Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 10
BLÓMIN HENNAR GRÍMU Fátltt er, að fólk taki til við myndlist á gamals aldri og enn sjaldgæfara að einhver árangur verði. Ólöf Grímea Þorláksdóttir hefur ráðizt í að halda fyrstu málverkasýningu sina á 80. ald- ursárinu og mun það einstætt hér. Hún kallar sig Grímu og hefur haslað sér völl með sæmilegum árangri á landi fantasiunnar. Blómin hennar minna á blómskrúðið i teikningum Sölva Helga- sonar. En að minu mati er Grtma ekki hreinn naívisti og mér finnst fráleitt að bera myndir hennar saman við myndir isleifs Konráðssonar. Það er stórkost- legt, þegar fólk getur i ellinni skapað sér svona viðfangsefni. Ég tel, að sýning Grímu hafi verið góð og gild til þess að vekja athygli á þvi. Þarna getur að lita „mjallkolla og gullkolla" eins og Þorsteinn Valdemarsson segir i Ijóðinu Myndveður, sem prentaðerá sýningar- skrá. Það er mikil blessuð blómatið í myndheimi Grímu. En þegar maður sér, að verðlagningin á fyrstu sýningu mál- ara er hærri en hjá öðrum, sem búnir eru að leggja sig fram I áratugi og orðnir þjóðkunnir, þá hlýtur sú spurn- ing að vakna við hvað sé miðað. GS. Hrafnista, hvers vegna var seilzt eftir þessu nafni austur til Noregs og valið nafn einnar af minnstu eyjunum út af Naumdælafylki? Því mun ráðið hafa nafnið á hinu ágæta kvæði Magnúsar Stefánssonar Islands Hrafnistumen, en í því líkir skáld- ið sjómönnum okkar við hina fornu íbúa þessarar litlu eyjar og teiur þá hafa hlotið í arf farsæld og snilli þessara forfeðra sinna. Sú samlíking felur i sér miklu meira en i fljótu bragði virðist. Farsæld Hrafnistumanna var í því fólgin, að þeir fengu byr hvert, sem þeir vildu sigla, og væri íogn þurftu þeir ekki annað en vinda upp segl sin þá rann á blásandi byr. Ekki tekst að lesa það nilli linanna í frásögnunum hvort seglbúnaður þeirra væri nokkuð frábrugðinn eða full- komnari en á þessum tima tíðkað- ist. Vér nútímamenn reynum allt- af að leita skýringa á þvi, sem okkur þykir ótriflegt, og svo er um siglingaleikni Hrafnistu- manna. Það er að sjálfsögðu nær- tæk ágizkun, að seglbúnaður þeirra hafi verið eitthvað full- komnari en annarra, en varla hef- ur þess verið langt að bíða, að aðrir tækju hann upp eftir þeim. Verður þessari spurningu því ósvarað og verðum þvi að álykta, að þeir hafi verið snillingar í að haga seglum eftir vindi, án þess að taka tillit til þeirra þjóðsagna, sem um þá mynduðust. Má því vel við una samlfkingu skáldsins. Önnur íþrótt var það sem Hrafnistumenn stóðu framarlega f, en það var bogfimi. í henni virðist þeir líka hafa staðið nágrönnum sínum framar. Þessir menn virðast hafa stundað mjög veiðiskap, bæði á sjó og Iandi. I ferðir norður með landi fóru þeir og upp um Hálogaland til dýra- veiða og jafnvel biandað blóði við Lappana, sem þeir kölluðu Finna, en nú á að kalia Sama. Um þetta bera vitni sögur þeirra Ketils hængs, hins fyrra, Hallbjarnar- sonar og Gríms loðinkinna. Þar að auki bendir viðurnefni Hallbjarn- ar „hálftröll" til slikrar blóð- blöndunar. Bogfimi virðist hafa verið mikil f þessum norðlægu héruðum um þetta leyti og er auðsýnt, að Hrafnistumenn hafa getað af þeim lært. Lappar virðast hafa verið komnir upp á