Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 12
Indríði Einarsson segir frá þvf f Endurminningum sfnum, „Séð og lifað“, að Vilhjálmur þögli, prins af Óraníu, hafi verið innilegasta ideal Jóns Sigurðssonar. Sérstak- lega hljðti hann þð að hafa verið það frá nýári 1874 og fram til vorsins. Forseti hafi þá verið ákaflega þögull um pðlitfk og tal- að mjög lftið um eða á mðti stjðrninni. Hann hafi beðið átekta og muni hafa viljað, að Kristján IX. byði sér heim tii lslands. Indriði segir, að þeir aðdáendur hans hafi vonað, að honum yrði boðið heim og vonað jafnvel lengra, — að Jðn Sigurðs- son yrði Islandsráðherra upp úr þjððhátfðinni. En ekkert varð úr þvf, eins og kunnugt er, að Jðni Sigurðssyni yrði boðið, og stjórnin hélt þjöð- hátfð á fslandi fyrir hundrað ár- um, „hvor Jðn Sigurðsson ikke er med“, eins og Drachmann kvað. Danir buðu honum ekki, en ekki fslendingar heldur. Telur Indriði, að til þess hafi vantað „bæði forgöngumenn og fé“. Islendingar í Kaupmannahöfn efndu til þjóðhátíðar 7. ágúst, og skipaði Jón Sigurðsson öndvegi f veizlunni. Benedikt Gröndal hafði ort fyrir minni Jóns Sigurðssonar og vék þar að því, sem mörgum hefur búið í brjósti: Hugðum vér, mundi hertogi sjóta sitja í sumar Snælands við bú, þjóðar á fundi þakkir að hljóta, þar sem að gumar gleðja sig nú. Hvar voru snjallir heima á fróni? Þú varst þeim áður þekktur og kær. Gleymdu þá allir glampanda Jóni? Hugur er bráður, hjartað er fjær. En hvergi verður séð, hvað Jóni hafi sjálfum fundizt um þetta. Hann var fyrirmyndinni, Vil- hjálmi þögla, trúr. En Indrið Einarsson getur þess, að Jón Sigurðsson hafi lfka haft annan stjórnmálamann til fyrir- myndar. Það var frski stjórnmála- leiðtoginn Daniel O’Connell. Þess- ar tvær fyrirmyndir Jóns Sigurðs- sonar hafa ekki einungis verið um margt mjög ólíkar, heldur lifðu þeir og störfuðu eða börðust við gjörólíkar aðstæður. Vilhjálmur þögli var uppi 1533 — 1584 og er frelsishetja Niðurlanda. Hann var prins af Öraníu og greifi af Nassau og erfði 11 ára gamall furstadæmið Orange í Suður- Frakklandi og miklar landareign- ir í Niðurlöndum. Hann varð ríkisstjóri f Hollandi, en reis gegn kúgun Filippusar 2. Spánar- konungs. Þetta verður að nægja hér um þann þögla mann, því að ætlunin er að kynna lftillega hina írsku fyrirmynd Jóns Sigurðs- sonar. Indriði Einarsson segir, að Jón Sigurðsson hafi bent sér á, að O’Connell hefði sprungið á því að hvetja Ira svo til framsóknar gegn brezku stjórninni, að þeim hafi þótt sem hann mælti með uppreisn. Síðan hafi hann haldið mannmargan-fund á Clontarf, þar sem Brjánn, konungur, sigraði innrásarherinn, sem ætlaði að leggja undir sig írland, þótt hann félli sjálfur. Irar komu til fundar- ins í þeirri trú, að nú ætti að gripa til vopna og verja írland fyrir Englendingum, enda þótti þeim Clontarf greinileg bending til þess. En þegar eftirvæntingin var sem mest, réði O’Connell frá upp- reisninni og glataði um leið trausti Irlendinga. Segir Indriði, að Jón Sigurðsson hafi greinilega viljað varast að fara svo í málin. Árið 1938 kom út ævisaga Daniels O’Connells eftir Sean O’Faolain, og nefndist hún: ,-,Konungur betlaranna". Betl- aramir voru Irska þjóðin. O’Connell lifði frá 1775 til 1874, svo að Jón Sigurðsson hefur verið 36 ára, þegar hann lézt. Þeir hafa því verið samtímamenn að nokkru leyti, og