in urðu þau, að Steinitz
vann með aðeins eins
vinnings mun 6—5. Eftir
þetta lýsti Bird því yfir, að
Morphy hefði getað gefið
Steinitz peð og leik í for-
gjöf og unnið samt. Við
skulum nú líta á eina skák
úr þessu einvígi; hún sýnir
glöggt að Bird var vel lið-
tækur skákmaður, þótt
Steinitz hefði getað tryggt
sér unnið tafl með 17. —
Dd3.
HvFtt: H. E. Bird
Svart: W. Steinitz.
Spænski leikurinn
1. e4 — e5, 2. Rf3 —
Rc6, 3. Bb5 — Rf6, 4. d4
— exd4, 5. e5 — Re4, 6.
0—0 — a6, 7. Ba4 —
Be7, 8. c3 — dxc3, 9.
bxc3 — O—O, 10. Dd5
— Rc5, 11. Bc2 — b6,
12. Be3 — Bb7, 13. Bxc5
— Bxc5, 14. e6!? —
dxe6, 15. Bxh7+ —
Kxh7, 16. Dh5+ — Kg8,
17. Rg5 — He8?, 18.
Dxf7 + — Kh8, 19. Dh5 +
— Kg8, 20. Dh7 + —
Kf8, 21. Dh8 + — Ke7,
22. Dxg7+ — gefið.
Norður-Atlantshafið eins og ekk-
ert væri. Þeir urðu fyrsta
hafsiglingaþjóð Evrópu og leið
ekki á löngu þar til þeir höfðu
fundið fjarlæg lönd og áður
óþekkt og numið þau að nokkru.
Samkvæmt samningi þeim, sem
þeir gerðu við Ólaf konung
Haraldsson um undanþágu frá
landauragjaldinu hafa þeir bein-
linis stundað landaleit. Má þvi
fullyrða, að Islendingar séu fyrsta
þjóðin, sem stundað hefur land-
fræðilegar rannsóknir.
En þar kom að aðrir lærðu haf-
siglingalistina af þeim og ekki
leið á löngu þar til hún varð al-
þjóða eign. Fór svo, að fjölmenn-
ar þjóðir og auðugar sköruðu
fljótt fram úr hinum smærri. Þar
kom svo að' vegna rangsnúins
stjórnarfars urðu Islendingar eft-
irbátar annarra og eins og skáldið
segir í áðurnefndu kVæði, að „ts-
lands Hrafnistumenn lifðu tíma-
mót tvenn“ og urðu að þola „töf á
framsóknarleið". En af þvi að
þeir eru „hafsæknir enn“ og
ganga hiklaust á orrustuvöll, „út í
stormviðrin höst, móti straum-
þungri röst“, verðum við að vona,
að eftir þau tímamót verði þeir
ekki stöðvaðir á sinni „fram-
sóknarleið".
Sigurður Guðjónsson,
Eyrarbakka.
riyrfandi: II I . Vi \akui. |{» vkja\ík
l'i amkv .sij.: 11araI(Iiir S\rin\Min
Kilsljói ar Matlliias .lolianin-sM-n
l'jólfur Konráó .Iininmiii
Sl> rm.ir (iunnarsMin
Kilslj.fllr.: liisli SimuósMUi
\u«l>sinnar: Arni fíaríiar Krisiinssun
Kilsijörn: Aöalslra-ti (>. Simi I(1100
ÞaS er ávallt mikilvægt fyrir sagnhafa að gera sér grein fyrir
hvaða möguleika hann hefir til að vinna spilið. Verður hann
slðan að haga úrspilinu samkvæmt því. Eftirfarandi spil er gott
dæmi um þetta.
V
S: D-4-2
H: Á-7
T: Á-G-7-4
L: 10-8-4-3
N
S: Á-K-7-6-3
H: D-G
T: 9-5
L: Á-G-7-2 A
S: G-10-9-8
H: 8-5-2
T: D-1 0-8-3
L: D-9
S
S: 5
H: K-10-9-6-4-3
T: K-6-2
L: K-6-5
Suður var sagnhafi I 4 hjörtum og vestur lét út hjarta ás. —
Augljóst er, að hætta er á að sagnhafi verði að gefa einn slag á
hjarta. 2 á tígul og einn á lauf. Það sem sagnhafi verður fyrst
og fremst að hugsa um er, hvort hann getur komist hjá að gefa
slag á lauf, og einnig, að verði hann að gefa slag á lauf, þá
verður hann að reyna að komast hjá þvl að austur komist inn.
Það fer ekki á milli mála, að eigi austur laufa drottningu
þriðju, þá getur sagnhafi ekki ráðið við spilið, en hann getur
þó gert ýmsar varúðarráðstafanir gagnvart því að austur eigi
laufa drottningu aðra.
Vestur tók hjarta ás, lét aftur hjarta. Sagnhafi drap með
kóngi, tók enn einu sinni tromp, tók síðan ás og kóng I laufi.
Þar sem drottningin féll l þá var eftirleikurinn auðveldur, en
hugsum okkur að laufa drottningin hafi ekki fallið I. Þá hefur
sagnhafi enn tækifæri til að vinna spilið, ef t.d. vestur hafi I
upphafi átt laufa drottninguna þriðju eða fjórðu. Næst lætur
hann út lauf og eigi vestur drottninguna þá verður gosinn
góður og þannig getur sagnhafi losnað við tlgul heima og
spilið vinnst örugglega.
Það sem læra má af þessu spili er fyrst og fremst það, að
ekki er alltaf nauðsynlegt né heppilegt að svlna þótt það
virðist I upphafi vera eina vinningsleiðin.