lag með að smfða betri örvar en Hrafnistu- menn áttu að venjast. Þótt ýmsar ýkjusögur hafi blandazt í frásagnirnar um þessa menn, þá leynir sér ekki hinn raunverulegi þráður þeirra, jafn- vel Örvar-Oddssögu, sem kölluð hefur verið skáldsaga og hefur óneitanlega á sér þann blæ. Þá má líta á hana, sem venjulega vfkingasögu, blandaða nokkrum ýkjusögum sem vel hafa getað aukizt f höndum afritara. An bogsveigir var einn þeirra Hrafnistumanna. Hann var dótturdóttursonur Ketils hængs Hallbjarnarsonar. Hann hlaut í vöggugjöf bogfimi þeirra Hrafnistumanna, enda fékk hann viðurnefnið þar af. (Mannsnafnið An eða Ánn er ekki beygt á sama hátt í sögunum.) Hvað varðar okkur svo um þessa karla og ýkjusögurnar um þá, mur.u ýmsir spyrja. Þetta voru ekki ómerkir menn og þetta voru forfeður og formæður okkar Islendinga, þvi þegar fram líða tímarnir, eru allir afkomendur allra, sem á undan hafa lifað. Þessi fámenna fslenzka þjóð er afkomendur allra landsnáms- manna, sem hér námu land á sín- um tfma. Þar á meðal voru nánir afkomendur Hrafnistumanna. í þeim skilningi hefur skáldið líka rétt fyrir sér. Allir íslendingar eru afkomendur þeirra að nokkru leyti. Því væri fróðlegt að fletta upp í fornritum vorum og sjá hvers vér verðum vísari. Einn med þeim fyrstu, sem fluttist til Islands var Skalla-Grím- ur og hans fólk. Hann var Ulfs- son, siðari hluta ævinnar kallaður Kveld-Ulfur sonur Bjálfa og Hall- beru dóttur Ulfs óarga, hún var systir Hallbjarnar hálftrölls i Hrafnistu. Ekki er þess getið, að Skalla-Grímur hafi gert víðreist á sjó eftir að hann settist að á Islandi, en synir hans aftur ^móti voru siglingamenn. Ekki er þess getið, að þeir hafi gripið til dular- gáfu þeirra Hrafnistumanna en farsælir voru þeir I sfnum sjóferð- um. Þórólfur varð ekki gamall rnaður, en Egill varð það aftur á móti og stundaði millilandaferðir þegar hann þurfti á að halda. Hann mun alla ævi hafa átt haf- fært skip, enda er eins og hann hafi verið vel á verði um hinar pólitísku sveiflur I Noregi, og þá tilbúinn að grípa tækifærið ogýta skipi sínu á flot. Þá var ekki von- laust að takast mætti að heimta arf Ásgerðar. Hann varði I það miklum hluta ævi sinnar að hreinsa mannorð konu sinnar, en samarfar hennar héldu arfinum á þeim forsendum, að hún væri þrælborin. Þar sem Þóru móður hennar hafði verið rænt, þótt löngu hefði verið sætzt á það mál. En ekki er ætlunin að fara út I þau mál hér. En Egill varð vel reiðfara, hvort sem hann vildi taka land í Noregi eða á Bret- landseyjum. Frægasti afkomandi Hrafnistu- manna og bar nafn afa sins frá Hrafnistu var Ketill hængur Þorkelsson. Hann kom skipi sínu í Rangarós, sum handrit segja Þjórsárós, en það skiptir ekki máli hér, því að hann nam neðri hluta Rangárvallasýslu. Ketill var sonur Hrafnhildar Ketilsdóttur frá Hrafnistu og Þorkels jarls, sem var síðari maður hennar. Eft- ir að hafa hefnt Þórólfs Kveld- úlfssonar frænda síns á Hildi- ríðarsonum taldi hann sér ekki vært I Noregi fyrir Haraldi kon- ungi og réðst til Islandsferðar með Xngunni konu sína og sonu þeirra. Fyrsta vetur þeirra á Is- landi bjuggu þau að Hrafntóttum, en fluttu sig næsta vor að Hofi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.