af mörgum ástæðum öðrum hlaut O’Connell að standa Jóni nær en Vilhjálmur þögli. En nú skal seilst til ofan- nefndrar ævisögu til að afla nokkurs fróðleiks um Daniel O’Connell og þann vettvang, er hann barðist á. Konungur betlaranna var mála- færslumaður. Hið sögulega hlut- verk hans var stjórnmálalegs eðlis, en hann hefur einnig tryggt sér sess f sögu dómstólanna fyrir að hafa haldið eina af djörfustu ræðum, sem nokkru sinni hafa verið haldnar í réttarsal. Þegar O’Connell fæddist^ hafði Irland verið kúgað I sjö aldir, og það hafði orðið að þola kúgun í orðsins andstyggilegustu merk- ingu. Þjóðinni var haldið niðri f fátækt, vesöld og vankunnáttu á kerfisbundinn hátt. Sérlög, sem stórlega takmörkuðu mannrétt- indi, giltu fyrir kaþólska, sem voru yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar. Börn þeirra fengu enga kennslu til dæmis, og tækist þeim að afla sér menntunar í öðr- um löndum, var þeim meinað að njóta hennar í sínu eigin landi. Sökina átti ekki aðeins enska stjórnin, heldur og afkomendur hinna ensku, innfluttu landeig- enda. Ahrifa amerfska frelsis- stríðsins og frönsku byltingarinn- ar gætti sáralítið í írlandi. Það var eins og utan við allar hræring- ar í frelsis átt og mannúðar. O’Connell var kominn af kaþólsku fólki, en hann var s^o lánsamur að eiga frænda, sem hafði komizt í góð efni með smygli og gat kostað menntun hans í Frakklandi og Englandi. Sama ár og hann hóf störf sem mála- færslumaður f Dublin, gerðust þeir atburðir, sem urðu til þess að vekja hann til meðvitundar um alvöru hinnar stjórnarfarslegu stöðu landsins. Uppreisnin 1798 var bæld niður með blóðugri grimmd, og 2 árum síðar var frska þingið afnumið. Eftir þetta var barátta Ira bundin við eitt ófrávfkjanlegt takmark: Algjör sambandsslit við England. Þetta varð stefna hans, sem hann barð- ist fyrir á sinn hátt, sem Jón Sigurðsson hefur kunnað að meta, og hlutverk hans í stjórn- málunum var fyrst og fremst að vekja þjóðina til meðvitundar um þetta takmark og telja í hana kjark. En það voru þó málflutnings- störf hans, sem færðu honum forystuna í hendur. Það krafðist engu minni kjarks og hugrekkis að flytja mál fyrir kaþólska f réttarsölunum í Dublin en að taka þátt í hinni stjórnmálalegu bar- áttu. Dómararnir voru mót- mælendur, kaþólskir voru úti- lokaðir úr kviðdómi og réttlætið bjó við rýr kjör. Það var grunnt á mannlegri samúð í þjóðfélagi, þar sem háð var svo hatrömm stétta-, trúarbragða- og þjóðernisbarátta. Fræg er sagan um dómarann, sem var svo ómannúðlegur í kald- hæðni sinni, að hann gat ekki stillt sig um meinfyndni á kostnað dauðadæmds manna. Hinn brot- legi hafði stolið úri, og í þokkabót við dauðadóminn varð hann að þola þessa athugasemd hins glott- andi dómara: „Haha, þú ætlaðir að höndla tímann, en greipst eilífðina!” O’ConnelI var sannur Iri að eðlisfari, herskár, hugrakkur og baráttufús og ávallt reiðubúinn að gjalda lfku líkt. Þegar dómari nokkur ávítaði hann með þessum oröum: „Ég hagaði mér ekki svona, þegar ég var málflutnings- maður”, var O’Conell nógu óskammfeilinn til að svara: „Ég tók yður heldur aldrei mér til fyrirmyndar, þegar þér voruð málflutningsmaður.” Snemma tók hann að sýna þá dirfsku að grfpa fram i frá áheyrendabekk, þegar honum fannst dómarinn ganga of langt gagnvart starfs- bróður, sem skorti hörku. Hann