Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Blaðsíða 7
Hér veröa ekki aðskilin verk- tækni og skapandi list. En svo gerist það, að þessir tveir þættir, sem við getum litið á sem mann og konu í ágætu hjónabandi hrökkva hvor í sína áttina fyrir tilverknað iðnbyltingarinnar. Hún gerir það að verkum, að verkfræðin bólgnar út, en listin verður hornreka, einangrast og hefur lítil áhrif á daglegt líf fólks- ins. Rómantíkin er að vissu leyti svörun við þessari þróun. Lista- maðurinn er vonsvikinn, þvf að hann telur sig ekki lengur nauðsynlegan í þjóðfélaginu. Múrarinn hefur leyst arkitektinn af hólmi og vélin handverks- manninn. Það varBaukaus-hreyf- ingin I Þýzkalandi, sem reyndi fyrst að stemma stigu við þessari þróun. Vitaskuld var ekki hægt að útiloka vélina, en í stað þess að láta hana rikja yfir manninum skyldi hlutverkum snúið við, því að vélin var í raun réttri einungis sams konar milliliður milli huga mannsins og verksins og hand- tólið var áður. Vinnslan var bara orðin flóknari, og þess vegna var nauðsynlegt að tæknimaðurinn og listamaðurinn ynnu saman. Lista- maðurinn varð að hafa einhverja innsýn inn í tæknina, sem gerði verk hans að raunveruleika, og til þess að tæknimaðurinn gæti rækt hlutverk sitt, þurfti hann að hafa kunnáttu og skilning á Iistum. Þetta er grundvallaratriði í stöðu listanna í nútíma þjóðfélagi. Hafa íslendingar síður gert sér grein fyrir þessu en aðrar þjóðir? — Já, við erum svolítið sér á parti, og það á sér sögulegar orsakir. Frá upphafi landnáms og fram á 13. öld er íslenzkt sam- félag samstiga Evrópuþjóðum. Eftir þjóðflutningana miklu, brambolt og ævintýramennsku, eru menn að finna sig og skapa sér nýtt samfélag, og þetta endur- speglast í listinni. Rómönsk list er afurð bændasamfélags, og hún lifði góðu lífi hér. En svo erum við ekki lengur með. Á meðan borgarsamfélögin myndast í Evrópu peningaviðskipti blómg- ast og gotneska listin sprettur upp sem afsprengi þess- arar þróunar, höldum við áfram að vera rómanskt bændasam- félag. Við erum heldur ekki með í barokkskeiðinu og nýklasslkinni og jafnvel iðnbyltingin fer fram hjá okkur. I hinu frumstæða sam- félagi okkar renna list og not saman fram á sfðustu öld, og þá vöknum við upp við vondan Til vinstri: islenzkt stafailát, kerald vestan úr Dalasýslu. dæmigert fyrir gerð þesskonar Iláta, sem mjög voru mismunandi að stærð. Að ofan: Skilgetið afkvæmi tæknialdar: Fiskkassar til notkunar I frystihusum. Hann- að hefur Ernst Bachmann. draum, og veltum yfir okkur áhrifum vestrænnar menningar, sem enn er f deiglunni. Nú þetta var þó alltsaman þolanlegt á meðan áhrifin komu aðallega úr einni átt, þ.e. Kaupmannahöfn, og það er ekki fyrr en sambandið við hana rofnar á strfðsárunum, að allt fer á hvolf. Við höfnum öllum okkar hefðum og gefum okkur á vald óskapnaði og ringulreið, og það er fyrst núna, sem menn eru farnir að átta sig, farnir að meta það, sem gert hefur verið i sjón- menntum á þessu landi og farnir að velja og hafna úr erlendum áhrifum. — Nú vilt þú kannski að við séum umfram allt þjóðleg f list- sköpun? — Nei, nei, nei, nei. Það rfsa á mér hárin, þegar minnzt er á þjóð- lega list. Þetta er alger firring á hugtakinu list. Heldurðu kannski, að fornmenn hafi fundið upp torf- bæinn, af þvf að þeir voru að rembast við að vera þjóðlegir? Ekki aldeilis. Torfbærinn varð til, af því að umhverfið bauð upp á þetta, og það er mismunandi um- hverfi, en ekki mismunandi líf- fræðilegt skyn þjóða, sem veldur því, að verk, sem mótuð eru í anda einnar og sömu stefnu, eru oft breytileg frá einu landi til annars. Fleiri en ein þjóð varð gagntekin af gotíkinni, en ef maður virðir fyrir sér gotnesk verk í Englandi, Hollandi eða Þýzkalandi má sjá töluverðan mismun. Þessi mismunur varð ekki af því að menn ætluðu sér að vera þjóðlegir, heldur af því, að sums staðar var til marmari, en annars staðar bara kalksteinn, sums staðar varð listamaðurinn að taka tillit til flatneskju, annars staðar tók hann mið af hallandi landi. Og hvernig er ekki með okkur, þessa abstraktmálara? Það er alltaf verið að skamma okkur fyrir að vera óþjóðlegir, og sannarlega er þetta þjóðlega kjaftæði eitur í okkar beinunt, en ef þú virðir fyrir þér á sýningu verk fslenzkra og danskra abstraktmálara, sérðu greinilegan mun á litavali. Við verðum óafvit- andi fyrir áhrifum af umhverfinu og þess vegna verðum við óafvit- andi þjóðlegir, en maður, sem skapar list, hugsar ekki um neitt annað. Kunnur danskur málari sagði eitt sinn: „öll þjóðleg list er SkartgripagerS fyrr og nú. A8 ofan: Silfurnæla frá Trölla- skógi. Hún er talin vera frá ofanverðri 11. öld. Að neðan: Nútíma skartgrípur, silfursmiSi eftir Jens GuSjónsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.