mótmælti þá þvf, sem hann kallaði móðgun gagnvart stétt málflutningsmanna. O’Conell var feikilegur starfs- maður og vann að jafnaði 18 tíma á sólarhring. Varðveitzt hefur bréf frá konu hans, þar sem hún sárbiður hann um að gefa sér tíma til að fá sér súpu einhvern tfma dagsins, meðan á réttar- höldunum standi, því að hún hafi svo miklar áhyggjur af þvf, að hann fái sér ekki neina næringu frá morgni dags til kl. 9—10 að kvöldi. Oft reið hann í sólarhring til að ná réttarhöldum f öðrum umdæmum. En jafnhliða málflutnings- störfunum vann hann sleitulaust f þágu þjóðar sinnar og hinna kaþólsku ibúa. 1813 tók hann að sér mál, sem gerði hann að leið- toga þjóðarinnar. En jafnhliða málflutnings- störfunum vann hann sleitulaust í þágu þjóðar sinnar og hinna kaþólsku íbúa. 1813 tók hann að sér mál, sem gerði hann að leið- toga þjóðarinnar. John Magee var ritstjóri „Dublin Post“. Þótt hann væri mótmælendatrúar, var hann fyrst og fremst Iri og birti f blaði sínu grein, þar sem ráðizt var á yfir- völdin vegna þess óréttlætis, sem kaþólsku fólki væri sýnt. Vmsir æðstu ptjórnendur Irlands hlutu slikarumsagnir.að þær voru ef til vill réttlætanlegar sem sögulegir dómar, en engan veginn gagnvart lifandi mönnum. Magee var ákærður, og O’Connell tók að sér vörn málsins. Málið var flutt fyrir lútherskum dómurum og kvið- dómendum að viðstöddum æðstu borgaralegum og hernaðarlegum embættismönnum brezku krún- unnar, sem sátu beint fyrir neðan sæti dómara og virtust þannig til- heyra dómstólnum. Má nærri geta, hvernig andrúmsloftið hef- ur verið í réttarsalnum. Meðal hinna háttsettu embættismanna var hinn ungi Robert Peel, sem þá hafði nýlega tekið við æðsta emb- ætti á trlandi, en með þvf hófst hinn glæsilegi stjórnmálaferill hans. Þá hafði hann þó enn ekki tileinkað sér það umburðarlyndi gagnvart kaþólskum mönnum, sem hann síðar sýndi og varð einkennandi fyrir hann, er hann fór með völd. Sjálfur lýsti hann þá málaferlunum þannig m.a. „O’Connell talaði í 4 klst. og notaði tækifærið til að koma fram með enn ofsalegri móðganir gagn- vart stjórn írlands og rétarfari en þær, sem hann átti að verja. Árás hans á saksóknara ríkisins var heiftarlegri en nokkurn tíma hefur verið látið viðgangast innan veggja nokkurs réttarsals. Hann móðgaði kviðdóminn í heiid og hvern og einn fyrir sig, ásakaði dómarann fyrir spillingu og hlut- drægni og gerði sig sekan um svikráð gegn brezka ríkinu ef ekki írlandi einnig”. Lýsingin er ekki orðum aukin, en einhliða. Ræða O’Connells hafði að geyma óhefluð skammar- og hnýfilyrði, og kaflar hennar voru sem samdir fyrir útifund. En hann lyfti málinu upp í æðra veldi, frá því að vera mál Magees til að vera málstaður Irlands. Hann slöngvaði ákæru írlands á hendur Englandi fyrir siðleysi, kúgun, þjökun og misrétti beint framan í valdhafana, sem þarna voru sjálfir viðstaddir. Og á ræð- una var hlustað. Saksóknari ríkisins hafði sjálf- ur sagt til vegar, hvað óheflað orðaval snerti og reyndar beinar svívirðingar, og O’ConnelI hóf ræðu sína með því að lýsa undrun sinni yfir því, svo háttsettur embættismaður skyldi enn hafa á valdi sfnu slíkt málfar eftir að hafa umgengizt siðmenntað fólk í 30 ár sem einn úr hópi hinna sómakæru málflutningsmanna. „Hvernig getur hann hafa varð- Framhald á bls. 14 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.